Morgunblaðið - 20.11.2021, Blaðsíða 45
MENNING 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2021
110 Ve
E
n nú er ég staddur í út-
slegnum heimi,“ segir
ljóðmælandinn í „Hvítum
hröfnum – apríl 2020“ en
heiminum sló vitaskuld út það
grimma vor vegna veirufaraldursins
sem enn lætur finna fyrir sér. Og í
niðurlagi ljóðsins segir að hér við
sundin blá séu nú málaðar tvíbreiðar
gangbrautir þvert á allar götur „því
þegar straumi verður hleypt á / opn-
ast flóðgáttirnar og umferðarljósin /
verða óþarft glingur í mannhafinu“.
Það er eflaust rétt hjá skáldinu
Eyþóri Árnasyni að þegar veiru-
fjandinn verður kveðinn niður og full
spenna aftur sett á kerfið, þá muni
hraðinn í lífinu og manngerðu um-
hverfinu aukast að nýju. En hraðinn
er annars aldrei mikill í ljóðheimum
Eyþórs. Og í þessari nýju – og sjöttu
– ljóðabók hans, Réttindabréf í
byggingu skýjaborga, mætir les-
endum sem þekkja til kunnuglegur
og notalegur ljóðheimur, stemnings-
ríkur, vel mótaður og fullt af bráð-
skemmtilegum vísunum í allar áttir,
sögulegum sem menningarlegum.
Eyþór er eitt þeirra skálda sem
hafa strax við útgáfu fyrstu bókar
fundið það sem má kalla þeirra tón. Í
byrjun mátti vissulega sjá áhrif frá
öðrum skáldum, hvað myndsköpun
og heim ljóðanna varðar, til að
mynda frá skáldskap þeirra bræðra
og nærsveitunga Eyþórs frá Sauðár-
króki, Gyrðis og Sigurlaugs Elías-
sona. En með tímanum hefur Eyþór
haldið áfram að móta með markviss-
um hætti sinn ljóðheim og sögusvið.
Í bókunum yrkir hann oft um
Reykjavík, þar sem hann er búsett-
ur, og kemur jafnvel við erlendis, en
hjartað slær ávallt sterkast í sveit-
inni, í Skagafirði. Sem hann minnist
og hyllir með margvíslegum hætti.
Eins og í upphafsljóði bókarinnar,
„Sumarkvöld“, þar sem ljóðmæland-
inn er á leið á æskuslóðir og fagurt
útsýnið heim yfir fjörðinn kveikir
minningar:
Ég kem vestan að
og þegar ég sé yfir fjörðinn
gríp ég fjöllin á lofti
staldra við, horfi yfir um
í aðra tíma
Það er minning um langafa sem
vefur beittan ljá inn í strigadruslu og
varar ljóðmælanda sem lítinn dreng
við því að drepa sig á honum – og
síðan endar ljóðið:
Og ég hef passað mig
er enn á ferðinni
með hann flugbeittan
pakkaðan inn í horfna öld (7)
Í bókinni er oft leikið með slík
tímahlaup aftur í fortíð. Til að
mynda í ljóðinu sem lokar bókinni,
„Haustkvöld á
Vatnsskarði“, en
þegar fjöll æsku-
slóðanna birtast
ljóðmælanda í
það skiptið „öslar
hugurinn mýrar-
sund og / hleypur
harðan mel […]
Þannig fer ég um
ranghala hugans …“ (68)
Þá leikur Eyþór í ljóðum bók-
arinnar af íþrótt og áreynsluleysi
með víðfeðmt net vísana. Í ljóði um
það þegar rafmagnslaust varð í
sveitinni á köldu vetrarkvöldi kemur
til að mynda kuldablár andinn fjúk-
andi yfir hæðir (Wuthering Heights)
eftir ísuðum línum („Staðið við
gluggann“ eftir Bubba Morthens) og
bærinn var allur barinn að utan (eins
og við þekkjum úr draugasögunum).
Og svo fór Lenna að dreyma um
„mislitar kanínur, / kálgarð og að lifa
á landsins gæðum, en skotið reið af
og kertið brann niður í stjakann“ –
og lesandinn hefur óvænt haft við-
komu í „Mýs og menn“ eftir John
Steinbeck.
Í öðru góðu ljóði, „Gömul bylgju-
lengd“, segist ljóðmælandinn ekki
hafa tekið gamla NMT-símann úr
bílnum því það gæti komið hringing
á þeirri bylgjulengd, en hann bíður
eftir símtali ofan af Kili og hefur ill-
an grun um að frændur sínir séu þar
í vanda með fjárhóp. Vitaskuld er átt
við Reynistaðarbræður, langt aftur í
annarri öld, en ljóðmælandinn ekur
„hring eftir hring / um bæinn í októ-
berlok / tilbúinn að svara“ og þegar
Einar mun loks hringja ætlar hann
að „bregða hratt við / bruna upp eft-
ir með prímus / kraftsúpur og von“.
Dæmin um slíkar vísanir eru
mörg: Í ljóði um Skálholt finnst ljóð-
mælandanum til að mynda eins og
„hið ljósa man væri mætt“; í ljóðinu
„Í Borgarfirði“ er Þorsteins frá
Hamri minnst með fallegum hætti
en á æskuslóðum hans „ruglast allir
nýtískumælar í bílnum“ og bílstjór-
inn stígur út og gengur „hljóðlát
skref / inn í tímann“; og í „Vorljóð í
Reykjavík 2021“ segir af því að máv-
ar hafi hertekið Reykjavíkurtjörn,
með kuldalegu gargi og ofstopa,
„eða eins og skáldið sagði: /
SKÆRULIÐARNIR HAFA UM-
KRINGT VATNASKÓG“. Og er
vitaskuld vitnað í þekkt ljóð Einars
Más Guðmundssonar.
Undanfarnar vikur hefur það
glatt þennan lesara að grípa í þetta
Réttindabréf Eyþórs í byggingu
skýjaborga, og njóta hlýjunnar og
kímninnar í ljóðheimum hans. Og
sem ástríðufullur fluguveiðimaður
skil ég vel það kapp sem býr að baki
ljóðinu „Á leið í Laxá“, þar sem ljóð-
mælandi er á leið í Mývatnssveit að
veiða urriða og hugurinn fer svo
geyst að hraðamyndavélar við Fiski-
læk nema hann ekki og þar sem
hann hefur veiðileyfi á drauma taka
nýju göngin ekki af honum gjald.
Ljóðinu lýkur með fallegri mynd og
von um töku:
Línan leggur snörur
flugan bíður svöl og seiðandi
eftir höggi úr djúpinu (42)
Morgunblaðið/Hari
Hlýleg ljóð Notalegur ljóðheimur Eyþórs Árnasonar er „stemningsríkur,
vel mótaður og fullt af bráðskemmtilegum vísunum“, segir rýnir.
Horft yfir um
í aðra tíma
Ljóð
Réttindabréf í byggingu skýjaborga
bbbbn
Eftir Eyþór Árnason.
Veröld, 2021. Kilja, 72 bls.
EINAR FALUR
INGÓLFSSON
BÆKUR
L
jóðskáldið Brynja Hjálms-
dóttir hefur sent frá sér
sitt annað ljóðasafn. Það
nefnist Kona lítur við og
er, eins og titillinn gefur til kynna, að
mörgu leyti femínískt verk.
Fyrsta ljóðabók Brynju, Okfrum-
an, kom út árið 2019 og vakti góð við-
brögð lesenda og gagnrýnenda. Fyr-
ir hana hlaut skáldið tilnefningu til
Fjöruverðlaunanna og Rauðu
hrafnsfjaðrarinnar, auk þess sem
hún var valin ljóðabók ársins af
starfsfólki bókabúða.
Líkt og fyrra verk Brynju er
ljóðabókin Kona lítur við prýdd
svarthvítri grafík eða teikningum,
sem fara henni
vel.
Fyrsti hluti
þessa nýja verks
nefnist „Óramað-
urinn“ og er fem-
ínískur ljóðabálk-
ur um þá karla-
veröld sem við
höfum búið við.
Óljós vera gægist
inn um skráargat inn í heim sem hún
fær ekki aðgang að, veröld þar sem
Óramaðurinn dvelur og lætur sig
dreyma um að vera maður með
mönnum. Þessi fyrsti kafli er ekki
jafn ferskur og þeir tveir sem á eftir
koma, þar koma fram hugmyndir
sem manni finnst maður hafa heyrt
áður.
Í öðrum hluta verksins „Kona lítur
við“ hefst hvert ljóð á einhverri gjörð
konu. „Kona býr um rúmið sitt“,
„Kona færir póstinum bréf“, „Kona
leggur línurnar“ og svo framvegis.
En þrátt fyrir að konurnar séu hér
gerendurnir virðast þær hafa tak-
mörkuð völd yfir eigin lífi og limum.
Í þessum miðjukafla tekur skáldið
fyrir alls kyns efni og leikur sér listi-
lega með tungumálið í leiðinni. Þar
sýnir Brynja hvers hún er megnug
sem ljóðskáld.
LOFORÐ
Kona stingur
fingunum inn
um rist
á risavöxnu fiskabúri
Digrir píranafiskar
naga undurblítt
í puttana
narta gegnum hold
gegnum fingur og lófa
kljúfa handlegginn í tvennt
En það gerir ekkert til
grær áður en hún giftir sig (43)
Þessi ljóð eru oftar en ekki grót-
esk og hálfsúrrealísk eins og þetta
hér að ofan, þau eru mörg hver lík-
amleg og jafnvel óhugnanleg. Fjöl-
ærar kjötætuplöntur, utanlegs-
martraðir, tröllaukið æxli, mélaðar
hnéskeljar og margt fleira kemur
fyrir á þessum síðum.
Þriðji og síðasti kaflinn, „Í borg
skækjunnar“, kallast á við þann
fyrsta og gæðir hann þar með lífi,
gefur honum tilgang. Í þessum kafla
fáum við að kynnast heimi skækj-
unnar, veröld þar sem veran úr
fyrsta hlutanum er boðin velkomin.
Það er undursamleg drauma-
veröld, útópía einhvers konar, full af
glimmeri og hlýju. Þar eru konur
konum nægar og konur konum best-
ar. Þar reynast jafnvel búa „herm-
afródítur“, svo karlarnir eru ekki
einu sinni þarfir til fjölgunar mann-
kyns. Hugmyndin er heldur klisjuleg
og það er svolítið erfitt að átta sig á
því hvort það er með ráðum gert.
Verkið er, eins og áður sagði, fem-
ínískt. Þetta er efniviður sem hefði
haft gott af ferskari vinkli en Brynja
færir okkur en svo má auðvitað
halda því fram að aldrei sé góð vísa
of oft kveðin.
Þótt nálgunin á umfjöllunarefnið
sé helst til kunnugleg til þess að
verkið tendri bál innra með lesand-
anum sýnir Brynja að hún er afar
fær. Í Kona lítur við tekst henni
nefnilega að skapa fjölmargar mynd-
ir sem eru áhugaverðar, nokkuð eft-
irminnilegar og koma lesandanum á
óvart.
Skáldið Í ljóðabókinni skapar Brynja Hjálmsdóttir „fjölmargar myndir sem
eru áhugaverðar, nokkuð eftirminnilegar og koma lesandanum á óvart“.
Ljóðabók
Kona lítur við bbbmn
Eftir Brynju Hjálmsdóttur.
Una útgáfuhús, 2021. Kilja, 72 bls.
RAGNHEIÐUR
BIRGISDÓTTIR
BÆKUR
Ólíkir heimar
kynjanna kallast á