Morgunblaðið - 20.11.2021, Qupperneq 23
FRÉTTIR 23Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2021
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Stjórnvöld í Austurríki tilkynntu í
gær að þau hygðust gera það að
skyldu að þiggja bólusetningu gegn
kórónuveirunni. Þá ætla þau að
setja á útgöngubann frá og með
mánudeginum til þess að stemma
stigu við sívaxandi fjölda smita.
Kórónuveiran hefur verið í örum
vexti í Evrópu undanfarnar vikur,
en aðgerðir Austurríkismanna eru
þær ströngustu sem gripið hefur
verið til í fjórðu bylgju faraldursins
á meginlandinu. Alexander Schall-
enberg Austurríkiskanslari sagði að
útgöngubannið myndi gilda í 20
daga en yrði endurskoðað á tíunda
degi.
Frá og með mánudeginum mega
Austurríkismenn ekki yfirgefa
heimili sín nema til þess að fara til
vinnu, kaupa inn nauðsynjar og til
ríkisstjórn, sagði að Austurríki væri
nú „fasistaríki“. Hefur Kickl boðað
til fjöldamótmæla í Vín í dag, en
hann mun ekki mæta sjálfur, þar
sem hann er smitaður af veirunni.
Lokað yfir jólin
Austurríki var ekki eina ríki Evr-
ópu til að herða aðgerðir sínar í gær,
en Bæjaraland ákvað að loka öllum
jólamörkuðum í sambandslandinu í
ár, auk þess sem lokað var fyrir
næturklúbba, bari og kvöldþjónustu
veitingahúsa. Sagði Markus Söder,
forsætisráðherra Bæjaralands, að
staðan væri mjög alvarleg.
Ungverjaland ákvað að setja aftur
á grímuskyldu frá og með deginum í
dag, og stjórnvöld í Hollandi hafa
skipað verslunum og skemmtistöð-
um að loka klukkan átta á kvöldin.
Þá mega Hollendingar ekki fá til sín
fleiri en fjóra gesti, og er þeim ráð-
lagt að vinna heiman frá sér.
og með 1. febrúar næstkomandi yrði
skylda að vera bólusettur gegn veir-
unni, en Páfagarður er eina ríki
Evrópu þar sem álíka skylda er í
gildi.
„Þrátt fyrir marga mánuði af því
að tala um fyrir fólki hefur okkur
ekki tekist að fá nógu marga til þess
að þiggja bóluefnið,“ sagði Schallen-
berg og bætti við að bólusetning
væri eina leiðin úr faraldrinum. 66%
Austurríkismanna eru nú bólusett
gegn veirunni, en þar búa um níu
milljónir manna.
Austurríki setti á hertar aðgerðir
í upphafi vikunnar gegn þeim sem
enn væru óbólusettir, en tilfellum
fjölgaði engu að síður áfram.
Greindust 15.800 manns með veir-
una í landinu í gær, og var það mesti
fjöldi smita frá upphafi faraldursins.
Ekki voru allir sáttir við aðgerðir
stjórnvalda. Herbert Kickl, leiðtogi
Frelsisflokksins, sem sat í síðustu
heima ef mögulegt er. Þá er mælt
með því að fólk vinni heiman frá sér.
Schallenberg sagði einnig að frá
þess að stunda líkamsrækt. Skólar
verða áfram opnir, en foreldrar hafa
verið beðnir að halda börnum sínum
Ætla að skylda fólk til bólusetningar
- Austurríkismenn herða á sóttvarnaaðgerðum sínum í annað sinn á einni viku - Tuttugu daga út-
göngubann frá og með mánudeginum - Aðgerðir hertar víða um Evrópu vegna fjórðu bylgjunnar
AFP
Síðustu forvöð Gestir og gangandi skoðuðu jólamarkaðinn í Salzburg í
gær áður en 20 daga útgöngubann tekur gildi í Austurríki á mánudaginn.
Norðmenn íhuga nú að styðja ákall
Svía um að ríki Evrópu banni gröft
eftir rafmyntum á borð við bitcoin.
Erik Thedéen, forstjóri sænska fjár-
málaeftirlitsins, og Björn Risinger,
forstjóri umhverfisverndarstofn-
unar Svíþjóðar, sögðu í síðustu viku
að aukin orkunotkun sem fylgdi
greftri eftir rafmyntum tefldi í
hættu markmiðum Svía í loftslags-
málum, og að ómögulegt yrði að ná
markmiðinu um að halda hlýnun
jarðar undir 1,5 gráðum frá meðal-
hita fyrir iðnbyltingu nema tekið
yrði á greftrinum.
Bjørn Arild Gram, ráðherra hér-
aðsþróunar í norsku stjórninni,
sagði í samtali við Euronews Next-
vefmiðilinn á miðvikudag, að það
væri erfitt að réttlæta þá miklu
orkunotkun sem gröftur eftir bitcoin
og öðrum rafmyntum kallar á.
„Við erum að íhuga mögulega
stefnu sem taki á þeim áskorunum
sem fylgja rafmyntagreftri,“ sagði
Gram og bætti við að þar yrði horft
náið á það sem Svíar gerðu, og að
markmiðið yrði að samevrópskar
reglur tækju gildi í þessum mála-
flokki.
Í frétt Euronews Next kom fram
að framkvæmdastjórn Evrópusam-
bandsins hvetti aðstandendur raf-
mynta til þess að færa sig frá orku-
frekum bitakeðjum yfir í aðgerðir
sem gætu staðfest verðgildi raf-
myntarinnar án þess að taka jafn-
mikla orku. Eðli bitakeðjunnar er
þannig að tölvur þurfa að reikna sí-
fellt þyngri stærðfræðidæmi, og eft-
ir því sem myntin er lengur í notkun
tekur það lengri tíma.
Sífellt orkufrekari iðnaður
Bitcoin, langstærsta rafmyntin,
hefur vakið sérstaka athygli í þess-
um efnum, en gröftur eftir henni
eyðir nú meiri raforku á ári en ríki á
borð við Argentínu og Holland.
Misjafnt er hvernig ríki hafa tek-
ist á við þessa stöðu. Kínversk
stjórnvöld bönnuðu fyrr á árinu öll
viðskipti með rafmyntir, sem og
gröft eftir þeim, en fram að því hafði
landið séð um 44% allrar „námu-
vinnslu“ eftir myntinni.
Íhuga bann við greftri á rafmyntum
AFP
Gagnaver Gröftur eftir bitcoin kallar nú á risastór og orkufrek gagnaver.
- Norðmenn og Svíar uggandi yfir aukinni orkunotkun rafmynta - Stefnt að samevrópskum reglum
Þessar fyrirsætur gengu um útsýnishöfnina í Tel
Aviv í Ísrael og sýndu þar föt, sem búin eru til úr
alls kyns sorpi. Var þessi óvenjulega „tískusýn-
ing“ á vegum baráttusamtakanna Fashion Re-
volution, sem miða meðal annars að því að gera
tískuheiminn umhverfisvænni.
Var ekki annað að sjá en að fyrirsæturnar
tækju hinum óvenjulega fatnaði vel, sem og þeim
málstað sem þær gengu fyrir.
AFP
Fyrirsæturnar í algjöru rusli
Alexander Lúk-
asjenkó, forseti
Hvíta-Rússlands,
sagði í viðtali við
BBC-fréttastof-
una í gær að það
væri „algjörlega
mögulegt“ að
hersveitir hans
hefðu aðstoðað
flóttamennina
við að komast að
landamærunum til Póllands, en
þvertók fyrir að hann hefði boðið
þeim til Hvíta-Rússlands eða látið
flytja þá sérstaklega til landsins.
„Við erum Slavar, við erum með
hjarta,“ sagði Lúkasjenkó. „Her-
menn okkar vita að flóttamennirnir
ætla til Þýskalands, kannski hjálp-
aði þeim einhver,“ sagði Lúka-
sjenkó. „En ég bauð þeim ekki.“
Pólsk stjórnvöld sögðu í gær að
fjöldi flóttamanna hefði aftur reynt
að brjóta sér leið í gegnum landa-
mæri þeirra að Hvíta-Rússlandi.
Segja þau að dregið hafi úr til-
raunum til að komast ólöglega yfir
landamærin, en á móti séu áhlaupin
orðin „ágengari“.
Hafi „mögu-
lega“ aðstoð-
að flóttamenn
- Færri en ágengari
áhlaup á landamærin
Alexander
Lúkasjenkó
Rafmyntin bitcoin var sett á
laggirnar árið 2008, en vinsæld-
ir hennar jukust mjög árið 2017
þegar verðgildi hennar rauk upp
í tæpa 20.000 bandaríkjadali,
en ein bitcoin er nú verðlögð á
ca 56-58.000 bandaríkjadali.
900 nýjar bitcoin-myntir eru
„grafnar“ upp á hverjum degi,
en gröftur á einni slíkri krefst
svo mikillar raforku, að hægt
væri að keyra rafmagnsbíl 44
sinnum hringinn í kringum
heiminn fyrir sama afl.
44 hringir
um heiminn
BITCOIN