Morgunblaðið - 22.11.2021, Page 2

Morgunblaðið - 22.11.2021, Page 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. NÓVEMBER 2021 MEÐ DINNU OG HELGA ÚRVAL ÚTSÝN HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 INFO@UU.IS SKÍÐAFRÍ Á ÍTALÍU 2022 Nú er tíminn til að bóka skíðaferðina eftir áramót! Við bjóðum beint flug vikulega til Ítalíu, þar sem farþegar okkar geta valið úr tveimur frábærum skíðasvæðum, Pinzolo og Madonna. Kláfur tengir skíðasvæðin Pinzolo og Madonna, svo auðvelt er að nýta sér bæði skíðasvæðin. Dinna og Helgi hafa mikla reynslu af skíðaferðum og ævintýrum enda voru þau ung gefin saman í skíðaskála í Bláfjöllum. Innifalið, flug, gisting, flutningur á skíðabúnaði, íslensk fararstjórn og innritaður farangur VERÐ FRÁ:117.900 KR. á mann m.v. tvo fullorðna og tvö börn í tvíbýli með hálfu fæði SKÍÐI 2022PINZOLO EÐAMADONNA ÍSLENSK FARARSTJÓRN OG FLUTNINGUR Á SKÍÐABÚNAÐI INNIFALIÐ Í VERÐI Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Nýkjörið Alþingi kemur saman til þingsetningar á morgun, þriðjudag, og ef framvinda mála verður eins og um hefur verið rætt má búast við að ný ríkisstjórn taki við völdum um komandi helgi. „Það væri hægt að nota föstudag, laugardag eða sunnudag í stjórnar- skiptin. Áður þarf að kalla stofnanir flokkanna til fundar, sem þá gerist með stuttum fyrirvara,“ sagði Sig- urður Ingi Jóhannsson samgöngu- ráðherra og formaður Framsóknar- flokksins í samtali við Morgunblaðið. Undirbúningsnefnd fyrir rann- sókn kjörbréfa mun nú við upphaf þingfunda kynna niðurstöðu sína varðandi mál og talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Þar þykir koma helst til geina að annaðhvort fari fram uppkosning í kjördæminu eða seinni talning atkvæða gildi. „Kosningarnar eru í raun ekki búnar fyrr en niðurstaða sérstakrar kjör- bréfanefndar liggur fyrir,“ sagði Sigurður Ingi. Þau drög að stjórnarsáttmála sem fyrir liggja segir Sigurður Ingi vera gott jafnvægi milli þeirra þriggja ólíku flokka sem að ríkisstjórninni standa, og taki jafnframt mið af niðurstöðum kosninga og málefnum sem þar hafi verið efst á baugi. „Allt er þetta þó sagt með fyrirvara um að við eigum eftir að leggja lokahönd á stjórnarsáttmálann.“ sbs@mbl.is Ný ríkisstjórn um helgina - Gott jafnvægi í drögum að sáttmála Morgunblaðið/Hari Alþingishúsið Stefnt er að því að nýtt löggjafarþing verði sett á morgun. Ari Páll Karlsson ari@mbl.is Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segist ánægð með síðustu viku örv- unarbólusetninga og fer bjartsýn inn í þá næstu sem nú er að hefjast. „Við bólusettum samtals um 20 þúsund manns, og rúmlega það með fimmtudeginum og föstudeginum, en þá vorum við með opið hús hjá okkur fyrir þá sem eru óbólusettir og þá sem treysta sér ekki í mann- þröngina,“ segir Ragnheiður. „Við reiknum bara með svipaðri viku fram undan.“ Tæplega 70 prósent mæting var í örvunarbólusetninguna og dreifðist hún jafnt á alla dagana. Spurð hvers vegna mætingin var ekki meiri seg- ir hún að til að mynda sé hópur fólks sem tók inflúensubólusetningu fyrir skömmu en líða þurfa tvær vikur milli þess. „Svo getur ým- islegt haft áhrif. Fólk á kannski ekki heimangengt eða er að hugsa sig um. Gögnin sýna okkur að mót- efnasvarið tífald- ast við þessa þriðju sprautu þannig að fólk á að vera mun bet- ur varið eftir hana,“ segir Ragnheiður. Það sé vel þekkt inn- an fræðigrein- arinnar að oft þurfi að gefa örv- unarskammta ef færri skammtar duga ekki. Þá sé álagið meira á heilsugæsl- unni fyrst stór hluti mannskaparins er við bólusetningar. „Það þarf að sýna svolitla biðlund. Það er mikið af pestum í gangi og kannski óþarfi að fara strax með fyrsta hósta eða kvef til læknis á heilsugæslu en um að gera að fara í sýnatöku í PCR- próf, bíða í tvo til þrjá daga og sjá hvort maður hressist ekki.“ Í heild miði bólusetningu vel. „Það kunna þetta allir. Ró yfir mannskapnum og allir vita hvað þeir eiga að gera. Ég verð að hrósa almenningi. Alveg til fyrirmyndar.“ Morgunblaðið/Eggert Bólusett Búist er við svipaðri aðsókn og í síðustu viku að sögn Ragnheiðar. Örvunin heldur áfram í vikunni - Mikið af pestum og biður um biðlund Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir Inga Þóra Pálsdóttir ingathora@mbl.is Lök kjör hjúkrunarfræðinga eru rót þess mönnunarvanda sem nú hrjáir Landspítalann. Þetta segir formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Formaður félags hjúkrunarfræði- nema segir marga úr sínum röðum leita annað eftir útskrift. Í samtali við Morgunblaðið segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður FÍH, ástæður uppsagna hjúkrunarfræð- inga vera launin, álagið og starfs- umhverfið. Hún segir stjórnvöld vita hvað þurfi að gera en hafi ekki kjark til að leggja af stað í verkefnið. „Það er búið að benda á hvað þarf að gera, en ekkert gerist. Heilbrigðis- ráðherra setti af stað tvo vinnuhópa þar sem mönnun og menntun hjúkr- unarfræðinga var skoðuð. Búið er að vinna tvær skýrslur um það og í þeim eru tillögur um úrbætur, þannig að þetta liggur allt saman fyrir. Það þarf bara kjark og dug til að fara í þetta mál. Það þarf sameigin- legt átak yfirvalda, með lengri sýn en eitt kjörtímabil, og það mun kosta fé,“ segir Guðbjörg. Stjórnvöld geti hækkað launin Samið var um nýja kjarasamninga í fyrra. Félagið og ríkið náðu ekki sam- an um launaliðinn og fór hann fyrir gerðardóm. Var það í annað skipti sem kjarasamningar hjúkrunarfræð- inga fara fyrir gerðardóm. Núverandi kjarasamningar og gerðardómur renna út 2023 en Guð- björg bendir á að þrátt fyrir það sé ekkert sem banni stjórnvöldum að hækka launin og spyr hvort búið væri að því ef ekki væri um kvennastétt að ræða. „Í síðustu tvennum samningum hafa yfirvöld haft tækifæri til þess að mæta vandamálinu varðandi kjör hjúkrunarfræðinga en treystu sér ekki í verkefnið. Því enduðu samning- arnir 2015 og 2020 í gerðardómi. Kjarasamningar eru til viðmiðunar. Þeim er algjörlega heimilt að borga umfram grunnkjarasamninga. Þau gætu leyft lögmálinu um framboð og eftirspurn að ríkja hjá hjúkrunar- fræðingum, rétt eins og er gert við aðrar stéttir þar sem skortur er á starfsfólki,“ segir Guðbjörg og heldur áfram: „Ég spyr mig hvort þau geri það ekki vegna þess að 97% hjúkrunar- fræðinga eru konur eða vegna þess að við erum fjölmennasta heilbrigðis- stéttin? Væri sama nálgun ef um væri að ræða stétt með meirihluta karla?“ Hjúkrunarfræðinemar bugaðir Tinna Alicia Kemp, formaður Cura- tor, félags hjúkrunarfræðinema við HÍ, segir nemana taka heilshugar und- ir málaflutning hjúkrunarfræðinga. Margir hjúkrunarfræðinemar sýni nú þegar merki um kulnun í starfi. „Það eru mjög margir hjúkrunar- fræðinemar sem vinna á spítalanum. Það er rosalega mikið álag á þeim líka og margir sem sýna merki um kulnun fyrir útskrift. Margir vilja vinna á spít- alanum en eru ekki tilbúnir að leggja það á sig og leita því annað eftir út- skrift,“ segir Tinna. Hún bendir sömu- leiðis á að leiðinlegt sé fyrir nemana að horfa á eftir fyrirmyndum sínum í starfinu, sem gefist upp sökum álags. „Það er mjög sorglegt að horfa upp á margar fyrirmyndir okkar í starfi brenna út og segja upp starfi sínu. Við stöndum heilshugar með hjúkrunar- fræðingum um að bæta laun, starfs- umhverfið og álagið.“ Laun, álag og umhverfi ástæða uppsagna - Hjúkrunarfræðinemar sýni merki um kulnun fyrir útskrift Tinna Alicia Kemp Guðbjörg Pálsdóttir Morgunblaðið/Sigurður Bogi LSH Undanfarið hafa hjúkrunarfræðingar á bráðamóttöku látið af störfum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.