Morgunblaðið - 20.11.2021, Qupperneq 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2021
✝
Hreinn Pálsson
fæddist á Ísa-
firði 1. júní 1938.
Hann lést í faðmi
fjölskyldunnar á
hjúkrunarheim-
ilinu Eyri 7. nóv-
ember 2021.
Foreldrar hans
voru Gestína Sum-
arliðadóttir hús-
móðir og verka-
kona, f. 14. júní
1914, d. 5. nóvember 1993, og
Páll Guðjónsson matsmaður hjá
SH, f. 22. janúar 1914, d. 24.
apríl 1984. Systkini Hreins eru
Edda, f. 1940, d. 2013, Gísli, f.
1944, og Sólveig, f. 1955.
Hinn 25. nóvember 1961 gift-
ist Hreinn eftirlifandi eig-
inkonu sinni, Kristínu Öss-
urardóttur, f. 2. október 1937,
einnig frá Ísafirði. Hreinn og
Kristín hófu búskap á Ísafirði
og bjuggu þau þar alla tíð. Árið
1977 fluttu þau í Holtahverfið,
þar sem þau byggðu upp sitt
draumaheimili í Brautarholti 7
og átti fjölskyldan þar sinn
sælureit.
elsdóttir, f. 2000. c) Alberta
Kristín, f. 2010. d) Davíð Páll, f.
2014.
Hreinn ólst upp á Ísafirði og
bjó þar allt sitt líf. Hann lagði
stund á rafvirkjun hjá Þórólfi
Egilssyni og hlaut síðar meist-
araréttindi í rafveituvirkjun.
Hann hóf starfsferil sinn hjá
skipasmíðastöð Marzellíusar
Bernharðssonar, en lengst af
starfaði hann hjá Rafveitu Ísa-
fjarðar sem síðar varð Orkubú
Vestfjarða og endaði hann
starfsferil sinn þar árið 2008,
þá 70 ára að aldri. Hreinn var
frá unga aldri ötull í fé-
lagsmálum í sínum heimabæ og
á landsvísu. Hann sat í stjórn-
um ýmissa félagasamtaka í
gegnum tíðina og sinnti marg-
víslegu starfi m.a. innan skáta-
hreyfingarinnar á Ísafirði, sat í
stjórn BSRB, félags opinberra
starfsmanna á Vestfjörðum o.fl.
Hin seinni ár naut Hreinn sín
við ýmiskonar útivist ásamt því
að spila golf. Jafnframt lagði
hann stund á ýmiskonar smíða-
vinnu.
Útförin fer fram frá Ísafjarð-
arkirkju 20. nóvember 2021
klukkan 14.
Hlekk á streymi má finna á:
https://www.mbl.is/andlat
Börn Hreins og
Kristínar eru: 1)
Þórunn, f. 1959,
fyrrverandi maki
Björn Lúðvíksson.
Þeirra synir eru a)
Sigurbjörn, f. 1985,
maki Elaine Marie
Cooney, f. 1984,
þeirra dóttir er
Eldey Hrafntinna
Ériu, f. 2017. b)
Ólafur, f. 1988,
maki Selma Antonsdóttir, f.
1992, þeirra dætur eru Ísabella
Rós, f. 2019, og Nína 2021. 2)
Sigríður, f. 1962, maki Þor-
steinn Bragason f. 1958. Þeirra
börn eru a) Bragi, f. 1988, maki
Snjólaug Tinna Hansdóttir, f.
1991, þeirra sonur er Þorsteinn
Leó, f. 2020. b) Kristín, f. 1992.
c) Martha, f. 1995, maki Þor-
geir Egilsson, f. 1992, þeirra
börn eru Orri Þór, f. 2018, og
Embla Líf, f. 2020. 3) Jón Páll,
f. 1973, maki Þuríður Katrín
Vilmundardóttir, f. 1976, þeirra
börn eru a) Andrea Valgerður,
f. 1996, Hreinn Róbert, f. 1999,
hans maki er Anna María Daní-
„Takk fyrir allt pabbi minn“ var
það síðasta sem ég sagði við pabba
minn þegar hann dó.
Þegar allur kraftur var farinn
úr líkamanum og sálin mín var við
það að bresta, þá sat þessi setning
ein eftir. Þakklætið fyrir allt.
Við erum öll afrakstur foreldra
okkar og ég var svo heppinn að
foreldrar mínir gáfu mér ekki
bara genin sem ég ber heldur líka
uppeldið. Ég er það sem ég er
vegna foreldra minna og vegna
pabba míns.
Pabbi var hávaxinn, sterkur og
myndarlegur. Ég leit ekki upp til
neins eins og hans og enginn
kenndi mér meira en hann. Hann
kenndi mér að vinna og vera til
fyrir samfélagið, fyrir fjölskyld-
una. En fyrst og fremst var hann
fyrirmynd mín að góðum manni.
Pabbi, þú munt lifa með mér til
æviloka og ég mun gera mitt besta
til að færa þína minningu til næstu
kynslóða. Þegar ég ósjálfrátt
byrja að tromma með puttunum í
lampann yfir fréttunum, þá verð-
ur þú hjá mér. Þegar ég sé svip
þinn í börnum mínum, þá verður
þú hjá mér. Þegar ég sé bros
barnanna í fjölskyldunni, þá mun
ég minnast þín. Þegar ég sé
mömmu, þá mun ég sjá þig henni
við hlið.
Þótt þú sért farinn og heimur-
inn verði aldrei eins, þá munt þú
lifa í hjarta mínu og í hjarta fjöl-
skyldunnar. Þú munt lifa áfram í
gegnum afkomendur þína og ég
mun áfram sjá svip þínum bregða
fyrir og stöku trommuslátt með
fingrunum. En fyrst og fremst
mun allt það sem þú hefur kennt
mér lifa áfram í okkur öllum um
aldur og ævi.
Takk fyrir allt pabbi. Ég elska
þig.
Jón Páll Hreinsson.
Þakklæti.
Þakklæti fyrir svo margt.
Þakklæti fyrir að hafa tekið
mér opnum örmum í fjölskylduna.
Þakklæti fyrir að hafa kennt
mér góð gildi, þó ekki endilega
með orðum.
Þakklæti fyrir að vera alltaf til
staðar, vera stoð og stytta.
Þakklæti fyrir kærleik ykkar
Stínu.
Þakklæti fyrir góðar minning-
ar.
Þakklæti fyrir að vera minn
besti tengdapabbi, fyrir að vera
besti afi barna minna.
Þakklæti fyrir að gefa mér Jón
Pál.
Þakklæti fyrir að hafa fengið að
ganga með þér stóran hluta af
mínu lífi.
Takk elsku tengdapabbi fyrir
allt.
Þuríður Katrín
Vilmundardóttir.
Mín fyrsta minning sem barns
er frá húsi sem hét Sólheimar og
stóð þar sem heitir Hlíðarvegur í
dag. Í þessu húsi fæddist ég. Þetta
var lágreist hús og fátæklegt, allt
um kring voru hús í sama stíl og í
sama anda, reist af fátæku fólki.
Þarna ólumst við upp systkinin í
góðu atlæti þótt húsið væri lítið og
kolin væru oft af skornum
skammti til að kynda upp.
Þarna við húsið rann lækur og
við lækinn var hægt að una sér
löngum stundum. En það var
hann bróðir minn sem leiddi leik-
ina okkar. Hann smíðaði kofa í
lautum og lægðum, safnaði horn-
um og skeljum og útbjó búgarða
sem í augum okkar yngri var æv-
intýraveröld.
Þarna var hægt að una sér
langa sumardaga undir vökulu
auga stóra bróður og að kvöldi
dags leiddi hann mína litlu hönd
heim á leið. Þannig leið ævi hans,
hann var sífellt að gefa af sér til
þeirra sem yngri voru og minna
máttu sín.
Elsku Stína, Jón Páll, Sigga og
fjölskylda, innilegar samúðar-
kveðjur. Ég kveð þig kæri bróðir.
Gísli Pálsson.
Látinn er Hreinn Pálsson, vinur
og samstarfsmaður í 30 ár hjá
Orkubúi Vestfjarða. Við Hreinn
urðum samstarfsmenn er Orkubú
Vestfjarða tók til starfa 1978 og tók
yfir öll rafmagnsmál á Vestfjörð-
um. Störfuðum við náið saman til
starfsloka hans hjá Orkubúinu
2008. Hreinn stjórnaði í mörg ár
vinnuflokki í rafmagnsmálum hjá
Orkubúinu. Þá hófst samstarf okk-
ar er við sáum um uppbyggingu og
breytingar á aflstöðvum og kyndi-
stöðvum á norðanverðum Vest-
fjörðum. Unnið var oft langar
vinnustundir á stöðvunum, stund-
um á vetrartíma. Oft þegar fara
átti heim var basl að komast yfir
Breiðadalsheiði eða Botnsheiði og
stundum þurfti að gista þar. Marg-
ar ferðir fórum við í Ísafjarðardjúp
vegna bilana og þurfti að fara ak-
andi, í flugvél, eða með bátum, þá
var búið á mörgum bæjum og var
stundum gist þar hjá góðum bænd-
um í góðu yfirlæti.
Hreinn var vinnusamur og ná-
kvæmur í öllu sem hann gerði, lík-
aði illa ef frágangur á lögnum var
ekki góður og lét þá laga það.
Hreinn var lengi formaður FOS-
VEST og unnum við lengi saman í
samninganefnd um bætt kjör og
tókst Hreini vel að koma samn-
ingum í höfn.
Þegar tölvuöldin byrjaði hjá
Orkubúinu tók Hreinn að sér að
setja upp tölvurnar og kenna okk-
ur á þær. Oft var gaman þá, því
orðin í tölvuheiminum voru mörg
á ensku og var mikið gantast með
það. Þá komu langar útskýringar
og svo kannski fraus allt og þá
þurfti Hreinn að koma, þá var
sagt: „Já, nú hafið þið gert tóma
vitleysu,“ og mikið hlegið. Oft
voru hvassar umræður en það var
nú bara til að hafa gaman af.
Ég þakka Hreini fyrir gott
samstarf og nærveru. Hreinn fór
að tapa minni fyrir rúmum tveim-
ur árum, sem var erfitt fyrir hann.
Ég votta Kristínu og fjölskyldu
hennar innilega samúð. Lífssaga
Hreins var dáðrík saga dugnaðar
og samviskusemi, blessuð sé hans
mæta minning.
Kristján Pálsson.
Hreinn Pálsson
✝
Snæbjörn
Kristjánsson
fæddist á Héðins-
höfða á Tjörnesi 26.
júní 1924. Hann lést
11. nóvember 2021.
Snæbjörn var
sonur hjónanna
Kristjáns Júlíusar
Jóhannessonar frá
Laugaseli og Önnu
Sigríðar Einars-
dóttur frá Svart-
árkoti í Bárðardal.
Eiginkona Snæbjörns var
Helga Jósepsdóttir frá Breiðu-
mýri, f. 22. desember 1926, d.
30. september
2008. Börn þeirra
eru: Kristján, f.
1956; Guðrún, f.
1959; Jósep, f. 1961;
og Sigríður Hlynur,
f. 1969.
Útförin fer fram
frá Einarsstaða-
kirkju í dag, 20.
nóvember 2021.
Vegna aðstæðna
verður henni
streymt. Stytt slóð:
https://tinyurl.com/m7tckrs3
Hlekk á streymi má finna á:
https://www.mbl.is/andlat
Í dag kveðjum við ljúfmennið
og þúsundþjalasmiðinn Snæbjörn
í Laugabrekku, föðurbróður okk-
ar. Þeir Snæbjörn og Andrés faðir
okkar voru hálfbræður, milli
þeirra ríkti ávallt mikill kærleikur
og vinátta og tengingin milli fjöl-
skyldnanna var sterk.
Sumarheimsóknir í Lauga-
brekku voru fastir liðir í uppvexti
okkar og það var ávallt ævintýra-
blær yfir dvölinni þar. Í minning-
unni var alltaf gott veður á Laug-
um, og umhverfið, sundlaugin og
bíóið þar sem Snæbjörn var sýn-
ingarstjóri gerðu staðinn að æv-
intýraveröld fyrir okkur borgar-
börnin. Systkinahópurinn í
Laugabrekku var á svipuðu reki
og við systkinin og þar áttum við
góða vini og leikfélaga. Í minning-
unni var alltaf nóg pláss fyrir eina
fjölskyldu enn í Laugabrekku,
þrátt fyrir að heimilið væri mann-
margt og húsakynnin ekki stór.
Gestrisni þeirra Helgu og Snæ-
bjarnar var óþrjótandi, heimilið
fallegt og þar ríkti hlýr og notaleg-
ur andi.
Fjölskyldurnar fóru í ófá ferða-
lög saman þar sem Snæbjörn
stýrði ferðinni, leiddi okkur um
ókunnar slóðir á Bronconum sín-
um. Snæbjörn var frábær leið-
sögumaður sem þekkti hverja
þúfu í nágrenni sínu og gat sagt
skemmtilegar sögur af hverjum
bæ.
Á seinni árum var fastur liður
að koma við í Laugabrekku þegar
leiðin lá um Norðurland. Ávallt
tók Snæbjörn frændi fagnandi á
móti okkur og samtölin við hann
báru þess merki að hann fylgdist
vel með ættingjunum sem og mál-
um líðandi stundar. Hann hafði
sterkar skoðanir, kynnti sér málin
vel og leitaði lausna eins og honum
var svo eðlislægt. Hann nýtti
kraftana allt fram á það síðasta til
að smíða ný tæki og endurbæta
þannig að þau nýttust honum bet-
ur eftir að aldurinn færðist yfir.
Það var einnig einstakt að fylgjast
með hvernig hann hugsaði um
heimilið, blómin og gróðurhúsið,
allt eins og verið hafði áður en
Helga lést. Snæbjörn var alla tíð
ungur í anda, framsýnn og hlýr.
Við kveðjum ástkæran frænda
með söknuði og þakklæti fyrir
gestrisnina og ljúfmennskuna. Við
sendum Kristjáni, Jósep, Guð-
rúnu, Hlyni og fjölskyldum þeirra
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Helga, Heiðveig, Kristján,
Kolbeinn og Hallveig.
Það er einhver alveg sérstakur
ljómi yfir heimsóknum bernsk-
unnar til frænda míns Snæbjarn-
ar og fjölskyldu hans austur í
Laugabrekku. Þótt í Þingeyjar-
sýslu sé er þetta svolítið í minn-
ingunni eins og hin stóru útlönd.
Alla vega kvikna afar víðfeðmar
og fjölbreyttar hugrenningar þeg-
ar hugsað er til Snæbjarnar.
Arkitektúr, tækni, hönnun og
smíðar, amerískir bílar o.fl. o.fl.
Eitthvað sem ekki endilega er
bein íslensk sveitarómantík. Eitt-
hvað nútímalegt sem horfir fram á
við en er þó með sterkar rætur.
Þetta eru skærar bernskuminn-
ingar og þær sitja fast og þær
skipta öllu máli.
Og þegar tíminn svo líður og
hugurinn þroskast og fókuserar
meira á „raunveruleikann“ rennur
upp fyrir manni hvað það var ein-
stakt að heimsækja Snæbjörn og
Helgu. Ekki bara hin ótrúlega
gestrisni, heldur einnig hlýjan og
mennskan sem streymdi eins og
ekkert væri auðveldara og eðli-
legra. Það leita nokkur lýsandi
nafnorð á mann: Jákvæðnin, yfir-
vegunin og rólyndið. Persónulegt
samband og hin opna víðátta
Norðurlandsins renna saman í
eitt. Og svo hin svokallaða jarð-
bundna uppbygging þar sem
Snæbjörn lét aldeilis til sín taka.
Húsin stór og lítil, framkvæmdir,
Reykjadalurinn, Þingeyjarsýslan,
Norðurlandið, maður minn, þetta
er ekki slæmur vettvangur! Allt
birtist þetta ljóslifandi og tengist
einhvern veginn Snæbirni.
Og svo líður tíminn enn meira
og í erli dagsins fer fundum
kannski fækkandi um sinn. En hið
liðna sækir á – það nær manni eins
og skugginn, kannski með vaxandi
þunga. Enda er það mótandi og
tímalaus þáttur í mannsævinni.
Fortíðarviðmið sem eru hluti
hverrar manneskju.
Á síðustu árum, eftir fráfall
Helgu, verða sem betur fer endur-
fundir. Norðan og sunnan heiða.
En allt of fáir. Nú þegar ekki verð-
ur bætt þar við í raunheimum vil
ég þakka fyrir allt. Jafnframt
sendi ég innilegar samúðarkveðj-
ur til fjölskyldunnar, en því miður
kemur dvöl erlendis í veg fyrir að
ég geti fylgt frænda mínum síð-
asta spölinn. Megi minningin um
góðan frænda og góðan dreng lifa.
Egill Benedikt Hreinsson.
Snæbjörn
Kristjánsson
Stapahrauni 5, Hafnarfirði
Sími: 565 9775
www.uth.is - uth@uth.is
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Kristín
699 0512
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma, langamma og langalangamma,
SÓLVEIG HULDA ZOPHONÍASDÓTTIR,
Brekkugötu 38,
Akureyri,
lést aðfaranótt 13. nóvember. Útför hennar
fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn
26. nóvember klukkan 13.
Í ljósi aðstæðna þurfa kirkjugestir að sýna fram á neikvætt
hraðpróf, ekki eldra en 48 klst. Sækja þarf tímanlega um
hraðpróf á hradprof.is.
Streymt verður frá athöfninni á facebooksíðunni Jarðarfarir í
Akureyrarkirkju – beinar útsendingar.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á líknarsjóð Oddfellow Rbst. nr. 2,
Auðar, kt. 580189-1999,
rn. 0302-13-302892.
Guðmundur Bjarnar Stefánsson og fjölskylda
Móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÓLAFÍA SIGURÐARDÓTTIR
frá Þingeyri,
Hraunvangi 3,
Hafnarfirði,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir 10. nóvember.
Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju
miðvikudaginn 24. nóvember klukkan 13.
Sigurður Geirsson Svana Pálsdóttir
Stefán Rafn Geirsson Dóra Stefánsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
KRISTÍN HARALDSDÓTTIR,
Álftamýri 54, Reykjavík,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans
sunnudaginn 14. nóvember.
Útförin fer fram frá Langholtskirkju fimmtudaginn 25. nóvember
klukkan 13.
Óskar Sigurðsson Einar Sigurðsson
Stefanía Ösp Guðmundsdóttir
Matthías Árni Einarsson Elísa Karen Einarsdóttir
Elsku hjartans pabbi minn, tengdapabbi
og afi,
KRISTINN GUÐMUNDSSON
Látramaður,
lést í bílslysi við Hvallátur 14. nóvember.
Jarðarförin fer fram frá Kópavogskirkju
fimmtudaginn 25. nóvember klukkan 15.
Streymt verður frá útförinni á www.mbl.is/andlat.
Kirkjugestir eru beðnir að fara í Covid-hraðpróf fyrir komu.
Jóna Vigdís Kristinsdóttir Stefán Þorvaldsson
Emilía Alexandersdóttir Ásthildur Lilja Stefánsdóttir