Morgunblaðið - 22.11.2021, Side 10

Morgunblaðið - 22.11.2021, Side 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. NÓVEMBER 2021 Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666 ., '* -�-"% ,�rKu!, KIEL/ - OG FRYSTITJEKI Iðnaðareiningar í miklu úrvali Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Verkefnisstjóri, sem sinna mun und- irbúningi að skimunum fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi, verður ráðinn til starfa hjá Heilsu- gæslu höfuðborgarsvæðisins á næstu vikum. Ráðherra heilbrigðis- mála ákvað í sumar að skimum fyrir krabbameini með áherslu á framan- greinda þætti yrði nú að veruleika og var heilsugæslunni falin umsjón með verkefninu, skráning og annað slíkt. Rannsóknirnar sjálfar verða hins vegar í höndum sjálfstætt starf- andi meltingarlækna. „Svona verkefni er mikilvægt að vinna með góðu samráði allra. Við höfum átt samtöl við marga vegna þessara mála og nú stendur til að setja á laggirnar vinnuhóp sem vinnur betur að útfærslu mála,“ segir Sigríður Dóra Magnús- dóttir, fram- kvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuð- borgarsvæðisins, í samtali við Morg- unblaðið. Fyrirliggjandi eru leiðbeiningar frá Landlækni um áherslur í skim- unum. Þannig stendur til að allir milli fimmtugs og sextugs verði kall- aðir að minnsta kosti einu sinni í ristilspeglun. Hjá fólki 60-70 ára yrði svo skimað fyrir blóði í hægðum á tveggja ára fresti. Þátttakendur fengju þá sýnatökusett sent heim, tækju sýnið sjálfir og sendu aftur til baka í greiningu og úrlestur. Að- staða og tækjabúnaður til úrvinnslu gagna sýna er tiltækur núna en fara þarf yfir ýmis mál sem lúta að tæknilegri útfærslu. „Ein af forsendum þess að mál þetta gangi upp er að til verði sam- eiginlegur miðlægur gagnagrunnur til að skrá niðurstöður allra speglana í ristli. Slíkur gagnagrunnur er í þróun, en ekki er víst hvenær hann verður tilbúinn,“ segir Sigríður Dóra. Ristilskimanir að hefjast - Heilsugæslan með umsjón og skipulag - Ráða verkefnis- stjóra til starfa - Meltingarlæknar með framkvæmdina Sigríður Dóra Magnúsdóttir Í vaxandi mæli er leitað eftir sjónar- miðum verktaka og þeirra sem eru á vegum úti þegar teknar eru ákvarð- anir um hvernig standa skal að snjó- mokstri. Þetta segir Geir Sigurðsson, verkefnistjóri á vegaþjónustudeild Vegagerðarinnar. Stofnunin hélt á dögunum árlega vinnufundi um vetr- arþjónustu um land allt til að fara yfir vinnureglur, samræma vinnu- brögð og fræða starfsmenn sína og verktaka. Vaktstöð Vega- gerðarinnar hefur umsjón með vökt- un, skráningu færðar og mið- lægri yfirsýn á milli þjónustusvæða. Starfsstöðvar stöðvarinnar eru í Garðabæ og á Ísafirði. Starfsmenn í Garðabæ hafa með að gera Suður- og Suðvesturland frá Steinum undir Eyjafjöllum að Holtavörðuheiði að vestan en stöðin á Ísafirði sér um Vestur-, Norður- og Austurland og Suðurlandið að hluta. „Vetarþjónustan hefur verið efld töluvert á síðustu árum, sem er svar við kalli og aðstæðum dagsins,“ segir Geir, sem starfar á Ísafirði. Hann bendir á að nú sé á öllum meginleið- um þjónusta sjö daga vikunnar – og reynt að halda vegum opnum frá morgni til kvölds. Úti á landi sé þetta sérstaklega mikilvægt, til dæmis vegna skólaaksturs og eins þess að at- vinnusvæði hafi stækkað. Algengt sé að fólk sæki vinnu milli byggðarlaga og þá þurfi leiðir að vera greiðar. Vetrarþjónustan hefst 1. október og stendur til loka apríl, með ýmsum frávikum þó ef aðstæður kalla. Allir eru sérfræðingar „Sem betur fer hefur vetrarþjón- ustan farið frekar rólega af stað nú í haust. Lítið hefur snjóað, en þess frekar þarf að huga að hálkuvörnum,“ segir Geir. Hann kveðst þekkja vel sterkar skoðanir vegafarenda um hvernig standa skuli að þjónustu þessari. Endalaust komi símtöl með athugasemdum og þar telji allir sig sérfræðinga. Veðurspár þær sem Einar Sveinbjörnsson hjá Veðurvakt- inni ehf. geri fyrir Vegagerðina séu og mikilvægar þegar teknar eru ákvarð- anir um snjómokstur hvers einasta dags. Fiskeldi er í dag orðinn stór at- vinnuvegur á sunnanverðum Vest- fjörðum og á degi hverjum er fjöldi flutningabíla í ferðum þar. Gjarnan eru þetta dráttarbílar með stóra dráttarvagna, sem eru óhentugir í vetrarfærð. „Slíkt kallar á að vetrar- þjónusta á leiðum að vestan verði bætt en ekki er hægt að gera meir en fjárveitingar til þjónustu leyfa,“ segir Geir. sbs@mbl.is Vetrarþjónusta svari aðstæðum - Vegagerðin samræmir þjónustuna Morgunblaðið/Sigurður Bogi Snjóplógur Leiðin skal vera greið. Geir Sigurðsson Jólaundirbúningur í Heiðmörk hófst um helgina þegar Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykja- vík, felldi Óslóartréð sem verður á Austurvelli yfir hátíðarnar. Tréð góða er 14 metra hátt sitkagreni. Því var plantað um 1950 í land- nemareit Normannslaget, félags Norðmanna á Íslandi. Óslóarborg hefur í áratugi gefið Reykvíkingum jólatré. Ljósin á trénu góða á Austurvelli verða tendruð nk. sunnudag, 28. nóv- ember. Vegna sóttvarna verða þó engin hátíðahöld af því tilefni. Jólamarkaður Skógræktarfélags Reykjavíkur í Heiðmörk verður opnaður næsta sunnudag og er all- ar helgar á aðventunni. Því jafn- hliða gefst fólki kostur á að fara um skógræktarsvæðið og höggva sér þar jólatré. Alls má reikna með að 1.000 tré verði tekin úr skógunum nú og fyrir hvert þeirra eru önnur 50 gróðursett. sbs@mbl.is Borgarstjóri felldi Óslóarjólatréð Morgunblaðið/Sigurður Bogi Heiðmörk F.v. Dagur B. Eggertsson borg- arstjóri, Aud Lise Norheim, sendiherra Noregs á Íslandi, og Auður Elva Kjartans- dóttir frá Skógræktarfélagi Reykjavíkur. Ómar Garðarsson Vestmannaeyjum „Aldrei nokkurn tímann datt mér í hug að ég ætti eftir að verða hafnar- stjóri þegar ég kom heim frá námi og byrjaði að kenna við grunnskólann,“ segir Dóra Björk Gunnarsdóttir sem tók við stöðu hafnarstjóra í Vestmannaeyjum í mars sl. Hún kenndi við grunn- skólann í Vest- mannaeyjum frá 2000 í tólf ár og var framkvæmda- stjóri ÍBV í rúm sex ár, sem hefur nýst henni vel í nýju starfi. „Tengslanetið sem ég byggði upp hjá ÍBV nýtist mér ótrúlega vel. Kynntist mörgum og á öllum sviðum samfélagsins. Ég var formaður þjóðhátíðarnefndar í nokkur ár og öðlaðist þar mikla reynslu í verk- efnastjórnun. Í dag stunda ég meist- aranám í forystu og stjórnun við Há- skólann á Bifröst,“ segir hafnar- stjórinn. Starfið er umfangsmikið Dóra Björk segir það hafa komið sér á óvart hve fjölbreytt, umfangs- mikið og skemmtilegt hafnarstjóra- starfið sé. Horft sé til framtíðar og unnið að stefnumótun fyrir höfnina sem sé spennandi. „Þarna nýtist námið á Bifröst mér vel. Ég hef nýtt fyrstu mánuði í starfi til að kynna mér allar hliðar starf- seminnar. Farið út með Lóðsinum, farið með í hafnsögu, sinnt yfirsetu og farið með strákunum í spotta svo eitthvað sé nefnt. Finnst ég nú vera komin með yfirsýn til að geta byrjað á stefnumótavinnu fyrir höfnina sem er mikilvægt til framtíðar litið.“ Fá fleiri og stærri skip Vestmannaeyjahöfn er þriðja stærsta höfn landsins í aflagjöldum og fjórða tekjuhæsta. Starfsmenn eru 11, það eru hafnarverðir og áhöfn Lóðsins. Sjá um alla vigtun á afla, hafnavernd og taka á móti Herjólfi sem fór 1.738 ferðir á síðasta ári. Landrafmagn er fyrir hendi og er það vel nýtt. Þó vantar meira afl þeg- ar landað er úr stærstu skipunum. Unnið er að endurbótum þar. Aðeins Faxaflóahafnir standa betur að vígi með rafmagn fyrir skip. Bryggju- kantar í Eyjum eru alls 2.038 metrar. „Tækfæri hafnarinnar eru í því fólgin að geta tekið á móti stærri og fleiri skipum og að hafnaraðstaðan sé þannig að veður hafi minni áhrif,“ segir Dóra. Með betri aðstöðu megi sinna þjónustu við viðskiptavini hafn- arinnar betur og þar með samfélagið allt. Síðastliðið sumar komu tæplega 60 skemmtiferðaskip en 20 sigldu fram hjá, komust ekki inn vegna hafnaraðstæðna og veðurs. Aðeins hluti af tekjum Vestmannaeyja- hafnar kemur frá skemmtiferða- skipum en fyrir ferðaþjónustu skiptir þetta gríðarlegu máli. Undirbúa loðnuvertíð Núverandi aðstaða skapar óöryggi í fragtflutningum sem getur skapað óþægindi fyrir sjávarútvegs- fyrirtækin. Hafa útgerðirnar í ein- hverjum tilfellum nýtt Herjólf til að koma vörum til móts við flutninga- skip á fastalandinu en það er tekju- tap fyrir höfnina því ekki eru greidd vörugjöld af afla fluttum með Herj- ólfi. Dóra Björk segir að áskoranir hafnarinnar felist líka í því að að flutningaskipin fari stækkandi. „Við tökum á móti 130 metra löngum skip- um í dag og snúum þeim hér innan hafnar. Næstu kynslóðar gámaskip verða allavega 150 metrar og komast ekki inn að öllu óbreyttu,“ sagði Dóra Björk. Hún væntir þess að nið- urstöður um hvað þurfi að gera liggi fyrir sem allra fyrst. Hvernig er staðan með fiskiskip, útflutning og aðföng? Það er mikil starfsemi við höfnina og er Vest- mannaeyjahöfn ein af stærstu höfn- um landsins þegar horft er til um- svifa. „Þetta stendur stundum tæpt eins og sýndi sig nú fyrr í mánuðinum þegar inni voru þrjú flutningaskip, þrjú uppjávarskip biðu löndunar og var verið að landa úr tveimur. Fyrir utan beið flutningaskip eftir að kom- ast inn. Allt stór skip þannig að það var þröng á þingi og mikið að gera. Það að hafa ekki nema 2.000 metra af bryggjuköntum var vandamál þenn- an dag og þegar horft er til framtíðar þurfum við að huga að meira plássi til að geta aukið enn frekar við um- svifin. Þá erum við núna að undirbúa komandi loðnuvertíð. Stór hluti af loðnukvótanum er á höndum útgerða í Vestmannaeyjum. Vertíðin stendur stutt og því mikið í húfi að allt gangi upp,“ segir Dóra hafnarstjóri og að síðustu: Höfnin er okkar auðlind „Að geta þjónustað viðskiptavini hafnarinnar óháð veðri er drauma- staðan. Auðvitað kostar þetta pen- inga en við sem samfélag þurfum að hugsa stórt til að standa okkur í sam- keppni. Fyrirhugað laxeldi í Vest- mannaeyjum þýðir meiri inn- og út- flutning og því verðum við að mæta. Vestmannaeyjar hafa verið síðasta höfn áður en siglt er til Evrópu og því þurfum við að halda. Næsta kyn- slóð fragtskipa verður stærri og um- hverfisvænni og berum við öll ábyrgð í loftslagsmálum. Höfnin er okkar auðlind og við verðum að horfa til framtíðar,“ sagði Dóra hafn- arstjóri. Hugsa stórt til að standast samkeppni - Dóra Björk er nýr hafnarstjóri í Vestmannaeyjum Ljósmynd/Jóhann Sigurður Þórarinsson Umsvif Í Vestmannaeyjahöfn Fragtskip á leiðinni inn, landað úr tveimur uppsjávarskipum, tvö bíða löndunar og eitt fragtskip bíður fyrir utan. Dóra Björk Gunnarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.