Morgunblaðið - 20.11.2021, Síða 21
FRÉTTIR 21Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2021
ÚR BÆJARLÍFINU
Birna Konráðsdóttir
Borgarfirði
„Norðurá enn fegurst áa“ er
heiti á bók sem Jón G. Baldvinsson
gaf nýverið út. Bókin, sem prýdd
er fjölda ljósmynda, fjallar um
Norðurá í Borgarfirði, veiðistaði,
sögur af frægum veiðimönnum og
margt fleira. Fer höfundur með les-
endum um ána, frá upptökum til
ósa. Heitið vísar í fræga bók sem
Björn J. Blöndal skrifaði fyrir ára-
tugum og bar nafnið „Norðurá feg-
urst áa“ og hefur verið ófáanleg um
langt árabil.
Jón hefur sjálfur stundað veið-
ar í Norðurá um langa hríð og þeir
eru ófáir veiðimennirnir sem hann
hefur leiðbeint við ána. Líklega
verður bókin kærkomin öllum þeim
sem vilja læra betur á ána en ekki
síður lesa sér til ánægju um eina
frægustu laxveiðiá landsins. Áhuga-
samir geta leitað uppi Fb-síðuna
norduraennfegurstaa.
- - -
Nemendur í Grunnskóla
Borgarfjarðar á Hvanneyri hafa tvo
síðustu vetur safnað dósum í þorp-
inu til að styðja við uppbyggingu
Hreppslaugar, sundlaugarinnar þar
sem þau alla jafna stunda sund-
nám. Send var tilkynning til íbúa
þorpsins um að láta dósir af hendi
rakna ef þeir væru aflögufærir.
Börnin gengu svo í hús, hirtu dósa-
pokana sem öllum var síðan safnað
í kerru og komið í endurvinnslu.
Um gott samfélagsverkefni er að
ræða þar sem nemendur eru á
þennan hátt þátttakendur í að flýta
fyrir uppbyggingu laugarinnar sem
staðið hefur í nokkurn tíma. Bún-
ingsklefar Hreppslaugar voru orðn-
ir lélegir svo ráðist var í það stór-
virki að rífa þá gömlu og byggja
nýja, ásamt frekari lagfæringum á
umhverfinu. Á meðan geta börnin á
Hvanneyri ekki sótt skólasund í
Hreppslaug. Nú eru þau að stuðla
að því að sundlaugin þeirra verði
tilbúin til notkunar fyrr en ella
hefði kannski orðið.
- - -
Rótarýklúbbur Borgarness
stóð nýverið fyrir málstofu sem bar
yfirskriftina Matvælalandið Ísland
– loftslagsmál og kolefnisspor.
Frummælendur voru Guðmundur I.
Guðbrandsson umhverfisráðherra,
Haraldur Benediktsson bóndi og al-
þingismaður, Kristján Oddsson
bóndi Neðra-Hálsi og Ragnheiður
I. Þórarinsdóttir rektor
Landbúnaðarháskóla Íslands. Mjög
góður rómur var gerður að málstof-
unni og höfðu þátttakendur á orði
að ýmislegt hefði verið betur skýrt
því málflutningur um loftslagsmál
og kolefnisspor hefði tilhneigingu
til að vera einhliða í stað þess að
útskýra allar hliðar málsatvika.
Mikil ánægja var því með fram-
takið.
- - -
Jólatré heim í hús er nýstár-
leg sala á grenitrjám beint frá
bónda sem upprunnin er í Hvít-
ársíðu í Borgarfirði. Þar eru jólatré
keyrð beint heim til kaupenda,
þeim að kostnaðarlausu. Það eru
bændur á Kirkjubóli í Hvítársíðu
sem bjóða upp á þessa áhugaverðu
nýbreytni í þjónustu, mörgum til
hagsbóta sem erfitt eiga með að
fara sjálfir til að kaupa sér jólatré.
Á hverju ári grisja bændur á
Kirkjubóli stafafuru, sitkagreni og
rauðgreni úr sínum skógi sem svo
eru boðin til sölu ef þau standast
allar kröfur og er þetta í annað
sinn sem þessi þjónusta stendur til
boða. Trén koma sem sagt öll úr
skógi sem bændurnir sjálfir
plöntuðu á sínum tíma og eru trén
frá einum upp í ríflega tvo metra á
hæð. Fyrir þá sem vilja nýta sér
þessa skemmtilegu þjónustu er
hægt að hafa samband á Fb-síðunni
Jólatré heim í hús eða í síma 691-
5120.
Söfnuðu dósum til að styðja við sundlaug
Safna Nemendur í Grunnskóla Borgarfjarðar hafa safnað dósum í þorpinu til að styðja við uppbyggingu Hreppslaugar þar sem þeir stunda sundnám.
Veiðibók Það gleður ýmsa Borg-
firðinga að ný bók um Norðurá
skuli hafa litið dagsins ljós.
Ljósmynd/Anna Dís Þórarinsdóttir