Morgunblaðið - 20.11.2021, Blaðsíða 43
MENNING 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2021
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
GEMMA
CHAN
RICHARD
MADDEN
KUMAIL
NANJIANI
LIA
McHUGH
BRIAN TYREE
HENRY
LAUREN
RIDLOFF
BARRY
KEOGHAN
DON
LEE
WITH KIT
HARINGTON
WITH SALMA
HAYEK
AND ANGELINA
JOLIE
O B S E R V E R E N T E R TA I N M E N T
91%
TÓNLIST
Arnar Eggert Thoroddsen
arnareggert@arnareggert.is
„Til hamingju með afmælið, uppá-
halds sígópásu-vinur minn.“ Þann-
ig hljómaði afmæliskveðja til Ein-
ars Þórs frá Rauðhærða riddaran-
um, Eiríki Haukssyni, á fjasbók-
inni fyrir einhverjum árum. Kær-
leikurinn tilfinnanlegur. Og það er
á þeim vettvangi, nema hvað, sem
ég hef náð að fylgjast með Einari
við leik og störf á undanförnum
árum.
Hefi þó vitað af honum sem
tónlistarmanni lengi. Hann kom
fyrst fram á
sviðljósið með
borgfirsku
þungarokkssveit-
inni Túrbó árið
1985, þá bassa-
leikari. Túrbó
var ein af fáum
alvöru íslenskum
þungarokkssveitum á þeim ára-
tugnum og auðnaðist að gefa út
hljómsnældu, K.Ö.M.M., árið 1991.
Einar hefur svo starfað með ýms-
um sveitum og að ýmsum verk-
efnum síðastliðna áratugi, m.a.
með Buffi og Dúndurfréttum og
sýnt listir sínar á uppákomum
Rigg-viðburða.
Við Einar deilum ástríðu fyrir
alls kyns þungarokki og hefur
fundum okkar oft borið saman í
hinum ýmsu spjallþráðum fjasbók-
arinnar þar sem hinar og þessar
hljómsveitir eru mærðar. Eins lags
netvinátta eiginlega. Þegar ljóst
var að breiðskífa væri á leiðinni
ákvað ég að nota tækifærið, hitta
Ei skaltu trúnni glata
Ljósmynd/Ásta Magg.
Gítarleikarinn Einar Þór Jóhannsson er slyngur strengjamaður.
okkar mann í raunheimum og fara
yfir þessi mál. Þar höfðum við
aldrei hist áður (mögulega þó ein-
hvern tíma á tíunda áratugnum en
hvorugur okkar man þá tíma of
vel).
Tónlistin á Tracks dregur dám
af klassísku rokki og þungarokki
frá áttunda og níunda áratugnum.
Og það hressilega, svo það sé sagt.
Sum lögin hljóma reyndar eins og
þau hafi stokkið alsköpuð úr tíma-
vél, lög sem hefðu sómt sér vel á
stórkostlegum ópus magnum frá
1985, On a Storyteller’s Night.
Tónlistin heilt yfir liggur í hetju-
bundnu þungarokki, með dassi af
iðnaðarrokki en lítið um popplegan
hárblástur frá lokum níunda ára-
tugarins. Opeth hin sænska kemur
líka í hugann, en hún hefur gert
tilraunir með þjóðlagakennt progg
og slíkur blær liggur líka yfir ein-
staka smíðum. Hljómborðin eru
stundum eins og beint úr hasar-
atriði í Miami Vice. Já, svona er
platan! Söngrödd Einars minnir þá
á köflum á Todd gamla Rundgren.
Nei, ef þú vilt heyra móðins
spretti skaltu leita annað.
„Ég lék á öll hljóðfærin sjálf-
ur,“ segir Einar þar sem hann sit-
ur við borðstofuborðið (Ry Cooder
er í græjunum og er það tilviljun).
Þetta segir hann ekki af yfirlæti
heldur er hann bara að lýsa stað-
reyndum. Þetta er fölskvalaus
drengur, allt er beint af kúnni og
ástríðan fyrir kynngimagni tón-
listarinnar er alger. „Vinur minn
Sissi (Sigurþór Kristjánsson, sem
barði húðir í Túrbó á sínum tíma)
hjálpaði mér svo að taka upp.“
Einar segir að það að taka
upp lög, semja þau og dútla við
þau í eftirvinnslu sé sér lífsfylling.
Hann vinnur fyrir sér sem tón-
listarmaður en þegar vinnunni
sleppir hættir tónlistin ekkert.
„Hins vegar hefur staðið á því
að gefa þetta út,“ viðurkennir
hann. „Þetta er svo undarlegt.
Maður vill gefa þetta út, maður vill
að fólk heyri þetta en um leið er
það afar stressandi að bera svona
á borð fyrir alþjóð.“
Menn og konur hafi hins veg-
ar ýtt á hann, Sissi þá sérstaklega,
og fyrir það sé hann þakklátur.
Platan er til á Spotify og verður
þar eingöngu. Engir útgáfu-
tónleikar verða þá haldnir heldur.
En það er aldrei að vita nema
fleiri lög fari að læðast út. Þau ku
vera 120 á lager eins og er.
»
… lög sem hefðu
sómt sér vel á
stórkostlegum ópus
magnum frá 1985, On
a Storyteller’s Night.
Einar Þór Jóhannsson
er með iðnustu gítar-
leikurum landsins.
Hann steig í fyrsta
skipti fram með eigin
plötu fyrir stuttu og
kallast hún Tracks.
Það verður mikið
um að vera hjá
nemendum
Menntaskóla í
tónlist um
helgina. 20
söngvarar og
hljóðfæraleik-
arar úr rytmískri
deild skólans
munu í kvöld kl.
20 flytja þekkt lög úr bandarískum
söngleikjum og kvikmyndum í dag-
skrá sem ber titilinn „Ameríska
söngbókin“. Vegna kófsins geta
einungis boðsgestir flytjenda verið
viðstaddir en aðrir geta notið tón-
leikanna í streymi á slóðinni
youtu.be/q-epwPrm9Vg.
Kammertónlistaruppskeruhátíð
klassískrar deildar skólans verður
líka haldin í dag með tvennum tón-
leikum í Safnahúsinu við Hverfis-
götu. Á efnisskrá verða verk frá
ýmsum tímabilum, m.a. eftir Bach
og Mozart. Aðeins boðsgestir mega
mæta en hægt að hlusta á tón-
leikana kl. 13 eða 15 á slóðunum
youtu.be/mqppbkafpno og
youtu.be/Ys-CCKXuxuc.
Söngsýning og
uppskeruhátíð
J.S. Bach
Tónlistarfélag
Akureyrar
stendur fyrir
tónleikum á
morgun, sunnu-
dag, kl. 16 í
Hömrum í Hofi.
Sif Margrét Tul-
inius fiðluleikari
og Hjálmar H.
Ragnarsson tón-
skáld koma fram
og mun Sif leika tvö verk fyrir ein-
leiksfiðlu, Sónötu no. 1 í g-moll eftir
J.S. Bach og nýtt verk eftir Hjálm-
ar, Partítu fyrir einleiksfiðlu frá
árinu 2020. Hjálmar mun segja frá
verkunum á tónleikunum. Miðaverð
er kr. 3.000 og 20% afsláttur er fyr-
ir félagsmenn í Tónlistarfélagi Ak-
ureyrar og fiðlunema. Vegna
samkomutakmarkana eru einungis
50 miðar í boði. Ekki er krafist
hraðprófa en fólk beðið að gæta að
sóttvörnum.
Sif og Hjálmar
leika í Hofi
Sif Margrét
Tulinius