Morgunblaðið - 20.11.2021, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 20.11.2021, Blaðsíða 38
38 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2021 40 ÁRA Helgi ólst upp í Kolsholti 2 í gamla Villingaholtshreppi en býr á Selfossi. Hann er menntaður tamningamaður og reiðkennari frá Hólum og húsasmiður frá Fjölbrauta- skóla Suðurlands. Helgi er sjálfstætt starfandi reiðkennari og tamninga- maður. Helgi ræktar hross og hefur sýnt bæði hross úr eigin ræktun og fyrir aðra í kynbótadómi með mjög góðum árangri. Hestar eiga hug hans allan. FJÖLSKYLDA Kærasta Helga er Ragnhildur Haraldsdóttir, f. 1986, reiðkennari og taminingamaður. Börn Helga eru Sæþór Leó, f. 2009, Helga Lilja, f. 2013, og tvíburarnir Heiða Guðjóna og Stella Guðna, f. 2017. For- eldrar Helga eru Guðjón Sigurliði Sig- urðsson, f. 1941, og Eydís Lilja Eiríks- dóttir, f. 1943, fyrrverandi bændur í Kolsholti, búsett á Selfossi. Helgi Þór Guðjónsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Þú ert hvorki betri né verri en þú vilt vera og átt því að horfast í augu við sjálfan þig. Synjaðu ekki beiðni góðs vinar um aðstoð í neyð. 20. apríl - 20. maí + Naut Skipuleggðu tíma þinn svo að þú komir sem mestu í verk á sem skemmstum tíma. Kauptu þér eitthvað fallegt í dag. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Er allt í drasli? Það jafnast ekkert á við tiltektarkast til að koma innra lífi á hreint. Hálfnað er verk þá hafið er. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Þú gætir komið auga á nýjar lausn- ir í vinnunni eða hugsanlega hagnaðarvon. Láttu ekki góðar hugmyndir renna út í sandinn. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Þú hefur lengi lagt hart að þér í starfi og nú er komið að því að þú sjáir laun erf- iðis þíns. Mundu, það skiptir ekki máli hversu mikið þú þénar heldur hversu mikið þú sparar. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Talaðu svo skýrt og skorinort að engin hætta sé á að fólk misskilji þig. Allt sem þú snertir verður að gulli og þú hagn- ast bæði með því að eyða fé og afla. 23. sept. - 22. okt. k Vog Þú nýtur þess að vera til þessa dagana því þú hefur hitt skemmtilegt fólk og gert margt sem þú hefur ekki upplifað áður. Þú ert við stjórnvölinn í eigin lífi. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Þér hættir til þess að sanka að þér of mörgum verkefnum í einu. Gættu þess bara að ganga ekki alveg fram af þér. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Þú stendur frammi fyrir þeim valkosti að geta tekið á þig aukna ábyrgð. Gakktu úr skugga um að þú sért að tala um sömu hlutina og viðmælendur þínir. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Þú getur ekki hamið gleði þína. Settu þér það markmið að klára ákveðna hluti heima fyrir og gefðu þér svo tíma fyrir sjálfan þig. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Vegna rómantísks sambands kanntu að ákveða að gera breytingar, betr- umbæta eða breyta útliti þínu á einhvern máta í dag. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Það er ekki hyggilegt að hleypa málum af stað án þess að reyna að sjá framvinduna fyrir. Taktu þér tíma til að tala frá hjartanu við einhvern í dag. að skólafélaginu, sem í kjölfarið var afnumin. Auðvitað á frelsisbarátta ekki að þurfa að snúast um lögfræði eða reglur en gerir það því miður.“ Að loknu lagaprófi hóf Sigríður störf hjá Verslunarráði Íslands, síð- ar Viðskiptaráði. „Þar var gaman að geta sameinað stjórnmálaáhugann, lögfræðina og frelsisbaráttuna. Ég starfaði þar í sex ár, þar til ég eign- aðist eldri dóttur okkar. Þá tók ég „Svo lá alls ekki beint við að fara í lögfræði. Þvert á móti kom mér alls konar nám í hug og ekki bara í há- skóla, íþróttanám jafnvel ef það hefði ekki bara verið á Laugarvatni. Ég hins vegar endaði í lögfræði tveimur árum eftir stúdentspróf og líklega var það óumflýjanlegt. Ég hef trúlega alla ævi haft áhuga á reglum. Var með lögfræðiuppsteyt í MR vegna skylduaðildar nemenda S igríður Ásthildur Ander- sen fæddist 21. nóv- ember 1971 á fæðingar- heimilinu í Reykjavík og verður því 50 ára á morgun. Hún ólst upp í Vest- urbænum, á æskuslóðum móður sinnar og ömmu. „Já, ég ólst upp á Sólvallagöt- unni, flutti að heiman á Brávalla- götuna og fór þaðan á Hávallagöt- una, í hús sem amma mín og afi byggðu árið 1936 og bjuggu í alla tíð. Við Vesturbæingar þurfum svo sannarlega ekki að fara yfir lækinn til að sækja vatnið,“ segir Sigríður en tekur þó fram að kærasta hafi hún fundið í Breiðholtinu á mennta- skólaárunum og þau eru gift núna. „Glúmur hefur aldrei gert kröfu um búsetu annars staðar og þótt flest ef ekki öll önnur hverfi borg- arinnar hafi upp á margt að bjóða sem Vesturbærinn gerir ekki þá skaut ég þar svo föstum rótum sem barn að mér hefur aldrei komið til hugar að færa mig um set.“ Þeir sem þekkja Sigríði vita að með Vesturbænum á hún við hverfið norðan Hringbrautar, ekki Melana og Hagana. „Annars voru uppvaxt- arárin notaleg í alla staði. Bræður mínir eru það mikið eldri en ég að ég naut nánast uppeldis einbirnis.“ Sumardvöl í sveit var ekki fyrir að fara hjá Sigríði. „Nei, það var alltaf nóg að gera fyrir krakka í Reykjavík. Á sumrin fórum við Vesturbæingar margir upp í Þver- holt og sóttum okkur Dagblaðið og/ eða Vísi, sem voru sameinuð þegar ég var 10 ára, til að selja í lausasölu í miðbænum. Það var mjög mikið kappsmál að verða fyrstur til að hrópa fyrirsagnir blaðanna á Lækj- artorgi. Hagkvæmast var þó að fara á föstudögum fyrir framan ÁTVR á Snorrabraut eða Lindargötu og reyna að sigta út þá sem voru ný- komnir af sjónum. Þá munaði ekk- ert um að kaupa nokkur eintök.“ Síðar tók við barnapössun, alls kyns störf á dvalarheimilinu Grund og samhliða háskólanámi blaða- mennska á DV hinu gamla. Sigríður gekk í Landakotsskóla, svo í Hagaskóla og þaðan í MR. mér tveggja ára leyfi. Fór á meðan í mína fyrstu prófkjörsbaráttu hjá Sjálfstæðisflokknum, varð þá 1. varaþingmaður og hóf um leið störf sem lögmaður, við málflutning og einkum fyrirtækjalögfræði á Lex lögmannsstofu í ein átta ár, þar til ég varð þingmaður.“ Sigríður hefur starfað innan Sjálfstæðisflokksins frá 15 ára aldri þegar hún gekk í Heimdall. Hún varð varaþingmaður árið 2007. Árið 2015 tók Sigríður fast sæti sem þingmaður við fráfall Péturs Blön- dal. „Svo náði ég ekki tilsettum ár- angri í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík í sumar svo ég var ekki í framboði að þessu sinni og er laus allra mála af Alþingi. Nú var ég að byrja í golfi og tek það föstum tökum. Það þýðir ekkert annað. Fór í mína fyrstu golfferð í haust, golfskóla og golfleikfimi. Það er auðvelt að tapa sér alveg en mér finnst upplagt að nota tímann núna á milli starfa til þess að læra eitt- hvað nýtt og ég hef mjög gaman af þessu. Golfið bætist við kraftlyfting- arnar sem ég hef stundað um ára- bil. Ég hóf reyndar æfingar í lyft- ingasölum þegar ég var 13 ára og hef bara aldrei látið deigan síga í þeim efnum, af mismikilli ákefð þó. Sigríður Á. Andersen, lögfræðingur og fyrrverandi ráðherra – 50 ára Golfið „Glúmur hefur ekki enn komið með mér í golfið. Hann fékk þessa mynd senda af mér í golfskólanum á Spáni og fannst vinsamlegt af skólanum að hafa holurnar fyrir byrjendur svona stórar,“ segir Sigríður. Rótgróið Vesturbæjaríhald Í Madríd Fjölskyldan stödd í uppá- haldsborg Sigríðar í sumar. Títturnar Saumaklúbbssysturnar ætla að fagna 50 árunum í næstu viku. Til hamingju með daginn Reykjavík Katrín Kolka Kristjánsdóttir fæddist þann 20. nóvember 2020 kl. 21.54 á Landspítalanum og á því eins árs afmæli í dag. Hún mældist 3.760 g og 52 cm. Foreldrar hennar eru Ólöf Tinna Frímannsdóttir og Kristján Albert Loftsson. Nýr borgari Við Hækk um í gleð inni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.