Morgunblaðið - 20.11.2021, Side 8

Morgunblaðið - 20.11.2021, Side 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2021 Eyþór Arnalds, oddviti borgar- stjórnarflokks sjálfstæð- ismanna, var í viðtali í Dagmálum og benti þar á áhugaverða þróun: „Þegar það eru ekki lóðir fyrir íbúðarhúsnæði hjá Reykjavíkurborg þá fer fólk annað. Það er ekki nóg að benda bara á þéttingarreiti þar sem verið er að rífa hús og byggja upp á sama stað. Þú þarft að brjóta nýtt land undir eins og Seðlabankinn, verkalýðshreyf- ingin, Samtök iðnaðarins og við höfum sagt. Og á meðan það er ekki gert þá dreifist byggðin. Þessi þéttingarstefna, sem svo er kölluð, hefur leitt til þess að byggð hefur dreifst út úr borg- inni.“ - - - Afleiðingar þessa sjást í gríð- arlega mikilli uppbyggingu í bæjarfélögum í nokkurra tuga kílómetra fjarlægð frá höfuðborg- inni, svo sem í Þorlákshöfn, Hveragerði og á Selfossi. Í þessum bæjum eru ekki fordómar gagn- vart því að brjóta nýtt land undir byggð og þangað leitar fólk sem fær ekki lóðir eða íbúðir á viðráð- anlegu verði í Reykjavík. Eyþór sagði að vissulega ætti að þétta borgina en það yrði að gera með skynsamlegum hætti. Ef aðeins væri byggt upp á dýrum þétting- arreitum væru ekki til hagkvæmir valkostir. - - - Keldnalandið er dæmi sem hann nefndi: „Þess vegna höfum við sagt: það á að skipu- leggja Keldnaland strax. Það stóð til að gera það 2019 og það hefur ekkert verið gert í því. Keldna- landið er gríðarlegt tækifæri. Það er ein milljón fermetra og það er innan borgarmarkanna. Á meðan það er ekki skipulagt fer fólkið annað.“ Eyþór Arnalds Þéttingarstefnan dreifir byggðinni STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Liðlega 60% innlagðrar mjólkur frá kúabændum á Íslandi koma frá bú- um sem nota sjálfvirk mjaltakerfi, svokallaða mjaltaþjóna. Er það svip- að hlutfall og í Noregi en þessi tvö lönd skera sig nokkuð úr í saman- burði Norðurlandanna, eru með mun hærra hlutfall en hin löndin. Í lok síðasta árs voru 9.260 mjaltaþjónar í notkun á 5.797 kúabúum á Norðurlöndunum, sam- kvæmt samantekt tæknihóps nor- rænu samtakanna NMSM. Á Norð- urlöndunum voru 18.833 mjólkurframleiðendur þannig að mjaltaþjónar voru notaðir á 31% bú- anna. Þessi bú eru almennt stærri en önnur og því er hlutfall mjólk- urframleiðslu og kúa sem þeim til- heyra hærra. Þannig eru liðlega 35% mjólkurkúa mjólkuð með þess- ari tækni og nærri 38% af heildar- framleiðslu mjólkur á Norðurlönd- unum koma frá mjaltaþjónabúum. Kúabændur í Noregi og á Íslandi standa fremst í innleiðingu á mjalta- þjónum. Þannig eru liðlega 60% af mjólkurframleiðslunni í þessum tveimur löndum frá mjaltaþjóna- búum. Ef litið er á fjölda kúa á þess- um búum sést að meira en 57% kúa á Íslandi eru mjólkuð með mjalta- þjónum og er það langhæsta hlut- fallið í þessum fimm löndum. Lang- mesta mjólkurframleiðslan er í Danmörku. Athygli vekur að aðeins fjórðungur mjólkurframleiðslunnar þarlendis kemur frá búum með mjaltaþjóna og hefur mjaltaþjónum heldur fækkað þar. Mjólkin kemur frá róbótum - Noregur og Ísland með hærra hlutfall mjaltaþjóna en hinar norrænu þjóðirnar 24,9% 43,7% 46,4% 60,3% 60,6% Mjaltaþjónar útbreiddir á Íslandi Hlutfall mjaltaþjóna af framleiðslu árið 2020 70% 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0% Danmörk Svíþjóð Finnland Ísland Noregur 5,672 2,773 2,362 151 1,401 Heimild: NMSMt Heildarframleiðsla mjólkur árið 2020,milljónir lítra: Meðaltal Norður- landanna 37,7% Meiri afurðir með þjóni » Mjaltaþjónn er véla- samstæða sem gerir kúnum kleift að láta mjólka sig þegar þeim hentar. Það sparar vinnu fyrir bændur en vegna þess að kýrnar láta mjólka sig oftar skila þær meiri afurðum en í hefðbundnum mjöltum tvisvar á dag. » Um 42% af kúabúum lands- ins eru með mjaltaþjón en þau skila 60% framleiðslunnar. Landsréttur ómerkti í gær áfrýj- aðan dóm í máli þrotabús DV ehf. og Frjálsrar fjölmiðlunar ehf. og vísaði málinu í hérað til löglegrar með- ferðar og dómsálagningar á ný. Þrotabú DV ehf. höfðaði upp- haflega mál gegn Frjálsri fjölmiðlun ehf. þar sem þrotabúið krafðist greiðslu á samtals 24 milljóna króna eftirstöðvum kaupverðs samkvæmt kaupsamningi frá 2017. Í dómi héraðsdóms sem féll í mars var kveðið á um að Frjáls fjölmiðlun skyldi greiða stefnufjárhæðina ásamt dráttarvöxtum og málskostn- aði. Tekið til skipta árið 2018 Þrotabú DV var tekið til gjald- þrotaskipta með úrskurði Héraðs- dóms Reykjavíkur árið 2018 en mörg ár fyrir gjaldþrotið hafði rekstur fjölmiðilsins verið erf- iðleikum bundinn og miklar skuldir safnast upp. Sumarið 2017, fyrir gjaldþrotið, kom Frjáls fjölmiðlun og fleiri tengdir að rekstri DV með það fyrir augum að koma inn í reksturinn sem hluthafar eða kaupa eignir félag- anna, að því er fram kemur í dómi héraðsdóms. Máli vísað í hérað - Dómur ómerktur í máli þrotabús DV Isavia undirritaði í gær samning við Ístak um gerð nýrrar 1.200 metra akbrautar fyrir flugvélar á Keflavík- urflugvelli og næsta áfanga nýrrar austurálmu Flugstöðvar Leifs Ei- ríkssonar. Ístak átti hagkvæmustu tilboðin en verkin voru boðin út á Evrópska efnahagssvæðinu. Fram kemur í tilkynningu, að nýja akbrautin tengi flugbraut við hlað flugstöðvarinnar og er henni ætlað stuðla að bættri nýtingu óháð ytri skilyrðum og greiða fyrir um- ferð flugvéla eftir lendingu. Hluti af verkinu er uppsetning ljósabúnaðar. Áætlað er að verkinu ljúki fyrir lok næsta árs. Tilboð Ístaks í verkið nam rúmlega 940 milljónum króna. Lokið er jarðvinnu fyrir nýja aust- urálmu Flugstöðvar Leifs Eiríks- sonar, sem Ístak annaðist. Fyrir- tækið átti hagstæðasta tilboð í burðarvirki og veðurkápu hússins, tæpa 4,5 milljarða króna. Byggingin er þrjár hæðir og 21 þúsund fer- metrar. Burðarvirkið skiptist í djúp- an steyptan kjallara sem hýsir færi- bandasal. Á fyrstu hæð verður stækkun á töskusal fyrir ný færi- bönd. Verslunar- og veitingasvæði ásamt biðsvæðum farþega stækka um 4.000 fermetra. Miðað er við að þessum áfanga ljúki næsta vor. Um 80-100 manns munu vinna að þessum tveimur verkefnum. Gert er ráð fyrir að heildarkostnaður við framkvæmdirnar verði um 24,6 milljarðar króna. Samið um flugvall- arframkvæmdir - Ístak átti hagstæðustu tilboðin FÉLAG KVENNA Í ATVINNULÍFINU Vertu hreyfiafl, hafðu áhrif! Félag kvenna í atvinnulífinu FKA heiðrar konur á árlegri FKA Viðurkenningarhátíð. Opið fyrir tilnefningar! FKA kallar eftir tilnefningum frá almenningi og atvinnulífinu sem dómnefnd mun meta. Á FKA Viðurkenningarhátíðinni 2022 verða veittar þrjár viðurkenningar að vanda: • FKA viðurkenningin • FKA þakkarviðurkenningin • FKA hvatningarviðurkenningin Hægt er að tilnefna á heimasíðu FKA til og með 25. nóvember 2021. Nánar á heimasíðu FKA - www.fka.is Sjáumst á FKA Viðurkenningarhátíðinni þann 20. janúar 2022 á Grand Hotel Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.