Morgunblaðið - 22.11.2021, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. NÓVEMBER 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Greint var frá
því í Morg-
unblaðinu á
föstudag að Norð-
menn íhuguðu nú
að taka undir kröfu
Svía um að ríki Evrópu tækju
upp bann við því að „grafa“ eftir
rafmyntum á borð við bitcoin.
Krafan á rætur sínar í því, að á
sama tíma og ríkin eru að reyna
að ná loftslagsmarkmiðum sín-
um og draga úr útblæstri verð-
ur hlutur „námavinnslunnar“ í
raforkunotkun landanna sífellt
meiri.
Eins og flestar rafmyntir eru
hannaðar verða ekki til nýjar
einingar af myntunum nema
„grafið“ sé eftir þeim, en það
þýðir oftast nær að tölvur séu
látnar leysa sífellt erfiðari
reikningsdæmi til að staðreyna
að um rétta mynt sé að ræða. Í
tilfelli bitcoin, sem er elsta og
langvinsælasta myntin, voru
þessar aðgerðir tiltölulega ein-
faldar til að byrja með og á færi
heimilistölvunnar, en kalla nú á
risavaxin gagnaver sem sinna
engu öðru.
Nú er svo komið, að gröftur
eftir bitcoin á þessu ári hefur
þegar eytt meiri orku en á öllu
síðasta ári. Þá er áætlað að
framleiðsluferlið nú taki um 91
teravattstund af rafmagni á
hverju ári. Það er meiri raforka
en notuð er í Finnlandi, Argent-
ínu eða Hollandi á hverju ári og
vel rúmlega fjórum sinnum
meiri raforka en framleidd er
hér á landi á hverju ári.
Ekki er óeðlilegt
að því sé velt upp
hvort vit sé í þess-
ari orkufreku starf-
semi og það eru
ekki bara Svíar og
Norðmenn sem hafa hugleitt
hvort rétt sé að banna þennan
námagröft, heldur stigu Kín-
verjar skrefið til fulls í sumar,
þó að baki þeirri ákvörðun hafi
ekki legið umhverfissjónarmið.
Á sama tíma hafa „framleið-
endur“ rafmyntanna leitað í sí-
auknum mæli til ríkja með
græna, endurnýjanlega orku,
og er Ísland þeirra á meðal.
Það er þarft að staldra ögn
við og íhuga eðli þessara raf-
mynta, sem hafa sumar hækkað
gríðarlega mikið í verðgildi á
síðustu fjórum árum, þrátt fyrir
að fátt liggi að baki því verð-
mati. Það þekkist enda að
sveiflur á rafmyntamarkaðnum
geta verið gríðarlega miklar, en
sú óvissa hefur ekki komið í veg
fyrir að hálfgert gullgrafaraæði
hafi gripið menn.
Á sama tíma hafa heyrst við-
vörunarraddir frá hagfræð-
ingum um að notagildi rafmynt-
anna sé minna en talið var í
upphafi, þá ekki síst vegna þess
gríðarlega framleiðslu- og orku-
kostnaðar sem nú er farinn að
sliga „námavinnsluna“, Hér á
Íslandi þurfa stjórnvöld því að
hugleiða, líkt og frændþjóðir
okkar eru farnar að gera, hvort
þeirri orku sem fer í þennan
undarlega „námagröft“ sé vel
varið.
Stjórnvöld hér þurfa
að huga vel að fram-
tíð rafmyntanna}
Orkufrekur iðnaður án
verðmætasköpunar?
Kínversk stjórn-
völd hafa ekki
gert sér mikinn
greiða utan land-
steinanna með
framferði sínu
vegna ásakana
tennisstjörnunnar Peng Shuai.
Hún setti fram ásakanir á hend-
ur Zhang Gaoli, þáverandi vara-
forseta Kína, um að hann hefði
nauðgað sér árið 2014. Í fram-
haldinu hvarf Peng skyndilega
og stjórnvöld þurrkuðu fljótt út
ásakanirnar á netinu og lokuðu
fyrir að hægt væri að leita að
nafni hennar á netinu í Kína.
Þótti það ekki nóg, heldur
ákváðu stjórnvöld í Peking
einnig að loka fyrir möguleika
Kínverja til þess að leita á net-
inu að nokkru sem tengdist
tennis-íþróttinni.
Þrátt fyrir ítrekaðar fyrir-
spurnir fjölmiðla létu talsmenn
stjórnvalda sem þeir hefðu aldr-
ei heyrt ásakanirnar, en á mið-
vikudaginn létu kínverskir rík-
isfjölmiðlar loks undan
þrýstingnum og birtu „tölvu-
póst“ sem átti að vera frá Peng
til alþjóðatennissambandsins,
þar sem hún sagði að allar ásak-
anirnar væru
ósannar og að allt
væri í fínasta lagi
með sig. „Tölvu-
pósturinn“ þótti
vægast sagt ótrú-
verðugur, og leit
frekar út fyrir að tilheyra skjali
úr ritvinnsluforriti.
Eftir að Alþjóðatennis-
sambandið og fleiri spurðu að
því hvar Peng Shuai væri að
finna birtist hún skyndilega um
helgina í nýjum myndskeiðum
sem ríkismiðill dreifði. Þar var
bersýnilega um uppstillingu að
ræða, sem sást meðal annars á
því að fólkið sem Peng sat með á
veitingastað ræddi um það
hvaða dagur væri, sem er harla
óvenjulegt umræðuefni.
Enginn utanaðkomandi veit
hvað gerðist síðustu daga í lífi
Peng eða hvað gerist næstu
daga. Hverfur hún aftur? Verð-
ur hún látin draga ásakanir sín-
ar til baka? Það er óvíst, en eftir
stendur að atburðarásin að und-
anförnu er enn ein staðfesting
þess ofríkis sem fólk er beitt í
Kína og þeirrar hörku sem
stjórnvöld þar grípa til telji þau
sér ógnað.
Kínversk stjórnvöld
grípa í gömul ráð til
að þagga niður í
gagnrýnisröddum}
Ótrúverðugt framferði
H
vað gæti Strætó gert, ef eitthvað,
til að þú myndir ferðast (oftar)
með strætó?“ var spurt í net-
könnun meðal könnunarhóps
Zenter-rannsókna, sem fram-
kvæmd var fyrir Strætó bs. fyrr á árinu. 764
svöruðu, fimm sögðu að borgarlínan gæti haft
áhrif til aukningar, eða 0,7% þeirra sem svör-
uðu könnuninni, 1,3% þeirra sem tóku afstöðu
til spurningarinnar.
Það er sláandi áhugaleysi, miðað við alla þá
umræðu sem á sér stað um norgarlínu, að hún
sé fólki ekki ofar í huga hvað varðar mögulega
aukna nýtingu á almenningssamgöngum. Sér-
staklega í ljósi þess að áætlanir borgarlínu-
trúboðsins ganga út á að hlutfall farinna ferða á
höfuðborgarsvæðinu fari úr 4% í 12% við inn-
leiðingu línunnar. 200% aukning á hlutfalli far-
inna ferða er ólíkleg þegar 1,3% svarenda í könnun sjá
ástæðu til að nefna „lausnina“.
Í Staksteinum Morgunblaðsins var vakin athygli á þess-
ari veiku niðurstöðu borgarlínunnar í könnun Strætó bs.
sem aftur kallaði fram viðbrögð upplýsingafulltrúa Strætó
sem fann Staksteinum allt til foráttu.
Vangaveltur og útskýringar upplýsingafulltrúans vöktu
athygli mína. Á netmiðlum var haft eftir facebook-
stöðuuppfærslu hans að spurningin í könnuninni hefði ver-
ið opin og ekki innihaldið sérstaka svarmöguleika. Fólk
hefði því skrifað það sem því lá á hjarta og Zenter svo
flokkað svörin. Tæp 30% svarenda skrifuðu eitthvað á þá
leið að fleiri ferðir myndu hjálpa og önnur tæp
30% nefndu betra leiðakerfi sem lausn.
Þessum tveimur atriðum sem fólk nefnir
sem raunverulega áhrifavalda, þ.e. tíðni ferða
og betra leiðakerfi, er haldið í gíslingu af þeim
sem fara með stjórn þessara mála.
2. október 2018 var samþykkt í borgarstjórn
tillaga um að Strætó æki á 7,5 mínútna tíðni á
háannatímum á stofnleiðum. Í tillögunni segir
að „stefnt skuli að því að leiðir 1, 3 og 6 aki á
7,5 mínútna tíðni frá og með ársbyrjun 2020“.
Nú, rúmum þremur árum síðar, virðist ekkert
bóla á aukinni tíðni ferða á háannatímum.
Hvað veldur? Hentar það ekki borgarlínu-
trúboðinu að núverandi kerfi almennings-
samgangna sé bætt, notendum til hagræðis?
Þá hefur leiðarkerfið ekki verið bætt um
árabil, aðeins flækt með tilgangslausum breyt-
ingum sem notendur hafa kveinkað sér yfir. Það hlýtur
alltaf að vera markmið þeirra sem koma að rekstri al-
menningssamgangna að bæta leiðarkerfið en það hefur
ekki verið ráðist í það af neinni alvöru á undanförnum
árum.
Það er brýnt að bæta almenningssamgöngur á höfuð-
borgarsvæðinu og blasir við að það verður einkum gert
með aukinni tíðni ferða og betra leiðarkerfi. Borgarlínan
nær ekki því markmiði þannig að hvernig væri að ráðast í
breytingar sem einhverju skila – svona til tilbreytingar?
Bergþór
Ólason
Pistill
1,3% sýnir ekki mikla tiltrú á borgarlínu
Höfundur er þingmaður Miðflokksins. bergthorola@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Hólmfríður María Ragnhildard.
hmr@mbl.is
E
inungis einn þingmaður af
þeim fimm sem hlutu
þingsæti vegna endur-
talningar í Norðvest-
urkjördæmi hefur gefið upp hvort
hann muni kjósa eða sitja hjá þegar
kosið verður um uppkosningu í kjör-
dæminu í vikunni.
Umræða og kosning um tillögur
undirbúningsnefndar kjörbréfa-
nefndar eiga að fara fram á Alþingi
næsta fimmtudag en greinargerð um
niðurstöður nefndarinnar verður op-
inberuð á morgun. Að minnsta kosti
þrír möguleikar eru í boði. Í fyrsta
lagi að seinni talning atkvæða í Norð-
vesturkjördæmi standi. Í öðru lagi
uppkosning í kjördæminu og í þriðja
lagi endurtalning kjörseðla.
Ekki eru allir sammála um hæfi
Alþingis til að taka ákvörðun um sitt
eigið lögmæti. Er þá einnig umdeilt
að þeir sem hlutu þingsæti fyrir til-
stilli seinni talningar fái að greiða at-
kvæði um hvort hún eigi að standa
eður ei.
Atkvæði með seinni talningu
Guðbrandur Einarsson, þingmað-
ur Viðreisnar, sem hlaut þingsæti á
kostnað Hólmfríðar Árnadóttur,
frambjóðanda Vinstri-grænna, sér
ekkert því til fyrirstöðu að hann taki
þátt í að kjósa um tillögur nefnd-
arinnar og muni hann greiða atkvæði
því fylgjandi að seinni talning gildi.
„Samkvæmt stjórnarskránni á ég
að kjósa og ég ætla að nýta mér þann
rétt. Það hefur verið sýnt fram á að
þessi seinni talning sé rétt og þess
vegna tek ég þátt í atkvæðagreiðsl-
unni,“ segir Guðbrandur.
Telur hann ekki þörf á að kynna
sér greinargerð undirbúnings-
nefndar þar sem hann hefur þegar
gert upp hug sinn. „Ég ætla ekkert
að fela mig eða skammast mín fyrir
það. Ég ætla að standa með seinni
talningu.“
Bíða eftir niðurstöðum nefndar
Þá hafa þeir Jóhann Páll Jóhanns-
son, Gísli Rafn Ólafsson og Bergþór
Ólason, sem allir fengu þingsæti í
kjölfar endurtalningar á kostnað
annarra þingmanna, ekki gert upp
hug sinn um hvort þeir muni sitja hjá
í atkvæðagreiðslunni á fimmtudag
eða taka þátt í henni. Ætla þeir að
bíða eftir að tillögur og rökstuðn-
ingur undirbúningsnefndar liggi fyr-
ir áður en þeir taka ákvörðun.
„Ég bíð bara eftir að sjá gögnin
eftir þessa tveggja mánaða vinnu.
Mér finnst við hæfi að sjá hvernig
þau liggja,“ segir Bergþór Ólason,
þingmaður Miðflokksins, sem komst
á þing á kostnað Guðmundar Gunn-
arssonar, frambjóðanda Viðreisnar,
eftir seinni talningu.
Guðmundur er einn þeirra sem
kært hafa framkvæmd kosninga og
hefur hann viðrað þá skoðun að vísa
niðurstöðum kosninga til Mannrétt-
indadómstóls Evrópu (MDE), verði
seinni talning látin gilda. Aðspurður
kveðst Bergþór ekki hafa skoðun á
þessum hugleiðingum. „Það er auð-
vitað bara hverjum einstaklingi
frjálst að leita álits þeirra dómstóla
sem eru við hæfi hverju sinni.“
Stenst ekki lágmarkskröfur
Jóhann Páll, þingmaður Samfylk-
ingarinnar, sem komst á þing á
kostnað Lenyu Rúnar Taha Karim
Pírata, kveðst ætla að bíða eftir að
tillögur undirbúningsnefndar verði
ræddar á fundi þingflokksins í dag.
Hann segir það þó ekki munu
koma sér á óvart ef niðurstöðu Al-
þingis verði vísað til MDE.
„Ég hef alltaf gert ráð fyrir að
málið endi fyrir Mannréttinda-
dómstóli Evrópu. Það liggur auðvit-
að fyrir dómafordæmi þaðan, í máli
varðandi kosningar í Belgíu, sem
segir okkur að núverandi fyrirkomu-
lag, þar sem Alþingi sjálft er endan-
legur úrskurðaraðili um gildi kosn-
inga, stenst ekki evrópskar
lágmarkskröfur um rétt fólks til að
taka þátt í frjálsum og lýðræðis-
legum kosningum og fá úrlausn
óháðs aðila um lögmæti þeirra. Þetta
er stjórnskipulegur galli sem þarf að
laga, sama hver niðurstaðan verður í
Norðvesturmálinu.“
Þingmenn fylgi samviskunni
Píratinn Gísli Rafn, sem komst á
þing á kostnað Karls Gauta Hjalta-
sonar, frambjóðanda Miðflokksins,
segir ógerlegt að taka ákvörðun um
kosningu fimmtudagsins án þess að
greinargerð undirbúningsnefndar
liggi fyrir. Hann segir hagsmuni
ávallt vera til staðar í hvert skipti
sem þingmenn taka ákvarðanir og
kjósi um mál, og því sé þetta tilfelli
ekki frábrugðið þeim. Hann segir
þingmenn verða að fylgja sinni bestu
samvisku. „Maður þarf að skoða allt
saman og maður gerir það bara þeg-
ar greinargerðin kemur.“
Orri Páll Jóhannsson, þingmaður
Vinstri-grænna, sem komst inn á
þing á kostnað Rósu Bjarkar Brynj-
ólfsdóttur, kvaðst ekki vilja tjá sig
um sína afstöðu þegar Morgunblaðið
hafði samband.
Segir enga skömm að
standa með talningu
Morgunblaðið/Theódór Kr. Þórðarson
Hótel Borgarnes Undirbúningsnefnd hefur farið í þrjár vettvangsferðir til
Borgarness þar sem aðstæður við talningu atkvæða voru skoðaðar.