Morgunblaðið - 20.11.2021, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.11.2021, Blaðsíða 6
BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Nýtt löggjafarþing, 152. þing, kem- ur saman þriðjudaginn 23. nóv- ember kl. 13.30. Gestir við þingsetn- inguna verða örfáir líkt og 2020, vegna sóttvarnaráðstafana. Það eru síðan tilmæli til allra viðstaddra að fara í hraðpróf en það hefur ekki gerst áður í þingsögunni. Þetta fyrirkomulag er samkvæmt ráðleggingum embættis sóttvarna- læknis og almannavarna, að sögn Rögnu Árnadóttur, skrifstofustjóra Alþingis. „Við höfum verið í góðri samvinnu og samráði allan faraldur- inn en markmiðið er alltaf að halda Alþingi starfhæfu og að koma í veg fyrir með öllum ráðum að hópar þingmanna smitist eða fari í sóttkví.“ Fundum Alþingis var frestað hinn 13. júní sl. Það hefur því ekki starf- að í rúma fimm mánuði. Það var reyndar kallað saman einn dag, 6. júlí, til að leiðrétta mistök sem gerð voru við setningu laga um starfsemi stjórnmálasamtaka. Forsetabréf var gefið út Á fimmtudag birtist á vef Stjórnartíðinda forsetabréf und- irritað af Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. „Ég hefi ákveðið, samkvæmt tillögu forsætisráðherra, að Alþingi skuli koma saman til fundar þriðjudaginn 23. nóvember 2021. Um leið og ég birti þetta er öllum, sem setu eiga á Alþingi, boðið að koma nefndan dag til Reykjavík- ur, og verður þá Alþingi sett að lok- inni guðsþjónustu í Dómkirkjunni er hefst kl. 13.30.“ Allt er til reiðu af hálfu Alþingis fyrir þinghaldið, að sögn Rögnu Árnadóttur. „Við höfðum beðið með að færa þingfundasvæðið í fyrra horf því við vildum sjá hver þróunin yrði í faraldrinum,“ segir Ragna. Niðurstaðan hvað þingsetningu varðar er sú að þingfundasvæðið er óbreytt frá því síðasta vetur, þ.e. setið er með hæfilegu bili í þingsal, hliðarsal og -herbergjum og at- kvæðagreiðsluhnappar á borðunum þar. Hversu lengi þetta fyr- irkomulag verður við lýði verði að koma í ljós. Það tekur 2-3 daga að færa þingfundasvæði til fyrra horfs en mestan tíma tekur að færa atkvæðagreiðsluhnappa aftur í borð inni í þingsalnum. Þingsetningin hefst eins og venju- lega á því að farið verður til guðs- þjónustu í Dómkirkjunni. Að því loknu setur forseti Íslands Alþingi. Samkvæmt lögum um þingsköp Al- þingis skal sá þingmaður, sem hefur lengsta þingsetu að baki, stjórna fundinum þangað til forseti þingsins er kosinn og standa fyrir kosningu hans. Aldursforseti er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Hún hefur setið á Al- þingi í tæp 19 ár. Á fyrsta fundi þingsins eftir kosn- ingar til Alþingis skal kjósa níu þingmenn í nefnd eftir reglum til þess að prófa kjörbréf og kosningu nýkjörinna þingmanna og varaþing- manna. Sérhver nýr þingmaður skal vinna svofellt drengskaparheit að stjórnarskránni undireins og búið er að viðurkenna að kosning hans sé gild, sbr. 47. gr. stjórnarskrárinnar: Ég undirskrifaður/uð, sem kosin(n) er þingmaður til Alþingis Íslend- inga, heiti því, að viðlögðum dreng- skap mínum og heiðri, að halda stjórnarskrá landsins. Meðan þingmaður hefur ekki unnið heit samkvæmt þessari grein má hann ekki taka þátt í þing- störfum. Sem kunnugt er hefur undirbún- ingsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa verið að störfum undanfarnar vikur og aflað gagna vegna kosningar- innar í Noðrvesturkjördæmi. Nið- urstöður nefndarinnar verða kynnt- ar á fyrsta þingfundinum á þriðjudag. Stefnt er að því að fjármálaráð- herra leggi fram fjárlagafrumvarpið á Alþingi í næstu viku. Venjan er sú að fjárlagafrum- varpið sé lagt fram í þingbyrjun í október. Algengasti lokadagur at- kvæðagreiðslu um fjárlög er 22. des- ember en fjárlög hafa verið tekin til lokaatkvæðagreiðslu sex sinnum á þeim degi frá 1991. Frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2020 varð að lög- um á Alþingi 27. nóvember og hefur umræðu og afgreiðslu fjárlaga næsta árs aldrei lokið svo snemma. Vegna þess hve seint á árinu kosningarnar voru að þessu sinni, þ.e. 25. september, er frumvarpið seinna á ferðinni en oftast. En dæmi eru um að fjárlagafrumvarp hafi verið lagt fram enn síðar. Skemmst er að minnast þess að kosningar til Alþingis fóru fram 28. október 2017. Alþingi kom ekki saman fyrr en 14. desember og var fjárlagafrumvarp- inu útbýtt sama dag. Það var svo samþykkt á Alþingi að kvöldi 29. desember. Daginn eftir var þingi frestað til 22. janúar 2018. Nokkur dæmi eru um að þing starfi milli jóla og nýárs eins og gerðist árið 2017. Að þessu sinni eru fjórir virkir dagar milli jóla og nýárs og þeir gætu nýst til þingstarfa ef þurfa þykir. Hraðpróf í fyrsta sinn á Alþingi - Nýtt þing, 152. löggjafarþing, sett á þriðjudaginn - Tilmæli til allra viðstaddra að fara í hraðpróf samkvæmt ráðleggingum sóttvarnalæknis - Fjárlagafrumvarpið 2017 var lagt fram 14. desember Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Undirbúningur Sóttvarnareglur munu setja svip á setningu Alþingis í næstu viku. Í gær var verið að leggja lokahönd á undirbúning fyrir athöfnina. 6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2021 Sími 546 1100 | investis@investis.is | www.investis.is Við vinnum að sölu á eftirtöldum fyrirtækjum • Við vinnum að sölu á veitingahúsakeðju sem veltir um 500 milljónum, þrír útsölustaðir, afkoma mjög góð. • Veitingastaður / bistro í miðbæ Reykjavíkur. • Pizzastaður á góðri siglingu, möguleiki að gera að keðju. • Ísbúðakeðja með góða afkomu og langa rekstrarsögu, en mikla möguleika. • Gistihús á Suðurlandi með um 20 smáhýsi. • Herrafataverslun í Austurbæ Reykjavíkur. • Nokkrar heildverslanir með veltu 500 til 800 millj. • Lítið en arðsamt iðnfyrirtæki í Garðabæ. • Matvælafyrirtæki / útflutningur á höfðuborgar- svæðinu, velta um 500 millj. Töluverð eftirspurn er eftir fyrirtækjum á verðbilinu 50 til 200 milljónir. Mest er spurt eftir fyrirtækjum í heildsölu, innflutningi, veitingahúsum, ferðaþjónustufyrirtækjum og verktakafyrirtækjum auk þess er eftirspurn eftir fyrirtækjum í sjávarútvegi. Hafðu samband ef þú hefur áhuga á að skoða sölu á þínu fyrirtæki. Karítas Ríkharðsdóttir Jóhann Ólafsson Nýgengi innanlandssmita síðustu 14 daga á 100 þúsund íbúa var í gær 565,6 og hefur greindur fjöldi smita á dag ekki verið undir 100 frá því 6. nóvember. Í gær lágu 25 á sjúkrahúsi vegna Covid-19, eða fimm fleiri en daginn áður. Landspítali er sem stendur á hættustigi en mönnunarvandi hefur plagað starfsemi hans frá upphafi heimsfaraldursins. Þá þykir áhyggjuefni að uppsögnum á meðal hjúkrunarfræðinga á bráðamóttöku hefur fjölgað síðustu daga. „Við tökum þessari stöðu mjög al- varlega og viljum engan missa,“ sagði Sigríður Gunnarsdóttir, fram- kvæmdastjóri hjúkrunar á Landspít- alanum, í samtali við mbl.is í gær um ástandið. Að sögn Sigríðar má fyrst og fremst rekja uppsagnir starfsfólks til starfsaðstæðna og álags. Er sífellt verið að leita lausna til að liðka fyrir um flæði af bráðamóttökunni sem skapast meðal annars af því að rúmanýting á öllum legudeildum er yfir hundrað prósent. Uppsagnirnar taka gildi á mis- munandi tíma en engin þeirra verður þó fyrr en eftir áramót. „Við vonum náttúrulega bara í lengstu lög að við getum náð að skapa þannig aðstæð- ur að fólk íhugi að endurskoða upp- sagnir,“ segir Sigríður. Sóttkví og smitrakning rædd Ekki eru allir sammála um hvern- ig bregðast eigi við álaginu sem heil- brigðiskerfið okkar er undir. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar- ráðherra, hefur borið það upp hvort skoða megi breytingar á smitrakn- ingu og sóttkví, sérstaklega í ljósi þess að hér eru flestir bólusettir. Telur hún þá skynsamlegt að litið sé til annarra landa í þeim efnum. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarna telur hins vegar frá- leitt að draga úr rakningu í tengslum við Covid-smit eða milda sóttkví, enda séu þetta bestu vopnin í að hefta útbreiðslu smita. Segir hann rakningu ekki taka neina krafta frá spítalanum og því fleiri sem við náum í sóttkví því betra. Uppsagnir vegna álags - Sífellt verið að leita lausna á Landspítalanum - Skiptar skoðanir um hvernig létta eigi álagið á heilbrigðiskerfinu 200 175 150 125 100 75 50 25 0 júlí ágúst september október nóvember H ei m ild :c ov id .is kl .1 3 .0 0 íg æ r 192 ný innan- landssmit greindust sl. sólarhring Fjöldi innanlands- smita frá 12. júlí 217 eru í skimunarsóttkví1.848 erumeð virkt smit og í einangrun 2.448 einstaklingar eru í sóttkví 25 einstaklingar eru á sjúkrahúsi, þar affimmá gjörgæslu Staðfest smit 7 daga meðaltal

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.