Morgunblaðið - 20.11.2021, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 20.11.2021, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN 27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2021 Heilar bækur mætti skrifa, stakk Þorgeir Þorgeirson upp á í þessu blaði fyrir 20 ár- um, um það sem hann nefndi höfðinglegt ólæsi, þ.e. þegar „senditíkur valdsins“ verða eins og „ólæsar á þá texta, sem ekki henta hagsmunum ráðamannanna“. Ennþá á eftir að rita þess háttar bók. Það hefði þurft rithöfund með þekkingu Þorgeirs á íslensku réttar- fari til þess að smíða nýtt hugtak utan um læsistengt fyrirbæri sem ég hef verið að velta fyrir mér upp á síð- kastið, en það held ég að eigi meira skylt við gamaldags bókstafstrú en ólæsi. Inn í mixið blandast svo smá gaslýsing og slatti af meðvirkni. Það sem ég hef sumsé komið auga á, varla fyrstur manna, er ákveðin aðferða- fræði, valdatækni eða jafnvel heims- mynd sem leggur ýktan trúnað á til- tekna texta sem helgasta stöðu hafa samkvæmt einhverju fyrirframgefnu skema eða stigveldi. Markmiðið virð- ist vera að hylja flókinn, oft spilltan og stundum ofbeldisfullan veruleika valdastofnana. Ráðamenn sem sæta gagnrýni, auk senditíka og -sveina sinna, geta þannig sagt: Sjá, í text- anum (reglunum, lög- unum, skýrslunum, o.s.frv.) stendur einmitt það gagnstæða við það sem gagnrýnendur okkar halda fram; hér er allt alveg eins og það á að vera. Þannig getur dóms- málaráðherra, að nafni til leiðtogi fyrir heims- mynd valdsins, látið eins og hún komi af fjöllum um „ásakanir“ þess efnis að fólk úr lægri lögum þjóðfélagsins fái oftar en aðrir neikvætt viðmót frá stofnunum réttarvörslukerfisins („Rétt hugarfar“, 1. nóvember). Auð- vitað gerir það það, þar eins og ann- ars staðar. Gefum okkur hins vegar í bili að hneykslan ráðherrans stafi af sak- leysinu einu – að hún hafi staðfast- lega trúað að veruleikinn væri eins og í bókinni stendur að hann sé – og fær- um rökvísina yfir á aðrar aðgerðir hennar á síðasta kjörtímabili. Þá af- nam hún t.d. gjafsóknarheimildir í endurupptökumálum og bjó svo um að málflutningur fyrir hinum nýja endurupptökudómi yrði alfarið skrif- legur. Slíkar skerðingar myndu varla valda meðalfólki ama í samfélagi þar sem allir nytu í reynd jafnræðis. Í jöfnu landi ættu örugglega allir nógu mikla peninga til að koma málum sín- um í rétta farvegi. Eins gæti fólk gef- ið sér að dómarar læsu af athygli og virðingu það sem fólk hefði um sín mál að segja. Á þessum stað (eða öllu heldur staðleysu) væri raunar lítil þörf á að mæta eitthvert í persónu og fylgjast með seremóníum einhverra skikkjuklæddra lögfræðinga. Það nægði bara að lesa skriflegu afurð- irnar. Nei, að baki hneykslan ráðherra hlýtur að búa eitthvað annað en sak- leysi. Ætli sé ekki nær að tala um hana, í anda Þorgeirs, sem valdatæki. Trúlega er fátt sem fangar það til- tekna tæki betur en nálgun yfirvalda á Guðmundar- og Geirfinnsmálinu í samtímanum. Ólíkt nýlegum endur- upptökubeiðendum hef ég orðið þeirrar gæfu aðnjótandi í þessum mánuði að sitja í réttarsölum og fylgjast með framvindu þess máls. Fékk ég þannig að heyra milliliða- laust frá talsmanni ríkisstjórnar- innar, þ.e. settum ríkislögmanni, en hann deilir augljóslega lestraraðferð (ef ekki heimsmynd) dómsmála- ráðherra – enda ekki ýkja langt þeirra á milli; t.d. eiga hann og faðir hennar saman lögmannsstofu. Ég undraðist því ekki þegar þessi annars vandvirki maður endurómaði fyrir dómi bloggfærslur vinsæls lög- manns og fyrrverandi þingmanns úr flokki ráðherrans, sem hefur nú í tæpa tvo áratugi beitt sér opinber- lega gegn sýknu- og sannleikskröfum þeirra sex sem þoldu ranga dóma í tengslum við málið. Stundum var orðavalið það sama upp á staf. Hvers kyns upphlaup um málið, var dóm- urum sagt, grundvallast í raun á „misskilningi“. Á endanum verði að taka tilteknar skýrslur, vitnisburði og játningar á orðinu; þessi ógæf- unnar ungmenni skrifuðu jú undir plöggin og staðfestu fyrir sakadómi á sínum tíma. Samhengi skýrslnanna og aðstæðna ungmennanna skyldu dómarar hins vegar ekki gefa gaum. Þeir verði, stigveldinu samkvæmt, að gefa sér að allt hafi þarna verið með eðlilegasta móti. Kannski taldi lögmaður ríkis- stjórnarinnar þessa áherslu vænlega til árangurs þar sem einn dómarinn sem fer með mál hinna sýknuðu í Landsrétti er maki einmitt hins þrá- láta fyrrverandi þingmanns. Annar er svo náfrændi sjálfs dómsmála- ráðherra. En þarna glittir í meðvirknina sem bókstafstrúin elur á: Enginn má svo mikið sem minnast á svona tengsl öðruvísi en að vanvirða stigveldið sem kerfið hverfist um. Enda er skrifað í bókina að dómarar séu sjálf- stæðir og meti hæfi sitt sjálfir. Ef það er mat valdhafa að best megi draga fram sannleik og réttlæti í gegnum þungt viðnám ríkisvaldsins við brotaþolum þess – en það hlýtur að búa að baki kreddunni um að grípa til „ýtrustu varna“ þegar þolendur stíga fram – þá verður úrskurðarað- ilinn, s.k. dómstóll, að hafa vissa fjar- lægð frá báðum aðilum. Og þannig á þetta vitaskuld að vera. Auðvitað skora ég á dómarana að reyna að uppfylla þá hugsjón sem til- vist starfa þeirra lýsir – í Guð- mundar- og Geirfinnsmáli eins og öðrum. En síðan megum við gjarnan fara að huga að því hvernig megi af- nema fúin stigveldi íslensks réttar- fars. Það hefst með því að opna aug- un fyrir veruleika þeirra sem engin völd hafa. Auglýst eftir hugtaki Eftir Tryggva Rúnar Brynjarsson »Hér er því velt upp hvort samnefnari sé milli nýlegra atburða, einkum aðgerða yfir- valda, á vettvangi rétt- arvörslukerfisins – og þá hvað einkenni hann. Tryggvi Rúnar Brynjarsson Höfundur er dóttursonur og nafni eins fyrrverandi dómþola í Guðmundar- og Geirfinnsmáli. tryggvibrynjarsson@gmail.com Oft er umræða í sjávarútvegi einungis byggð á hagsmunum þess sem ritar eða mælir. Undirritaður getur ekki undanskilið sig frá þeirri stað- reynd. Hér skal þó gerð tilraun til upp- byggilegrar umræðu. Íslenskur sjávar- útvegur er enda í dauðafæri til mikillar framsóknar byggðrar á umhverfislegri nálgun með hagvaxtartengd markmið. Sjávarútvegsráðherra bíða tækifæri samfara áskorunum. Umhverfismál Nú er lokið COP26-leiðtogafund- inum í Glasgow. Söguleg markmið og yfirlýsingar voru þar sett fram. Markmiðið um að halda hlýnun jarð- ar innan við 1,5 gráður og yfirlýsing um verulega minnkun kolavinnslu. Hvað kemur þetta íslenskum sjáv- arútvegi við? Tækifærin eru fjöl- mörg, skal bent á eftirfarandi í þessu samhengi: Fullvinnsla Útflutningur á óunnum fiski hefur aukist á undanförnum árum eftir að hafa dregist verulega saman fram til ársins 2014. 50 þúsund tonn eru flutt úr landi óunnin, í stað þess að fiskur- inn sé unninn í afurðir hér heima. Má áætla að nálægt 2.000 gámaeiningum mætti fækka í útflutningi frá landinu ef aflinn væri unninn hér eða álíka margar gámaeiningar og stærstu skip Eimskip flytja í viku hverri. Með aukinni innanlandsframleiðslu mætti minnka verulega flutningsþörfina milli landa með tilheyrandi áhrifum á kolefnissporið. Umhverfisfræðingar hafa bent á að ein af grunnrótum vandans sé al- þjóðavæðingin, áður var hráefni unn- ið nær uppsprettu en er nú oft flutt heimshorna á milli. Hlýtur að koma að því að horft verði til þessa með auknu vægi á móti því viðskiptafrelsi sem valdið hefur flutningi hráefnis milli landa. Við Íslendingar þurfum og að horfa til þess að nýta afla sem næst veiðisvæði í stað flutninga á fiski landshluta á milli. Laxeldi Laxeldi er sú grein innan sjávarútvegsins sem mest hefur vaxið hér innanlands að und- anförnu. Í tölum hér að ofan hef ég ekki talið lax með en þess má geta að laxinn er nánast allur fluttur úr landi sem heill fiskur, oftast í flugi. Hann flokkast þannig sem munaðarvara og er ein af þeim fisktegundum í heiminum sem hafa hvað verst kolefnisfótspor. Sjaldan berst þó talið að öðru í um- ræðunni um eldisfiskinn sem mun koma upp á yfirborðið í náinni fram- tíð. Fóður sem notað er við fram- leiðsluna er mjöl, sem meðal annars er búið til úr ódýrari fisktegundum þar sem eftir standa á bilinu 15-20 % fisksins. Samkvæmt tölum frá Noregi þarf að meðaltali um 1,16 kg af mjöli til framleiðslu á einu kg af laxi. Af þessu má sjá að um 10 kg af einni fisktegund þarf til að framleiða eitt kg af annarri. Verðmætið er að sjálf- sögðu margfalt en í umræðu um um- hverfismál eða hungur í heiminum er ekki spurt um það. Skipaflotinn Íslenski fiskiskipaflotinn saman- stendur í dag af mörgum tegundum skipa, smæstu duggum sem nýttar eru til strandveiða að sumri upp í allra stærstu togveiðiskip. Gríðarleg end- urnýjun hefur þar átt sér stað, þó er það enn svo að skip flotans brenna undantekningarlaust jarðefnaelds- neyti. Þróunin til eyðsluminni vélbún- aðar hefur verið mikil og góð en ljóst er að það eitt og sér dugar ekki til. Verðandi sjávarútvegsráðherra hlýtur að standa frammi fyrir grundvall- arspurningum sem snúa að samsetn- ingu flotans, spurningum eins og hvaða samsetningu tegunda skipa skal nota. Eru til dæmis strandveiðar með lág- mörkun siglingatíma vænlegar eða er hægt að rafvæða togskipin? Einnig hljóta spurningar að vakna um hvernig breyta megi stjórnun á þann hátt að útgerðir neyðist í auknum mæli til að taka ákvarðanir með tilliti til umhverfisþátta. Brennsla fiskiskipa- flota okkar, ásamt hlutfallslega mjög mikilli flugumferð til og frá landinu, er einn af stóru nefnurunum í útreikningi á kolefnislosun okkar. Þetta er ekki smámál sem hægt er að leysa í róleg- heitum inni á skrifstofu útgerða heldur verður meira að koma til. Arðsemiskrafa þjóðarinnar til sjávarútvegsins Hvernig aukum við jákvæð áhrif sjávarútvegs á hagvöxt þjóðarinnar? Hagfræðingar hafa í áratugi keppst við að benda á hvernig hámarka megi afkomu markaðshagkerfa. Í sömu umræðu hafa þeir líka bent á við- fangsefnin og vítin til varnaðar. Mark- aðsbrestir er yfirleitt orðið sem notað er og iðulega er því tengt talað um allratap. Allratapið verður þegar framboð og eftirspurn mætast ekki í réttum skurðpunkti á markaði, m.a. vegna áhrifa markaðsbresta. Meðal markaðsbresta sem sjá má í íslensk- um sjávarútvegi eru: fákeppni, lóðrétt samþætting og afleiðingar þessara þátta; skortur á nýliðun og erfið inn- ganga ásamt mjög óeðlilegri innri undirverðlagningu. Að mínu viti þarf að láta af einhliða umræðu um hvort kerfið sé gott eða slæmt. Hætta að ræða um rétta fjárhæð afnotagjalds. Rétta leiðin til framþróunar er að mínu viti að skipta kerfinu niður í hluta og greina hvern fyrir sig. Það er í eignarhaldinu á veiðiheimildunum sem markaðsbrestirnir hafa alvarleg- ustu áhrifin, ekki í fiskveiðistjórn- uninni eða eftirlitinu. Þeir sem reyna að blanda þessu tvennu saman í um- ræðunni eru einungis að reyna að drepa málum á dreif. Takist ráðherra að jafna samkeppnisstöðu fyrirtækja og verja kerfið markaðsbrestunum mun afkoma sjávarútvegsins batna stórkostlega, það segja fræðin. Hvatning til verðandi ráðherra sjávarútvegsins Eftir Arnar Borgar Atlason » Íslenskur sjávar- útvegur stendur frammi fyrir nýjum áskorunum tengdum umhverfismálum. Verðandi sjávarút- vegsráðherra þarf að horfa til fleiri þátta. Arnar Borgar Atlason Höfundur er formaður Samtaka fiskframleiðenda og -útflytjenda. arnar@tor.is Nú er aldeilis makkað á stjórn- arheimilinu, léttu og einföldu málin af- greidd í dálaglegum umbúðum, eða því sem næst, og þau stóru látin bíða, ja þá byrjar fyrst fjörið. Nú skilst mér að tríóið sé mikið meira dúett í samræðunum, það er að segja að KJ krunki miklu meira í eyrað á BB, en SIJ sé svona settur til hliðar þegar það passar dúettinum. Er þetta alveg afleit framkoma ef satt reynist og einnig hættuleg sam- starfinu. Málið er að SIJ er sig- urvegari kosninganna og það með afgerandi hætti; náði inn á þingsam- kunduna fimm nýjum þingmönnum. Svo ef allrar sanngirni er gætt þá ætti SIJ að leiða þessar stjórnmála- umræður og taka síðan forsætisráð- herrastólinn, og ekkert bull um ann- að. En því miður er víst eitthvað annað upp á teningnum. Þá er það spurningin um nýjan stjórnarsáttmála, eins og það er lát- ið heita, gömul súpa í nýjum potti sem auðvitað er bara gömul og vond súpa. Þar sem þessir þrír flokkar, D, B og VG, eru mikið afturhald og lítið eða ekkert fyrir að mynda sér fram- tíðarsýn með beitingum í rétta átt fyrir íslenska þjóð skal íslensk þjóð ekki búast við neinum afgerandi breytingum á íslensku stjórnarfari í kjölfar síðustu kosninga, heldur reikna með sömu súpunni í nýjum potti. Áfram munum við sitja uppi með, sem aðalgjaldmiðil þjóðarinnar, ónýta matadorpeninga sem hvergi í heiminum eru teknir gildir. Hvernig í ósköpunum er hægt að mynda alvörufjárlög fyrir heila þjóð með slíkum gervipeningum? Það er einfaldlega ekki hægt þótt látið sé líta út fyrir það. Áfram kemur þessi þjóð til með að lifa við dýrustu og fáránlegustu lán og okurvexti sem finnast á þess- ari jarðkringlu. Yfir þennan óskapn- að í vaxta- og verðtryggingarmálum þjóðarinnar hefur sjálfur Ásgeir Jónsson í Seðlabankanum lagt blessun sína, enda afturhald mikið og fylgismaður VG og kommúnist- anna sem dansa þar í kringum sigðina rauðu. Það á enn og aftur að hrekja fjölskyldur út á götuna þegar bakslag kemur í þjóðfélagið. „Sýslumaður bankar upp á“ heitir það víst. Bændur eiga áfram að lifa við kröpp kjör þar sem milliliðirnir hirða langmesta pen- inginn fyrir afurðina, í kolryðguðu niður- greiðslukerfi. Afturhaldið ríður þar ekki við einteyming. Heilsugæslan er og verður áfram í molum enda erfitt að stjórna vel í vanfjármögnuðu greiðslukerfi heilsugæslunnar til margra ára, miðað við þau fjárframlög sem grannþjóðir okkar verja í þessa bráðnauðsynlegu þjónustu við al- menning. Síhækkandi íbúðarverð á Íslandi, sem er komið upp úr öllu valdi og al- veg glórulaust, er einmitt ein skýr- asta sönnunin fyrir gjaldþrota efna- hagsstefnu íslenskra stjórnvalda. Ekki er mér kunnugt um að Ás- geir í Seðlabankanum hafi gagnrýnt þá vondu þróun að nokkru leyti, hvað þá komið með skynsamlegar hugmyndir gegn þróuninni. Beislið á honum er víst vel tjóðrað fast í forsætisráðuneytinu. Getur þetta ekki þýtt annað en hrun og það í mörgum myndum, spurningin er ekki hvort heldur hve- nær. Verst er þetta ástand fyrir unga fólkið, sem á eðlilega litla peninga og þarf að kaupa sér húsnæði. Það er eins og þetta séu samantekin ráð hjá hinum heimsku ráðamönnum á Íslandi; að gera lífið eins erfitt og mögulegt er fyrir stærstan hluta þjóðarinnar, sem er unga fólkið. Hvaða framtíð á í raun þessi stærsti hópur þjóðarinnar á Íslandi? Það er ekki nóg að bæta góðu kryddi í vonda súpu, hún verður alltaf óæt, heldur þarf að hella henni í klósettið og elda nýja eftir góðri uppskrift svo þjóðin megi dafna og líða vel í dagsins striti. Áfram vonda súpan Eftir Jóhann L. Helgason Jóhann L. Helgason » Getur þetta ekki þýtt annað en hrun og það í mörgum myndum. Höfundur er eldri borgari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.