Morgunblaðið - 20.11.2021, Qupperneq 30
30 MESSUR
Á morgun
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2021
Allur arður af þjónustunni rennur til reksturs kirkjugarðanna
Tökum á móti ástvinum í hlýlegu
og fallegu umhverfi
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
Öll aðstaða í samræmi við tilefnið. Hlýlegt og fallegt
húsnæði og nýir glæsilegir bílar.
Sjá nánari upplýsingar á utfor.is
Útfararþjónusta
Við veitum alla þjónustu tengda andláti ástvina
– Þjónusta um allt land og erlendis
– Þjónusta í heimahúsi og á stofnunum
í yfir 70 ár
Guðný Hildur
Kristinsdóttir
Framkvæmdastjóri
Ellert Ingason
Sálmaskrár,
útfararþjónusta
Emilía Jónsdóttir
Félagsráðgjöf,
útfararþjónusta
Guðmundur
Baldvinsson
Útfararþjónusta
Lára Árnadóttir
Útfararþjónusta
Sigurður Bjarni
Jónsson
Útfararþjónusta
Magnús Sævar
Magnússon
Útfararþjónusta
Jón G. Bjarnason
Útfararþjónusta
Helga
Guðmundsdóttir
Útfararþjónusta
ÁRBÆJARKIRKJA | Vegna sam-
komutakmarkana fellur guðsþjónustan
niður en sunnudagaskólinn verður á
sínum stað í safnaðarheimilinu kl. 11 í
umsjá Andreu Önnu Arnarsdóttur.
ÁSKIRKJA | Lesguðsþjónusta og
barnastarf kl. 13. Séra Sigurður Jóns-
son prédikar og þjónar fyrir altari. Vikt-
oría Ásgeirsdóttir og Þorsteinn Jónsson
annast samverustund sunnudagaskól-
ans. Ekkert kirkjukaffi í þetta sinn af
sóttvarnaástæðum.
BESSASTAÐASÓKN | Sunnudaga-
skóli í Brekkuskógum 1 kl. 11. Umsjón
með stundinni hafa Vilborg Ólöf og Þór-
arinn. Helgistund í Bessastaðakirkju kl.
17 í umsjá sr. Hans Guðbergs og Ást-
valdar organista.
BREIÐHOLTSKIRKJA | Fjölskyldu-
guðsþjónusta kl. 11. Gleði og söngur,
saga um Jesú og bænir. Steinunn Þor-
bergsdóttir djákni og Steinunn Leifs-
dóttir æskulýðsfulltrúi leiða guðsþjón-
ustuna ásamt sr. Magnúsi Birni
Björnssyni. Við gætum sóttvarna.
Alþjóðlegi söfnuðurinn í Breiðholts-
kirkju: Guðsþjónusta á ensku kl. 14.
Prestur er Toshiki Toma og sr. Ása Lauf-
ey Sæmundsdóttir.
BÚSTAÐAKIRKJA | Kvenfélags- og
prjónamessa sunnudag kl. 13. Hólm-
fríður Ólafsdóttir djákni prédikar, með
henni þjónar sr. Eva Björk Valdimars-
dóttir. Edda Austmann syngur og Jónas
Þórir spilar á flygilinn. Verið velkomin
með prjónana með ykkur ef þið viljið.
DIGRANESKIRKJA | Sunnudagaskóli
kl. 11. Hjallakirkja helgistund kl. 17.
DÓMKIRKJAN | Guðsþjónusta kl. 11.
Karl Sigurbjörnsson biskup prédikar,
Kári Þormar dómorganisti leikur á org-
elið og Dómkórinn syngur. Gætum vel
að sóttvörnum, notum grímur og spritt-
um hendur. Æðruleysismessan verður
ekki um kvöldið.
EGILSSTAÐAKIRKJA | Sunnudaga-
skólinn kl. 10.30. Messa kl. 14. Sr.
Brynhildur Óladóttir prédikar og þjónar
fyrir altari. Kór Egilsstaðakirkju. Organ-
isti er Torvald Gjerde. Öllum sóttvarna-
reglum fylgt.
FELLA- og Hólakirkja | Guðsþjón-
usta og sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Guð-
mundur Karl Ágústsson og sr. Pétur
Ragnhildarson þjónar. Sigurbjörn Þor-
kelsson rithöfundur flytur hugvekju. Fé-
lagar frá Gídeonfélaginu verða gestir í
guðsþjónustunni og segja frá starfi
sínu. Félagar úr kór kirkjunnar syngja
undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur
organista. Meðhjálpari er Helga Björg
Gunnarsdóttir.
FRÍKIRKJAN Reykjavík | Guðsþjón-
usta sunnudag kl. 14. Séra Hjörtur
Magni Jóhannsson leiðir stundina.
Hljómsveitin Mantra og Sönghópurinn
við Tjörnina flytja tónlistina ásamt
Gunnari Gunnarssyni. Gætum vel að
sóttvörnum.
GRAFARVOGSKIRKJA | Sunnudaga-
skóli kl. 11. Umsjón hafa sr. Guðrún
Karls Helgudóttir, Ásta Jóhanna Harð-
ardóttir og Valbjörn Snær Lilliendahl.
Undirleikari er Stefán Birkisson. Við vilj-
um benda á facebooksíðu Grafarvogs-
kirkju sunnudagsmorgun kl. 11. Vegna
sóttvarnatakmarkana er guðsþjónustu
í Grafarvogskirkju kl. 11 aflýst. Sel-
messu í Kirkjuseli í Spöng kl. 13 aflýst.
GRENSÁSKIRKJA | Guðsþjónusta kl.
11. Arndís Ólafía Snorradóttir og Magn-
ea Þorfinnsdóttir leika á víólu. Sr. María
G. Ágústsdóttir þjónar ásamt messu-
hópi, Ástu Haraldsdóttur kantor og
Kirkjukór Grensáskirkju. Þriðjudagur:
Kyrrðarstund kl. 12. Fimmtudagur: Nú-
vitundarstund kl. 18.15-18.45, einnig
á netinu.
GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti |
Sunnudagaskólinn kl. 11. Vegna sótt-
varnareglna verður ekki almenn guðs-
þjónusta fyrr en sunnudaginn 12. des,
nk. Hins vegar höldum við okkar striki í
sunnudagaskólanum. Prestur er Leifur
Ragnar Jónsson og Ásta Guðmunds-
dóttir verður með gítarinn. Kirkjuvörður
Lovísa Guðmundsdóttir.
HAFNARFJARÐARKIRKJA | Helgi-
stund kl. 11 í umsjá sr. Jóns Helga Þór-
arinssonar og Guðmundar Sigurðsson-
ar. Nánar: www.hafnarfjardarkirkja.is.
HALLGRÍMSKIRKJA | Guðsþjónusta
og barnastarf kl. 11. Prestur er Sigurð-
ur Árni Þórðarson. Messuþjónar að-
stoða. Organisti er Björn Steinar Sól-
bergsson. Kvintett syngur. Barnastarf í
kórkjallara er í umsjón Kristnýjar Rósar
Gústafsdóttur og Ragnheiðar Bjarna-
dóttur. Gengið er inn að aftan, austan-
megin. Safnað verður fé til stuðnings
Sorgarmiðstöðinni. Vinsamlegast takið
tillit til sóttvarnaráðstafana.
HÁTEIGSKIRKJA | Síðasti sunnudag-
ur kirkjuársins. Guðsþjónusta kl. 11.
Sr. Jón Ásgeir Sigurvinsson prédikar og
þjónar fyrir altari. Organisti er Guðný
Einarsdóttir. Félagar í Kordíu, kór Há-
teigskirkju, leiða söng.
HJALLAKIRKJA Kópavogi | Hug-
vekja sunnudag kl. 17. Sunnudaga-
skólinn er sama dag í Digrnaneskirkju
kl. 11.
ÍSLENSKA Kristskirkjan | Almenn
samkoma með lofgjörð, fyrirbænum og
barnastarfi kl. 13. Ræðumaður Ágúst
V. Ólafsson. Kaffi að samverustund
lokinni.
KEFLAVÍKURKIRKJA | Sunnudagur
kl. 11. Messa í kirkjuskipinu. Sólmund-
ur Friðriksson spilar og syngur. Sr. Erla
Guðmundsdóttir þjónar. Helga Bjarna-
dóttir er messuþjónn. Sunnudagaskól-
inn fer fram á sama tíma í Kirkjulundi.
Alexander, Helga og Marín bjóða upp á
samveru með söng, bæn og biblíu-
sögu. Minnum á grímuskyldu og gæt-
um að sóttvörnum.
KIRKJUSELIÐ í Fellabæ | Sorgin og
jólin: Árleg samvera um sorgina og að-
ventu/jólahald í skugga ástvinamissis
verður í Kirkjuselinu í Fellabæ 24. nóv-
ember kl. 20. Dóra Sólrún Kristinsdótt-
ir djákni talar um efnið. Drífa Sigurðar-
dóttir og sönghópur úr Kór Áskirkju
flytja tónlist. Prestar Egilsstaðapresta-
kalls leiða stundina. Kveikt á kertum í
minningu látinna. Kaffisopi og umræð-
ur í lokin. Öllum sóttvarnareglum fylgt.
KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta
kl. 11. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson hér-
aðsprestur prédikar og þjónar fyrir alt-
ari. Félagar úr kór Kópavogskirkju
syngja undir stjórn Lenku Mátéová,
kantors kirkjunnar. Sunnudagaskólinn
fellur niður. Hægt er að sjá sunnudaga-
skólaefni á facebooksíðu kirkjunnar.
LANGHOLTSKIRKJA | Messa og
sunnudagaskóli sunnudag kl. 11.
Prestur er Aldís Rut Gísladóttir, Fílharm-
ónían syngur og organisti er Magnús
Ragnarsson. Lára og Jakob taka vel á
móti börnunum í sunnudagaskólann og
fyllstu sóttvarna er gætt.
LAUGARNESKIRKJA | Guðsþjónusta
kl. 11. Elísabet Þórðardóttir organisti
og Kór Laugarneskirkju. Sr. Davíð Þór
Jónsson þjónar fyrir altari og prédikar.
Miðvikudagur 24.11. Foreldrasamvera
í Safnaðarheimilinu á milli kl. 10 og 12.
Fimmtudagur 26. 11. Opið hús í Ás-
kirkju kl. 1. Tónlist, helgistund, hug-
vekja og samvera á eftir. Athugið breytt-
an tíma. Helgistund í Hásalnum, Hátúni
10, kl. 4. Sr. Jón Ragnarsson leiðir
stundina. Virðum fjöldatakmarkanir og
gætum sóttvarna.
NESKIRKJA | Guðsþjónusta og
barnastarf kl. 11. Félagar úr Háskóla-
kórnum leiða safnaðarsöng. Organisti
er Gunnsteinn Ólafsson. Prestur er
Skúli S. Ólafsson. Söngur, sögur og
gleði í sunnudagaskólanum. Umsjón
Kristrún, Hilda og Ari. Guðsþjónustu-
gestir ganga inn um kirkjudyr en
sunnudagaskólinn verður alfarið í safn-
aðarheimili og ganga þátttakendur
beint þar inn. Við leggjum áherslu á
smitvarnir og minnum á grímur og
metraregluna. Ekki er boðið upp kaffi-
sopa.
SELJAKIRKJA | Barnaguðsþjónusta
kl. 11. Óli og Bára leiða stundina og
Tómas Guðni sér um undirleikinn.
Guðsþjónusta kl. 13. Sr. Ólafur Jóhann
Borgþórsson prédikar og þjónar fyrir alt-
ari. Félagar úr Kór Seljakirkju leiða
safnaðarsöng. Organisti: Tómas Guðni
Eggertsson.
SELTJARNARNESKIRKJA | Fræðslu-
morgunn kl. 10. Arkitektúr og hönnun
Seltjarnarneskirkju. Hörður Harðarson
arkitekt kirkjunnar talar. Guðsþjónusta
og sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Bjarni Þór
Bjarnason þjónar. Friðrik Vignir Stef-
ánsson er organisti. Félagar úr Kamm-
erkórnum syngja. Kaffiveitingar eftir at-
höfn í safnaðarheimilinu. Kyrrðarstund
miðvikudag kl. 12.
SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa
kl. 11. Ferming. Organisti er Jón Bjarna-
son. Sr. Óskar H. Óskarsson þjónar og
prédikar. Tónleikarnir Myndir á sýningu
kl. 16. Umsjón Jón Bjarnason.
ÚTSKÁLAKIRKJA | Messa kl. 17. Fé-
lagar úr kirkjukórnum syngja undir
stjórn Keiths Reed. Messunni verður
streymt á facebooksíðunni Útskála-
kirkja. Vegna fjöldatakmarkana þarf að
skrá sig hjá sóknarpresti.
VÍDALÍNSKIRKJA | Sunnudagaskóli í
Urriðaholtsskóla kl. 10 og kl. 11 í Vídal-
ínskirkju. Biblíusögur, brúðuleikhús og
söngur. Messa í Vídalínskirkju kl. 11.
Sr. Sveinbjörn R. Einarsson. Félagar í
kór Vídalínskirkju syngja, stjórnandi Jó-
hann Baldvinsson. Gospelgleði í Vídal-
ínskirkju kl. 20. Matthildur Bjarnadóttir,
Davíð Sigurgeirsson og Gospelkór Jóns
Vídalíns. Gospelgleðinni verður streymt
á facebook.com/vidalinskirkja.
VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði |
Guðsþjónusta kl. 11. Félagar úr Kór
Víðistaðasóknar syngja undir stjórn
Sveins Arnars Sæmundssonar organ-
ista og sr. Stefán Már Gunnlaugsson
héraðsprestur þjónar með aðstoð
messuþjóna kirkjunnar.
YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA | Sound-
ation project ætlar að koma með blús-
stemninguna í messuna hinn 21. nóv-
ember kl. 20. Vegna fjöldatakmarkana
komast eingungis 50 manns að í mess-
unni. Við munum streyma beint frá við-
burðinum svo að allir geti notið blús-
messunnar sem ekki komast að vegna
fjöldatakmarkana.
Morgunblaðið/Skapti HallgrímssonMöðruvallakirkja