Morgunblaðið - 22.11.2021, Page 18

Morgunblaðið - 22.11.2021, Page 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. NÓVEMBER 2021 ✝ Jónína Sigríð- ur Sigfúsdóttir Bergmann fæddist 17. desember 1929 í Flatey á Breiða- firði. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Grund í Reykjavík 8. nóv- ember 2021. Foreldrar henn- ar voru hjónin Sig- fús Hallbjarnarson Bergmann, kaupfélagsstjóri í Flatey, f. 16. ágúst 1887 í Her- gilsey, d. 15. nóvember 1960, og Emelía Jónsdóttir Bergmann húsfreyja, frá Eyvindarstöðum í Blöndudal, Austur-Húnavatns- sýslu, f. 12. desember 1897, d. 7. apríl 1988. Eftirlifandi bróðir Jónínu er Hallbjörn S. Berg- mann, f. 2. nóvember 1932. Sig- fús og Emelía eignuðust einnig tvö börn sem létust nýfædd. Jónína giftist hinn 12. ágúst 1950 í Flateyjarkirkju Jóni Þor- steinssyni, hæstaréttarlögmanni og alþingismanni, f. 21. febrúar 1924 á Akureyri, d. 18. sept- ember 1994. Foreldrar hans voru hjónin Þorsteinn Jónsson, f. 24. desember 1881, d. 25. apr- íl 1966, og Guðrún Guðmunds- dóttir, f. 17. júlí 1894, d. 2. maí 1977, sem bjuggu lengst af á Akureyri. Synir Jóns og Jónínu eru: 1) Sigfús, f. 2. apríl 1951, kvæntur Kristbjörgu Antonsdóttur, f. 12. september 1954. Dætur þeirra eru: a) Emilía Rós, f. 20. ágúst Gagnfræðaskóla Reykjavíkur. Tónlistaráhugi Jónínu kviknaði snemma. Hún byrjaði ung að spila á harmóníku á skemmt- unum í Flatey og syngja í kirkjukórnum. Jónína fékk pí- anó í fermingargjöf og nam síð- ar píanóleik hjá nokkrum af fremstu píanóleikurum lands- ins, m.a. Rögnvaldi Sigurjóns- syni, Ragnari Björnssyni og Margréti Eiríksdóttur. Jónína og Jón bjuggu á Ak- ureyri fram til 1955 er þau fluttu til Reykjavíkur. Eftir að Jón var kjörinn á þing fyrir Al- þýðuflokkinn í Norðurlands- kjördæmi vestra árið 1959 hófst nýr kafli í lífi þeirra með ár- legri sumarbúsetu á Blönduósi. Eftir að þingmennsku Jóns lauk 1971 hófust þau handa við endurbyggingu Bentshúss í samstarfi við Hallbjörn, bróður Jónínu, og frænkur þeirra sem voru eigendur neðri hæð- arinnar. Næstu 20 árin dvöldust Jón og Jónína í nokkrar vikur á hverju sumri í Flatey. Jón og Jónína fluttu 1977 í nýbyggt einbýlishús á Selbraut 5 á Seltjarnarnesi. Nokkrum ár- um eftir að Jón lést flutti Jónína í íbúð á Eiðistorgi 9. Hún spilaði á flygilinn flesta daga og sótti tónleika. Jónína átti góða ævi fram til 90 ára aldurs en þá fór heilsan að gefa sig. Jónína bjó síðustu 17 mánuðina á hjúkr- unarheimilinu Grund. Útför Jónínu fer fram frá Seltjarnarneskirkju í dag, 21. nóvember 2021, og hefst at- höfnin klukkan 11. Gestir verða beðnir að framvísa neikvæðri niðurstöðu úr hraðprófi vegna Covid-19 sem tekið er á við- urkenndum stöðum og er ekki eldra en 48 klst. gamalt. 1982. Maður henn- ar er Atli Rafn Björnsson, f. 8. febrúar 1979, og eru börn þeirra Baldur Leó, f. 2011, Ágúst Kári, f. 2013, og Ástrós María, f. 2020. b) Anna Katrín, f. 9. nóvember 1987. Maður hennar er Gísli Örn Kjart- ansson, f. 21. mars 1983, og eru börn þeirra Jón Emil, f. 2017, og Karítas Anna, f. 2021. 2) Jó- hannes Gísli, f. 1. apríl 1963. 3) Þorsteinn, f. 14. september 1964. Fyrrverandi kona hans er Julan White, f. 20. ágúst 1968, og eru börn þeirra: a) Sóley Jul- an, f. 25. maí 1992, og er maður hennar Benjamin Cooley, f. 4. desember 1987, b) Jónína Julan, f. 22. ágúst 1994, og c) Víkingur Julan, f. 21. desember 1997. Fósturbörn Þorsteins eru Alex- andru J. Ciunga, f. 27. maí 2002, og Maria J. Ciunga, f. 28. október 2003. 4) Jón Gunnar Jónsson, f. 10. apríl 1968. Fóst- ursonur Jóns og Jónínu er Tóm- as G. Guðmundsson, f. 14. júní 1962, kvæntur Evu Bliksted Jensen, f. 4. september 1960. Dóttir þeirra er Nína Björk, f. 22. ágúst 1997. Jónína ólst upp á heimili for- eldra sinna á efri hæð Bents- húss í Flatey. Hún stundaði nám við barnaskólann í Flatey, Hér- aðsskólann á Laugarvatni og Jónína, amma mín, fæddist í dimmasta skammdeginu í des- ember árið 1929 í Bentshúsi í Flatey á Breiðafirði. Skömmu áður hafði Sigvaldi Kaldalóns, læknir og tónskáld, flutt frá eynni og þar var læknislaust. Því var ljósmóðir sótt á báti alla leið inn á Skarðsströnd. Amma ólst upp á ástríku myndarheim- ili foreldra sinna í Bentshúsinu. Faðir hennar var kaupfélags- stjóri, ættaður úr Breiðafirðin- um, og móðir hennar kvenskör- ungur úr Húnavatnssýslu. Amma var stolt af uppruna sín- um og þekkti ættir sínar vel. Gestrisni og myndarskapur voru henni í blóð borin. Heim- ilið í Bentshúsi var mjög gest- kvæmt, stóð öllum opið og nutu þess margir. Þannig var það einnig hjá ömmu Jónínu og afa Jóni. Amma var framúrskarandi gestrisin og rausnarleg. Hvort sem um var að ræða veislur eða hversdaglegt kaffi var dúklagt borð með postulíni, kristalsglös- um og silfurborðbúnaði til stað- ar. Amma var stolt húsmóðir sem stýrði heimili þeirra afa með miklum myndarbrag, en það taldi auk hennar og eig- inmanns fimm syni þegar mest var. Hún þoldi hvorki óreiðu né óreglu og gerði kröfu um að all- ir mættu í kvöldmat á réttum tíma. Amma var sjálf afar stundvís en hún hafði eldhús- klukkuna sína alla tíð stillta fimm mínútum á undan réttri klukku. Hún tók sér aldrei frí- dag eða lagðist veik en hún kom karlaveldinu á heimilinu á óvart eitt sinn með því að fara í verk- fall á kvennafrídaginn 1975. Þá hafði hún þó eldað fyrir fram of- an í mannskapinn og sett mat- inn í ísskápinn. Amma var hrein og bein og sagði hlutina gjarnan eins og þeir voru. Hún var með afbrigð- um dugleg og drífandi en að hennar mati voru margir illa haldnir af leti og seinir til verka. Amma hikaði ekki við að fara sjálf upp í stiga og mála þakið á Selbrautinni þegar þess þurfti. Í eitt skiptið ætlaði afi að vera traust hjálparhella og halda við stigann en þegar ömmu varð litið niður hafði afi hallað sér upp að stiganum og fengið sér blund. Þá var það ömmu líkt að vera mætt sam- dægurs norður til Akureyrar þegar ég fæddist. Hún ætlaði að fá sér far með flutningabíl í há- deginu en eftir fortölur frá afa lét hún duga að fljúga með kvöldvélinni. Amma var glæsileg kona, smekkleg og fylgdist alla tíð vel með með nýjustu tísku, hvort sem var í fatnaði, húsbúnaði eða matargerð. Hún var mikil dama og hjá henni voru manna- og borðsiðir í hávegum hafðir. Amma var ávallt létt í lund og ljúf og kvartaði aldrei undan neinu, nema minnistapi síðustu árin. Hún var mannblendin og það var skemmtilegt að vera í kringum hana. Amma Jónína var fastur punktur í tilveru minni. Hjá henni stóðu dyrnar ávallt opnar og þar var gott að vera. Hún sýndi barnabörnunum ómælda ást, hlýju og væntumþykju og færði okkur rausnarlegar gjafir. Amma hvatti okkur áfram í hverju því sem við tókum okkur fyrir hendur. Þegar við systur vorum báðar í tónlistarnámi mætti amma til að mynda á alla nemendatónleika hjá okkur og var kaffiboð hjá henni fastur liður að tónleikum loknum líkt og ekkert væri sjálfsagðara. Það voru sannkölluð forréttindi að eiga hana að. Takk fyrir allt, elsku amma. Anna Katrín Sigfúsdóttir. Margs er að minnast þegar kvödd er mikil og góð vinkona og dásamleg manneskja eins og amma á Nesi var. Amma var mikil tónlistar- kona. Hún þráði ung að læra á píanó. Fyrstu árin lærði hún á orgel þar sem ekki var til píanó á heimili hennar í Flatey. Hún fékk svo sitt langþráða píanó í fermingargjöf og þá hófst löng vegferð hjá ömmu og píanóinu sem stóð þar til heilabilun náði yfirhöndinni í lífi hennar fyrir rúmum tveimur árum. Þessi vegferð veitti henni mikla ánægju en kostaði einnig innri átök og fórnir. Árum saman æfði hún sig marga klukkutíma á dag. Eftir að hún flutti til Reykjavíkur 25 ára gömul hóf hún píanónám fyrir alvöru og lærði hjá Ragnari Björnssyni, Rögnvaldi Sigurjónssyni og lengst af hjá Margréti Eiríks- dóttur. Hún lagði sig alla fram við námið, á sama tíma og hún kom öllum strákunum sínum til manns og sinnti heimilinu af einstökum myndarskap. Amma spilað aldrei opinber- lega en naut þess að spila á flygilinn heima í stofu nánast alla daga ársins. Hún hlustaði á tónlist heima við daglega og sótti reglulega tónleika. Hún sótti meðal annars tónleika hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands í yfir 60 ár. Helst vildi hún fara á tón- leika þegar píanóið var í aðal- hlutverki og flutt voru verk eft- ir Beethoven og Chopin, en það voru hennar uppáhaldstónskáld. Amma fylgdist vel með og var áskrifandi að tónlistartímarit- unum Gramophone og Piano um árabil og hafði sérstakan áhuga á að fylgjast með ungum og upprennandi píanóleikurum. Amma á stóran þátt í því hver ég er í dag. Ég á óteljandi minningar af okkur saman, margar tengjast tónlistinni sem við áttum sameiginlega. Við fór- um saman á fjöldann allan af tónleikum innanlands og utan, helst til að hlusta á fræga pí- anóleikara. Hún studdi mig af alhug í gegnum allt mitt tónlist- arnám og eins þegar ég hóf feril minn sem flautuleikari. Hún mætti á flestalla tónleika mína frá því að ég var lítil stelpa að hefja nám á flautu og þar til fyrir rúmum tveimur árum þeg- ar hún kom síðast á tónleika hjá mér. Í barnæsku minni hélt hún myndarleg kaffiboð eftir flesta tónleika sem ég lék á. Amma vílaði ekki fyrir sér að mæta til London á tónleika hjá mér, þræða Harrods og Selfridges í leit að fínum tónleikaskóm fyrir ömmustelpuna og þá dugði ekk- ert minna en Prada. Frá námsárum mínum hér heima er tónstigahelgin mikla mér alltaf minnisstæð. Þá var ég 13 ára og hafði eitthvað trassað að læra tónstigana mína og var að renna út á tíma. Þá flutti ég bara til ömmu yfir eina helgi og hún sat yfir mér og hjálpaði mér að læra þetta allt. Á milli æfinga bar hún í mig mat og kökur og handleggirnir voru baðaðir í heitu vatni og nuddaðir eftir átökin. Þetta hófst og hafa tónstigarnir ekki vafist fyrir mér síðan þá. Hún kynnti mig fyrir tónlist J.S. Bach en eitthvað leist mér ekki á hana til að byrja með en þá greip amma til sinna ráða og síðan þá hefur Bach verið eitt af mínum uppáhaldstónskáldum. Með hjartans þökk fyrir allt það góða sem þú kenndir mér. Hvíl í friði elsku amma mín. Emilía Rós Sigfúsdóttir. Það eru sönn forréttindi að hafa þekkt Jónínu frænku mína og vinkonu alla ævi. Frá því ég man eftir mér var alltaf kaffi- boð á sunnudagseftirmiðdögum á Selbrautinni hjá Jónínu og Jóni manni hennar, með okkur mömmu, langömmu Emelíu og Möggu systur Jóns. Ég átti djúp og sterk tengsl við Emelíu langömmu og Jón- ínu. Þetta voru sterkar, hlýjar, greindar og skemmtilegar kon- ur. Eftir því sem ég eltist og varð fullorðin dýpkaði vinátta okkar Jónínu enn frekar. Við áttum regluleg „deit“ á kaffi- húsum og veitingastöðum þar sem nákvæmlega allt var til um- ræðu. Hvort sem það voru stjórnmál, trúarbrögð, dægur- menning, eða uppáhaldið okkar, óperur, þá kom maður aldrei að tómum kofunum hjá þessari elsku frænku minni. Ekki bara hafði hún búið sér og manni sín- um glæsilegt heimili og alið upp fyrirmyndarsyni, heldur nálgað- ist hún öll umræðuefni og mál- efni með skilningi, eðlislægri forvitni og víðsýni. Það var svo gaman að spjalla við hana og ég held að allir á Mokka hafi snúið sér við þegar við uppgötvuðum okkar sameiginlegu og einlægu ást á Mariu Callas. „Nei í al- vöru! Þú líka?“ barst út á Skóla- vörðustíginn. Næstu jól og af- mæli gengu Callas-geisladiskar og -dvd-diskar á milli okkar vin- kvennanna. Okkar djúpa teng- ing og einlæga vinátta er nokk- uð sem ég mun búa að alla ævi. Ég mun sakna Jónínu minnar það sem eftir er, hún var ein- stök. Ég fæ þér aldrei fullþakk- að fyrir allt, elsku Jónína mín. Hvíldu í friði. Lízella. Það var mikil upplifun og æv- intýri að kynnast Jóni Þor- steinssyni og Jónínu Bergmann þegar ég var unglingur. Þau tóku mér ávallt vel en við Jón Gunnar höfum verið nánir vinir síðan í MR og samtíða miklu fyrr og æ síðan. Þau voru sann- kallað fjölskyldufólk og stolt af afkomendum sínum, Jóa, Fúsa, Nóna, Steina og Tomma sínum og svo öllum barnabörnunum sem Fúsi og Kibba sáu mest um að framleiða af dugnaði og feg- urð. Stolt var hún Jónína af strákunum sínum og elskaði þá, dáði og hvatti óspart til dáða og lét þá líka heyra það, stundum „vel“ ef þurfti. Ég hafði mjög gaman af að heimsækja Jónínu á um sex ára tímabili þegar Nóni var erlendis að sinna fjár- málamörkuðum í New York og svo í Hong Kong, löngu fyrir öll bankahrunin, þau komu síðar. Þá var ég að kaupa fyrir Nóna eitt og eitt málverk á málver- kauppboðum og víðar. Og fór svo með þau til Jónínu sem geymdi þau „fyrir strákinn“ … Jónínu fannst oft málverkin góð og ég man sérstaklega eftir mynd eftir Kristínu Jónsdóttur, keypt hjá Fold, og líka verki sem er fyrsta þekkta olíumál- verk Muggs. En þetta er fyrir 20 eða fleiri árum. Hún var al- veg heilluð af þessum myndum enda falleg verk, sannkallaðir molar. Jónína gat verið svolítið stríðin og gerði nú stundum góðlátlegt grín að Nóna sínum, en það var allt trúnaðarmál okkar Jónínu og er enn og verð- ur. Hugur Jónínu var alltaf í Flatey á Breiðafirði enda fædd- ist hún þar og ólst upp í því mikla stórveldi sem Flatey var þá. Og faðir hennar var stór- grósser og allt í öllu í Flatey á þeim tímum. Ég var ungur mað- ur mörg sumur í Flatey og mik- ið ræddum við Jónína um Flat- ey og ákveðin straumhvörf urðu þegar hún ákvað að fara ekki þangað fyrir nokkuð mörgum árum. Ég náði ekki að hitta Jónínu síðari árin og veit að hún átti erfiðan tíma í veikindum sínum. Ég tel mig gæfumann að hafa kynnst Jónínu og þakka henni fyrir að taka mér ávallt vel, og allan fróðleikinn og lífsráðin sem hún gaf mér. Sem ég hef reynt að fara eftir. Ég vil að lokum votta allri stórfjölskyldunni innilega sam- úð frá mér, Sirrý konu minni og dóttur okkar Ragnheiði Björk. Blessuð sé minning Jónínu Bergmann. Ari Gísli Bragason. Látin er í hárri elli frænka mín Jónína Sigfúsdóttir Berg- mann. Við Jónína vorum systk- inabörn, en Emelía móðir henn- ar og Þorsteinn faðir minn voru systkin, fædd og uppalin á Ey- vindarstöðum í Blöndudal í Austur-Húnavatnssýslu. Þar bjuggu þá afi okkar og amma, Jón Jónsson og Ósk Gísladóttir. Ósk var 22. af 23 börnum þeirra Gísla Ólafssonar og Elísabetar Pálmadóttur. Emelía eða Emma frænka eins og hún var kölluð í fjöl- skyldunni var elst þeirra sex Eyvindarstaðasystkina. Hún fluttist snemma úr sveitinni og giftist Sigfúsi Bergmann Hall- björnssyni sem lengi var kaup- félagsstjóri í Flatey á Breiða- firði. Þar átti því Jónína sitt bernsku- og æskuheimili. For- eldrar mínir bjuggu aftur á móti á æskuslóðunum og var því langt á milli fjölskyldnanna og samgangur nánast eingöngu bréflega. Ég man því fyrst eftir Jónínu þegar ég var sex ára gamall. Það var árið 1944, þegar hún kom í heimsókn til okkar með Emmu móður sinni og Hallbirni bróður sínum. Að ferðast frá Flatey alla leið norð- ur í Húnaþing var á þessum árum líkt og að ferðast til út- landa í dag. Árið 1950 giftist Jónína Jóni Þorsteinssyni, lögmanni og síð- ar alþingismanni. Hófu þau bú- skap á Akureyri þar sem Jón rak lögmannsstofu. Haustið 1953 settist ég í landsprófsdeild Menntaskólans á Akureyri. Jón- ína hafði frétt af mér, hafði fljótlega samband og varð ég tíður gestur á heimili þeirra hjóna. Einhverju sinni barst í tal að ekki væru kennarar í MA yfir sig hrifnir af færni minni í stærðfræðinni. Jónína, sem allt- af var lausnamiðuð, sagði þá við Jón að hann hefði bara gott af að rifja upp fræðin en hann var raunar meira en meðalmaður á því sviði. Og honum tókst að troða nægilegri visku í hausinn á stráknum þannig að það nægði til að standast próf. Haustið 1958 hélt ég til náms til Þýskalands en Jón og Jónína voru þá flutt til Reykjavíkur. Ég átti heimili á Blönduósi á þeim árum og var oft á ferðinni í fríum. Ósjaldan gisti ég hjá þeim hjónum og naut þeirra fá- dæma gestrisni. Þegar ég svo að loknu námi þurfti að fjár- magna atvinnutækin var ekki verra að þekkja einhvern sem var kunnugur í þeim frumskógi sem bankakerfið var á þeim tíma. Og þegar við hjónin höfð- um stofnað heimili og fórum að fjölga mannkyninu urðu þau Jón og Jónína okkur samstiga í því ferli þrátt fyrir nokkurn ald- ursmun. Þau urðu fjölmenn barnaafmælin í Stóragerðinu á þessum árum. Ekki verður minnst á Jónínu án þess að nefna tónlistina. Á því sviði hafði hún mikla ástríðu og sérstaklega fyrir píanóinu, sem hún lék á fram á síðustu ár. Hún átti reyndar ekki langt að sækja tónlistaráhugann því að hann var bókstaflega inn- brenndur í þau Eyvindarstaða- systkin. Ég minnist þess varla að hafa hitt Jónínu án þess að rætt væri um tónlist. Stolt var hún og ánægð með afkomendur sína en þó sérstaklega þegar arfberar tónlistarinnar sýndu sig, sem þeir hafa heldur betur gert. Kæra frænka, ég veit að á öðru tilverustigi munt þú lifa áfram í músíkinni og þá auðvit- að með Eyvindarstaðaættingj- unum. Þar er sko ekki í kot vís- að. Farðu vel! Hængur Þorsteinsson. Jónínu hef ég auðvitað þekkt alla tíð því hún var gift Jóni móðurbróður mínum löngu áður en ég fæddist. Fyrstu minning- ar eru frá því að við fórum í heimsókn til þeirra í Miðtún og svo man ég líka eftir að hafa heimsótt fjölskylduna á Blöndu- ósi þar sem Jónína og Jón dvöldu að sumarlagi meðan Jón var þingmaður Norðurlands vestra. Þegar tengdaforeldrar hennar, afi minn og amma, fluttu frá Akureyri á Hrafnistu í Reykjavík sinnti hún þeim vel og bauð þeim oft í sunnudags- mat. Þegar móðir mín þurfti að liggja á spítala í nokkrar vikur vegna meðgöngu var ég sendur í fóstur til Jónínu inn í Njörva- sund og undi hag mínum vel. Alltaf var gott að borða og kök- ur með kaffinu. Þótt ég væri bara átta ára vandist ég þarna á að fara einn á bókasafnið í Sól- heimum og tók við það áralangt ástfóstur. Jónína var mikil hús- móðir og þegar mamma var þrí- tug viðraði Margrét móðursyst- ir mín áhyggjur af því við Jónínu að mamma myndi ekki ráða við veisluhöldin. Jónína eyddi því tali en tók að sér að sjá um smurbrauðið í veislunni og höfðu veislugestir varla smakkað annað eins góðgæti. Gestrisni Jónínu var með ein- dæmum og þó að gustaði af hús- móðurinni fann maður alltaf að maður var velkominn. Eftir að Jónína og Jón fluttu í Stóra- gerði og við bjuggum í Safa- mýrinni heimsótti ég þau reglu- lega þó að erindið væri ekki annað en að spjalla við Jónínu og setjast inn í herbergi og lesa Árna í Hraunkoti. Páll bróðir minn varð líka nokkrum árum seinna heimagangur hjá Jónínu. Hann stóð í blaðaútgáfu með Jóhannesi Gísla og Tomma og Þorsteinn og Jón Gunnar stóðu líka í blaðaútgáfu með sínum vinum. Ekki dró það úr traffík- inni á ritstjórnarskrifstofunni að Jónína sá um að allir hefðu þar nóg að bíta og brenna. Seinna þegar þau Jón fluttu á Seltjarnarnesið átti skáklistin hug ungra manna og þá var auðvitað sjálfsagt að skákmót væru haldin heima hjá þeim. Magga frænka og Jónína náðu vel saman og mömmu þótt gott að sækja stuðning til Jónínu. Man ég eftir því þegar mamma var í aðhaldi að Jónína vildi fá hana vikulega vestur á Nes til vigtunar. Hlakkaði mamma til þessara heimsókna þó að ekki gætu þær talist líkar mágkon- urnar. Jónína var rösk og ákveðin og þótti mér það nokk- ur tilbreyting frá því hæglæti sem ríkti á mínu heimili. Ég var líka hrifinn af því hvað Jónína var góður bílstjóri en á hennar heimili var Saab í mestu uppá- haldi. Ég sá minna af Jónínu í seinni tíð en það var alltaf gam- Jónína S. Bergmann

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.