Morgunblaðið - 20.11.2021, Síða 1
'85"34=;1,>=
+#! &%"(')($ +*+#&%((%*+)%'
*84",?
+.5<8
-1+<,/
%0)"33" (</?5<34@40>>=,7=88 -! -08; >=8 "/-.34," 2+ @18<,3: ;"@@" -<88"3"- 1-3
>=8 ;1,
+1,/"
$B:2B
7'(:2.3:3
& #2,>2
1, 1=3
-"881+"@>"90;"9:/
)1=5@6
$=7,",=2
$1882 !#
!<.3 "3:BA.)<EE21 1-@21 B5,3
* ./B3 CD #12.E2B $4 &B)1%..?B
?: ;<1C 82:=A.)<EEC14 !"
<
,
<
5
>"?
$"
+
&@ 73()3
.*262BC
0 =(?E2
"91: >'1*'=B2 +/@3 B5. =?: >3 =
L A U G A R D A G U R 2 0. N Ó V E M B E R 2 0 2 1
.Stofnað 1913 . 273. tölublað . 109. árgangur .
MIKIL HREYFING
Á FÓLKI INN Í OG
ÚT ÚR HVERFINU
GJÁRNAR
GEYMA MENN-
INGARSÖGU
ÞURÍÐUR 12NÝR SÓKNARPRESTUR 20
Nýr formaður Eflingar, Agnieszka
Ewa Ziólkowska, og varaformaður-
inn Ólöf Helga Adolfsdóttir segja í
viðtali við Sunnudagsblaðið að öld-
urnar sé að lægja eftir stormasama
tíma. Þær ræða þar uppsögn Sól-
veigar Önnu Jónsdóttur.
„Ég studdi hennar pólitíska sjón-
arhorn og fannst mjög mikilvægt
starf sem hún vann í þágu félags-
manna. Auðvitað viljum við nú halda
áfram með hennar góða starf og höf-
um stuðning starfsfólksins hér. Það
eru allir að hjálpa okkur að koma
öllu í samt lag aftur,“ segir Agni-
eszka.
Hún ræðir einnig um óeiningu á
skrifstofunni, starf trúnaðarmanna
og svindl atvinnurekenda, sem Agni-
eszka segir mjög algengt.
„Atvinnurekendur telja auðveld-
ara að svindla á erlendu verkafólki
en íslensku. Þó er ekki hægt að al-
hæfa um það því á síðasta vinnustað
mínum var svindlað á Íslendingum;
þau bara áttuðu sig ekki á því,“ segir
hún.
„Það skaðar mjög þá atvinnurek-
endur sem eru heiðarlegir og fara að
lögum. Þeir sem svindla borga fólki
of lág laun, hunsa lög um orlof og
réttindi og ég get sagt þér að þeir
eru mjög hugmyndaríkir þegar kem-
ur að aðferðum til að svindla,“ segir
Agnieszka og vill að harðar sé tekið á
þessum málum en nú er gert.
Hugmyndaríkir í svindlinu
- Oftar svindlað á erlendu verkafólki - Skaðar heiðarlega
atvinnurekendur- Styð hugmyndafræði Sólveigar Önnu
Morgunblaðið/Ásdís
Formaður Agnieszka Ewa Ziól-
kowska, nýr formaður Eflingar.
Stefnt er að því að gera fimm
stjórnunar- og verndaráætlanir á
næstu tveimur árum. Hugmyndin
er að þær nái til ólíkra tegunda sem
ýmist eru nýttar eða ekki, meðal
annars grágæsa og einhverra varg-
fuglategunda. »11
Vinna við stjórnunar- og vernd-
aráætlun fyrir rjúpuna hófst fyrir
ári og er stefnt að því að ljúka
henni næsta vor. Áætlunin á að
vera tilbúin þegar næsta rjúpna-
veiðitímabil gengur í garð, að sögn
Bjarna Jónassonar, auðlindafræð-
ings og sérfræðings hjá Umhverfis-
stofnun á sviði lífríkis og veiði-
stjórnunar. Náttúrufræðistofnun
Íslands kemur einnig að vinnunni
og veitir líffræðilegar upplýsingar
og um vöktun. Auk þess koma hags-
munaaðilar, m.a. Skotveiðifélag Ís-
lands og Fuglavernd, að verkinu.
„Áætlanirnar miða að því að setja
stjórnunarramma um hverja teg-
und,“ segir Bjarni. „Í áætluninni
verða líffræðilegar upplýsingar og
helstu staðreyndir um tegundina.“
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Rjúpa Áætlunin mun leggja línuna.
Stjórnunar- og vernd-
aráætlun rjúpu í vor
Alþingi verður sett næstkomandi
þriðjudag og verða gestir við þing-
setninguna örfáir líkt og 2020 vegna
sóttvarnaráðstafana. Það eru síðan
tilmæli til allra viðstaddra að fara í
hraðpróf til að skima fyrir kór-
ónuveirusmiti en það hefur ekki
gerst áður í þingsögunni.
Þetta fyrirkomulag er samkvæmt
ráðleggingum embættis sóttvarna-
læknis og almannavarna, að sögn
Rögnu Árnadóttur, skrifstofustjóra
Alþingis.
„Við höfum verið í góðri samvinnu
og samráði allan faraldurinn en
markmiðið er alltaf að halda Alþingi
starfhæfu og að koma í veg fyrir
með öllum ráðum að hópar þing-
manna smitist eða fari í sóttkví,“
segir Ragna. »6
Morgunblaðið/Kristinn
Aþingi Verið var að undirbúa þing-
setninguna í Alþingishúsinu í gær.
Hraðpróf
fyrir þing-
setningu
Deildarmyrkvi á tungli var sýnilegur lands-
mönnum í gær en hann hófst klukkan 07.19 og
náði hámarki klukkan 09.03 þegar um 97% af
tunglinu voru almyrkvuð. Tunglmyrkvi verður
þegar jörðin er staðsett beint á milli tungls og
sólar, með þeim afleiðingum að skuggi fellur á
tunglið. Rauðleiti blærinn sem er sjáanlegur
kemur frá sólarljósi sem berst í gegnum and-
rúmsloft jarðar á leið til tunglsins.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Andrúmsloft jarðar ljáði tunglinu rauðleitan blæ
HEKLA · Sími 590 5000 · Laugavegur 170 · www.mitsubishi.is
ECLIPSE CROSS INVITE
Frábært verð 5.490.000 kr.
Fjórhjóladrifinn tengiltvinnbíll
Til afhendingar strax