Morgunblaðið - 20.11.2021, Side 42

Morgunblaðið - 20.11.2021, Side 42
42 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2021 Fyrstu af þrennum útgáfutónleikum Víkings Heiðars Ólafssonar píanó- leikara í Eldborg Hörpu fóru fram í gærkvöldi. Á tónleikunum lék hann verk af nýjustu plötu sinni sem nefn- ist Mozart & Contemporaries, sem eins og titillinn gefur til kynna geymir verk eftir Mozart og fimm samtímamenn hans. Þetta eru þeir Baldassare Galuppi, Carl Philipp Emanuel Bach, Domenico Cimarosa og Joseph Haydn. Platan, sem er fjórða einleiksplatan sem Víkingur sendir frá sér undir merkjum Deutsche Grammophon, hefur farið á toppinn á klassískum vinsælda- listum víða um heim. Á tónleikunum í gærkvöldi vígði Víkingur nýjan Steinway-konsert- flygil Hörpu. Forsætisráðherra og borgarstjóri tilkynntu í vor, þegar 10 ár voru liðin frá vígslu tónlistar- hússins Hörpu, að ríki og borg myndu greiða fyrir flygilinn, en kostnaður við kaupin var metinn 25 milljónir króna. Í viðtali við Morgunblaðið fyrr í þessum mánuði sagði Víkingur um nýja flygilinn: „Ég vil meina að svona flygill sé bara besta fjárfest- ing sem þjóðarbúið getur gert. Þetta kostar um 25 milljónir eins og einn ráðherrajeppi en það er bara einn ráðherra sem nýtur hans hverju sinni en flygillinn í Hörpu hefur glatt svoleiðis milljónir gesta. Þetta er mikill peningur fyrir mig og þig en þetta er ekkert miðað við hvað fæst fyrir hann, bara fegurðin og það sem hann hefur gert fyrir hús- ið.“ Líkt og á fyrri útgáfutónleikum miðlaði Víkingur hugmyndum sín- um með vel völdum orðum á milli verka og opnaði þannig sýn inn í hugmyndaheim tónskáldanna. Aðrir og þriðju útgáfutónleikarnir verða í kvöld og annað kvöld. Morgunblaðið/Eggert Hljómfagur Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari valdi nýjan Steinway-konsertflygil Hörpu sem hann vígði í gær. Víkingur vígði nýjan flygil Hörpu „Ég byrjaði að þróa verkið fyrir um tveimur árum þegar ég fór í rann- sóknarleyfi sem prófessor við sviðs- listadeild Listasháskóla Íslands,“ segir Sveinbjörg Þór- hallsdóttir um dansverk sitt Rof sem frumsýnt er á Reykavík Dance Festival í Tjarnarbíói í kvöld. Hún starf- aði sem prófessor og fagstjóri samtímadansbrautar LHÍ á árunum 2011-2021. „Halla Þórðardóttir, dansari verksins, hefur unnið með mér frá byrjun við það að þróa aðferð mína fyrir þetta verk,“ segir Sveinbjörg og útskýrir að rannsókn hennar felist í því að rannsaka líkama og tækni dansarans og þá óorðuðu þekkingu sem líkami dansarans býr yfir. „Ég hef mikinn áhuga á því að rannsaka hvernig hægt sé að hámarka meðvit- und líkamans á sviði. Við höfum þannig rannsakað hvernig gömul þekking og reynsla líkamans og innra hugarástand hefur áhrif á hreyfingu,“ segir Sveinbjörg og bendir á að hún hafi í því skyni notast við hugleiðslu, en sjálf er hún mennt- aður hatha-jóga-kennari. „Ég hef því verið að rannsaka hvernig dansarinn geti sem best tengst sínum innri líkama þannig að skynjunin komi fram og hreyfingin tengist skynjun dansarans,“ segir Sveinbjörg sem vann fyrst hreyfiefni í spuna með Höllu. „Eftir spunann skrifaði Halla niður það sem hún upplifði og ég skrifaði það sem ég sá,“ segir Sveinbjörg og bendir á að skrif þeirra hafi iðulega kallast á með skemmtilegum hætti. „Út frá þessu vann ég hreyfiefnið áfram, kóreógraferaði og bjó til form í kringum hreyfinguna þannig að úr varð listaverk, “ segir Sveinbjörg sem langar að halda áfram að þróa aðferðina með fleiri dönsurum. „Ég held reyndar að hægt sé að nota þessa aðferðafræði í hvaða listformi sem er, þótt við séum í þessu tilviki að vinna með dans,“ segir Sveinbjörg og leggur mikla áherslu á að Rof sé einstaklega aðgengileg danssýning. Leikmynda- og búningahönnuður verksins er Júlíanna Lára Stein- grímsdóttir, lýsingu hannaði Jóhann Friðrik Ágústsson, tónlistin er eftir Valgeir Sigurðsson en hreyfistýrð hljóðhönnun er eftir Mari Garrigue. „Halla ber tvo „wave“-snjallhringa sem hún notar til að framkalla hljóð eða hafa áhrif á áferð tónlistarinnar með hreyfingar í rauntíma.“ Sveinbjörg er einn af stofnendum Reykjavík Dance Festival og því þykir henni sérlega vænt um að frumsýna verkið á hátíðinni. „Ég hef verið viðloðandi RDF í tæp 20 ár og það er alltaf jafngaman að vera með, því það er mikil gróska í samtíma- dansinum í dag. Þetta er mikil uppskeruhátíð dansara,“ segir Sveinbjörg sem sjálf dansaði í verk- inu When the Bleeding Stops eftir Lovísu Ósk Gunnarsdóttur á opn- unardegi hátíðarinnar. silja@mbl.is „Hámarka meðvitund líkamans á sviði“ - Rof eftir Sveinbjörgu Þórhallsdóttur frumsýnt á RDF í Tjarnarbíói í kvöld Ljósmynd/Saga Sig Rannsókn Halla Þórðardóttir dansar sólóverkið Rof eftir Sveinbjörgu. Sveinbjörg Þórhallsdóttir Tónlistardeild Listaháskóla Íslands mun í dag kl. 19, í samvinnu við Óp- erudaga, standa fyrir tónleikhús- flutningi á Rappresentazione di Anima e Corpo eftir Emilio Caval- ieri í Breiðholtskirkju. Aðgangur er ókeypis en framvísa þarf nei- kvæðu hraðprófi. Verkið var frumflutt í Róm árið 1600 og prentað og gefið út sama ár, segir í tilkynningu og telst það vera fyrsta óratórían þar sem kór, einsöngvarar og hljómsveit samein- ast í dramatísku tónleikhúsverki. „Verkið lýsir innri baráttu manns- ins við sjálfan sig, hið jarðneska líf andspænis hinu andlega, dyggðir, feistingar og almættið,“ segir í til- kynningu. Flytjendur eru flestir nemendur tónlistardeildar LHÍ og kór tónlistardeildar leikur veiga- mikið hlutverk ásamt einsöngv- urum deildarinnar. Kammer- hljómsveit skólans, Camerata, leikur í verkinu og munu Sólveig Thoroddsen hörpuleikari og Sergio Leopold Blanco teorbuleikari leiða meðleikinn. Alls verða flytjendur 65 talsins og eru tónleikarnir liður í Óperudögum í Reykjavík. Flytja tímamótaverk Emilios Cavalieris Í kirkju Nemendur á æfingu. Súlan, menningarverðlaun Reykja- nesbæjar 2021, verður afhent við formlega athöfn í Duus Safna- húsum í dag kl. 14 og við sama til- efni verður ný sýning opnuð í Lista- safni Reykjanesbæjar. Nefnist sú Skrápur / Second Skin þar sem sýnd verða verk Ráðhildar Inga- dóttur og Igors Antics. Á sýning- unni er fjallað um flótta og til- færslur þjóða í heiminum en titill sýningarinnar vísar til þess skjóls sem líkaminn býr til sjálfur yfir tíma fyrir utanaðkomandi áreiti, eins og það er orðað í tilkynningu. Einnig vísi orðið í skráp sem manneskjan komi sér upp, huga sínum til varnar. Báðir listamenn hafa gert málefni þjóðaflótta og átaka sem af þeim hljótast að umfjöllunarefni í fyrri sýningum. Sýningarstjóri er Helga Þórsdóttir, safnstjóri Lista- safns Reykjanesbæjar. Verðlaun og sýningaropnun í Duus Ráðhildur Ingadóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.