Morgunblaðið - 13.11.2021, Side 8

Morgunblaðið - 13.11.2021, Side 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 2021 Á fundi Félags sjálfstæðismanna um fullveldismál sem haldinn var á dögunum ræddi Arnar Þór Jónsson, fyrrverandi dómari og nú varaþingmaður, um stöðu laga Evrópu- sambandsins gagn- vart íslenskum lög- um. Hann benti á að ríkjasambandið ESB stefndi í átt að sam- bandsríki, en að Pól- land og Þýskaland hefðu spyrnt við fót- um gagnvart því að lög ESB gengju framar stjórnarskrám þessara ríkja. - - - Arnar Þór velti síðan upp þeirri spurningu hvort fullveldi Ís- lands hefði verið skert og sagði: „Þegar við horfum á það að stór hluti löggjafar sem fer í gegnum Al- þingi Íslendinga er í rauninni sam- inn af fólki sem við kunnum engin deili á, sem enginn hefur kosið, við höfum engan aðgang að því að hlusta á umræður um þessi laga- frumvörp, ef það má kalla þetta það þegar það er í fæðingu, við höfum enga, eða að minnsta kosti af- skaplega litla möguleika á að tempra það sem þarna er að gerast, hvernig má það þá vera að því sé haldið fram samhliða því að við höf- um haldið fullveldi okkar? Er verið að halla réttu máli? Getur verið að menn séu hugsanlega beinlínis að setja fram blekkingar eða slá ryki í augu Íslendinga? Það væri býsna al- varlegt mál frammi fyrir svona mik- ilvægu atriði eins og innleiðingu er- lends réttar og regluverks sem hugsanlega kann að skerða yfir- ráðarétt Íslendinga gagnvart nátt- úruauðlindum sínum, samanber um- ræðuna um þriðja orkupakkann. - - - Ég spyr: hafa sérfræðingar á þessu sviði verið fullkomlega heiðarlegir? Hafa stjórnmálamenn verið fullkomlega heiðarlegir? Og að hvaða ósi fljótum við sem þjóð inni í þessu samstarfi sem kennt er við EES?“ Arnar Þór Jónsson Áleitnar spurningar STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Helmingur fólks er mjög (36%) eða frekar (14%) hlynntur lausagöngu katta í sínu sveitarfélagi. Þetta sýnir ný könnun Prósents. Þeim sem stendur á sama eru 11%, frekar and- víg eru 15% og mjög andvíg eru 24%. Niðurstaðan bendir til þess að íbú- ar höfuðborgarsvæðisins séu hlynnt- ari lausagöngu katta en þeir sem búa úti á landi. Yngri þátttakendur (18- 24 ára) eru hlynntari lausagöngu katta en 35 ára. Þeir sem eru 65 ára og eldri eru meira á móti lausagöngu en hinir yngri. Einnig var spurt um gæludýra- eign þátttakenda. Eigendur katta voru hlynntari lausagöngu þeirra en eigendur hunda og annarra gælu- dýra og eins þeir sem ekki eiga gæludýr. Netkönnunin var gerð 5.-11. nóv- ember með því að könnun var send til könnunarhóps Prósents. Í hópn- um eru 18 ára og eldri sem búsettir eru á Íslandi. Í úrtakinu voru 2.800 manns, 1.435 svöruðu og var svar- hlutfall 51%. Gögnin voru vigtuð til þess að úrtakið endurspeglaði álit þjóðarinnar. Tekið var tillit til kyns, aldurs og búsetu. Tölur voru ná- mundaðar að næstu heilu tölu. Þann- ig var t.d. aldurshópurinn 18-24 ára 3,8% fyrir vigtun en 13,2% eftir vigt- un. gudni@mbl.is Helmingur vill lausagöngu katta - Íbúar á höfuðborgarsvæðinu eru hlynntari lausagöngu en fólk úti á landi Morgunblaðið/Eggert Frjáls Kettir mega víða vera frjálsir en sum sveitarfélög setja takmörk. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Arngrím Jóhannsson flug- mann og Sjóvá til þess að greiða ekkju og börnum Arthurs Grants Wagstaffs rúmar níu milljónir króna í bætur vegna flugslyss sem varð honum að bana árið 2015. Komst dómstóllinn að því að Arn- grímur hefði sýnt af sér stórfellt gá- leysi í aðdraganda nauðlendingar en Wagstaff lét lífið í kjölfarið. Ekkju Wagstaffs voru dæmdar rúmar þrjár milljónir króna í bætur og þremur börnum þeirra hverju um sig tvær milljónir en fyrir dómi kröfðust dætur Wagstaffs hver um sig bóta upp á 12 milljónir króna. Flugslysið átti sér stað hinn 9. ágúst 2015 í Barkárdal en í vélinni voru þeir Arngrímur og Wagstaff, sem fórst í kjölfar brotlendingar. Flugvélin sem brotlenti var í eign- arumráðum Arngríms en formlegur eigandi var Wells Fargo, fjármála- fyrirtæki í Bandaríkjunum. Kröfu ekkju Wagstaffs um bætur vegna missis framfæranda var hafn- að. Niðurstaða rannsóknarnefndar samgönguslysa, sem gaf út skýrslu um slysið árið 2018, var sú að flug- vélin hefði verið ofhlaðin. Afkasta- geta hennar hafi því verið talsvert skert, auk þess sem ekki hafi verið skilyrði til sjónflugs á flugleiðinni yfir Tröllaskaga, þeirri leið sem flug- mennirnir hugðust taka. Arngrímur hefur síðar sagst muna vel eftir atburðarásinni. „Við vissum að við vorum á leiðinni niður og það var erfið tilhugsun. Það er án efa versta upplifun sem ég hef gengið í gegnum að sitja við hliðina á látnum vini mínum lengst uppi á fjöllum og geta ekkert gert.“ Bætur dæmdar vegna slyssins - Flugslysið í Barkárdal árið 2015 Morgunblaðið/Þór Héraðsdómur Flugvélin var við rannsókn talin hafa verið ofhlaðin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.