Morgunblaðið - 13.11.2021, Page 40

Morgunblaðið - 13.11.2021, Page 40
Afrekshugur er félag um fjársöfnun til gerðar afsteypu af höggmynd Nínu Sæmundsson Spirit of Achievement, Afrekshuga, sem hefur staðið fyrir ofan anddyri Waldorf Astoria hótelsins í New York síðan 1931. Félagið vill reisa afsteypuna á Hvolsvelli í samstarfi við sveitarstjórn Rangárþings eystra til ævarandi minningar um frægustu listakonu héraðsins, fyrstu íslensku konuna sem gerði höggmyndalist að ævistarfi og naut alþjóðlegrar viðurkenningar fyrir verk sín. Ríkisstjórn Íslands styrkti afsteypuna fyrr á þessu ári um 4 milljónir og með styrkjum frá einstaklingum og fyrirtækjum stendur söfnunarfé nú í 5.6 milljónum. En heildarkostnaður við afsteypugerð og uppsetningu er um 8 milljónir, svo enn er nokkuð í land. Við viljum því hvetja einstaklinga og fyrirtæki um land allt að styrkja þetta verðuga verkefni og senda nafn og kennitölu á netfangið afrekshugur@gmail.com. Greiðslubeiðni að upphæð kr. 5.000 verður þá send í heimabanka viðkomandi. Einnig er hægt að tilgreina hærri upphæð í sama pósti. Stjórn Afrekshuga skipa: Friðrik Erlingsson, rithöfundur. Guðjón Halldór Óskarsson, organisti og stjórnandi Karlakórs Rangæinga. Rut Ingólfsdóttir, fiðluleikari og þýðandi. Anton Kári Halldórsson, oddviti sveitarstjórnar Rangárþings eystra. Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir, listmálari. AFREKSHUGA HEIM! AFREKSHUGUR Styrktarfélag fyrir afsteypu og uppsetningu á Hvolsvelli af verki Nínu Sæmundsson Spirit of Achievement / Afrekshugur Ssens-strengjatríóið frá Nor- egi kemur fram á þriðju tón- leikum vetrarins hjá Kamm- ermúsíkklúbbnum í Norðurljósum Hörpu á morg- un kl. 16. Á efnisskránni eru verk eftir Schubert, Beet- hoven og Hafliða Hallgríms- son. „Ssens-tríóið, sem stofnað var 2014, fékk Haf- liða til að skrifa fyrir sig strengjatríó sem frumflutt var í Osló í febrúar 2020, 12 stutta kafla sem saman mynda sveig. Eftir þann flutning tók efnið að þróast með tónskáldinu uns úr varð nýtt tríó, byggt á hinu fyrra en þó óháð því, og er nú frumflutt á Íslandi. Tríóið nefnir Hafliði „Lebensfries“ (Lífsstrigi) eftir málverki Edvards Munchs, og tileinkar það Ssens- tríóinu. Hafliði segir að líta megi á þetta verk sem eins konar sjálfsævisögu sína sem sellóleikara og tónskálds, það sýni vel hug sinn til strokhljóðfæranna og skilning á þeim sem þróast hafi í tímans rás,“ segir í fréttatilkynn- ingu. Hafliði verður viðstaddur tónleikana. Frumflytja strengjatríó eftir Hafliða Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Tökur á þriðju þáttaröð kanadísku sjónvarpsseríunnar „Ice Vikings“ hófust á Íslandi í vikunni með þrjá ættliði Kristjansons-fjölskyldunnar á Gimli í Manitoba í sviðsljósinu. Í fyrri 16 heimildarþáttum seríunnar hefur meðal annars verið fjallað um tvo fyrstu ættliðina auk hinna þriggja. „Nú lokum við hringnum,“ segir Ro- bert T. Kristjanson og Chris, sonur hans, tekur í sama streng. „Um mig fer undarleg tilfinning þegar ég hugsa til þess að hérna var grunn- urinn að ævistarfi mínu lagður.“ Chris hefur ekki fyrr komið til Íslands en Robert T, eins og hann er kallaður á hátíðarstundum en annars Bobby, er í sinni þriðju heimsókn. Feðgarnir verða seint kallaðir borgarbörn enda hafa þeir lengstum verið við fiskveiðar á Winnipegvatni. „Skömmu eftir komuna til Reykjavíkur gengu leikskólabörn í umsjón kennara framhjá okkur við hótelið og í fyrsta sinn heyrði ég börn tala íslensku,“ segir Chris. „Íslenska er á undanhaldi í Manitoba og við tölum ekki málið eins og Ted afi gerði, en þessi börn staðfestu grun minn um styrkleika ís- lenskunnar og þess vegna er ég sér- staklega ánægður með að vera hér og heyra í bjartri framtíðinni. Við erum öll mismunandi en samt eins.“ Fairpoint Films í Winnipeg framleiðir þættina í samvinnu við Viasat World, en Beyond Distribu- tion sér um sölu og dreifingu. Til þessa hafa þættirnir fyrst og fremst verið teknir upp á Winnipegvatni og ákvörðun um tökur á Íslandi kom feðgunum í opna skjöldu. „Absalút vitlaus“ „Eruð þið „absalút vitlaus“,“ segir Chris að hafi verið sín fyrstu viðbrögð. „„Hvernig dettur ykkur í hug að við getum farið til Íslands?“ spurði ég framleiðendur þáttanna, en ég er þeim innilega þakklátur fyrir hugarflugið og framkvæmdina.“ Bobby, sem verður 88 ára í des- ember, bendir á að þættirnir hafi ver- ið sýndir víða um heim og því sé gam- an að taka þátt í því að kynna Ísland með þessum hætti; að þrjár kynslóðir komi frá Kanada til að sýna sameig- inlega upprunann. Sigurrós, kona hans, varð að hætta við að koma með á síðustu stundu en Bobby segir að Ísland hafi verið sérstaklega mikil- vægt í hennar fjölskyldu. „Mamma hennar talaði alltaf um að Ísland væri heima.“ Sigurður Þorvaldur Kristjáns- son var frá Stapa í Skagafirði og fór ungur til Kanada með nágrönnum eftir að faðir hans dó 27 ára. Hann sá aldrei móður sína og systkini eftir það. 1885, þegar hann var fimm ára gamall, var hann tekinn í fóstur skammt frá Gimli og stundaði fisk- veiðar á vatninu alla ævi. Sömu sögu er að segja af Ted, syni hans og föður Bobbys. Devon og Trevor, synir Chris, hafa líka fetað í fótsporin en Trevor er í framleiðsluteymi þátt- anna, sem handritshöfundarnir og framleiðendurnir Chris Charney og Scott R. Leary stjórna. „Ég er hreykinn af uppruna mínum og að geta sagt frá því á Ís- landi að fimm kynslóðir okkar hafi stundað veiðar á Winnipegvatni,“ segir Chris. Tökur hafi meðal annars verið í Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi og þar hafi hann spurt Guðjón Hildi- brandsson hvað margar kynslóðir fjölskyldunnar hafi sinnt hákarla- veiðum. „„Erfitt er að rekja sig lengra aftur í tímann en 400 ár,“ svaraði hann og þá sá ég enn frekar úr hverju Íslendingar eru gerðir.“ Loka hringnum á Íslandi - Fimm kynslóðir Vestur-Íslendinga í „Ice Vikings“ Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson Á Ingólfsgarði Chris og Robert T. Kristjanson höfðu sögu að segja fyrir framan kvikmyndavélina í fyrradag. Ljósmynd/Chris Charney Í Bjarnarhöfn Guðjón Hildibrands- son sýnir feðgunum hákarlaflökun- arhníf sem er eins og þeir nota. LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 317. DAGUR ÁRSINS 2021 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.268 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is „Mér líður alltaf eins og ég sé 22 ára gamall og það er ekkert sérstakt markmið hjá mér að spila sem lengst. Metin fylgja manni víst en aðalmálið er að mér finnst bara svo gaman í fótbolta. Á meðan svo er ætla ég að njóta þess,“ segir Óskar Örn Hauksson sem er hættur í KR eftir fimmtán ára dvöl og samdi í gær við Stjörnuna til tveggja ára. »32 Það er bara svo gaman í fótbolta ÍÞRÓTTIR MENNING

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.