Morgunblaðið - 19.11.2021, Page 13

Morgunblaðið - 19.11.2021, Page 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2021 Flóttamannabúðir við landamæri Hvíta-Rússlands og Póllands standa nú auðar en einungis tóm tjöld og föt liggja eftir til marks um þær þús- undir flóttamanna sem voru þar áð- ur. Hefur fólkið verið flutt í upphitað vöruhús, nokkur hundruð metra frá flóttamannabúðunum, þar sem því hefur verið færður matur. Ekki er víst hvað bíður fólksins eftir þessa aðgerð. Nokkrar þúsundir flóttamanna hafa verið á vergangi við landamæri Hvíta-Rússlands og Póllands, sem jafnframt eru ytri landamæri Evr- ópusambandsins (ESB). Eru stjórn- völd í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rúss- lands, sögð hafa greitt götu flóttamanna til að hefna fyrir efna- hagslegar refsiaðgerðir ESB. Búið var að leggja mikinn þrýsting á stjórnvöld í Minsk vegna flótta- mannavandans og áttu þau yfir höfði sér frekari refsiaðgerðir. Angela Merkel, fráfarandi kansl- ari Þýskalands, og Alexander Lukasjenkó, forseti Hvíta-Rúss- lands, hafa átt nokkur samtöl þar sem Merkel hefur lagt áherslu á að leysa flóttamannavandann. Tals- maður Lukashenko hefur greint frá því að komið hafi til tals að Þýska- land myndi veita 2.000 flóttamönn- um mannúðaraðstoð. Þá hafa Hvít- rússar einnig heitið því að flytja þá 5.000 flóttamenn er myndu eftir sitja aftur til heimaslóða sinna. Þýskaland hefur hins vegar ekki staðfest að komist hafi verið að nið- urstöðu. Þá hefur Merkel legið undir mikilli gagnrýni fyrir að hafa átt í beinum samskiptum við Lukas- henko. AFP Flóttafólk Gaddavírsgirðingar eru víða við landamærin. Flóttamanna- búðirnar rýmdar - Óljóst hvert fólkið mun fara Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Viðræður um hertar sóttvarnarað- gerðir í Þýskalandi gagnvart þeim sem ekki eru bólusettir gegn kórónu- veirunni kunna að vera í uppnámi vegna deilna á sambandsþinginu um hvernig eigi að hrinda þeim aðgerðum í framkvæmd. Heilbrigðisstofnun Þýskalands, sem kennd er við Robert Koch, greindi frá því í gær að 65.371 tilfelli af Covid-19 hefðu greinst á undan- gengnum sólarhring, og er það mesti fjöldi tilfella í Þýskalandi frá upphafi faraldursins. Var það jafnframt tíundi sólarhringurinn í röð þar sem met- fjöldi smita í landinu er sleginn. Angela Merkel Þýskalandskanslari lýsti þróuninni í fyrradag sem „dramatískri“, en hún átti í viðræðum í gær við leiðtoga sambandslandanna 16 um það hvernig best væri að hemja veiruna. Meðal þess sem rætt hefur verið um er að krefja þá sem ekki hafa fengið bólusetningu gegn veirunni að sýna fram á neikvætt veirupróf áður en þeir geti nýtt sér almenningssam- göngur eða farið til vinnu sinnar. Deilur brutust hins vegar út í neðri deild sambandsþingsins í gærmorg- un, þar sem fjallað var um frumvarp sem myndi gefa ríkisstjórninni og sambandslöndunum lagalegar heim- ildir til þess að setja á þessar tak- markanir. Flokkarnir þrír, sem nú ræða myndun ríkisstjórnar, Sósíaldemó- kratar, Græningar og Frjálslyndir demókratar, stóðu að frumvarpinu, en því er einnig ætlað að endurnýja núgildandi heimildir fyrir sóttvörn- um, sem eiga að renna út í næstu viku. Kristilegu flokkarnir tveir, CDU/ CSU gagnrýndu frumvarpið harðlega og sögðu það vera veikara en þau lög sem nú eru í gildi. Hinir tilvonandi stjórnarflokkar hafa traustan meirihluta í neðri deild- inni, en kristilegu flokkarnir tveir ráða hins vegar enn yfir efri deildinni, sambandsráðinu, en fulltrúar þar eru ekki kjörnir, heldur skipaðir af sam- bandslöndunum. Hafa kristilegir demókratar því hótað því að fella frumvarpið í sam- bandsráðinu þegar það kemur til um- ræðu í dag. „Fyrsta ákvörðun og fyrstu mis- tök“ nýju stjórnarflokkanna Stephan Stracke, þingmaður CSU, sagði að frumvarpið markaði fyrstu ákvörðun nýrrar ríkisstjórnar, en einnig hennar fyrstu mistök. „Þeir hafa enga áætlun gegn þessum heimsfaraldri og hvernig á að berjast gegn honum,“ sagði hann. Hinir tilvonandi stjórnarflokkar sökuðu hins vegar ríkisstjórn Merkel á móti um að hafa ekki gert nóg, með- an hún fór með völdin. Þýskir stjórnmálaskýrendur segja að deilan nú geti verið vísbending um hvað bíði í þýskum stjórnmálum næstu árin, ef efri deild og neðri deild þýska þingsins munu eiga í stöðugum deilum. Lothar Wieler, forseti Robert Koch-stofnunarinnar, lýsti í gær yfir vonbriðgum sínum með hinar póli- tísku þrætur. Það væri óþolandi að eftir 21 mánuð af heimsfaraldri væri enn ekki tekið mark á varnaðarorðum sínum og annarra lækna. „Við erum nú í alvarlegu neyðar- ástandi. Ef við breytum ekki strax um kúrs munum við eiga mjög slæm jól,“ sagði Wieler. Deilt um hertar aðgerðir gegn kórónuveirunni - Varað við „mjög slæmum jólum“ í Þýskalandi ef ekki verður breytt um stefnu AFP Deilur Olaf Scholz tilvonandi kanslari og Angela Merkel á þinginu í gær. Notice of Meeting of the Holders of the following Notes Name ISIN Issuer Issue date Maturity Date HFF150224 XS0195066146 ÍL-sjóður 7.7.2004 15.02.2024 HFF150434 XS0195066575 ÍL-sjóður 7.7.2004 15.04.2034 HFF150644 XS0195066658 ÍL-sjóður 7.7.2004 15.06.2044 Noteholders holding more than one tenth of the aggregate principal amount of the of the outstand- ing Notes have requested the Issuer, ÍL-sjóður (the Housing Financing Fund, HFF), to convene a Noteholders’ Meeting in order to propose a resolution set out below for approval at a Noteholders’ meeting. The holders of Notes (or their representatives by proxies) forming part of any of the above- mentioned issues are entitled to attend a Meeting of the Noteholders of each of the above issues on Tuesday, December 14, 2021, at the Hilton Reykjavik Nordica, Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík, Iceland, at the local times indicated below. - 9:00 a.m. for the Notes HFF150224 (ISIN XS0195066146) - 9:30 a.m. for the Notes HFF150434 (ISIN XS0195066575) - 10:00 a.m. for the Notes HFF150644 (ISIN XS0195066658) The Issuer nominates Viðar Lúðvíksson, Supreme Court Attorney, to chair the Meetings. Agenda 1. Voting on the proposed resolution. The Noteholders’ Meeting, pursuant to the quorum and majority requirement for Noteholders’ Meeting, is to vote on the following resolution: “The Noteholders hereby request the Issuer of the Notes to terminate or waive the appointment of the relevant common depositary according to the Exchange Offer Memorandum and relevant agreements related to the Terms and Conditions of the Notes. According to the Exchange Offer Memorandum the common depositary for the Notes is Euroclear Bank, S.A./N.V. as operator of the Euroclear System (“Euroclear”), and Clearstream Banking, société anoonyme, Luxembourg (“Clearstream”).” “The undersigned Noteholder request that the Issuer appoints Verðbréfamiðstöð Íslands hf. as the successor depositary for Euroclear and Clearstream Luxembourg and to amend the Conditions of the Notes. According to, article 15 of the Terms and Conditions of the Notes.” 2. Any other matters lawfully requested to be placed on the agenda by a Noteholder or the Issuer. Prior formalities to be carried out to participate in the Meeting. All Noteholders, regardless of the number of Notes held, have the right to participate in Notehold- ers’ Meeting concerning the Notes they hold. To evidence their right, Noteholders will be required to provide a Voting Certificate or appoint Proxies not later than 48 hours before the time fixed for each relevant Meeting. The Notes may be deposited with, or to the order of, any Paying Agent for the purpose of obtaining Voting Certificates for the Meeting or appointing Proxies. Paying Agents should send a copy of issued Voting Certificates to ilsjodur@fjr.is no later than 24 hours before the relevant Meeting. The Noteholders’ Meetings will be held in accordance with Fiscal Agreement EXHIBIT G “Provisions for Meetings of the Noteholders”. Noteholders are advised to familiarise themselves with the content of these provisions. For further information please contact the Issuer by email ilsjodur@fjr.is. Alþjóðasamband kvenna í tennis óttast um afdrif kínversku tenn- isstjörnunnar Peng Shuai sem ekki hefur sést síðan hún ásakaði Zhang Gaoli, háttsettan embætt- ismann og áhrifamann í Komm- únistaflokknum, um að hafa brot- ið á henni kynferðislega. Peng setti ásökunina fram snemma í þessum mánuði. Í gær birtist yfirlýsing frá henni í rík- isfjölmiðli þar sem hún sagðist vera að hvíla sig heima hjá sér og sagði ásakarnirnar ekki frá sér komnar og væru þær upp- spuni. Forsvarsmenn tennissambands- ins eru hins vegar ekki sann- færðir um að yfirlýsingin sé raunverulega frá Shuai og óttast um hana. Mörg dæmi eru um það í Kína að gagnrýnendur hátt- settra manna hverfi sporlaust. KÍNA Hafa áhyggjur af tennisstjörnu Kína Óttast er um afdrif tennisstjörn- unnar Peng Shuai eftir yfirlýsinguna. AFP Dmytro Kuleba, utanríkisráð- herra Úkraínu, sagði í gær að landið þarfnaðist meiri hernaðar- aðstoðar frá vest- rænum löndum vegna stöðugrar aukningar á upp- byggingu rúss- nesks herafla við landamæri ríkjanna. Herflutningar Rússa að landamærunum hafa verið umtals- verðir. Telja stjórnvöld í Úkraínu að hermennirnir séu nú um hundrað þúsund. Óljóst er hvað vakir fyrir Rússum með þessum liðsflutningum. Í Úkra- ínu óttast margir að þeir hyggi á inn- rás í landið en 2014 innlimuðu þeir hluta landsins, Krímskaga. Ýmsir sérfræðingar útiloka ekki að til slíkra tíðinda geti dregið. Vesturlönd hafa hvatt Rússa til að kalla herliðið heim. Segir þörf á meiri hern- aðaraðstoð til Úkraínu Dmytro Kuleba

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.