Morgunblaðið - 20.11.2021, Síða 2

Morgunblaðið - 20.11.2021, Síða 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2021 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir liljahrund@mbl.is Íslenska ríkið var í gær sýknað af rúmlega milljarðs króna kröfu hóps fyrrverandi landeigenda á Geysis- svæðinu. Samkvæmt yfirmatsgerð 17. apr- íl 2019 komst meirihluti yfirmats- manna að þeirri niðurstöðu að sanngjarnt kaupverð fyrir landið væri 1.009.278.000 krónur miðað við 7. október 2016. Í niðurstöðukafla matsgerðar- innar sagði að ef kaupverðið væri framreiknað miðað við breytingu á byggingarvísitölu frá kaupsamn- ingsdegi til dagsetningar yfirmats næmi kaupverðið alls 1.100.113.020 krónum. Þá kom þar fram að kaup- verðið skyldi bera almenna vexti samkvæmt lögum um vexti og verðtryggingu frá kaupsamnings- degi til greiðsludags. Ekki kveðið á um vexti Áfrýjendur byggðu málatilbúnað sinn á því að í niðurstöðu meiri- hluta yfirmatsmanna fælist að kaupverð landspildunnar skyldi verðbætt og vaxtareiknað með framangreindum hætti. Væri ríkið bundið við þá niðurstöðu sam- kvæmt ákvæðum kaupsamnings- ins. Í dómi Landsréttar kom fram að í kaupsamningi aðila hefði ekki ver- ið kveðið á um greiðslu vaxta eða verðbóta af kaupverði en fyrirsjá- anlegt hefði verið við frágang kaupsamningsins að umtalsverður tími kynni að líða þar til endanleg matsgerð lægi fyrir. Var talið að ef áfrýjendur teldu sig eiga rétt til greiðslu verðbóta eða vaxta hefði þeim borið að eiga frumkvæði að því að kveðið yrði á um það í samningnum. Hið sama var talið gilda um viðmiðunartíma verðmatsins ef þeir teldu að hann ætti að vera annar en afhending- artími landspildunnar. Eins og atvikum málsins væri háttað hefði verið alls óvíst hvort samkomulag um slíkt hefði náðst ef á það hefði reynt. Var sýkna hér- aðsdóms því staðfest. Ríkið sýknað í Geysismáli - Fyrrverandi landeigendur vildu að vextir yrðu reiknaðir af greiðslu ríkisins - Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Nú erum við búin að ná vopnum okkar, hætt að hugsa bara um eld- gosið og getum horft til framtíðar,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík. Í vikunni var opnað fyrir um- sóknir um lóðir í nýju hverfi í Grindavík, Hlíð- arhverfi. Um er að ræða fyrsta áfanga í upp- byggingu hverfis- ins, alls 77 lóðir. Á svæðinu er að mestu gert ráð fyrir lóðum fyrir íbúðarhúsnæði, en auk þess er gert ráð fyrir sex deilda leikskóla og verslun. Íbúðarbyggðin verður lág- reist, einnar og tveggja hæða sér- býlishús og tveggja til þriggja hæða lítil fjölbýlishús. Gatnagerð í tengslum við fyrsta áfanga hverfis- ins lýkur í desember og stefnt er að afhendingu lóða 15. janúar á næsta ári. „Við höfum þegar fengið ágætis- viðbrögð við þessum lóðum og vænt- um þess að þetta verði eftirsóknar- vert og vinsælt hverfi. Þegar hverfið verður fullbyggt er gert ráð fyrir að þar verði allt að 404 íbúðir sem ættu að rúma 1.200-1.400 manns. Það dugar okkur kannski langleiðina út þennan áratug,“ segir bæjarstjór- inn. Hann hefur ágætisástæðu til að vera bjartsýnn. Íbúum í Grindavík hefur fjölgað um rúm 13% á síðustu fimm árum en lóðaframboð hefur verið takmarkað. Slegist var um sjö lóðir við Víðigerði fyrir skemmstu. Alls bárust 27 umsóknir um lóðirnar og þurfti að viðhafa spiladrátt um þær allar. „Það hefur verið mikil eftirspurn en það er ekkert húsnæði til sölu í bænum. Ungt heimafólk vantar hús- næði og svo eru margir eldri borg- arar sem vilja minnka við sig og fara í hóflegri stærð. Fasteignasalar segja líka að mikið sé spurt af að- ilum utan Grindavíkur. Þetta er góð blanda,“ segir Fannar. Hann segir að allt verði til alls fyr- ir fjölskyldufólk í hinu nýja hverfi. Verið sé að byggja viðbyggingu við skólann sem tilbúin verði með vor- inu og teikningar að nýjum leikskóla í Hlíðahverfi séu tilbúnar. Þá sé íþróttaaðstaða til fyrirmyndar. Eins segir Fannar að atvinnu- ástand hafi verið með því besta sem gerist þótt kórónuveiran hafi vissu- lega bitið Grindvíkinga eins og aðra. Hann segir raunar að það sé ekki bara fólk sem renni hýru auga til Grindavíkur, mörg fyrirtæki geri slíkt hið sama. Mikil uppbygging hafi átt sér stað og mikið muni um að hafa HS orku og Auðlindagarðinn í sveitarfélaginu. „Við getum boðið fyrirækjum aðstöðu sem er með því besta sem gerist og við finnum raun- ar fyrir heilmiklum áhuga núna frá bæði fyrirtækjum og fjárfestum.“ Nýtt 1.400 manna hverfi í Grindavík - Opnað fyrir umsóknir um lóðir í Hlíðarhverfi - Slegist var um sjö lóðir við Víðigerði fyrir skemmstu - Skólinn stækkaður og nýr leikskóli verður byggður - Fyrirtæki og fjárfestar horfa til Grindavíkur Morgunblaðið/Eggert Grindavík Nýtt hverfi verður til á nýju ári en þar verða allt að 404 íbúðir. Fannar Jónasson Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæð- inu vinna með ferðaþjónustunni á svæðinu að undirbúningi áfanga- staðaáætlunar fyrir höfuðborg- arsvæðið. Felst vinnan meðal annars í því að gera ýmsum ferðamannastöð- um sem fólk sækir nú þegar til góða og byggja upp þannig að gestir hafi úr fleiri að- gengilegum stöðum að velja og geti dvalið lengur á svæðinu. Verkefnið er vistað hjá Samtök- um sveitarfélaga á höfuðborgar- svæðinu (SSH). Páll Björgvin Guð- mundsson framkvæmdastjóri segir að áfangastaðaáætlun sé eitt af áhersluatriðum í sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins. Sveitar- félögin og ferðaþjónustan á svæð- inu séu að skipuleggja að standa saman um að þróa höfuðborgar- svæðið sem áfangastað ferðafólks, jafnt erlendra gesta og íbúa höf- uðborgarsvæðisins og landsins alls. Uppbygging eftir næsta ár Verið er að vinna að samstarfs- samningi sveitarfélaganna um verkefnið. Reiknað er með að það verði í upphafi vistað hjá SSH, á meðan verið er að vinna að áfanga- staðaáætlun, stefnu, framtíðarsýn og aðgerðaáætlun til 3-5 ára. Áætl- un gerir ráð fyrir að árið 2022 fari í þá vinnu og verði ráðinn verkefn- isstjóri til að vinna að verkefninu og stýra samtali við sveitarfélögin og aðra hagsmunaaðila. Vonast Páll Björgvin til þess að eftir það verði hægt að hefjast handa við að merkja staði, sækja um styrki til uppbyggingar og auka markaðssetningu. Miðað er við að stofnuð verði áfangastaða- og markaðsstofa til að vinna að framgangi mála. Til greina kemur, að sögn Páls, að verkefni sem unn- in eru hjá Reykjavíkurborg og fleiri sveitarfélögum renni inn í þá stofu. Efla áfangastaði á höfuðborgarsvæði - Samstarf sveitarfélaga og ferðaþjónustu Páll Björgvin Guðmundsson Skammdegi og hvít jörð eru þekktir fyrirboðar aðvent- unnar hér á landi en rúm vika er í að hún hefjist. Geta landsmenn því farið að undirbúa skraut og kertastjaka á næstu dögum. Vegfarendur mega þó ekki gleyma sér í jólahugleiðingum í vetrarloftslaginu en mikil hálka getur einnig myndast á vegum í þessum aðstæðum. Morgunblaðið/Eggert Íslendingar á ferð og flugi í hálkunni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.