Morgunblaðið - 20.11.2021, Qupperneq 10
10 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2021
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Mörg mikilvæg fuglasvæði eru á
náttúrusvæðum í umdæmi Reykja-
víkurborgar. Þau þarf að vakta
áfram vegna þess að svæðin eru
mikilvæg á landsvísu fyrir ákveðnar
fuglategundir og eins til að fylgja
stefnu borgarinnar um líffræðilega
fjölbreytni og aðgerðaáætlun sem
henni fylgdi. Þetta kemur fram í
minnisblaði dr. Freydísar Vigfús-
dóttur, verkefnastjóra á skrifstofu
umhverfisgæða til umhverfis- og
skipulagsráðs Reykjavíkur. Skýrsl-
an heitir Vöktun mikilvægra fugla-
svæða í Reykjavík – staðan haustið
2021.
Fuglatalningar hafa verið gerðar
á mikilvægum fuglasvæðum í
Reykjavík vor og haust undanfarin
ár. Fuglalíf við Reykjavíkurtjörn og
í friðlandinu í Vatnsmýri hefur verið
vaktað árlega í meira en fjóra ára-
tugi af fuglafræðingunum Ólafi K.
Nielsen og Jóhanni Óla Hilmarssyni.
Það er langlengsta vöktunarserían
fyrir nokkurt náttúrusvæði í borg-
inni og geymir afar dýrmætar upp-
lýsingar. Fuglalíf á svæðinu var líf-
legt á liðnu sumri og varpárangur
yfir meðallagi hjá flestum tegundum
sem þarna verpa. Grágæs, rauð-
höfðaönd, stokkönd, skúfönd og dug-
gönd komu upp ungum. Kríunni
gekk betur nú en mörg undanfarin
ár og komu um 50 pör upp tíu fleyg-
um ungum. Að minnsta kosti 186
ungar undan tíu ólíkum tegundum
voru á tjarnarsvæðinu í sumar.
Leirurnar í Grafarvogi eru einn
mikilvægasti viðkomustaður far-
fugla í Reykjavík. Einnig eru leirur
og fjörur í Blikastaðakró og Gorvík
mikilvægar og farfuglar koma einnig
við á leirum og fjörum í Fossvogi.
Samtals fundust 24 fuglategundir
í Grafarvogi. Strandfuglar voru
mjög áberandi og lóuþrælar algeng-
astir en líka lóur, grágæsir, tjaldar
og starrar.
Mikið fuglalíf getur verið við
stærstu stöðuvötnin í borginni, El-
liðavatn og Rauðavatn. Flórgoða
hefur fjölgað á svæðinu. Vatnsstaða
Rauðavatns var mjög lág í sumar og
reyndu aðeins tvö flórgoðapör varp
en þau voru sjö í fyrrasumar. Við
vatnið sáust 22 fuglategundir og
margar tegundir með unga.
Við Elliðavatn sást samtals 21
tegund sumarið 2021. Álftir, topp-
endur, rauðhöfðaendur, stokkendur
og skúfendur voru áberandi með
unga við flæðiengin til móts við El-
liðavatnsbæinn. Þar sáust einnig
flórgoðar með unga.
Mikilvægar sjófuglabyggðir eru
innan borgarlandsins, einkum í eyj-
unum á Kollafirði og eins í björgum
og á strandsvæðum til að mynda við
Kjalarnes. Náttúrustofa Suðurlands
hefur vaktað lundavarp í Akurey
undanfarin ár og er það eina reglu-
lega vöktun sjófugla í borgarland-
inu. Náttúrustofan hefur einnig
fylgst öðru hvoru með lundavarpinu
í Lundey. Talið er að sjófuglavöktun
megi auka til muna.
Mikilvæg fuglasvæði eru í borginni
- Tjörnin og Vatns-
mýrin, leirur og
fjörur, sjávareyjar
og stöðuvötn
Morgunblaðið/Ómar Óskarsson
Reykjavíkurtjörn Mikið fuglalíf er við Tjörnina og í Vatnsmýrinni. Þar má sjá gæsir og endur allan ársins hring. Fuglunum fjölgar svo til muna á sumrin og
margir þeirra verpa í Vatnsmýrinni, meðal annars bæði endur og kríur. Nokkuð af ungum komst á legg í sumar.
Leigufélagið Bríet ehf., í samvinnu við sveitarfélög á
landsbyggðinni, stefnir á uppbyggingu á hagkvæmum
leiguíbúðum til framtíðar útleigu til einstaklinga og fjölskyldna.
Auglýst er eftir byggingaraðilum til samstarfs sem skal vera aðalverktaki
og annast framkvæmd verkefnisins í samráði við Bríeti og viðkomandi sveitarfélag.
Leigufélagið Bríet
Áhugasamir eru hvattir til að óska eftir gögnum með því að senda tölvupóst á gudmundur@briet.is og
soffia@briet.is og skal umsóknum skilað inn í samræmi við útlistanir fyrir 30. nóvember 2021.
Við val á byggingaraðilum til samstarfs verður tekið tillit til reynslu aðila ásamt hagkvæmni og gæða lausna.
Frekari upplýsingar veitir eignaumsýsla Leigufélagsins Bríetar, gudmundur@briet.is og að auki soffia@briet.is
auk þess sem ítarefni, þ.m.t. staðsetning uppbyggingarverkefna, er á síðu félagsins www.briet.is