Morgunblaðið - 19.11.2021, Qupperneq 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2021
VÍKINGUR SPILAR MOZART
19., 20. & 21. NÓVEMBER · ELDBORG
Miðasala á tix.is og harpa.is
VIÐTAL
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Þetta hefur verið mjög skapandi
ferli og öðruvísi en oft áður sökum
þess hversu nálgunin í frásagnar-
aðferðinni kallar á mikla nákvæmis-
vinnu,“ segir Nína Dögg Filippus-
dóttir um sýninguna Jólaboðið í leik-
stjórn Gísla Arnar Garðarssonar
sem frumsýnd er í Þjóðleikhúsinu í
kvöld. Handritið skrifuðu Gísli Örn
og Melkorka Tekla Ólafsdóttir en
það er byggt á verki Tyru Tønnes-
sen, Julemiddag, sem er innblásið af
leikritinu The Long Christmas
Dinner eftir Thornton Wilder.
„Þetta er æðislegt verk, enda
geggjuð hugmynd að fylgjast með
sömu fjölskyldunni í 100 ár og
hvernig jólaandinn, samskiptin og
tíðarandinn breytist,“ segir Guðjón
Davíð Karlsson, betur þekktur sem
Gói, og heldur áfram: „Það er búið
að vera mjög gaman í æfingaferlinu
að finna út úr því hvernig við á ein-
faldan leikhúslegan hátt látum árin
líða, stundum mjög skýrt en á öðr-
um stundum aðeins með hárfínum
hætti,“ segir Gói. „Þetta er hálfgert
sjónarspil, ekki síst þegar formið er
sprengt upp með sprúðlandi senum
áður en tannhjóladansinn tekur aft-
ur við,“ segir Nína.
Aldrei á vísan að róa
Þegar blaðamaður settist niður
með Nínu og Góa fyrr í vikunni
leyndi sér ekki hvað þau hlökkuðu
til að fá áhorfendur í hús. „Við feng-
um fullan sal af fólki í síðustu viku
og þá var svo gaman að finna að
áhorfendur voru allir með og fylgdu
sögunni, sem kom ánægjulega á
óvart. Því sem leikari veit maður að
það er aldrei á vísan að róa þar.
Stundum finnst manni eitthvað al-
gjörlega brilljant sem áhorfendur
tengja engan veginn við og stundum
er það alveg öfugt. Ég trúði því
reyndar alltaf að við værum með
frábært efni í höndunum með Jóla-
boðið, en það var mjög gott að fá
staðfestinguna frá áhorfendum,“
segir Gói. Undir þetta tekur Nína og
rifjar upp að það hafi verið dásam-
leg tilfinning að fá loksins tækifæri
til að renna öllu verkinu eftir þrot-
lausa bútavinnu.
„Þegar við fórum að renna þá
fann maður hversu vel smíðað verk-
ið er þar sem litlir hlutir í framvind-
unni vísa fram og aftur í tíma,“ segir
Nína og tekur fram að það hafi verið
bæði skemmtilegt og gefandi að fá
að vinna verkið með þeim góða leik-
hóp sem að sýningunni kemur, en
hópinn skipa auk Nínu og Góa þau
Baldur Trausti Hreinsson, Ebba
Katrín Finnsdóttir, Ólafía Hrönn
Jónsdóttir, Gunnar S. Jóhannesson,
Ragnheiður K. Steindórsdóttir og
Þröstur Leó Gunnarsson. „Þetta er
búið að vera mjög mikil leikhópa-
vinna sem einkennst hefur af góðri
hlustun. Handritið hefur auðvitað
verið frábær grunnur, en síðan höf-
um við sem leikhópur leitað og sam-
an fundið lausnir, sem er svo
skemmtilegt og gefandi,“ segir
Nína. „Við höfum þannig öll fengið
að henda hugmyndum í pottinn og
hræra í þótt það sé Gísli sem á end-
anum velur og hafnar og sýður þetta
allt saman í lokaréttinn,“ segir Gói.
Spurð hvaða hlutverk þau leika
verður Nína fyrst til svara, en hún
leikur Margréti, sonardóttur ættföð-
urins Óskars sem Gói leikur. „Hún
fæðist 1914 og upplifir miklar þjóð-
félagsbreytingar sem fara misvel í
hana, en svo tekur hún sjálf þroska-
stökk og tekur kvennabaráttunni
fagnandi,“ segir Nína og bendir á að
Margrét sé eina persóna verksins
sem er til staðar nær öll hundrað ár-
in sem leikurinn tekur. „Aðrar per-
sónur verksins koma og fara, eldast
og deyja. Þannig er þetta mjög ljúf-
sár sýning sem fær mann til að velta
fyrir sér hvað maður gæti gert betur
sem manneskja og hvernig maður
nýtir tímann sinn,“ segir Nína og
tekur fram að það sé skemmtileg
áskorun að fá að eldast á sviðinu um
100 ár á þeim hálfum öðrum klukku-
tíma sem sýningin tekur. „Tíminn í
verkinu er auðvitað rykkjóttur. Frá
því að Margrét fæðist á sviðinu líður
hálf mínúta þar til hún er orðin
þriggja ára,“ segir Nína.
Geislar af kærleik og gleði
„Ég er eini leikarinn í verkinu
sem fær ekki að fæðast á sviðinu,
þar sem báðar persónurnar sem ég
leik eru fullburða menn,“ segir Gói
sem auk þess að leika Óskar leikur
Bárð, sem er kærasti systurdóttur
Margrétar. „Það er pínu synd því þú
hefðir verið svo geggjað barn,“ segir
Nína. „Óskar er höfuð ættarinnar
meðan Bárður kemur með ferskan
andblæ inn í þessa annars ferkönt-
uðu fjölskyldu. Þeir eru báðir afar
skemmtilegir karakterar og mjög
ólíkir,“ segir Gói og tekur fram að
öll jólaboð þurfi karakter eins og
Bárð sem „komi með smá fútt inn í
fjölskylduboðið“.
Nína og Gói hafa leikið töluvert
saman í gegnum tíðina. „Í sýning-
unni Á sama tíma að ári lékum við
par og fórum í gegnum mörg tíma-
skeið sem virkar núna eins og frá-
bær undirbúningur fyrir Jólaboðið,“
segir Nína. „Það er alltaf svo dásam-
legt að vinna með Nínu. Hún er ekki
aðeins frábær leikkona, heldur líka
góð manneskja og skemmtileg. Ég
er eiginlega kominn á þann aldur að
ég nenni ekki að vinna með nema
skemmtilegu fólki og vinum mín-
um,“ segir Gói. Nína svarar í sömu
mynt og segir að núorðið vilji hún
helst ekki vera í verkefni nema Gói
tengist því með einhverjum hætti.
„Við vorum til dæmis að enda við
að leika saman í sjónvarpsþáttunum
Verbúð, þar sem við vorum saman
öllum stundum. Það að vera í kring-
um Góa lyftir öllu á annan stað enda
geislar hann af kærleik og gleði.
Hann er frábær leikari sem býr yfir
miklu næmi og góðri hlustun, sem er
frábær eiginleiki í öllum samleik. Að
leika er í raun bara að hlusta og
gefa. Þegar ég vinn með Góa finnst
mér ég ekki þurfa að leika. Það fæð-
ist allt einhvern veginn bara af
sjálfu sér,“ segir Nína.
Spyr margra spurninga
„Við erum auðvitað einstaklega
heppin með leikhópinn í Jólaboðinu.
Það eru allir bæði skemmtilegir og
örlátir í samstarfinu sem skilar sér í
mikilli hugmyndaauðgi og góðum
anda,“ segir Gói. „Við fundum það
strax þegar við byrjuðum að æfa í
fyrra hvað hópurinn var góður,“
segir Nína og rifjar upp að æfingar
hafi hafist áður en heimsfaraldurinn
brast á og frestaði uppfærslunni um
ár. „Ég held að það komi uppfærsl-
unni til góða að efnið hafi fengið að
búa með okkur allan þennan tíma,“
segir Gói.
„Ég er sammála. Þótt vinnunni
hafi verið frestað tímabundið fann
ég að efnið var mjög nálægt mér og
ég var oft að velta fyrir mér alls
kyns hefðum í samhengi við bæði
jólin, fjölskylduna og jólaboðin,“
segir Nína. „Ekki síst í ljósi þess
hversu óvenjuleg jólin voru í fyrra
þar sem ekki var hægt að halda í alls
kyns hefðir út af faraldrinum. Þann-
ig voru engin jólaboð. Að sumu leyti
voru jólin dásamleg í einfaldleika
sínum, en á sama tíma fann ég skýrt
að hitt er betra,“ segir Gói og tekur
fram að sér finnist tíminn milli jóla-
boða sífellt styttast. „Eftir því sem
maður eldist líður tíminn hraðar,“
segir Gói og tekur fram að hann sé
sannfærður um að Jólaboðið muni
skilja eftir sig fjölmargar góðar
spurningar um hefðir, samveru, fjöl-
skylduna og tímann. „Sýningin veit-
ir ekki svör við öllu heldur hvetur
miklu frekar áhorfendur til að velta
ýmsu fyrir sér,“ segir Gói. „Sýningin
er þannig nánast eins og jóladaga-
tal,“ segir Nína að lokum.
Ljósmynd/Hörður Sveinsson
Fjölskylda Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Nína Dögg Filippusdóttir, Gunnar S. Jóhannesson og Guðjón Davíð Karlsson í hlutverkum sínum í Jólaboðinu.
„Smá fútt inn í fjölskylduboðið“
- Jólaboðið í leikstjórn Gísla Arnar Garðarssonar frumsýnt í Þjóðleikhúsinu - „Geggjuð hugmynd
að fylgjast með sömu fjölskyldunni í 100 ár,“ segir Gói - „Eins og jóladagatal“ segir Nína Dögg