Morgunblaðið - 20.11.2021, Síða 44

Morgunblaðið - 20.11.2021, Síða 44
44 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2021 Bækur NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is PÖNTUN AUGLÝSINGA fyrir kl. 16 mánudaginn 29. nóvember SÉRBLAÐ Í blaðinu verður umfjöllun um nýjar bækur, rætt við rithöfunda og birtir kaflar úr fræðiritum og ævisögum. –– Meira fyrir lesendur fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 3. desember fyrir jólin Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Þær Lóa Björk Björnsdóttir, Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir, Salka Gullbrá Þórarinsdóttir og Rebecca Lord skipa uppistands- hópinn Fyndnustu mínar sem frumsýnir í kvöld nýja gamansýn- ingu, Náttfatapartí, sem þrátt fyr- ir sakleysislegan titil er ekki ætl- uð börnum. Mun þetta vera metnaðarfyllsta sýning hópsins til þessa enda hafa þær vinkonur haft um hálft annað ár til að slípa til gamanmál sín og „kynferðis- menn“, múffur í kynlífsbúðum, virðingarríkt uppeldi og einhleyp ævintýri í Reykjavík meðal um- fjöllunarefna, svo vitnað sé í til- kynningu. Fjórar betri en þrjár Fyndnustu mínar hófu að grín- ast saman árið 2018. Þær Salka, Rebecca og Lóa voru í sviðslista- námi í Listaháskóla Íslands á sama tíma og settu á svið verk um uppistand, að sögn Sölku. „Við ákváðum síðan bara að verða uppistandshópur og fikruðum okk- ur áfram, komum fram á Hard Rock, í Tjarnarbíói og Þjóðleik- húskjallaranum. Við fengum Heklu Elísabetu til að vera kynnir fyrir okkur og hún var svo ógeðs- lega fyndin, fólk að missa sig yfir henni að við bara ákváðum að fjórar væru betri en þrjár og bættum henni við og núna erum við í fyrsta sinn allar fjórar með uppistand,“ segir Salka um upp- runa hópsins. Hún segir hópinn hafa beðið ansi lengi eftir að fá að frumsýna Náttfatapartí, það hafi upphaflega átt að gera fyrir rúmu ári. „Við erum búnar að setja saman okkar besta uppistand til þessa, viljum við meina,“ segir hún og er í kjöl- farið spurð að því hvort uppi- standið hafi breyst mikið frá því sem það átti upphaflega að vera. „Já, guð minn góður, við vorum ekkert mikið í þessu „online“-dóti, viljum bara fá alvöruhlátur í raun- heimum þannig að við höfum verið að bíða og sjá hvað myndi gerast,“ segir Salka og að það sé léttir fyr- ir þær vinkonur að sýna megi með því skilyrði að gestir framvísi nei- kvæðri niðurstöðu úr hraðprófi. „Fólk getur skemmt sér í öruggu umhverfi þótt við lofum því ekki alltaf að grínið verði af öruggum toga,“ segir Salka glettnislega. Fólk þarf grín „Sýningin heitir Náttfatapartí og þetta verður náið náttfatapartí, við erum svolítið í þeim fíling,“ segir Salka um uppistandið. „Okk- ur finnst eins og fólk þurfi grín, að það megi ekki stoppa,“ segir hún og blaðamaður skýtur inn í að grín sé alltaf nauðsynlegt mann- eskjunni. „Nákvæmlega og sér- staklega núna yfir vetrar- mánuðina. Í öllu þessu rugli sem við erum búin að vera í, í eitt og hálft ár, verður að vera hægt að hlæja saman, hlæja okkur út úr þessu,“ segir Salka. Hún er spurð að því hvort sýn- ingin sé ekki allt annað en sak- leysisleg, þrátt fyrir nafnið, og staðfestir hún að svo sé. Þær vin- konur láti ýmislegt flakka og þá mögulega í krafti þess að vera konur. „Við erum alltaf að tala svolítið út frá okkur og getum leyft okkur að gera grín að okkur sjálfum, fyrst og fremst, með þann tilgang að gera grín að öðrum. Maður þarf að byrja þar,“ segir Salka. Nokkra þurfti að endurskoða Efnið í sýningunni er allt glæ- nýtt og segir Salka ýmislegt hafa breyst hjá þeim vinkonum frá því fyrstu drög voru lögð að uppi- standinu. „Við vorum kannski með einhverja brandara fyrir kófið sem við þurftum svo að endurskoða. Ég er búin að eignast barn í milli- tíðinni og byrjaði að gera grín að uppeldisfræðum og öllu því rugli sem fylgir barneignum á meðan aðrar okkar eru einhleypar og eru að gera grín að þeirri tilveru að vera 28 ára einhleyp kona í Reykjavík í Covid. Þar er nú ekki mikið hægt að flakka um og deita,“ segir Salka kímin. Er þá margt í uppistandinu tengt Covid? Salka segir farald- urinn vissulega hafa haft sín áhrif en þó sé tilgangurinn með sýning- unni frekar að gleyma veirunni. Hún bendir í þessu sambandi á facebookhópinn „Syngjum veiruna burt“ þar sem alls konar fólk tók lagið til þess að létta öðrum lífið og fá fólk til að gleyma veirunni um stund. „Við ætlum að grína veiruna burt,“ segir Salka og að fereykið sé spennt að komast loksins á svið eftir langa bið. Miðasala á sýninguna fer fram á tix.is. Ljósmynd/Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir Fyndnastar Frá vinstri þær Lóa (fremst), Salka, Hekla og Rebecca. Ætla að grína veiruna burt - Náttfatapartí Fyndnustu minna - „Fólk getur skemmt sér í öruggu umhverfi þótt við lofum því ekki alltaf að grínið verði af öruggum toga,“ segir ein fyndin Opnunartónleikar tónlistarhátíð- arinnar Seiglu fara fram í dag, laug- ardag, kl. 20 í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar. Bera þeir yfirskriftina Eyrnakonfekt og koma fram Björk Níelsdóttir sópran, Erla Dóra Vogl- er mezzósópran, Eyjólfur Eyjólfsson tenór, Hafsteinn Þórólfsson baritón og Eva Þyri Hilmarsdóttir píanó- leikari og flytja tónlist eftir Þórunni Guðmundsdóttur sem samið hefur bæði leikrit og óperur. „Hér er um að ræða tónleika með nýjum íslenskum samsöngslögum, dúettum, tríóum og kvartettum. Lögin eru fyrir söngvara og píanó og skiptast í þrjá flokka eftir efni: Sumarlög, matarlög og lög um ást- ina. Þórunn Guðmundsdóttir semur bæði texta og tónlist,“ segir í til- kynningu. Seigla stendur yfir til 12. febrúar 2022. Eyrnakonfekt á opnunartónleikum Seiglu Morgunblaðið/Árni Sæberg Höfundur Þórunn Guðmundsdóttir er höfundur laga og texta tónleikanna. Kammerhópurinn Jökla heldur seinni tónleika starfsársins á morg- un, sunnudag, kl. 13 í Hannesar- holti og er yfirskrift þeirra „Þjóð- legar gersemar í einleik og tvíleik“. Stofnendur hópsins, þær Guðný Jónasdóttir sellóleikari og Gunn- hildur Daðadóttir fiðluleikari, munu á tónleikunum flytja dúó, verk fyrir fiðlu og selló, ásamt því að leika hvor sitt einleiksverkið. Verkin eru eftir Handel- Halvorsen, Helga Rafn Ingvarsson sem verður frumflutt, Hildigunni Rúnarsdóttur og Bohuslav Martinu en auk þess verða fluttar útsetn- ingar á íslenskum þjóðlögum eftir Herbert Ágústsson. Þema tónleik- anna er íslensk þjóðlög og aðrar gersemar og verða frumfluttar tvær fantasíur um þekkt stef eftir Helga Rafn, Hjá lygnri móðu, fyrir einleiksselló, og Heyr himna smið- ur, fyrir fiðlu og selló. Þjóðlegar gersemar í einleik og tvíleik Ljósmynd/Juliette Rowland Stofnendur Guðný Jónasdóttir og Gunnhildur Daðadóttir stofnuðu Jöklu. Tónlistarhóp- urinn Elektra Ensemble frum- flytur þrjú ný verk, sem samin voru sérstaklega fyrir hópinn, á morgun, sunnu- dag, kl. 20 í Hafnarborg. Eru þ.á m. verk sem Áslaug Magnús- dóttir, Miu Ghabarou og Selma Reynisdóttir sömdu saman, Din larmande loneliness is like smerte i mit hjerte, og ný verk eftir Gunnar Andreas Kristinsson og Jesper Ped- ersen og hópurinn flytur líka ný- legt verk Sóleyjar Stefánsdóttur, Ills vitar, frá árinu 2020. Elektra frumflytur Sóley Stefánsdóttir Sýning Hrafn- kels Sigurðs- sonar, Tjónverk, verður opnuð í Hverfisgalleríi í dag kl. 16-18. Í tilkynningu eru textar eftir Hall- grím Helgason rithöfund og myndlistarmann og Jón Proppé listfræðing. „Sagan á bak við lista- verkið skiptir ekki alltaf máli því að verkið sýnir okkur allan þann veru- leika sem við þurfum til að skilja það. Listaverk segja þó líka sögur og Hrafnkell hefur sagt okkur sög- ur um það hvað verður um ruslið okkar þegar við erum búin að fara með það út í tunnu. Nú minnir hann okkur á að náttúran lætur sér fátt um finnast þótt við komum okkur upp skíðaskála í fjallinu. Í hennar augum erum við kannski öll rusl- aralýður,“ skrifar Jón. Hallgrímur skrifar: „Á auga- bragði hafði brakið raðað sér upp af einstöku listrænu jafnvægi. Nátt- úran hafði brotið líf okkar niður í eindir en listamaðurinn hafði raðað þeim aftur saman. Úr urðu eins- konar vörður, ef ekki súlur, minn- isvarðar um þann brothætta veru- leika sem lífið er, margbrotin minnismerki sem voru þó eins og frummyndir sprengingar: Stóri hvellur í frumbernsku, áður en hlutirnir þeyttust út í rýmið.“ Tjónverk Hrafnkels Hrafnkell Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.