Morgunblaðið - 22.11.2021, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 2 2. N Ó V E M B E R 2 0 2 1
.Stofnað 1913 . 274. tölublað . 109. árgangur .
Fjórar frábærar bækur!
holar@holabok.is • www.holabok.is
Fimmaurabrandarar 3
Ég ætlaði að segja brandara um
IKEA í hádeginu í gær en ég er enn
að setja hann saman! Þessi snilld
og margar fleiri leynast í þessari
frábæru bók.
Fugladagbókin
2022
Glæsileg dagbók.
Á undan hverri
viku er margþættur
fróðleikur um 52
fugla og glæsilegar
ljósmyndir af þeim.
Spæjara-
hundurinn
Stórskemmtilegt og
spennandi ævintýri
um afar klókan
hund sem fær í
loppurnar sakamálin
sem lögreglan hefur
gefist upp á.
Ekki var það illa
meint
Ljóðaúrval Hjálmars
Freysteinssonar
kemur öllum í
gott skap.
NORÐMAÐURINN
EKKI LENGUR
VELKOMINN
FJÖLBREYTT
STARF
HAFNARSTJÓRA
NÝFERMDUR
Í NÓVEMBER OG
NÆST ERU JÓLIN
DÓRA BJÖRK 10 NÚ VAR LAG 4SOLSKJÆR REKINN 27
Einkenni sumra bygginga er að breyta um svip
eftir því hvert sjónarhornið er eða birtan. Þann-
ig er einmitt Hallgrímskirkja á Skólavörðuholti í
Reykjavík, meistaraverk Guðjóns Samúelssonar
húsameistara. Súlur á framhlið kirkjunnar svara
til stuðlabergs og í slíkum klettum má sjá alls
konar kynjamyndir. Upplýstir vekja veggir þess-
ir tilfinningu dulúðar svo nánast ósjálfrátt fer
fólk að skálda í skörðin með ímyndunarafli sínu.
Ferðamenn sem leið eiga fram hjá reyna að
fanga dýrðina og þannig breytast minningarnar
í myndir og ljóð.
Morgunblaðið/Eggert
Kynjamyndir í klettum kirkjunnar
_ Líklegt er að
inflúensa eigi
eftir að herja á
landsmenn þegar
komið er fram á
nýtt ár. „Við
stefnum inn í
pestavetur,“ seg-
ir Óskar Reyk-
dalsson, forstjóri
Heilsugæslu
höfuðborgar-
svæðisins, í samtali við Morgun-
blaðið í dag.
Í fyrra héldu margir sig til hlés
til að forðast kórónuveiruna og aðr-
ar pestir þá um leið. Læknisfræðin
segir hins vegar að eftir slíkan
stundarfrið verði flensan skæð.
Erfitt gæti orðið að greina hana frá
Covid-19 eða hefðbundnum leik-
skólapestum. » 11
Óskar
Reykdalsson
Erfitt að greina
pestir frá Covid-19
_ Eftir að hafa náð töluverðri út-
breiðslu á Íslandi er nú unnið að því
að kynna vörumerkjavísitölu
Brandr í Þýskalandi og Noregi.
Friðrik Larsen þróaði þetta mæli-
tæki sem hjálpar fyrirtækjum að
greina og skilja veikleika og styrk-
leika eigin vörumerkja.
„Mjög sterk fylgni er á milli
styrkleika vörumerkja og arðsemi
fyrirtækja,“ segir Friðrik og bendir
á að sterk vörumerki hjálpi fyrir-
tækjum líka að laða til sín hæfasta
starfsfólkið. »12
Brandr-vísitalan í
útrás til Evrópu
Hólmfríður María Ragnhildardóttir
hmr@mbl.is
Birgir Ármannsson, formaður und-
irbúningskjörbréfanefndar, segir að
hver og einn þingmaður verði að
gera það upp við sig hvort viðkom-
andi taki afstöðu um uppkosningu í
Norðvesturkjördæmi. Kosið verður
um málið á Alþingi á fimmtudag.
Samkvæmt þingsköpunum hafa allir
63 þingmenn sem hafa fengið kjör-
bréf þingmannsrétt, segir Birgir.
Undirbúningskjörbréfanefnd mun
koma saman í dag og leggja loka-
hönd á greinargerð um talningu
kjörbréfa í kosningunum í Norðvest-
urkjördæmi. Birgir segir nefndina
vera að vinna að tveimur tillögum en
hann vildi ekki tjá sig um innihald
þeirra. Hið minnsta þrír möguleikar
eru fyrir hendi, en tillögurnar gætu
t.a.m. kveðið á um uppkosningu í
kjördæminu, staðfestingu seinni
talningar, eða þá að talið verði í
þriðja sinn.
Ekki eru allir sammála um hvort
við hæfi sé að þeir fimm þingmenn
sem hlutu sæti eftir endurtalningu
taki þátt sökum hagsmuna sinna.
Einn frambjóðandi hefur sagt að
vísa verði málinu til Mannréttinda-
dómstóls Evrópu ef seinni talning
verður látin gilda. »2 og 14
Kosið á fimmtudag
- Allir 63 þingmenn eiga rétt á því að
taka afstöðu til endurtalningarinnar
Inga Þóra Pálsdóttir
ingathora@mbl.is
Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, settur
forstjóri Landspítala, segir upp-
sagnir starfsfólks bráðamóttöku
undanfarna daga ekki hafa komið
sér á óvart.
„Það er langvarandi þreyta eftir
langvarandi álag, ákveðin kulnun.
Það hefur verið fjallað um mönnun í
hjúkrun í langan tíma þannig að
þessi staða ætti ekki að koma nein-
um á óvart. Það er skortur víða. Það
skortir hjúkrunarfræðinga, sjúkra-
liða og lífeindafræðinga. Það eru
mörg rauð flögg en vandinn birtist
hvað mest á bráðamóttökunni,“ segir
Guðlaug í samtali við Morgunblaðið.
„Það hefur virkilega verið reynt
að draga úr álagi á bráðamóttökunni
en það dugir ekki til. Ég held að al-
veg sama hvernig maður veltir við
þessum steini, þá sé það í raun og
veru þessi síðasta Covid-bylgja sem
veltir þunga hlassinu, það er bara
þannig.“
Ákveðinn vítahringur
Guðbjörg Pálsdóttir, formaður
Félags íslenskra hjúkrunarfræð-
inga, segir ástæðu uppsagna þrí-
þætta og að hún felist í of lágum
launum, miklu álagi og slæmu starfs-
umhverfi. Guðlaug segist geta tekið
undir þessi orð Guðbjargar.
„Það er alveg hárrétt hjá henni.
Þetta eru launin, álagið og starfs-
umhverfið. Þetta birtist allt á sömu
einingunni, sem sagt bráðamót-
tökunni. Starfsumhverfið þar er ekki
ákjósanlegt. Það beinlínins ógnar ör-
yggi, eins og staðan getur oft verið.
Það er í rauninni hættulegt. Svo er
auðvitað álagið sem fólk upplifir og
verður til þess að það hrökklast úr
starfi. Þetta er ákveðinn vítahringur
sem við verðum að geta klippt á.“ »2
Uppsagnir á bráðamóttöku
komu forstjóra ekki á óvart
- Hafa reynt að draga úr álagi - Hættulegt starfsumhverfi