Morgunblaðið - 19.11.2021, Qupperneq 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2021
„BORÐ FYRIR ÞRJÁ?“ „ÞAU HURFU ÖLL FYRIR UM ÞAÐ BIL
TVEIMUR MILLJÓNUM ÁRA.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að opna faðminn fyrir
honum.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
SÉRÐU KLEINU-
HRINGINN, GRETTIR?
ÉG TRÚI ÞVÍ AÐ ÞÚ HAFIR NÆGAN
VILJASTYRK TIL ÞESS AÐ
STANDAST FREISTINGUNA AÐ ÉTA
HANN!
JEMINN HVAÐ ÞÚ ERT
DÓMGREINDARLAUS
HRÓLFUR, ÞETTA ER Í ÞRIÐJA SKIPTIÐ
FRÁ ÁRAMÓTUM SEM ÞÚ RÆNIR
KASTALANN! HVÍ SVONAOFT?
AF GÓÐ-
MENNSKU
EINNI
SAMAN!
ÉG LOFAÐI MÖNNUNUM
ÁRSFJÓRÐUNGSLEGUM LAUNABÓNUSI!
hef tekið þátt í nokkrum hálf-
maraþonum og utanvegahlaupum.
Ég hætti hlaupunum um tíma en er
byrjuð aftur. Fjallgöngur í góðra
vina hópi eru í miklu uppáhaldi sem
og almenn útivera. Svo hef ég gam-
an af hestamennsku. Ég hef mikinn
áhuga á hvers kyns tónlist og hef
gaman af því að fara á tónleika.
Annars skiptir mig ekki hvað síst
máli í erli dagsins að eiga sam-
verustundir með fjölskyldunni og
góðum vinum.“
Fjölskylda
Eiginmaður Rakelar er Ari Guð-
jón Gunnarsson, f. 12.1. 1963, við-
skiptafræðingur og leiðsögumaður.
Hann rekur eigið ferðaþjónustu-
fyrirtæki. Þau hafa búið í vesturbæ
Kópavogs síðustu 34 árin. Foreldrar
Guðjóns voru hjónin Guðríður
Ágústsdóttir, f. 2.11. 1942, d. 16.1.
2021, tækniteiknari og skólaliði, og
Gunnar Jónsson, f. 26.11. 1940, d.
4.11. 2008, veggfóðrara- og dúklagn-
ingameistari.
Börn Rakelar og Guðjóns eru 1)
Gyða Rut Guðjónsdóttir, f. 22.7.
1986, viðskiptafræðingur, búsett í
Kópavogi; 2) Karen Birna Guðjóns-
dóttir, f. 3.7. 1989, lyfjafræðingur,
búsett í Reykjavík. Maki: Grétar
Þór Nielsen; 3) Bryndís Guðjóns-
dóttir, f. 15.4. 1993, óperusöngkona,
búsett í Salzburg, Austurríki. Maki:
Auðunn Ingi Ragnarsson.
Barnabörnin eru Heiðar Már
Eiðsson, f. 9.8, 2013, Fannar Már
Eiðsson, f. 6.5. 2016, og Elísabet
Grétarsdóttir, f. 27.9. 2019. Stjúp-
barnabörn eru Magnea Eiðsdóttir
Scheidgen, f. 18.12. 2004, Hekla
Grétarsdóttir, f. 14.7. 2008, og Egill
Grétarsson, f. 9.5. 2011.
Systir Rakelar er Svanborg Birna
Guðjónsdóttir, f. 20.10. 1957, heild-
sali, búsett í Kópavogi.
Foreldrar Rakelar voru Guðjón
Guðlaugur Kristinsson, f. í Húsanesi
í Breiðuvík 12.2. 1925 , d. 16.9. 2006,
sjómaður og verslunarmaður, og
Ingibjörg Sólbjört Guðmundsdóttir,
f. á Litla-Kambi í Breiðuvík, f. 2.6.
1931. Þau skildu. Seinni maður Ingi-
bjargar var Hjálmar Ingi Jónsson, f.
2.7. 1934, d. 2.6. 2001, vélvirkja-
meistari.
Guðlaug Rakel
Guðjónsdóttir
Geirlaug Eyjólfsdóttir
húsfreyja í Húsanesi í Breiðuvík, Snæf.
Sigurður Ásmundsson
bóndi í Húsanesi
Sigurlaug Sigurðardóttir
húsfreyja á Litla-Kambi
Guðmundur Guðmundsson
bóndi á Litla-Kambi í Breiðuvík, Snæf.
Ingibjörg Sólbjört
Guðmundsdóttir
fv. saumakona o.fl.
í Reykjavík
Svanborg Guðmundsdóttir
húsfreyja á Litla-Kambi
Guðmundur Magnússon
bóndi á Litla-Kambi
Guðlaug Jósefsdóttir
húsfreyja í Þórðarbúð, síðar í Ólafsvík
Geirmundur Gíslason
bóndi í Þórðarbúð í Eyrarsveit, drukknaði
Geirþrúður Geirmundsdóttir
húsfreyja í Ytri-Knarrartungu
Guðjón Kristinn Guðjónsson
bóndi í Ytri-Knarrartungu í Breiðuvík, Snæf.
Helga Þórðardóttir
húsfreyja á Þúfu, síðast bús. í Breiðuvík
Guðjón Arnbjarnarson
bóndi á Þúfu í Landsveit, Rang.
Ætt Guðlaugar Rakelar Guðjónsdóttur
Guðjón Guðlaugur
Kristinsson
sjómaður og
verslunarmaður í Reykjavík
Ingólfur Ómar sendi mér tölvu-
póst: „Ég skrapp norður skottúr
um síðastliðna helgi og það er orðið
ansi vetrarlegt um að litast þar“:
Grána rindar, stirðna strá,
steytingsvindur næðir.
Frjósa lindir, fönnin grá
fjallatinda klæðir.
Á Boðnarmiði er Gunnar J.
Straumland með „samantekt úr
nokkrum yfirlýsingum og viðtölum
við frelsishetjur í fjölmiðlum“:
Brjálaður í borðið lem
og bólusetninguna
kalla nálanauðung sem
neita ég að una.
Reiður, argur, ær og gram-
ur ég hérna rita
að hneykslaður ég fer nú fram
á frelsi til að smita.
Magnús Halldórsson vísar í frétt-
ir: „Fjórar flöskur af Lúðvík þrett-
ánda hafa selst á árinu (flaskan
kostar hálfa milljón)“:
Þótt verðið sýnist verulega ýkt,
verða munt þú ótrúlega glaður.
þó er best að þamba í hófi slíkt
en þessu víni gubbar enginn maður.
Ármann Þorgrímsson segir að
sjálfsálit sé best í hófi:
Ýmsir hafa ofsatrú
á yfirburðum sínum
ef sömu götu gengur þú
gáðu að fótum þínum.
Sagnir segja, að Látra-Björg
kæmist austur á Langanes síðasta
vorið sem hún lifði, „dauðavorið“
svokallaða 1784, eftir „móðuna“. Á
hún þá að hafa kveðið þessa vísu:
Langanes er ljótur tangi,
lygin er þar oft á gangi.
Margur ber þar fisk í fangi
en fáir að honum búa.
- Svo vil ég heim til sveitar minnar
snúa.
Björg var ákvæðaskáld. Þegar
hvessir á sjónum kveður hún:
Bið ég höddur blóðugar
þó bregði upp faldi sínum
Ránar dætur reisugar
rassi að vægja mínum.
Eftir það kyrrir.
Bóndi á Knarrareyri gefur
Björgu fjóra fiska. Þá kveður hún:
Góður drottinn gefi þér
göfuga fiska fjóra.
Hann mun, máske, hugsa sér
að hafa þá nógu stóra
Eftir það rak fjóra stórhvali á
fjöru bónda.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Steytingsvindur og koníak
Lúðvíks þrettánda
Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is
Komdu í BÍLÓ!
Nýskráður 07/2020, ekinn 11 þ.km, bensín & rafmagn (plug in hybrid),
sjálfskiptur. Leðursæti, glerþak, Matrix LED ökuljós, sólargardínur afturí,
skynvæddur hraðastillir, stafrænt mælaborð, blindsvæðisvörn, bakkmynda-
vél, hiti í framrúðu og öllum sætum. Raðnúmer 253395
SKODA SUPERB IV STYLE+ AUDI A3 40 TFSIE NEW
Nýskráður 11/2020, ekinn aðeins, 4 Þ.km, bensín & rafmagn (plug in
hybrid), sjálfskiptur. Stafrænt mælaborð, leiðsögukerfi, S-line, 18“ álfelgur,
S-line sportsæti og stýri, NMI Navigation plus MMI touch. Raðnúmer 253126
000
Þessir síungu strákar eru klárir
í að selja bílinn þinn
Kíktu við, hringd
eða sendu okkur
skilaboð!
Hlökkum til!
Indriði Jónsson
og Árni Sveinsson
u
SKODA Superb iv style +
Nýskráður 07/2020, ekinn 27 þ.km, bensín & rafmagn (plug in hybrid),
sjálfskiptur. Leðursæti, glerþak, Matrix LED ökuljós, sólargardínur afturí,
skynvæddur hraðastillir, stafrænt mælaborð, blindsvæðisvörn, bakkmynda-
vél, hiti í framrúðu og öllum sætum. Raðnúmer 253312
0