Morgunblaðið - 20.11.2021, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Þjóðverjum
hefur oft
verið
hrósað fyrir það
hvernig þeir
horfðust í augu
við grimmdar-
verk nasista og
helför gyðinga eftir seinna
stríð og byggðu upp öflugt
lýðræðisríki, sem galt var-
hug við öfgum og yfirgangi.
Fundu þeir meira að segja
upp orðið Vergangen-
heitsbewältigung um það að
takast á við fortíðina.
Sú mynd, sem haldið hef-
ur verið á lofti, er hins vegar
alls ekki rétt. Löngum hefur
verið vitað að embætt-
ismenn í valdatíð nasista
störfuðu áfram í embætt-
iskerfinu í Vestur-Þýska-
landi. Í vikunni var gefin út
skýrsla, sem sýnir hvert
umfangið var í þýsku rétt-
arkerfi. Þar kemur í ljós að
ekki er hægt að tala um eft-
irlegukindur, vesturþýskt
réttarkerfi var gegnsýrt af
fyrrverandi nasistum allt
fram á áttunda áratuginn.
Skýrslan er 600 síður, ber
heitið Þjóðaröryggi í kalda
stríðinu og fjallar einkum
um tímabilið frá miðri 20.
öldinni til 1974.
Saksóknaraembættið er
mjög öflug stofnun í Þýska-
landi og hefur meðal annars
til meðferðar mál, sem
varða þjóðaröryggi –
hryðjuverk og njósnir.
Þýska saksóknaraemb-
ættið pantaði skýrsluna,
sem er eftir Fridrich Kiess-
ling sagnfræðing og Chri-
stoph Safferling lögfræðing.
Í skýrslunni kemur fram
að á milli 1953 og 1959 hafi
þrír af hverjum fjórum
æðstu starfsmönnum sak-
sóknaraembættisins verið
félagar í Nasistaflokknum.
Rúmlega 80% höfðu unnið í
réttarkerfi Adolfs Hitlers
og það var ekki fyrr en árið
1972, sem þeir voru ekki
lengur í meirihluta. Síðasti
saksóknarinn með nas-
istabakgrunn lét ekki af
störfum fyrr en árið 1992,
tveimur árum eftir að
Þýskaland sameinaðist.
Í Nürnberg-réttarhöld-
unum voru sakir gerðar upp
við helstu forsprakka nas-
istanna. Með kalda stríðinu
breyttust hins vegar
áherslur. Þýskaland skiptist
í tvennt. Í Austur-Þýska-
landi tók kommúnisminn við
af nasismanum. Stjórnvöld
létu eins og nas-
isminn hefði ekki
komið þeim við
og komu á fót svo
umfangsmiklu
eftirlitsríki að
kimar einkalífs
voru vand-
fundnir.
Vesturhlutinn átti að bera
vitni yfirburðum kapítalism-
ans og nasistaveiðar voru
ekki látnar þvælast fyrir.
Sáu höfundar skýrslunnar
að megináhersla hefði verið
lögð á að uppræta meinta
kommúnista, en minna gert
úr öðrum hættum, til dæmis
af nýnasistum.
Þegar ’68-kynslóðin fór að
spyrja kynslóð foreldra
sinna hvað hún hefði gert í
stríðinu varð hins vegar
annað uppgjör við fortíðina í
Vestur-Þýskalandi.
Skýrslan, sem birt var á
fimmtudag, ber því vitni að
enn fer þetta uppgjör fram.
Margarethe Sudhof er hátt-
settur embættismaður í
þýska dómsmálaráðuneyt-
inu og hún kynnti skýrsluna.
„Vissulega voru þeir mjög
færir lögmenn […] en það er
í skugga dauðadóma og kyn-
þáttalaga, sem þeir áttu þátt
í,“ sagði Sudhof. „Þetta eru
óhuggulegar mótsagnir,
sem land okkar hefur lengi
verið blint gagnvart.“
Gögn um það hvernig
horft var fram hjá fortíð
háttsettra embættismanna í
Vestur-Þýskalandi á ára-
tugunum eftir seinni heims-
styrjöld eru í mótsögn við
tilraunir þýskra yfirvalda
nú til að veita fórnarlömbum
útrýmingarbúða réttlæti
með því að draga fyrrver-
andi verði úr þeim fyrir dóm
fyrir stríðsglæpi á tíræð-
isaldri. Meðal þeirra, sem
ákærðir hafa verið, er Irm-
gard Furchner, sem var rit-
ari í Stutthof-búðunum í
Póllandi og er nú 96 ára.
Henni er gefið að sök að
hafa verið viðriðin morð eða
tilraun til að myrða 11 þús-
und fanga í búðunum.
Vitaskuld þarf að gera
upp fortíðina, en spyrja má
hvern er verið að friðþægja
með slíkum réttarhöldum
þegar fjöldi embættis-
manna, sem með sína há-
skólamenntun sá um að
halda drápsvél nasista
gangandi í helförinni, hélt
áfram að starfa eftir að síð-
ari heimsstyrjöld lauk eins
og ekkert hefði í skorist.
Þýskt réttarkerfi var
gegnsýrt af fyrrver-
andi nasistum allt
fram á áttunda
áratuginn}
Fortíðin
V
ikan hefur verið tíðindamikil í ís-
lensku þjóðlífi. Kórónuveiran er
áfram að hamla okkar daglega lífi
með tilheyrandi ofálagi á heilbrigð-
iskerfinu, sér í lagi Landspítala. Þá
bárust tíðindi ofan úr Seðlabanka sem hækkaði
stýrivexti, viðbrögð verkalýðshreyfingarinnar
við því voru að benda á kjararýrnun alls almenn-
ings við slíkar gjörðir og fyrirheit voru gefin um
komandi kjarabaráttu.
Nú eru rúmlega fimm mánuðir síðan að Al-
þingi kom síðast saman. Verkefnin sem bíða
nýrrar ríkisstjórnar og Alþingis hrannast upp
meðan beðið er eftir áframhaldandi ríkisstjórn
og stjórnarsáttmála Vinstri-grænna, Sjálfstæð-
isflokks og Framsóknar. Verkefnin lúta meðal
annars að efnahagsmálum, velferðarmálum,
heilbrigðismálum og þjóðaröryggi.
Ef litið er á fréttir undanfarinnar viku er ekki laust við að
nokkur uggur læðist að. Frést hefur að stjórnarsáttmáli
komandi ríkisstjórnar muni ekki taka á stærsta viðfangsefni
21. aldarinnar, loftslags- og umhverfismálum, né heldur að
stór ágreiningsefni, sem ekki tókst að leiða til lykta á síðasta
kjörtímabili, nái inn í sáttmálann. Stjórnarflokkarnir munu
þannig áfram, hver í sínu lagi, þurfa að reiða sig á stuðning
stjórnarandstöðuflokkanna í einstaka málum enda stjórn-
arflokkarnir þrír ósammála í grundvallarmálum.
Í vikunni bárust einnig endurteknar fréttir um hættu-
ástand í heilbrigðiskerfinu og algjöra vangetu stjórnvalda
til þess nauðsynlega verks að fjölga hjúkrunarrýmum.
Þetta ástand verður ekki leyst til langframa á
einu augabragði en það er alveg ljóst að rík-
isstjórnin getur ekki sleppt því að bregðast
strax við með tímabundnum aðgerðum. Hvort
tveggja loftslagsmál sem og heilbrigðismál
eiga það sameiginlegt að þau verða ólíklega
leyst til framtíðar með ríkisstjórn við stjórn-
völinn sem er ósammála í grundvallaratriðum.
Þetta birtist í því að við sem rík vestræn þjóð
leggjum ekkert nýtt til þegar kemur að lausn á
bráða- og langtímavanda í heilbrigðiskerfinu
og sýndum jafnframt einstakt metnaðarleysi á
loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem
fram fór í Glasgow á dögunum. Engin umræða
virðist vera innan stjórnarflokkanna um þessi
verkefni því hvorki má heyra neitt frá sitjandi
umhverfisráðherra, sem kvaðst án umboðs á
ráðstefnunni, né sitjandi heilbrigðisráðherra í
þeim ólgusjó sem Landspítali er í. Þau, líkt og aðrir, bíða
nýrrar ríkisstjórnar og þeirrar stefnu sem formennirnir
þrír sitja nú við að smíða.
Alþingi hefur ríku eftirlitshlutverki að gegna og þarf því
að koma saman án frekari tafa. Niðurstaða undirbúnings-
kjörbréfanefndar er komin og okkur því ekkert að van-
búnaði að hefja þingstörf, hvort sem uppkosning þarf að
fara fram eða ekki. Við skuldum okkar vinnuveitendum
það að hefja störf, því til þess vorum við kosin.
helgavala@althingi.is
Helga Vala
Helgadóttir
Pistill
Í fréttum er þetta helst
Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingar.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
G
ögn Efnahags- og fram-
farastofnunarinnar í París
(OECD) benda til þess að
hvergi sé jafn gott að ala
upp börn og í Ástralíu, á Íslandi og í
Japan. Gögnin miðast við aðildarríki
stofnunarinnar, sem flest eru í Evr-
ópu, en á meðal þeirra eru helstu
hagsældarríki heims.
Allir foreldrar vilja að uppeldis-
skilyrði barna sinna séu sem best. En
jafnvel þótt foreldrar standi sig óað-
finnanlega eru það hin ytri skilyrði í
þjóðfélaginu sem mestu ráða um það
hvernig fer. Það þarf til dæmis að
vera fyrir hendi öflugt heilbrigðis-
kerfi og menntakerfi.
Ástralska vefsíðan Compare the
Market skoðaði fyrir skömmu gögn
31 þjóðar innan OECD (en aðildar-
ríki stofnunarinnar eru 38) til að leita
svara við spurningunni um það í
hvaða landi best væri að ala upp
börn. Við matið vega þættir eins og
heilbrigðisþjónusta, val á bólusetn-
ingum og framboð á öruggu
drykkjarvatni þyngst. Einnig er
horft á lífslíkur og opinber útgjöld til
menntamála og opin græn svæði til
útivistar.
Við samanburðinn kom Ástralía
best út. Mest var hægt að fá 10 stig
og fékk landið 7,07. Hæstu ein-
kunnina fékk það fyrir græn svæði á
hverja milljón íbúa. Þá eru lífslíkur
fólks hvergi betri en í Ástralíu og þar
er í boði öflug heilbrigðisþjónusta
fyrir alla landsmenn.
Ísland lenti í öðru sæti með 6,37
stig. Segir í athugasemdum að þetta
komi ekki á óvart því yfirleitt sé talið
að hvergi í heiminum séu lífsgæði
meiri en á Norðurlöndum. Aðeins tvö
lönd sem könnuð voru reyndust geta
boðið öllum íbúum upp á hreint
drykkjarvatn og var Ísland annað
þeirra. Þá hafi hvergi verið varið
hærri fjárhæðum til menntamála en
hér, 7,7% af vergri þjóðarframleiðslu.
Japan lenti í þriðja sæti. Við
matið náði landið 6,29 stigum af 10.
Landið var ofarlega á blaði á mörg-
um mælikvörðum, þ.e. aðgengi að
hreinu vatni (98,57%) og lífslíkum að
meðaltali, sem eru einar þær hæstu í
heiminum. Segir í greinargerð að oft
sé litið á Japan sem heilbrigðasta
land heims, ekki aðeins vegna fram-
úrskarandi heilbrigðiskerfis heldur
líka hollra siðvenja fólks.
Fram kemur að þau OECD-ríki
í könnuninni sem lentu í þremur
neðstu sætunum hafi verið Mexíko
með 2,34 stig af 10 mögulegum,
Litháen með 3,44 og Eistland með
4,14 stig. Þetta eru þau lönd í saman-
burðarhópnum þar sem uppeldisskil-
yrði barna eru verst. Mexíkó var í
botnsætinu á öllum þeim sviðum sem
athuguð voru. Hvergi var aðgengi að
hreinu drykkjarvatni jafn slæmt og
þar. Geta rétt rúmlega 43% lands-
manna gengið að slíkum lífsgæðum
vísum á degi hverjum. Um Litháen
segir að þótt þar sé ókeypis heil-
brigðisþjónusta í boði fyrir alla hafi
árangur landsins á mjög mörgum
sviðum verið lakur, svo sem hvað
varðar útivistarsvæði, lífslíkur og
fjölda spítala á hverja milljón íbúa.
Annað Eystrasaltsríki, Eistland,
kemur líka illa út úr samanburðinum.
Þar er að vísu völ á ókeypis heilbrigð-
isþjónustu en spítalar eru ekki nógu
margir og landið stendur sig ekki vel
í bólusetningum við alvarlegum smit-
sjúkdómum.
Rétt er að hafa í huga að úttekt-
in er í ýmsum atriðum takmörkuð.
Hún tekur ekki til allra ríkja OECD.
Þrjú Norðurlandanna eru ekki með,
Danmörk, Noregur og Svíþjóð, og
óljóst hvers vegna. Þetta skekkir
myndina. Í heild má þó segja að sam-
anburðurinn gefi ágætar vísbend-
ingar um hvar best sé að ala upp
börn, þótt hann sé engan veginn
tæmandi.
Ísland einna best fall-
ið til að ala upp börn
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Börn Óvíða eru skilyrði til uppeldis barna betri en hér á landi samkvæmt samanburðarrannsókn sem miðast við 31
aðildarland Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. Myndin er af börnum að leik við Gerðarsafn í Kópavogi.