Morgunblaðið - 22.11.2021, Page 4

Morgunblaðið - 22.11.2021, Page 4
4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. NÓVEMBER 2021 Bi rt m eð fy rir va ra um pr en tv ill ur .H ei m sf er ði rá sk ilj a sé rr é 595 1000 fy rir vaTenerife ét tt il le t án f 24. nóvember til 2. desember Flug báðar leiðir Flugsæti til 38.900 Flug báðar leiðir frá Flugsæti Þess er vænt að nú í vikunni fáist svör frá samgönguráðuneyti um hvernig áætlunarflugi milli Reykja- víkur og Vestmannaeyja verði hátt- að í vetur, skv. skilgreindu lág- marki tengdu Covid-- faraldrinum. Sótt er á ríkið um að flugsamgöngur komist aftur á sem fyrst. Vest- mannaeyjabær óskar þess að boðið verði upp á tvær ferðir, morguns og síðdegis, minnst tvo daga í viku við þessar aðstæður. Það er þó yfir lágmarksþjónustu sem var skilgreind sl. vetur þegar ráðuneytið styrkti samgöngur til Eyja. „Við höf- um fengið þau svör að fleiri en tvær styrktar ferðir í viku sé yfir lág- marki. Ef slíkt er niðurstaðan er mikilvægt að flugfélagið sem semur við Vegagerðina fái hins vegar að bæta við ferðum þegar þess er þörf,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Eyjum, í samtali við Morgunblaðið. Flugsamgöngur til og frá Vest- mannaeyjum hafa legið niðri síðan Icelandair hætti í sumarlok. Félagið hafði þá verið með ferðir frá því í lok síðasta árs, samkvæmt áformum sem ekki gengu upp. Síðan þá hefur bæjarstjóri átt samtöl við sam- gönguráðherra og Vegagerðina um úrlausn málsins. Á fundi í bæjarráði í sl. viku var upplýst að ráðuneytið myndi kanna hver niðurgreiðsla þyrfti að vera á flugi á þessari leið, svo gerlegt væri. Slíkur stuðningur er ýmsum skilyrðum háður en svig- rúm er þó fyrir hendi nú vegna Cov- id-faraldursins. Ráðuneytið hefur einnig kynnt að Vegagerðin kanni hvort farið verði í útboð á ríkis- styrktu Eyjaflugi til lengri tíma, sem verður að samræmast EES- reglum. „Vonandi fáum við svör um lág- marksfjölda ferða til Eyja í vikunni, en könnun á forsendum og undir- búningur ríkisstyrkts flugs tekur einhverja mánuði. Mikið er í húfi, svo að Eyjamenn geti sótt þjónustu á fastalandið innan dagsins, auk þess sem reglulegar ferðir skipa miklu fyrir til dæmis heilbrigðisþjónustu og atvinnulíf hér í bæ,“ segir Írs. sbs@mbl.is Ríkið tryggi flugið til Eyja - Tvær ferðir einn dag í viku - Flug- félag geti bætt við Íris Róbertsdóttir Morgunblaðið/Óskar Friðriksson Eyjar Bæði Ernir og Icelandir reyndu Eyjaflug sem gekk ekki upp. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Þrír piltar voru fermdir við messu í Skálholtskirkju í gær, en fátítt er ef ekki einsdæmi að slíkar athafnir fari fram síðla hausts – það er helgina áður en aðventan gengur í garð. Pilt- arnir áttu upphaflega að fermast síð- astliðið vor, en ýmissa aðstæðna vegna, svo sem sóttvarna, var því frestað. Nú komið fram í nóvember var lag og séra sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson, sóknarprestur í Hruna, sem annaðist athöfnina, vakti þar at- hygli á dagsetningunni, 21-11-21. „Maður er vanastur fermingum um hvítasunnuna, en þetta er skemmtilegt frávik frá því. Fín til- breyting,“ sagði sr. Óskar um athöfn dagsins. Fermingarpiltarnir þrír eru allir úr Laugardalnum. Sr. Kristján Björnsson, vígslu- biskup í Skálholti, þekkir ekki önnur nýleg dæmi um fermingarathafnir síðla hausts. „Þetta segir okkur að fermingarsiðurinn er afar sterkur á Íslandi. Fólki er í mun að börn ferm- ist, jafnvel þótt slíkt tefjist og finna þurfi óvenjulegan tíma fyrir athöfn,“ segir sr. Kristján. Jólin næst á dagskrá „Ferming á þessum tíma árs var óvænt niðurstaðan en dagurinn ánægjulegur. Nú fer maður bara að undirbúa jólin, það er næsta mál á dagskrá,“ segir María Carmen Magnúsdóttir, móðir Magnúsar Þórs Daníelssonar fermingardrengs. Ljósmynd/Ragnhildur Sævarsdóttir Fermingardagur Magnús fermingardrengur hér þriðji frá vinstri. Til hægri Daníel Karlsson, faðir Magnúsar. Vinstra megin María Carmen Magnúsdóttir, móðir Magnúsar, ásamt eiginmanni sínum Guðna Sighvatssyni. Fermt í nóvember - Þrír piltar fermdust í Skálholti við messu í gær - 21-11-21 - Sterkur siður Ari Páll Karlsson ari@mbl.is Björn Ragnarsson, framkvæmda- stjóri Kynnisferða, gefur lítið fyrir ummæli Agniezku Ewu Ziólkowsku, formanns Eflingar, um meintan launaþjófnað fyrirtækisins en hún sagði í viðtali við sunnudagsblað Morgunblaðsins að þegar hún vann fyrir fyrirtækið hefði það „svindlað á sér og öðru starfsfólki“. „Þeir vita að þetta er satt því þeir hafa endurgreitt mér og öðru starfs- fólki sem varð fyrir barðinu á þessu,“ sagði Agniezka í viðtalinu. „Ég get alveg vottað það að Kynn- isferðir stunda engan launaþjófnað og hafa ekki gert,“ segir Björn. „En auðvitað er það þannig með kjara- samninga eins og almennt getur gerst í samningum milli aðila, hvort sem það eru kjarasamningar, leigu- samningar eða hvers konar samning- ar, að menn geta skilið atriði í samn- ingum hvor á sinn hátt. Samtök atvinnulífsins túlka efni kjarasamninga á ákveðinn hátt og verkalýðsfélögin á annan hátt og við töldum okkur vera að vinna innan ramma kjarasamninga. Efling var ósammála því og niðurstaðan var sú að í staðinn fyrir að láta reyna á þetta fyrir dómstólum komumst við að sátt sem aðilar voru sammála um.“ Málið snerist um breytilegar vaktir hjá vagn- stjórum sem aka strætisvögnum þar sem starfs- menn gátu unnið mismikið milli mánaða. „Starfsmaður gat unnið rúmlega fullt starf einn mánuðinn og næsta minna en fullt starf og þá fluttust annaðhvort vannýttir eða umfram- unnir tímar á milli mánaða, svokall- aður tímabanki.“ Málið hafi snúist um hvort heimilt væri að jafna út vinnustundir milli lengri tímabila en mánaðar. Björn segir að Kynnisferð- ir greiði laun samkvæmt kjarasamn- ingi og hafi talið sig gera slíkt í þessu tilfelli. Kynnisferðir hafi í kjölfarið ákveðið að breyta fyrirkomulaginu og nú sé gert upp í hverjum mánuði, engir tímar flytjist milli mánaða leng- ur. „Þannig að þetta snerist um þessa ráðstöfun vinnutíma og því finnst mér mjög ósanngjarnt af formanni Eflingar að kalla þetta launaþjófnað enda var brugðist við athugasemdum og þetta lagað og því ekki um neinn launaþjófnað að ræða.“ Aldrei stundað launaþjófnað - Kynnisferðir svara formanni Eflingar Björn Ragnarsson Fórnarlömbum umferðarslysa var vottuð virðing á athöfn minningar- dags slíkra slysa sem Sameinuðu þjóðirnar standa fyrir og var í gær, hefð samkvæmt þriðja laug- ardag í nóvember. Fulltrúar lög- reglu, björgunarsveita, slökkviliðs og annarra voru við stund sem efnt var til í bakporti björg- unarmiðstöðvarinnar við Skóg- arhlíð í Reykjavík. Þar voru einnig Sigurður Ingi Jóhannsson sam- gönguráðherra og Guðni Th. Jó- hannesson forseti Íslands, sem kynnti einnar mínútu þögn í virð- ingarskyni við þá sem látist hafa í umferðinni. Að þessu sinni er í tilefni dags- ins sérstaklega skerpt á mikilvægi þess að ökumenn og farþegar bíla noti öryggisbelti. Á því þykir vera nokkur misbrestur og Íslendingar eru í 17. sæti Evrópuþjóða hvað þetta varðar. Um 7% nota ekki belti samkvæmt nýlegri rannsókn sem gerð var á vegum Samgöngu- stofu. Það eru um 25.000 manns miðað við mannfjölda. Frá því að fyrsta banaslysið var skráð hér á landi 25. ágúst 1915 hafa 1.592 látist í umferðinni á Ís- landi, fram til dagsins í dag. Enn fleiri slasast alvarlega, takast á við áföll, sorgir og fleira slíkt af þess- um völdum. Það sem af er þessu ári hafa sjö manns látið lífið í um- ferðinni hér á landi. Allt árið 2020 létust sjö einstaklingar í umferð- inni en árið 2019 sex. Alls liðu 258 dagar án nokkurs banaslyss á árinu og er það lengsti tími frá því skipulagðar skráningar hófust 1966. Að meðaltali hafa undanfarin tíu ár 12 látist í umferðinni á hverju ári. Tíu ár þar á undan, þ.e. frá 2001 til og með 2010, létust að meðaltali 20 manns á ári í umferð- inni hér á landi. sbs@mbl.is Látinna í umferðarslys- um minnst í Skógarhlíð - Sjö hafa látist í umferðinni á Íslandi í ár - Athygli á belti Morgunblaðið/Óttar Geirsson Minningarstund Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands, Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og fleiri við athöfnina í gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.