Morgunblaðið - 20.11.2021, Síða 28
28 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2021
Túngata 13, 230 Reykjanesbæ
Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is
3 herbergja íbúð á jarðhæð við miðbæ Keflavíkur.
Jóhannes Ellertsson
Löggiltur fasteignasali – s. 864 9677
Júlíus M Steinþórsson
Löggiltur fasteignasali – s. 899 0555
Verð 20.500.000 67,0 m2
Á
tímum „tilfinn-
ingalegra bjarg-
ráða“ er gott að
minnast Helgu
Bárðardóttur því að hún
orti ástarljóð til að deyfa
sorgina. Og hún lék undir
á hörpu.
Helga var dóttir Bárðar
Snæfellsáss og hafði trölla-
blóð í æðum. Hún var elst
þriggja alsystra. Ung
missti hún Flaumgerði
móður sína, en Bárður
kvæntist á ný og eignaðist
sex dætur með seinni kon-
unni. Þau fluttust til Ís-
lands frá nyrstu ströndum
Noregs og settust að á
Snæfellsnesi. Systurnar
léku sér við frændur sína á
Arnarstapa. Til átaka kom
og eldri frændinn hrinti
Helgu ofan af sjávarbakka;
hún lenti á ísjaka sem bar
hana til Grænlands. Þar
orti hún undurfagra sakn-
aðarvísu um heimalandið
og taldi upp nokkur nöfn á
sínum eftirlætisstöðum,
m.a. „Búrfell, Bala og báða
Lóndranga“, einnig „Heið-
arkollu og Hreggnasa“.
En á Grænlandi kynntist
Helga ástinni sinni, sjálfum
Miðfjarðar-Skeggja sem
þar var í kaupferð. Skeggi „tók hana sér til fylgjulags“. Á Græn-
landi bjargaði Helga lífi hans í átökum við tröll sem vildu eyða
byggð Eiríks rauða. Skeggi tók hana með sér heim að Reykjum í
Miðfirði. En þaðan hrökklaðist hún brott, enda var Skeggi þá
kvæntur maður. Hún „mornaði og þornaði æ síðan“.
Ætli saknaðarvísa Helgu um Miðfjarðar-Skeggja sé ekki elsta
ástarvísa íslenskrar stúlku? Hún segist þar hafa unnað honum af
glöðum og heitum huga („alteitum sefa heitum“).
Bárður Snæfellsás bar eftir þetta þungan hug til Miðfjarðar-
Skeggja. Undir dulnefni fékk þessi níu dætra faðir veturvist hjá
Skeggja og komst þar í kynni við fimmtán vetra dóttur hans, Þór-
dísi, og „fíflaði“ hana. Þórdís „digraðist“ um sumarið og fæddi son
um haustið í seli. Helga Bárðardóttir tók þennan hálfbróður sinn í
fóstur nokkurra daga gamlan, en fljótlega tók Bárður við honum.
Helga fann hvergi frið; hún fór víða um land og bjó þá í hellum
og hólum. En eitt sinn þáði hún veturvist á Hjalla í Ölfusi. „Hún
sló hörpu allar nætur því að henni varð þá enn sem oftar ekki mjög
svefnsamt.“ Hrafn austmaður var þarna staddur og „vildi upp í
sængina og undir klæðin hjá henni“. Hún tók hraustlega á móti „og
skildu [þau] með því að sundur gekk Hrafni austmanni hinn hægri
handleggur og hinn vinstri fótleggur. Litlu síðar hvarf Helga þaðan
í burt og fór víða um Ísland og festi hvergi yndi.“
Hermann Pálsson sýndi í Morgunblaðinu (8.1. 2000) fram á að
harmsaga Helgu minnti á dapurleg örlög hinnar írsku Deirdriu
sem líkt og Helga rakti raunir sínar af tilfinningu í saknaðarljóð-
um.
Í minningu Hermanns vitna ég í lokaorð hans um hina rauna-
mæddu Helgu Bárðardóttur: „Þegar henni verður ljóst að unnusti
hennar hefur brugðist, þá sölna litir Snæfellsness: Hreggnasi og
Heiðarkolla heilla hana ekki lengur. Um leið og hrifning hennar af
Skeggja snýst í hatur hættir hún að unna fornum átthögum sínum.
Ást Helgu hefur tvívegis fest rætur, en nú verður konan rótlaus til
æviloka.“
Fyrsti hörpuleikarinn
Tungutak
Baldur Hafstað
hafstad.baldur@gmail.com
Ástarsorg „Hún mornaði og þornaði æ síðan.“
Ljósmynd/Unsplash, Chi Nguyen Phung
Í
sraelski menntamaðurinn og sagnfræðingurinn
Yuval Noah Harari, höfundur bókanna Sapiens,
Homo Deus og 21 lærdómur fyrir 21 öldina,
segir að til þess að skilja heiminn verði menn
að taka sögur alvarlega. Sagan sem maður treysti
móti samfélagið sem maður skapi.
Þessi boðskapur á brýnt erindi til nútímamannsins
sem sætir meira áreiti vegna alls kyns frásagna og
upplýsinga en nokkur forveri hans. Leiðir til miðlunar
eru ótæmandi og vandinn að velja og hafna mikill.
Hverju er óhætt að treysta?
Doktorsritgerð við virtan háskóla vekur traust. Þar
er ekki farið með neitt fleipur heldur birtar skoðanir
og niðurstöður sem standast gagnrýni.
Þriðjudaginn 16. nóvember kynnti dr. Ragnar
Hjálmarsson nýja doktorsritgerð sína í stjórnar-
háttum (e. governance) við Hertie-háskólann í Berlín
á fundi í Odda, húsi félagsvísindadeildar Háskóla Ís-
lands. Ritgerðin nefnist Umbreytingarréttlæti í kjöl-
far efnahagshruns (Transitional Justice after Eco-
nomic Crisis).
Í ritgerðinni er beitt aðferðum
átaka- og friðarfræða. Þau snúast
um leiðir til að setja niður ágrein-
ing og móta sögu til sátta eftir
áföll. Nürnberg-réttarhöldin yfir
nasistum eftir síðari heimsstyrj-
öldina eru nefnd sem dæmi um
slíka tilraun. Aðferðinni hefur oft
verið beitt við söguleg „vatna-
skil“. Má þar nefna sannleiks-
nefndina í Suður-Afríku til að lina
sársaukann af aðskilnaðar-
stefnunni.
Í ritgerð sinni beinir Ragnar athygli að því hvernig
íslensk stjórnvöld brugðust við hruninu haustið 2008.
Þá hófst ferli til að leita sannleikans um það sem fór
á versta veg og hvers vegna. Sett voru lög til að
tryggja að þeir sem báru ábyrgð svöruðu fyrir hana.
Leitað var leiða til að tryggja þeim bætur sem verst
urðu úti. Hugað var að umbótum til að verjast því að
sömu hörmungar yrðu aftur og styrkja stofnanir í því
skyni.
Ragnar segir allar þessar ákvarðanir falla að að-
ferðafræði umbreytingarréttlætis. Tilgangurinn var
að milda áhrif þjóðaráfalls og stuðla að þjóðarsátt.
Hann áréttar oft í ritgerðinni hve merkilegt sé að ís-
lenskir forystumenn hafi farið þessa leið án ábend-
inga eða afskipta stjórnvalda annarra landa eða
alþjóðastofnana. Þetta hafi verið það sem hann kallar
innovation in isolation, það er nýsköpun í einangrun.
Ragnar segir (133):
„Mest hrífandi við það sem gerðist á Íslandi er ekki
það sem heppnaðist eða misheppnaðist af einstökum
aðgerðum heldur hve víðtækar aðgerðirnar voru og
hvernig að samþykkt þeirra var staðið. Forystumenn
stjórnmálanna stunduðu nýsköpun í einangrun, þeir
samþykktu víðtækar aðgerðir sem endurspegluðu –
án þess að þeim væri það ljóst – heildræna (e. hol-
istic) aðferð sem talin er sú besta á sviði umbreyting-
arréttlætis. Að hjól umbreytingarréttlætis skyldi
fundið þarna upp að nýju sýnir sköpunarmátt lýðræð-
islegra stjórnmála og varpar ljósi á hvernig neyðar-
ástand getur á ögurstund aukið fjölbreytileika í
stjórnarháttum rótgróinna lýðræðisríkja.“
Fyrirlestur Ragnars í Háskóla Íslands í vikunni bar
fyrirsögnina: Íslensk stjórnmál eru skrambi góð. Þótti
ýmsum áheyrendum þarna gefinn nýr tónn í umræð-
um um innlend stjórnmál eftir hrun. Rök Ragnars
voru þau sem birtast í tilvitnuðu orðunum hér að
ofan.
Meginsjónarmiðið við ákvarðanir alþingis hefði ver-
ið að draga fram það sem gerðist án tillits til þess
hverjir ættu í hlut og í krafti þeirra upplýsinga sækja
þá til saka sem ábyrgðina báru.
Þetta hefði gerst án flokkspóli-
tískra átaka og stuðlað að sátt í
samfélaginu og slegið á popúl-
isma. Jaðarhópar í stjórnmálum
hefðu gert rannsóknarskýrslu
alþingis að sínu vopni og knúið á
um umbætur í anda hennar.
Landsdómsmálið gegn Geir H.
Haarde forsætisráðherra hefði
verið „feigðarflan“, eitrað póli-
tíska andrúmsloftið. Aðgerðir til
að bæta þeim verst settu fjár-
hagslegt tjón hefðu reynst pen-
ingasóun, þeir betur settu og aldraðir hefðu einkum
notið bótanna. Tilraunin til að kollvarpa stjórnar-
skránni hefði mistekist og hvíldi eins og mara á þjóð-
inni.
Ragnar sagði að tæplega 400 bls. skýrsla Katrínar
Jakobsdóttur forsætisráðherra til alþingis frá 27. nóv-
ember 2020 um framkvæmd 249 ábendinga sem varða
stjórnsýsluna í rannsóknarskýrslum alþingis vegna
hrunsins sýndi að um 90% ábendinganna hefðu hlotið
afgreiðslu af einhverju tagi. Það sýndi að ekki hefði
verið setið auðum höndum við umbætur eftir hrun.
Ferlið sem Ragnar Hjálmarsson lýsir í ritgerð sinni
hófst með samhljóða samþykkt laga um rannsóknar-
nefndina á alþingi 12. desember 2008. Með doktors-
ritgerðinni setur Ragnar punkt í söguna með vísan til
átaka- og friðarfræða. Ritgerðina ætti að íslenska og
setja með gögnum alþingis um rannsóknina miklu.
Ritgerðin staðfestir að lýðræðislegur styrkur og
stjórnskipulegt svigrúm var til að taka pólitískar
ákvarðanir, sem standast kröfur um bestu stjórnar-
hætti, þegar þingmenn brugðust við þjóðaráfallinu í
október 2008.
Lýðveldisstjórnarskráin frá 1944 sannaði þarna enn
gildi sitt, festu og sveigjanleika á ögurstund. Þetta er
ekki lítils virði þegar litið er til orðanna eftir Harari
hér í upphafi: Sagan sem maður treystir mótar sam-
félagið sem maður skapar.
Hrun-ákvarðanir stóðust prófið
Fyrirlestur Ragnars í
Háskóla Íslands í vikunni
bar fyrirsögnina: Íslensk
stjórnmál eru skrambi góð.
Þótti ýmsum áheyrendum
þarna gefinn nýr tónn.
Björn Bjarnason
bjorn@bjorn.is
Þegar ég átti leið um Búdapest á
dögunum fékk John O’Sullivan,
forstöðumaður Danube Institute
þar í borg, mig til að tala á hádegis-
verðarfundi 10. nóvember um, hvort
Margrét Thatcher hefði verið raun-
verulegur íhaldsmaður. Efnið er
honum hugleikið, enda var hann
góður vinur Thatcher, skrifaði fyrir
hana ræður og aðstoðaði hana við
ritun endurminninga hennar.
Ég er sammála ýmum vinstri-
mönnum um, að thatcherisma megi
skilgreina með tveimur hugtökum,
sterku ríki og frjálsum markaði. Í
þessu er engin mótsögn fólgin, því
að frjáls markaður krefst sterks
ríkis, sem lætur sér hins vegar
nægja að mynda umgjörð utan um
frjáls samskipti einstaklinganna.
Það tryggir, að þeir komist leiðar
sinnar án árekstra, en rekur þá
ekki alla í sömu átt.
Munurinn á Thatcher og ýmsum
hörðum frjálshyggjumönnum var,
að hún leit ekki á ríkið sem óvætt.
Ríkið er nauðsynlegt til að sjá um,
að ýmis svokölluð samgæði séu
framleidd, til dæmis landvarnir,
löggæsla, undirstöðumenntun og
framfærsla þeirra, sem geta ekki
bjargað sér sjálfir. Ríkið er líka
óskráð samkomulag borgaranna um
eina heild, ein lög. Þess vegna
stofnuðu Íslendingar fullvalda ríki
árið 1918: Þeir vildu vera sjálfstæð
heild, ekki dönsk hjálenda.
Ég benti enn fremur á það í tölu
minni, að frjáls markaður fæli
vissulega í sér margvíslegt umrót,
en um leið mikinn endurnýjunar-
mátt. Þótt gamlar heildir hyrfu,
mynduðust nýjar. Þess vegna
þyrftu íhaldsmenn ekki að óttast
frjálsan markað. Nær væri að hafa
áhyggjur af þeirri hugmynd, að rík-
ið ætti að breytast í umhyggju-
sama, ráðríka fóstru. Þá yrði fátt
um þær dygðir, sem íhaldsmenn
meta, til dæmis hugrekki, örlæti,
vinnusemi, sparsemi og sjálfsbjarg-
arviðleitni.
.Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Hvað er thatcherismi?