Morgunblaðið - 20.11.2021, Page 41
KÖRFUBOLTINN
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Keflavík lagði Val að velli 79:78 í
Subway-deild karla í körfuknattleik í
Keflavík í gær. Lokakaflinn var
dramatískur því sigurkarfan kom á
elleftu stundu.
Keflavík er þar með búin að safna
saman tólf stigum í fyrstu sjö leikj-
unum eins og Íslandsmeistararnir frá
Þorlákshöfn. Valur er með átta stig
eftir sjö leiki og hefði því með sigri
jafnað við Keflavík. KR og Njarðvík
eru einnig með átta stig eins og Valur
í sætum 5 - 7.
Sigur Keflvíkinga var ævintýra-
legur því Valur var með boltann í
stöðunni 78:77 fyrir Val. Valur Orri
Valsson stal boltanum af Vals-
mönnum þegar um tíu sekúndur voru
eftir. Hann reyndi skot sem missti
marks en Jaka Brodnik tók frákastið.
Skottilraun hans geigaði einnig en þá
kom Litháinn sterki Dominykas
Milka til skjalanna. Tók frákast og
skoraði sigurkörfuna með síðasta
skoti leiksins.
Milka sýndi sínar bestu hliðar gegn
Val og skoraði 26 stig en tók auk þess
13 fráköst. Var hann langstigahæstur
Keflvíkinga í leiknum. Næstur kom
Calvin Burks Jr. með 14 stig. Stiga-
skorið dreifðist nokkuð hjá Val en
Kristófer Acox skoraði mest eða 16
stig. Hann tók einnig 13 fráköst. Pablo
Cesar Bertone var með 15 stig og gaf
6 stoðsendingar.
Öruggt hjá meisturunum
Íslandsmeistararnir frá Þorláks-
höfn halda sínu striki en liðið vann í
gær sjötta deildarleikinn í röð þegar
Þór frá Akureyri kom í heimsókn.
Meistararnir unnu stórsigur 110:81 og
eru eins og Keflvíkingar með 12 stig
eftir sjö leiki. Akureyringar eru hins
vegar á botninum án stiga.
Þótt sigur Þórs Þorlákshafnar hafi
verið öruggur þá byrjaði Þór Akureyri
leikinn vel. Akureyriingar höfðu
þriggja stiga forskot að loknum fyrsta
leikhluta en að loknum fyrri hálfleik
var staðan 53:50 fyrir heimamenn.
Í þriðja leikhluta skildu leiðir og
meistararnir lönduðu sigrinum af
miklu öryggi í síðasta leikhlutanum.
Glynn Watson skoraði 24 stig fyrir
Þór Þ. og gaf 12 stoðsendingar. Atle
Ndiaye var stigahæstur hjá Þór Ak.
með 25 stig.
Eins og einnig var minnst á í
blaðinu á dögunum þá tapaði Þór Þor-
lákshöfn í fyrstu umferð fyrir Njarð-
vík í Njarðvík. Titilvörnin byrjaði því
ekki vel en fall hefur reynst fararheill
því Þór Þorlákshöfn hefur unnið alla
sex deildarleikina eftir það.
Milka tryggði sigurinn
á elleftu stundu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Öflugur Dominykas Milka var réttur maður á réttum stað gegn Val.
- Íslandsmeistararnir úr Þorlákshöfn hafa unnið sex leiki í röð í deildinni
ÍÞRÓTTIR 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2021
Knattspyrnudeild Breiðabliks hef-
ur samið við venesúelska miðju-
manninn Juan Camilo Pérez um að
leika með karlaliði félagsins næstu
tvö ár. Hann kemur frá Carabobo,
sem leikur í efstu deild Venesúela.
Í umfjöllun Blikar.is er Pérez lýst
sem leikmanni sem geti leyst marg-
ar stöður á vellinum, hann búi yfir
miklum hraða og sé afar leikinn
með boltann. Breiðablik hafnaði í
öðru sæti úrvalsdeildarinnar á síð-
ustu leiktíð og rétt missti af Ís-
landsmeistaratitlinum til Víkinga
úr Reykjavík.
Liðstyrkur
í Kópavog
Ljósmynd/Guðmundur Bjarki Hall
Þjálfari Óskar Hrafn Þorvaldsson
er spenntur fyrir komu Pérez.
Íslenska karlalandsliðið stendur í
stað á nýjum styrkleikalista FIFA,
Alþjóðaknattspyrnusambandsins,
en listinn var birtur í gær. Ísland er
í 62. sæti, því sama og á síðasta lista
sem var birtur í október. Ísland hef-
ur fallið um sextán sæti á árinu en
liðið var í 46. sæti styrkleikalistans
í upphafi árs. Belgía er sem fyrr í
efsta sætinu og Brasilía kemur þar
á eftir. Frakkland er í 3. sæti og
England í því fjórða. Danmörk er
efst Norðurlandanna í 9. sæti, Sví-
þjóð í 18. sæti, Noregur í 41. sæti og
Finnland í 58. sæti.
Morgunblaðið/Eggert
FIFA Eiður Smári Guðjohnsen og
Arnar Þór Viðarsson stýra liðinu.
Landsliðið
stendur í stað
HANDKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Olísdeildin:
Kórinn: HK – Stjarnan .......................... L16
Vestmannaeyjar: ÍBV – Selfoss ............ S14
KA-heimilið: KA – Haukar..................... S16
Kaplakriki: FH – Fram .......................... S18
Víkin: Víkingur – Grótta......................... S18
Úrvalsdeild kvenna, Olísdeildin:
Origo-höllin: Valur – Afturelding.......... L16
Evrópubikar kvk., 32-liða, seinni leikur:
Eyjar: ÍBV – AEP Panorama ............... L13
1. deild karla, Grill 66-deildin:
Digranes: Kórdrengir – Hörður............ S19
Origo-höllin: Valur U – Berserkir .... S19.30
1. deild kvenna, Grill 66-deildin:
Framhús: Fram U – Valur U................. S16
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild kvenna, Subway-deildin:
Origo-höllin: Valur – Grindavík ............. S16
Ljónagryfjan: Njarðvík – Haukar.... S18.15
Borgarnes: Skallagrímur – Keflavík S19.15
Smárinn: Breiðablik – Fjölnir........... S20.15
1. deild kvenna:
Stykkishólmur: Snæfell – Ármann ....... L16
Þorlákshöfn: Hamar-Þór – Þór Ak. ...... L16
TM-hellirinn: ÍR – Fjölnir B ................. L18
Meistaravellir: KR – Aþena................... L18
Garðabær: Stjarnan – Vestri................. L18
1. deild karla:
Flúðir: Hrunamenn – Höttur............ S16.30
JÚDÓ
Íslandsmótið í sveitakeppni í júdó fer fram
í Vallaskóla á Selfossi í dag.
SKAUTAR
Íslandsmeistaramótið á listskautum fer
fram í Skautahöllinni í Laugardal í dag og á
morgun.
UM HELGINA!
Fram sótti tvö stig í Garðabæinn í
Olís-deild kvenna í handknattleik í í
gær þegar liðið vann Stjörnuna
26:25 eftir spennuleik. Stigin fleyttu
Fram upp í toppsæti deildarinnar
því liðið er með 13 stig eftir átta
leiki. Fram fór upp fyrir Val sem er
með 12 stig og á leik til góða. Stjarn-
an er með 4 stig eftir átta leiki í 7.
sæti en ÍBV er einnig með 4 stig en
eftir sjö leiki.
Stjarnan jafnaði 14:14 með því að
skora fyrstu þrjú mörkin í síðari
hálfleik og náði liðið þriggja marka
forskoti 21:18.
Leikreyndir leikmenn Fram fóru
ekki á taugum og voru aftur komnar
yfir 24:23 þegar sex mínútur voru
eftir. Ragnheiður Júlíusdóttir skor-
aði sigurmark Fram úr vítakasti en
þá voru enn þrjár mínútur eftir. Hún
var markahæst með 10 mörk.
Morgunblaðið/Eggert
Garðabær Karen Knútsdóttir brýst í gegnum vörn Stjörnunnar í gær.
Fram hafði betur eftir
spennuleik í Mýrinni
ÍBV er í góðri stöðu eftir fyrri leik-
inn gegn gríska liðinu AEP Pano-
rama í 32-liða úrslitum Evrópubik-
ars kvenna í handknattleik en báðir
leikirnir munu fara fram í Vest-
mannaeyjum. ÍBV vann í gær 26:20
en leikurinn er skráður sem heima-
leikur Panorama.
Liðin mætast aftur í Eyjum í dag
klukkan 13 og allar líkur virðast
vera á því að ÍBV komist þá áfram í
16-liða úrslit keppninnar. „Ljóst er
að Eyjakonur þurfa að fara ansi illa
að ráði sínu, ætli þær ekki að vera í
pottinum þegar dregið verður í 16-
liða úrslitin,“ skrifaði Guðmundur
Tómas Sigfússon meðal annars í um-
fjöllun sinni um leikinn á mbl.is.
Guðmundur Tómas benti á að ÍBV
hafi náð miklu forskoti sem gríska
liðið hafi minnkað þegar á leið-
.„Eyjakonur byrjuðu seinni hálfleik-
inn frábærlega og komust 12 mörk-
um yfir þegar kortér var búið. Eftir
það skipti liðið mikið inn á og fengu
allir leikfærir leikmenn liðsins mín-
útur og það nýttu gestirnir sér með
því að minnka muninn í sex mörk.“
Þjálfarinn Sigurður Bragason
hefði viljað vinna stærri sigur úr því
sem komið var. „Ég var ekki ánægð-
ur með hvernig við enduðum, auðvit-
að er ég að gefa leikmönnum séns og
ég verð að gera það. Þær verða að fá
að gera sín mistök og það hefði verið
glatað af mér að segja þeim að fara
inn á og taka þær síðan út af.“
ÍBV í góðri stöðu fyrir
síðari leikinn í dag
Ljósmynd/Sigfús Gunnar
Markahæst Harpa Valey Gylfadótt-
ir skorar eitt átta marka sinna.
Í gær kom út 27. þátturinn
minn af Dagmálum. Það gerir
einn þátt á viku í rúmlega hálft
ár sem er skemmtileg tölfræði.
Ég hef spjallað við magnað
íþróttafólk úr öllum íþróttum
sem á það allt sameiginlegt að
hafa skarað fram úr á einn eða
annan hátt. Öll hafa þau haft
sína sögu að segja og ég er auð-
vitað bara gríðarlega þakklátur
þeim fyrir að treysta mér fyrir
sinni upplifun af íþróttaferlinum.
Það sem allt þetta fólk á samt
sameiginlegt er ótrúleg ástríða
fyrir íþróttum, vinnusemi og
ósérhlífni sem allir hljóta að
dást að. Það er ekkert grín að
vera íþróttamaður á Íslandi eins
og hefur kannski áður komið
fram. Réttindi íþróttafólks eru
engin þannig séð og þeir sem
leggja allt í sölurnar fyrir land og
þjóð þurfa oft að treysta á lág-
marksstyrki frá sérsambönd-
unum og ÍSÍ, bara til að eiga í
sig og á.
Laugardalsvöllur hefur í
mörg ár verið á undanþágu frá
bæði Alþjóðaknattspyrnu-
sambandinu og því evrópska. Nú
er staðan sú að íslenska karla-
landsliðið í körfuknattleik þurfti
að færa heimaleik sinn gegn
Rússlandi í 1. umferð und-
ankeppni HM 2023 til Péturs-
borgar þar sem ekki fékkst und-
anþága frá FIBA til að leika á
Íslandi.
Ég spjallaði við Lilju Alfreðs-
dóttur, þingmann Framsókn-
arflokksins og sitjandi íþrótta-
málaráðherra, fyrir kosningarnar
í haust og þar talaði hún meðal
annars um að setja nýja þjóð-
arleikvanga í nýjan stjórnarsátt-
mála ríkisstjórnarflokkanna. Við
erum í dauðafæri að klára þetta
núna og fólk hlýtur að gera sér
grein fyrir því hversu mikilvægar
íþróttir eru fyrir fólkið í landinu.
Ég hef trú á að hver sá sem
fer með ráðuneyti íþróttamála
næstu fjögur árin keyri þetta
verkefni áfram, hvort sem það
verður Lilja eða ekki. Ef ekki þá
ætla ég að leyfa mér að fullyrða
að íslenskir stjórnmálamenn séu
fullir af skít.
BAKVÖRÐUR
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is