Morgunblaðið - 19.11.2021, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.11.2021, Blaðsíða 6
BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Íbúar á þremur svæðum ganga til atkvæðagreiðslna um tillögu að sameiningu sveitarfélaga um miðjan febrúar á næsta ári og hugsanlegt er að kosið verði á fjórða svæðinu. Miðast þessi áform við að kosið verði til nýrra sveitarstjórna í sam- eiginlegum sveitarfélögum við al- mennar sveitarstjórnarkosningar 14. maí, það er að segja ef samein- ing verður samþykkt, og ný sveit- arfélög taki þá til starfa í kjölfar þess. Víðar eru óformlegar við- ræður og þreifingar um sameiningu sem væntanlega reynir ekki á fyrr en á næsta kjörtímabili. Þótt stórar sameiningar hafi ver- ið felldar á Suðurlandi og í Austur- Húnavatnssýslu virðist vera nokkur hreyfing í sameiningarmálum. „Það á að vera sameiginlegt verkefni sveitarfélaga á landsbyggðinni að kanna hvernig við getum eflt byggðirnar, hvort sem við gerum það í núverandi sveitarfélögum eða sameinumst,“ segir Eyjólfur Ingvi Bjarnason, oddviti Dalabyggðar. Samtvinnaðir hagsmunir íbúa Þegar hefur verið samþykkt sam- eining í Suður-Þingeyjarsýslu og tekur hún gildi eftir kosningar í vor. Öll samstarfsnefnd sveitarfélag- anna í Skagafirði, það er að segja Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps, leggur til að gengið verði til sameiningarkosninga. Sveitarfélögin eru í sama héraði og eiga íbúarnir mikið saman að sælda, til dæmis í grunnskóla, leikskóla og félagsheimili í Varmahlíð. Ef íbú- arnir samþykkja sameiningu ætti framkvæmdin að vera einföld. Eftir að sveitarfélögin á Skaga felldu tillögu um sameiningu fjög- urra sveitarfélaga í Austur- Húnavatnssýslu tóku fulltrúar Blönduósbæjar og Húnavatns- hrepps upp viðræður um samein- ingu. Þær hafa leitt til þess að íbú- arnir fá að greiða atkvæði um tillögu í febrúar. Sveitarfélagið Skagaströnd og Skagabyggð þreifuðu fyrir sér um sameiningu. Skoðanakönnun sýndi að íbúar á Skagaströnd eru spennt- ir fyrir sameiningu á Skaganum en skiptar skoðanir eru meðal íbúa Skagabyggðar þar sem 26 þátttak- endur voru jákvæðir en 25 neikvæð- ir. Þegar þetta lá fyrir náðist ekki samstaða í hreppsnefnd Skaga- byggðar um að fara í formlegar við- ræður. Skólamálin viðkvæm Snæfellsbær og Eyja- og Mikla- holtshreppur á Snæfellsnesi hafa verið í viðræðum um sameiningu frá því í haust. Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ, segir að viðræðurnar hafi gengið ágætlega og stefnt sé að atkvæðagreiðslu í febrúar. Skólamálin eru mikilvæg- asta og jafnframt viðkvæmasta mál- ið í viðræðunum þar eins og í við- ræðum Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps. Tveir litlir sveitaskólar eru á sunnanverðu Snæfellsnesi og eiga þeir undir högg að sækja vegna fækkunar barna. Kristinn segir að Snæfells- bær líti þannig á málin að nauðsyn- legt sé fyrir samfélagið á sunn- anverðu Snæfellsnesi að hafa einn öflugan skóla. Ef forystumönnum auðnist ekki að koma honum upp segist hann óttast að ekkert skóla- hald verði þar þegar til framtíðar er litið. Sú niðurstaða yrði ekki góð fyrir samfélagið. Ef skólarnir verða sameinaðir má telja líklegt að Lýsu- hóll verði fyrir valinu, skólinn þar er meira miðsvæðis á skólasóknar- svæðinu, og þá yrði reynt að finna önnur not fyrir þau miklu mann- virki sem eru í Laugargerði. Þetta er enn í umræðunni og engar ákvarðanir verið teknar. Bæjarstjórn Grundarfjarðar- bæjar hefur boðið fulltrúum ann- arra sveitarstjórna á Snæfellsnesi til samtals um hugsanlega samein- ingu alls svæðisins í eitt sveitarfé- lag. Hefur bæjarstjórnin fengið já- kvæð viðbrögð en fyrsti fundur slíks samráðs hefur ekki verið hald- inn. Þess má þó geta að nokkur sveitarfélaganna eru upptekin af öðrum viðræðum. Snæfellsbær og Eyja- og Miklaholtshreppur eru í viðræðum, eins og fyrr segir, og fulltrúar Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar eru í óformlegum viðræðum um sameiningu við Dala- byggð. Raunar er Dalabyggð á sama tíma í óformlegum viðræðum við Húnaþing vestra. Eyjólfur odd- viti segir að það verði verkefni nýrra sveitarstjórna að ákveða framhaldið eftir komandi sveitar- stjórnarkosningar. Jarðirnar í sameiginlegan sjóð Ef aftur er litið til viðræðna sem gætu leitt til atkvæðagreiðslu um sameiningu í vetur ber að nefna að viðræðunefnd Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps hefur lagt til við sveitarstjórnirnar að gengið verði til formlegra viðræðna um samein- ingu. Tillagan hefur verið samþykkt í hreppsnefnd Svalbarðshrepps en verður tekin fyrir í sveitarstjórn Langanesbyggðar á aukafundi 2. desember. Jafnhliða viðræðum verður unnið að framtíðarsýn nýs sveitarfélags þar sem markmiðið verður að efla byggð á svæðinu. Auðvelt ætti að vera fyrir þessi tvö sveitarfélög að renna saman. Svalbarðshreppur hefur þegar sam- ið við Langanesbyggð um að annast rekstur flestra þjónustuþátta. Við- kvæmt atriði í þessum þreifingum var hins vegar vilji íbúa í Svalbarðs- hreppi um að halda verðmætum laxveiðijörðum utan við samein- inguna þannig að arður af þeim nýttist íbúum áfram. Lausnin á þessu er tillaga um stofnun félags eða sjóðs í eigu nýs sveitarfélags sem myndi taka yfir jarðir beggja sveitarfélaganna og nýta arðinn af þeim í þágu uppbyggingar. Þreifingar víðar Víðar eru þreifingar í gangi. Sem dæmi má nefna að fulltrúar Strandabyggðar hafa boðið Dala- byggð, Húnaþingi vestra, Reykhóla- hreppi, Árneshreppi og Kaldrana- neshreppi til viðræðna um sameiningu. Þessi sveitarfélög hafa samvinnu um ýmis mál. Ekki er lík- legt að látið verði reyna á slíkar stórviðræður fyrr en eftir kosning- ar. Dalabyggð vill sem dæmi ljúka fyrst viðræðum sínum við Stykkis- hólmsbæ, Helgafellssveit og Húna- þing vestra. Könnunarviðræður eru hafnar á Suðurnesjum fyrir forgöngu Voga- manna. Þar er litið til Reykjanes- bæjar og Suðurnesjabæjar en einn- ig hafa komið fram hugmyndir um að bæta Hafnarfirði inn á þá mynd. Verið er að kanna möguleika á sam- einingu Vesturbyggðar og Tálkna- fjarðar og hugsanlega fleiri sveitar- félaga. Febrúar er mánuður sameiningar - Stefnt að atkvæðagreiðslum um sameiningu sveitarfélaga á þremur til fjórum svæðum á nýju ári - Sameining kæmi til framkvæmda eftir kosningar í maí - Aðrar viðræður bíða nýrra sveitarstjórna Atkvæðagreiðslur um sameiningu sveitarfélaga í febrúar 2022 Íbúafjöldi Sveitarfélagið Skagafjörður 4.084 Akrahreppur 210 Samtals 4.294 Snæfellsbær 1.679 Eyja- og Miklaholtshreppur 119 Samtals 1.798 Blönduósbær 950 Húnavatnshreppur 372 Samtals 1.322 Langanesbyggð* 504 Svalbarðshreppur* 94 Samtals 598 * Ekki ákveðið Morgunblaðið/Sigurður Bogi Varmahlíð Stjórnsýsla og rekstur sameiginlegra verkefna sveitarfélaganna verður einfaldari ef þau sameinast. Það á til að mynda við um skólamál. 6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2021 Aldey Unnar Traustadóttir, forseti sveitarstjórnar Norðurþings, tók í gær fyrstu skóflustunguna að nýju hjúkrunarheimili á Húsavík. Stungan markar upphaf framkvæmdanna en Húsheild ehf. sér um jarðvegs- framkvæmdir. Heimilið verður alls 4.400 fermetrar að stærð. Ríkið greiðir 85% af framkvæmdakostnaði við bygginguna, en sveitarfélagið það sem upp á vantar. Áætlaður kostnaður er um þrír milljarðar. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Nýtt hjúkrunarheimili rís á Húsavík Hæstaréttur sýknaði í gær ríkið af kröfu Ásbjarnar Ólafssonar ehf. um endurgreiðslu á rúmum 17 milljón- um króna sem fyrirtækið hafði innt af hendi vegna greiðslna fyrir toll- kvóta. Fjárhæðirnar sem fyrirtækið hafði innt af hendi til ríkisins voru vegna greiðslna fyrir tollkvóta vegna innflutnings á landbúnaðarafurðum frá ríkjum Evrópusambandsins sem ráðherra úthlutaði honum á grund- velli búvörulaga og tollalaga. Stjórnvöld hafi ekki haft svig- rúm til að ákvarða gjaldið Fyrir Hæstarétti laut ágreiningur málsins að því hvort ákvæði búvöru- laga, eins og þau hljóðuðu á þeim tíma sem atvik málsins gerðust, teld- ist fullgild skattlagningarheimild og þá hvort heimild ráðherra til að setja reglugerð um úthlutun tollkvóta hefði falið í sér framsal skattlagning- arvalds og þar með hvort álagning gjaldsins hefði samrýmst 40. og 77. gr. stjórnarskrárinnar, en þau ákvæði lúta að skattlagningu. Í dómi Hæstaréttar kom fram að við útboð á tollkvótum á árinu 2018 hefðu ráðherra og önnur stjórnvöld ekki haft neitt það svigrúm sem máli skipti til að ákveða hversu hátt gjald fyrirtækið greiddi fyrir tollkvótann, breyta því eða um önnur meginatriði skattheimtunnar. Bar að taka besta boðinu Þá taldi Hæstiréttur að ekki yrði ráðið af ákvæðum búvörulaga að ráðherra hefði í raun haft val um aðra útfærslu gjaldtökunnar en að kalla eftir tilboðum á jafnræðis- grundvelli og taka því boði sem hæst væri. Komst Hæstiréttur að þeirri nið- urstöðu að gild skattlagningarheim- ild hefði legið til grundvallar þeirri gjaldtöku sem fólst í greiðslu fyrir- tækisins fyrir þá tollkvóta sem málið laut að. Ríkið var því sýknað af kröfu fyrirtækisins. Ríkið sýknað af 17 milljóna kröfu - Ágreiningur um skattlagningarheimild Morgunblaðið/Eggert Skattur Íslenska ríkið var sýknað af kröfu Ásbjarnar Ólafssonar ehf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.