Morgunblaðið - 19.11.2021, Page 20

Morgunblaðið - 19.11.2021, Page 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2021 ✝ Hrefna Gísla- dóttir fæddist á Hofsósi 27. ágúst 1921. Hún lést 5. nóvember 2021 á hjúkrunarheimilinu Sólvöllum á Eyrar- bakka. Hrefna var dóttir Önnu Þuríðar Páls- dóttur, f. 1. janúar 1902, d. 23. desem- ber 1986, og Gísla Benjamínssonar, f. 8. júní 1891, d. 19. mars 1976. Systkini hennar voru Svafa, f. 10. desember 1924, d. 26. apríl 2021; Hjalti, f. 26. janúar 1930, d. 8. ágúst 2011; og Hólmfríður Rósa (Lilla), f. 28. janúar 1944. Hinn 16. júní 1951 giftist Hrefna Ögmundi Hannessyni, nám við Kennaraskóla Íslands og útskrifaðist þaðan 1942. Eftir námið kenndi hún í skóla St. Jós- efssystra í Hafnarfirði 1942-1945 og einnig í Ísaksskóla 1945-1946. Sumarið 1946 sigldi hún til Sví- þjóðar og lærði handavinnu- kennslu. Hrefna kenndi við barnaskólann á Selfossi 1946- 1951, þar til hún flutti til Stóru- Sandvíkur og tók þar við búi. Hrefna bjó í Stóru-Sandvík 1951- 2009, á Selfossi til 2015 og svo á hjúkrunarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka. Útförin fer fram í dag, 19. nóv- ember 2021, frá Selfosskirkju klukkan 14 að viðstöddum nán- ustu aðstandendum. Hægt verð- ur að fylgjast með útförinni í streymi í gegnum heimasíðu Sel- fosskirkju. Hlekk á streymi má finna á: https://www.mbl.is/andlat Minningarathöfn verður hald- in síðar. bónda í Stóru- Sandvík í Flóa, f. 3. apríl 1918, d. 28. nóvember 1984. Foreldrar hans voru Sigríður Krist- ín Jóhannsdóttir frá Stokkseyri og Hannes Magnússon bóndi í Stóru-Sand- vík. Synir Hrefnu og Ögmundar eru Gísli, f. 4. desember 1951, d. 29. september 2014, Magnús, f. 21. mars 1955, og Ari Páll, f. 17. nóvember 1956. Hrefna ólst upp hjá foreldrum sínum á Svalbarði á Hofsósi en varði stórum hluta æskuáranna á Ingveldarstöðum í Skagafirði hjá föðursystur sinni. Hrefna flutti til Reykjavíkur 1940 til að stunda Elsku amma. Hvar eigum við að byrja? Við systkinin vorum svo heppin að geta gengið að þér vísri í Sand- víkinni þegar við vorum að alast upp. Þú varst heimagangur hjá okkur, tókst gjarnan á móti okkur þegar við komum heim úr skólan- um, hjálpaðir okkur við heimanám- ið og gaukaðir að okkur ljúfmeti. Hjá þér kom maður nefnilega aldr- ei að tómum kofunum. Okkur þótti afar vænt um þá hefð sem við héld- um fast í allt þar til þú fórst á Sól- velli en það var sunnudagskaffið í Stóra húsinu og síðar í Grænu- mörkinni á Selfossi. Þar svignaði borðið af kræsingum á borð við kleinurnar og pönnukökurnar þín- ar sem voru reyndar víðfrægar. Góðgætið hefði hæglega getað mettað 10 manns en við borðuðum aldrei nógu mikið að þínu mati. „Er þetta svona vont?“ sagðirðu iðu- lega þegar þér fannst við ekki taka nógu vel til matar okkar. En lukk- an var okkar því þú varst afbragðs- kokkur. Siginn fiskur og eggja- mjólk voru til að mynda réttir sem maður fékk bara hjá þér og við borðuðum af bestu lyst. Þú varst alltaf mikið náttúru- barn og hugsaðir um risavaxna garðinn við Stóra húsið af mikilli alúð. Tókst okkur systkinin með í ótal fjöruferðir, sveppaferðir og berjamó að hausti. Í stofunni var að finna gersemar náttúrunnar sem þú hafðir sankað að þér á ferðum þínum, fjöldann allan af steinum og kuðungum sem litlar hendur höfðu gaman af að hand- leika. Þegar þú fluttir úr sveitinni í Grænumörkina þótti þér voða vænt um að geta séð enn vel til fjalla. Ingólfsfjallið blasti við úr eldhúsglugganum og Grímsnesið að hluta. Dyrnar voru alltaf opnar í Grænumörkinni. Gott var að skreppa þegar maður var í gati í skólanum eða þegar beðið var eft- ir æfingu og fá sér í gogginn eða taka í spilastokkinn. Þegar við vorum þrjú saman varð Manni alltaf fyrir valinu. Þú varst dýrmætur hluti af jól- unum okkar og hafðir ógurlega gaman af því að dansa í kringum jólatréð, svo gaman að það var haldið fast í þessa hefð þó að öll börn á heimilinu væru löngu orðin fullorðin. Þú varst alla tíð mjög bókhneigð og gafst okkur gjarnan bækur í jólagjöf. Önnu gafst þú til að mynda allar Harry Potter- bækurnar. Hrefna man eftir að hafa hugfangin hlustað á þig lesa upp úr Þjóðsögum Jóns Árnason- ar þar sem álfar og huldufólk, tröll og aðrar kynjaverur urðu ljóslif- andi við lesturinn. Þú fórst svo auðvitað með kvöldbænirnar með okkur fyrir svefninn sem við minnumst með hlýju. Snúin og skrítin litla tá og handa- og fótkuldi er eitthvað sem við rekjum beinustu leið til þín. Við systurnar höfum einnig velt því fyrir okkur hvort flökkueðlið sé frá þér komið. Þú varst víðförul og ljósmynd af þér sitjandi á úlf- alda er okkur sérlega minnisstæð. „Getur verið að þetta sé amma mín?“ hugsuðum við bergnumin. Þú fórst í þína síðustu utanlands- ferð árið 2014, þá hvorki meira né minna en 93 ára gömul. En nú hef- ur þú lagt upp í þína hinstu ferð þar sem áfangastaðurinn er meira framandi en nokkur annar sem þú hefur áður heimsótt. Við kveðjum þig með söknuði og óskum þér góðrar ferðar, með þökk fyrir allt og allt, Hrefna, Anna og Sverrir Pálsbörn. Elsku amma. Takk fyrir að vera svona góð amma fyrir okkur öll barnabörnin. Þú hefur alltaf verið til staðar í mínu lífi og ég er ótrúlega þakklát fyrir það. Að hafa átt svona góða ömmu í gegn- um allt hefur gefið mér mikið, bæði öryggi og þekkingu. Þú varst líka til staðar þegar ég eignaðist mitt fyrsta barn. Þá komstu oft í bæinn og vildir hjálpa til. Þá hef- urðu verið orðin 86 ára! En þú vildir samt koma og gera eitthvað. Ég man að þú passaðir Ástu í stutta stund þegar ég fór í skól- ann, þá var Ásta átta mánaða, og þegar ég kom heim var hún búin að læra að segja datt. Þú kenndir henni það með því að láta bolta detta aftur og aftur og segja datt. Þú hafðir alltaf gaman af börnum og ég á svo ótrúlega fallega mynd af þér með Ragnari þegar hann var bara ungbarn og þið horfið með aðdáun hvort á annað. Ég man eftir garðyrkjunni, að hjálpa þér með beðin og að hugsa um jarðarberin þín. Ég man að þú eitraðir fyrir sniglunum með pilsner, það fannst mér alltaf fyndið. Þú varst svo góður kokkur og ég elskaði að koma í heimsókn til þín og fá góða köku eða mat, allt sem þú gerðir í eldhúsinu var svo gott. Ég á enn nokkrar uppskriftir frá þér sem ég geri reglulega. T.d. er Toblerone-ísinn á jólunum ómissandi. Þú varst líka alltaf dugleg að prófa eitthvað nýtt, þú varst enn þá forvitin um nýja hluti þótt þú værir komin yfir áttrætt. Þér var umhugað um fjölskyld- una, ég man að þú hringdir alltaf reglulega í mig til að heyra hvað væri að frétta. Þú hlýtur að hafa haft eitthvert skipulag á því hvern þú værir búin að hringja í og hver væri næstur. Þú hringdir t.d. einu sinni í mig þegar ég var í mála- skóla úti á Spáni, það þótti mér vænt um. Elsku amma, ég sakna þín og ég veit að þinn tími var kominn en það er alltaf erfitt að kveðja. Ég elska þig. Þín Katrín (Kata). Elsku amma í Sandvík er nú horfin á braut. Þó svo að vitað hafi verið í nokkurn tíma hvert stefndi og stundin hafi verið tímabær þá er söknuðurinn og sorgin engu að síður sár. Ég á henni svo margt að þakka og það sama má segja um mjög marga af hennar óteljandi niðjum og samferðafólki. Grunnurinn að traustu og góðu sambandi okkar ömmu var eink- um lagður þegar ég bjó hjá henni í sveitinni í Sandvík í fjögur sumur frá 11 ára aldri. Ég vann í sveit- inni, mjólkaði, gaf á garða, sneri úr slægjunni og rakaði í múga – og ég fékk að kynnast og vera með ömmu hvern einasta dag. Þó svo að heimili mitt hafi verið í 5 km fjarlægð frá sveitinni man ég ekki til þess að ég hafi nokkurn tímann farið heim allt sumarið. Það var ómetanleg reynsla að vinna í sveit hjá Ara Páli frænda mínum og bónda í Sandvík, en mín helsta gjöf frá þessum árum var þetta nána samband sem mótaðist á milli okkar ömmu. Amma var ekki amman sem sagðist elska mann, kleip í kinnar og gaf knús; hún var staðföst og hreinskiptin og sýndi sína ást og væntumþykju aðallega í því sem hún gerði; með því að gefa mér hitapoka í rúmið eftir langa daga af bakbrjótandi sveita- vinnu og dekra mann með því að þvo af manni og gefa manni enda- laust magn af alls konar mat. Eftir þetta var samband okkar alltaf náið og kært. Í um 20 ár, eða allt þar til að amma fór að missa heyrnina, leið ekki sú vika að við töluðumst ekki við í síma og töl- uðum oft lengi. Það var gott að tala við ömmu hvað sem bjátaði á. Hún lagði hart að mér að ég stundaði mitt nám og stofnaði fjölskyldu. Þegar ég hugleiddi að taka pásu frá háskólanámi áður en ég færi í mastersnám þvertók hún fyrir það; auðvitað tæki ég enga pásu. Varðandi barneignir hvatti hún okkur hjónin til dáða, hún sagði óteljandi oft „ekki bíða of lengi“ eða „eftir hverju er að bíða?“. Löngu áður en barneignir voru komnar í myndina áttaði ég mig á því hversu mikilvægt það væri fyrir mig að mín börn myndu kynnast henni og að hún kynntist þeim. Það var líka eitt af því sem við ræddum og ég er ekki frá því að það hafi komið aukinn kraftur í barneignahvatningarnar eftir þær samræður. Þegar þriðja barnið okkar fæddist bjuggum við í Sviss. Amma lagði á sig ferðalag, 93 ára gömul, til að hitta nýfædda barna- barnabarnið. Ung í anda, flott, lið- ug og svo hress að hún skellti sér á trampólínið í garðinum með eldri börnunum og skreið svo með þeim um gólf í leikjum. Það var mér af- ar dýrmætt að sjá ný tengsl milli hennar og minna barna myndast og byggjast upp. Þvílík gjöf sem það er fyrir ung- an dreng, ungan mann og síðar föður að hafa átt slíka manneskju að. Fyrir það verð ég ævinlega þakklátur. Fyrir vikið kann ég enn þá betur að meta samband minna barna við ömmur sína og afa. Ég er svo innilega glaður að sjá svipað samband í mótun á milli minna barna og ammanna þeirra og ætla mér að hlúa að því sem best ég kann. Takk amma mín fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Alla hvatn- inguna, tryggðina, kærleikann, og innrætingu á góðum gildum. Ég elska þig og ég sakna þín. Ögmundur Hrafn Magnússon. Hrefna Gísladóttir - Fleiri minningargreinar um Hrefnu Gísladóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Guðrún Hildur Friðjónsdóttir fæddist í Reykja- vík 6. júlí 1934. Hún lést skyndi- lega á endurhæf- ingardeild Eirar í Grafarvogi hinn 6. nóvember 2021. Foreldrar hennar voru Friðjón Steinsson kaup- maður í Reykjavík, fæddur á Mýrum í Miðfirði 11.6. 1904, d. 1.6. 1941, og Guðrún Hjörleifsdóttir hús- móðir, frá Efri-Steinsmýri í Meðallandi en flutti síðan til Eyrarbakka, f. 28.6. 1908, d. 20.6. 1986. Guðrún Hildur var fjórða í röð sjö systkina. Systk- ini hennar eru Valgarður, f. 22.5. 1930, d. 21.2. 2015, Mar- grét Erla, f. 3.5. 1931, d. 12.5. 2015, Steinar, f. 11.11. 1932, d. 26.11. 2002, Friðjón Gunnar, f. 11.6. 1937, d. 17.2. 2016, Elísa Hjördís, f. 18.9. 1938, d. 8.9. 1941, og Friðdís Jóna, f. 1.12. 1940. Systkini Guðrúnar sam- feðra eru Sigurbjörg G. Alda Friðjónsdóttir, f. 1926, og Sig- 1993, og Guðmundur Stefán Jóhannsson, f. 5.10. 1998. Langömmubarn er Ármann Frosti Helgason, f. 25.9. 2019, sonur Svanhildar og Helga Þórs Þorsteinssonar. Guðrún Hildur bjó sín fyrstu ár á Langholtsveginum ásamt foreldrum og sjö systkinum, aðeins sjö ára gömul missti hún föður sinn úr lungnabólgu og mamma hennar varð ekkja 33 ára með sjö börn, yngsta 6 mánaða og elsta 11 ára. Þrem- ur mánuðum síðar knúði sorg- in dyra enn á ný því næst- yngsta systirin Elísa Hjördís varð fyrir herbíl á Langholts- veginum. Þessi ástvinamissir setti mark sitt á líf fjölskyld- unnar en þau reyndu eftir fremsta megni að styðja við líf móður sinnar og fóru snemma að vinna fyrir sér. Lífsbaráttan var hörð og hjálpuðu bræðurn- ir móður sinni við að fara með þvottinn á handvagni í þvotta- laugarnar í Laugardal. Guðrún byrjaði ung að vinna fyrir sér, passaði börn og vann í mjólkurbúð á Langholtsveg- inum, fór á síldarvertíð á Siglufirði með Dísu systir sinni en lengst af sínum starfsferli vann hún í Rammagerðinni í Hafnarstræti. Útför Guðrúnar fer fram frá Áskirkju í dag, 19. nóvember 2021, klukkan 11. urgeir Jensen Friðjónsson, f. 1928. Guðrún ólst upp í Kleppsholti. Hún bjó fyrstu árin á Grund við Lang- holtsveg og síðar Selvogsgrunni. Hún giftist 1960 Guðmundi Herði Jóhannssyni, þau skildu. Hún eign- aðist tvö börn 1) Kristín Guð- rún Jóhannsdóttir, f. 4.1. 1955, faðir hennar er Jóhann Ingi- marsson, f. 23.7. 1926, d. 10.1. 2016. Kristín giftist Einari Þorkelssyni, f. 14.9. 1937, d. 17.9. 2019, dætur þeirra eru Elísa Hildur Einarsdóttir, f. 2.3. 1990, Eydís Rún Ein- arsdóttir, f. 30.7. 1993, Guðrún Alfa Einarsdóttir, f. 11.7. 1998. 2) Jóhann Steinar Guðmunds- son, f. 23.8. 1961, faðir hans er Guðmundur Hörður Jóhanns- son, f. 25.8. 1930, d. 4.12. 1981. Jóhann er kvæntur Fjólu Írisi Stefánsdóttur, f. 4.12. 1965, börn þeirra eru Svanhildur Guðrún Jóhannsdóttir, f. 30.10. Það var gaman að eiga hana mömmu fyrir mömmu, ég man fyrst eftir þegar við bjuggum á Selvogsgrunni hjá ömmu ásamt Valla og Dísu. Á sumrin átti hún það til að fara með mig labbandi að heiman í sjósund frá fjörunni sem nú er Sundahöfn. Hún vann í Rammagerðinni í Hafnarstræti 17, síðan 19, og ég hljóp út á strætóstöð þegar strætó Klepp- ur var væntanlegur og mikið þótti mér gaman að sjá hana eft- ir langan vinnudag. Ramma- gerðin var hennar vinnustaður í rúmlega 30 ár og fór ég að vinna þar líka þannig að við vorum mikið saman. Það var ævintýra- legur staður þar sem þekktustu listmálarar landsins komu við, prjónakonur til að selja lopa- peysurnar og flestir ferðamenn- irnir, hún var í öllum deildum og endaði í postulínsdeildinni með Guðríði sem var eigandi ásamt Jóhannesi. Þetta var eins og ein stór fjölskylda, bæði eigendur, börnin þeirra og starfsfólk. Mamma kynntist Guðmundi í strætó þegar hann vann hjá SÍS í Hafnarstræti og þau kynni enduðu með hjónabandi. Þau leigðu íbúð á Lynghaga og síðan Kambsvegi þar sem foreldrar hans bjuggu ásamt systur hans og mági með sín börn. Þar var mikill samgangur á milli hæð- anna þriggja og við fyrst til að fá sjónvarp þar sem allir söfn- uðust saman og það voru ógleymanlegar stundir. Það var engin bíll á heimilinu en það stoppaði þau ekki í að fara í úti- legu og það var farið frá BSÍ með okkur börnin með tjald og útilegubúnað til Þingvalla og fleiri fallegra staða. Mamma og Guðmundur slitu samvistir. Við Jói bjuggum með henni og alltaf voru vinir mínir velkomnir og hittumst við oftast heima fyrir böll og þegar ég flutti tók Jói við með sína vini. Við ferðuðumst um landið sam- an, hún fór með mér á skíða- námskeið 1979 í Kerlingarfjöll- um þar sem ég kynntist manninum mínum. Hún flutti aftur á Langholts- veginn þegar hún keypti hús með Jóa og Fjólu þannig að hún byrjaði og endaði þar og leið vel með Laugardalslaugina í ná- grenninu og fór í sundleikfimi með eldri borgurum. Helgi Hó- seasson mótmælandi var á horn- inu með spjöldin sín og stökk hún oft með kaffibolla handa honum og hann stökk í Rangá og keypti handa henni konfekt- kassa. Síðustu árin fylgdist hún vel með erlendum fréttastöðvum og landsleikjum í handbolta og fótbolta missti hún ekki af. Nægjusöm var hún og sauma- vélin oftast uppi þar sem gard- ínum og fötum var breytt. Þegar raunir þjaka mig þróttur andans dvínar þegar ég á aðeins þig einn með sorgir mínar. Gef mér kærleik, gef mér trú, gef mér skilning hér og nú. Ljúfi drottinn lýstu mér, svo lífsins veg ég finni láttu ætíð ljós frá þér ljóma í sálu minni. (Ómar Ragnarsson/ Gísli á Uppsölum) Það verður sárt að hafa hana ekki með sér dags daglega, hún tók hlutunum af æðruleysi og ætla ég að hafa það að leiðarljósi í minningu hennar. Kristín Guðrún Jóhannsdóttir. Þá hefur blessunin hún amma Didda kvatt þessa tilvist. Mikið á ég eftir að sakna hennar því hún hefur verið stór hluti af mínum uppvexti, enda búið í sama húsi og ég nánast frá því að ég hætti með bleyju. Amma var aldrei hrædd við að fara um ótroðnar slóðir – allt- af var hún til í allskonar hluti sem ömmur kannski eru ekki endilega til í. Kannski naut ég pínulítið góðs af því að vera eini strákurinn af barnabörnunum svo að ýmislegt var brallað. Man t.d. eftir því að ekki alls fyrir löngu þurfti ég að æfa mig fyrir bílprófið og dreif mín því mig upp í Yarisinn og við af stað – án allra æfingaakstursmerkja. Óþarfi að vera að flækja málið eitthvað! Fannst reyndar pínu töff að amma rúntaði á litla bíln- um sínum út um allar trissur þar til hún var komin vel yfir áttrætt. Og gaf vel inn … snuð- aði kúplinguna og af stað! Amma vann lengi í Rammagerð- inni og hitti marga skrautlega listamenn sem vöndu komur sín- ar þangað. Var hún þess vegna mikill vinur Stefáns „Stórvals“ frá Möðrudal og Kjarvals sem reyndar teiknaði hana og sendi myndina í leigubíl þangað sem hún bjó þá. Stolt af því. Hún var alltaf í góðu skapi og stutt í grínið. Ég man þegar amma var nýbúin að fá falskar tennur en þá var ég svo hrædd- ur við það að sjá hana tannlausa. Auðvitað notfærði hún sér það og átti það til að láta mér bregða af og til, okkur báðum til mik- illar gleði. Að koma í heimsókn til ömmu var alltaf fjör og var mikið spjallað um allt milli himins og jarðar, þegar ég kvaddi hana var mér aldrei leyft að fara tóm- hentur heim því alltaf gaf hún mér sniðuga gjöf til að taka með mér. Það var alltaf opið hús fyr- ir mig og vini mína þegar við komum heim úr skólanum og bakaði amma oft vöfflur eða hjónabandssælu fyrir okkur. Hún kynnti mig einnig fyrir besta vini mínum á sínum tíma en þá var hann nýfluttur í hverf- ið og var að æfa sig í fótbolta. Amma kemur þá að honum og spyr hvort hann vanti ekki fé- lagsskap og sendir mig til hans. Ég er mjög þakklátur ömmu fyrir allt sem hún gerði fyrir mig. Amma kenndi mér bænirnar til að fara með á hverju kvöldi – blessuð sé minning hennar. Guðmundur Stefán Jóhannsson. Amma var einstök og hress- asta kona sem við höfum kynnst. Sama hvað á gekk fann hún allt- af leið til að komast áfram og alltaf var stutt í hláturinn. Það besta sem við systurnar gátum gert þegar við vorum litlar var að biðja um að gista hjá ömmu. Þegar við gistum hjá ömmu gát- um við gert svo margt skemmti- legt. Við getum ekki talið þau skipti sem hún fór með okkur í Laugardalslaug þar sem hún kenndi okkur að kafa og synda. Hún átti til alls konar dót sem við gátum leikið okkur með en stundum var einfaldlega nóg að hjálpa henni að vökva plönturn- ar. Amma átti alltaf til bingókúl- ur og fór með okkur hvert sem var ef við báðum um það. Hún gerði bestu hjónabandssæluna og við máttum alltaf hjálpa til við baksturinn en þurftum þó alltaf að vaska upp eftir okkur. Við eigum ömmu svo margt að þakka og hún mun minna okkur á hvað það er mikilvægt að gera smá grín að lífinu þó að á móti blási. Ömmu Diddu verður sárt saknað. Ljósið þitt skært á himni skín til allra sem þú snertir. Megi alheims englar umlykja þig og verma sólargeislum. (Elísa Hildur Einarsdóttir) Elísa Hildur Einarsdóttir, Eydís Rún Einarsdóttir, Guðrún Alfa Einarsdóttir. Guðrún Hildur Friðjónsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.