Morgunblaðið - 22.11.2021, Side 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. NÓVEMBER 2021
✝
Helgi Valtýr
Sverresson
fæddist 4. febrúar
1952 á Akranesi.
Hann lést 8. nóv-
ember 2021.
Foreldrar hans
voru Sverre Helgi
Valtýsson, f. 1923,
d. 1989, og Nanna
(Dúa) Sigurð-
ardóttir, f. 1922, d.
1989.
Systkini Helga eru Sigurður
Sveinn, f. 1957, og Auður Edda,
f. 1961.
Eftirlifandi eiginkona Helga
er Vilborg Teitsdóttir, f. 1956.
Börn þeirra eru: 1) Elsí Rós, f.
20. maí 1976, gift
Dagbjarti Kr.
Brynjarssyni, þau
eiga tvö börn,
Emmu Vilborgu og
ónefndan dreng. 2)
Sverre Valtýr, f. 11.
ágúst 1987, giftur
Maríu Björgu
Magnúsdóttur, þau
eiga tvö börn, Jóel
Breka og Sigurrós
Ylfu.
Helgi var röntgentæknir að
mennt og starfaði lengst af á
Borgarspítalanum.
Jarðarförin fer fram frá
Digraneskirkju í Kópavogi 22.
nóvember 2021 klukkan 13.
Helgi bróðir minn var kannski
aldrei sérlega upptekinn af bók-
menntum. Í mínum hugsa náði
hann engu að síður að sameina
tvær gerólíkar skáldsagnaper-
sónur í sjálfum sér.
Önnur sögupersónan var hinn
hugrakki Jónatan í sögu Astrid
Lindgren, Bróðir minn ljóns-
hjarta. Hin var Don Kíkóti úr
samnefndri skáldsögu Cervan-
tes.
Helgi barðist af hugrekki Jón-
atans við hverja þrautina á fætur
annarri. Neitaði að gefast upp.
Ríghélt í lífið þótt gæði þess væru
æ naumar skömmtuð. Vonlaus
barátta hans minnti um leið
óneitanlega á söguna af Don Kí-
kóta þar sem hann barðist við
vindmyllurnar.
Helgi fór í ótal teygjustökk til
heljar og til baka aftur. Þegar á
leið trosnaði teygjan smám sam-
an og brast að lokum.
Eftir stendur mynd af hjarta-
hlýjum stóra bróður, sem af ótrú-
legu æðruleysi neitaði að sleppa
takinu á lífinu. Lífinu, sem lék
hann samt svo skelfilega grátt í
meira en tvo áratugi.
Helgi var bróðir minn ljóns-
hjarta.
Sigurður Sveinn.
Minningarnar úr æsku minni
tengjast elsku Helga frænda
mikið þar sem ég dvaldi oft og
stundum lengi heima hjá Dúu
frænku og Sverre á Akranesi.
Ég var að verða tveggja ára
þegar Helgi fæddist. Mikil vin-
átta var á milli heimila okkar
enda Dúa systurdóttir pabba.
Ég á mynd af mér tveggja ára
og hann u.þ.b. þriggja mánaða á
gólfinu heima á Laugateig.
Helgi var mér alla tíð góður
vinur. Veit ekki hvernig það var
fyrir hann að fá algjöra dekur-
dúkku frænku sína í heimsókn.
Hann var alltaf til í að gera alla
hluti sem mér datt í hug og t.d.
héldum við skírn á dúkkunum
mínum og pabbi hans tók myndir
af því; Helgi með prestakraga (al-
vöru) og ég hélt dúkkunum undir
skírn. Og ég mun aldrei gleyma
hvað hann og fjölskylda hans
gerðu fyrir jólin 1964 þegar ég
fékk að dvelja hjá þeim í nokkra
daga og taka þátt í jólaundirbún-
ingi.
Helgi frændi fékk erfitt hlut-
skipti í lífinu, að takast á við
óbærileg veikindi, en við hin
horfðum á og fylgdumst með úr
fjarlægð, þvílík harmsaga og
ótrúlegur lífsvilji hans.
Elsku Auður Edda, Siggi og
fjölskyldur, innilegar samúðar-
kveðjur til ykkar.
Elsku Vilborg, Elsí Rós,
Sverre og fjölskyldur, þið eruð
það besta sem frændi átti.
Innilegar samúðarkveðjur frá
okkur Lúlla.
Sigrún Böðvarsdóttir.
Fyrir nærri fjörutíu árum varð
til hópur gamalla og nýrra vina
sem ákvað að hittast reglulega.
Úr varð matarklúbbur sem síðar
fékk nafnið Depra og hafði það að
markmiði að borða saman, fara í
bústaðaferðir og utanlandsferðir.
Í hópnum voru fern hjón, þar á
meðal Helgi og Vilborg. Sam-
verustundirnar urðu ófáar og eig-
um við margar skemmtilegar
minningar, þar sem Helgi var
alltaf hrókur alls fagnaðar,
manna hressastur með hávaða,
galsa og gleði. Allir sem hafa um-
gengist Helga muna eftir tilbún-
um lúðrablæstri, hnyttnum til-
svörum og hlátrasköllum. Aldrei
var lognmolla þar sem Helgi var
og oft fékk hópurinn augngotur
og glott frá nærstöddum, fyrir
gauragang og gleði.
Allt of snemma fór Helgi að
kenna alvarlegs heilsubrests og
urðu samverustundirnar smám
saman færri og rólegri. Þrátt fyr-
ir veikindin heyrðum við Helga
aldrei kvarta en með „gálgahúm-
or“ gerði hann grín að ástandi
sínu. Í veikindum Helga hefur
Vilborg staðið eins og klettur við
hlið hans, stutt hann, hvatt og
leitt áfram í erfiðleikunum. Aftur
er höggvið skarð í hópinn okkar
en fyrir fjórtán árum lést Villi
sem var einn af hópnum og nú
eru bernskuvinirnir Helgi og Villi
örugglega eitthvað að prakkarast
saman í Sumarlandinu.
Helgi var mikil félagsvera og
tók þátt í störfum ýmissa félaga-
samtaka en þar áttu skátarnir
stærstan sess í hjarta hans. Með
skátunum starfaði hann frá
barnsaldri og meðan heilsa entist
til. Í anda skátanna var hjálpsemi
og nærgætni ávallt í fyrirrúmi og
var hann góður lagsmaður.
Elsku Vilborg og fjölskylda,
við vinirnir sendum okkar inni-
legustu samúðarkveðjur til ykkar
allra. Við vitum að söknuður ykk-
ar er mikill en minningin um góð-
an dreng sem Helgi var mun lifa
lengi meðal okkar allra.
Aðalheiður, Anna Rósa,
Halldór, Georg og Jensína.
Helgi vinur okkar hefur nú
fengið hvíld eftir langvinn veik-
indi. Hann tók þeim sjúkdómum
sem hrjáðu hann af aðdáunar-
verðri rósemi og æðruleysi,
kvartaði ekki og lét mótlætið
aldrei buga sig.
Í lífi Helga hefur skátahreyf-
ingin komið mjög við sögu, en
hugmyndafræði hennar var
sterkur þáttur í lífssýn og áhuga-
málum hans. Hann kynntist Vil-
borgu konunni sinni á vettvangi
skátanna og börn þeirra, Elsí Rós
og Sverre Valtýr, tóku þar þátt
frá unga aldri. Í veikindunum hef-
ur það verið gæfa Helga að eiga
þau að, en þau hafa alltaf staðið
eins og klettar við hlið hans.
Helgi hefur alltaf verið ein-
stakur og á unglingsárum kom í
ljós að hann var engum líkur.
Fyrir þá sem voru með honum í
skátastarfinu á Akranesi voru
samveran, útilegurnar og skáta-
mótin ógleymanleg. Þarna var
lagður grunnur að ævilangri vin-
áttu margra sem hafa síðan
tengst sterkum böndum. Helgi
hafði á þessum tíma verið í MA á
Akureyri og var nokkrum árum
eldri en stór hluti hópsins. Hann
hafði sérstakan húmor, var kvik-
ur í hreyfingum, hraðmæltur og
með óborganlega orðaleiki á
vörum. Hann gat hermt eftir nán-
ast öllu, hvort sem það voru fugla-
hljóð, trompetleikur, kappakstur
eða kakóvélin á Mokka. Best
þótti hann þó ná sér upp við að
syngja og flytja lög hljómsveita
eins og Led Zeppelin, með öllu
sem tilheyrði. Það var alltaf
skemmtilegt þar sem Helgi var.
Helgi varð snemma ábyrgur
fjölskyldufaðir. Hann bjó að mik-
illi lífsreynslu eftir að hafa unnið
lengi framan af ævi á spítölum,
en hann var menntaður röntgen-
tæknir. Þau Vilborg voru vina-
mörg og á heimili þeirra var oft
töluverður gestagangur, alltaf
mikið spjallað og nóg heitt te á
katlinum. Helgi hafði mótaða lífs-
sýn og ákveðnar skoðanir, sem
hann hélt á lofti. Hann var að eðl-
isfari ótrúlega lífsglaður, en líka
hlýr og mikill vinur vina sinna,
sanngjarn og sjálfum sér sam-
kvæmur.
Þau eru orðin mörg árin og
margs að minnast. Eitt af því sem
situr sterkt í minningunni eru all-
ir aðfangadagsmorgnarnir á
heimili Helga og Vilborgar, en við
höfum hist þar um árabil fjöl-
skyldur nokkurra vina. Þar var
glatt á hjalla, góður jólamatur og
skipst á óvenjulegum smágjöfum
sem þurfti að geta upp á til hvers
væru notaðar. Aðrir stórir þættir
í samverunni voru m.a. sunnu-
dagsbrönsar og ferðir innanlands
og erlendis. Í áraraðir hittust svo
fjölskyldurnar í stórum hópi eldri
skáta í útilegum í Skorradal um
verslunarmannahelgar.
Við viljum að leiðarlokum
senda Vilborgu, Elsí Rós, Sverre
Valtý og fjölskyldum þeirra okk-
ar innilegustu samúðarkveðjur,
með þökkum fyrir nána vináttu
og góðar samverustundir.
Þorvaldur og Guðrún.
Hann Helgi okkar var engum
líkur. Hann var fyrirferðarmikill
unglingur þegar við kynntumst
honum í skátunum, allt fór á
hreyfingu í kringum hann. Hann
var hávaðasamur, uppátækja-
samur, nýjungagjarn, hann hafði
blæti fyrir alls konar nýjungum
og misnytsamlegum áhöldum og
dóti. Helgi gat verið hávær, hann
gat brostið í söng á endurteknum
línum úr þekktum söngtextum
sem hann hafði íslenskað á sinn
einstaka hátt. Hann hermdi eftir
heilli lúðrasveit og var sérfræð-
ingur í hljóðum alls konar véla og
tækja s.s. kaffivélarinnar á Mokka
og hárúðaragræjunnar hjá Jóni
rakara. Hann var skemmtilegur
og áberandi og laðaði að sér fólk
hvar sem hann var. Hann var
gjarnan hreyfiafl ýmissa uppá-
tækja.
En fyrir okkur var Helgi fyrst
og fremst góður og traustur vinur
og saman höfum við allt frá ung-
lingsárum farið í gegnum súrt og
sætt og fyrir hverja þá stund er-
um við þakklát. Með Helga og
okkar kæru Vilborgu, Elsí og
Sverre eigum við fjölskyldan
margar og stórar minningar og
sama má segja um okkar stóra
vinahóp sem hefur tengst sterk-
um vinaböndum frá því í skátun-
um á unglingsárunum.
Helgi hafði mikil áhrif á okkur
sem yngri vorum með uppátækj-
um sínum, gleði og tryggri vin-
áttu. Að fylgja honum í gegnum
áföllin sem hann hefur orðið fyrir
hefur ekki síður haft áhrif á okkur
og höfum við séð inn í heim sem er
okkur flestum framandi. Ítrekað
höfum við spurt okkur hvað er
hægt að leggja á einn mann og
hvernig getur nokkur maður stað-
ið slíkt af sér.
Minningar um samveruna á að-
fangadagsmorgun sem hefur ver-
ið nánast óslitin í yfir þrjátíu ár
eru okkur nú afar dýrmætar.
En í langan tíma hefur lífshlaup
Helga verið honum afar erfitt og
átakamikið vegna alvarlegra veik-
inda. Veikindi sem hafa á allan
hátt haft mikil áhrif á hann per-
sónulega og hans nánustu. Æðru-
leysið sem Helgi sýndi í gegnum
hvert áfallið af öðru er einstakt og
styrkurinn sem fjölskyldan sýndi
og tryggðin er engu lík.
Með þakklæti fyrir vináttuna
og öll ævintýrin kveðjum við kær-
an vin sem hefur nú lokið harðri
baráttu sem allt of oft var upp á líf
og dauða.
Jakob Þór og Valgerður (Valla).
Helgi Valtýr
Sverresson
✝
Petra Jóns-
dóttir fæddist
á Siglufirði 25.
mars 1931. Hún
lést á hjúkrunar-
og dvalarheimilinu
Höfða á Akranesi
7. nóvember 2021.
Foreldrar Petru
voru hjónin Helga
Jóhannesdóttir, f.
29.5. 1890, d. 24.11.
1971, og Jón Anton
Gíslason, f. 23.1. 1889, d. 8.5.
1973, sem bjuggu alla tíð í Suð-
urgötu 37 á Siglufirði.
Petra var næstyngst af átta
systkinum. Þau eru Hrönn,
Ragnheiður, Anna Día, Snorri,
Árið 1973 kynntist hún
manni sínum, Ragnari Gunn-
arssyni, f. 17.9. 1929, d. 3.5.
2015, skipasmið og flutti með
honum á Akranes þar sem hún
bjó síðan. Þar starfaði hún á
hjúkrunar- og dvalarheimilinu
Höfða þar til hún fór á eftir-
laun.
Petra eignaðist ekki börn en
börn Ragnars, sem á þessum
tíma voru frá tíu ára aldri til
tvítugs, eru sex; Ragnheiður,
Rósa, Björn, Gunnar, Elísabet
og Lilja, og barnabörn Ragnars
voru hennar ömmubörn.
Útför Petru fer fram frá
Akraneskirkju í dag, 22. nóv-
ember 2021, klukkan 15.
Streymt verður frá útförinni:
https://www.akraneskirkja.is
Hlekk á streymi má finna á:
https://www.mbl.is/andlat
Jóhannes, Unnur
og Vilborg. Öll lát-
in nema Vilborg.
Petra bjó í rúm
fjörutíu ár á Siglu-
firði. Hún aðstoð-
aði móður sína við
umönnun og heim-
ilishald eftir að fað-
ir hennar fékk
heilablóðfall, en
hann lifði í 20 ár
eftir það áfall.
Petra vann í síldinni eins og
flestir á þeim tíma og hjá Neta-
gerð Jóns Jóhannessonar og var
systkinum sínum innan handar
með barnapössun og fleira. Hún
vann 1972-73 á Skógaskóla.
Það var þríeykið afi, amma og
Petra sem tóku á móti okkur þeg-
ar við komum til sumardvalar á
Siglufirði. Það brást ekki að Petra
var úti í dyrum þegar við rennd-
um í hlaðið. Hún gladdist svo inni-
lega að sjá okkur þótt við blasti að
hún var að fá yfir sig ærslafullan
barnaskara í þetta litla hús til
sumardvalar. Barnabörnin sem
sóttu til afa og ömmu voru tæp-
lega þrjátíu. Í húsi afa og ömmu
var aldrei hastað á neinn. Engar
umvandanir. Kandís var gjarna
lausnin. Auðvitað alltaf þegar
maður átti það skilið en líka þegar
maður átti það ekki skilið. Það var
áhrifaríkast. Petra var ömmu
samstiga og spilaði á okkur eins
og hljóðfæri. Henni fannst við svo
sniðug. Svo aðdáunarverð. Svo
framúrskarandi. Svo þæg.
Að lokinni sumardvöl var
kveðjustundin við þríeykið erfið.
Amma með tár á hvarmi. Það sá á
manni eftir að kyssa afa með
þetta grófa og harðgerða skegg.
Petra fylgdi okkur út á hlað og
veifaði svo lengi sem hún var í
augsýn.
Petra annaðist afa og ömmu
þar til yfir lauk. Það var fyrst þá
sem hún hleypti heimdraganum.
Hún var svo ákveðin í því að njóta
lífsins og stofna sína fjölskyldu.
Draumaprinsinn sinn fann hún í
sex barna einstæðum manni, hon-
um Ragnari Gunnarssyni af
Skaganum. Þau áttu hamingju-
ríkan tíma og Petra átti gott sam-
band við börnin hans og barna-
börn sem hún gerði að sínum.
Þeirra hamingja entist þar til
Ragnar féll frá 2015. Hún saknaði
hans sáran.
Petra tók vel á móti ættingjum
á heimili sínu á Akranesi. Gest-
risni hennar var viðbrugðið. Helst
voru á borðum hjá henni þær
sætabrauðstegundir sem boðið
var upp á á Siglufirði forðum.
Hún var þakklát fyrir heimsóknir
og hvaðeina sem fyrir hana var
gert. Ef hún þurfti að biðja um
greiða eða aðstoð þakkaði hún
fyrir með því að undirstrika:
„Hvað hún amma þín hefði nú
verið ánægð með þig núna.“
Hún hélt til síðasta dags þeim
sið að fylgja gestum, ekki aðeins
að dyrum, heldur út á hlað og
veifaði þar til hún hvarf úr aug-
sýn.
Olga G, Engilbert, Jón HB
og Hlynur Snorrabörn.
Við andlát Petru kemur í hug-
ann lítil jólamynd:
Öll barnabörnin hennar ömmu
Helgu komu í litla húsið á Suð-
urgötu 37 á aðfangadagskvöld,
hvernig sem viðraði. Ég man eftir
því að hafa paufast gegnum snjó-
inn með foreldrum mínum og
systkinum alla leið heim til ömmu
og afa. Þar tók Petra á móti okk-
ur, burstaði af okkur snjó og kom
skóm og yfirhöfnum einhvern
veginn fyrir í þessari litlu for-
stofu. Þegar inn var komið mætti
okkur hópur af börnum og for-
eldrar þeirra því systur Petru og
bræður voru afar iðin við barna-
framleiðslu. Hvernig allur þessi
skari komst fyrir í húsinu er ráð-
gáta. Allir fengu heitt kakó og
kökur. Það var skipst á gjöfum,
gengið kringum jólatré og sungið.
Allir grislingarnir héldust í hend-
ur og gengu í mjög óreglulegum
hring sem liðaðist úr stofunni, inn
í svefnherbergi, aftur inn í stofu,
þaðan í eldhúsið og aftur í stof-
una. Þegar hópurinn stækkaði
var jafnvel farið fram í forstofu,
inn í herbergið „fyrir handan“ og
til baka. Stundum var innri hring-
ur til að allir gætu verið með.
Jólatréð sem Petra hafði skreytt
hafði afi smíðað. Það var tréstofn
með skásettum pinnum sem voru
vafðir með grænum pappírsræm-
um. Á hverri grein var lítil
klemma með skál fyrir kerti svo
það voru lifandi ljós á þessu
glæsilega tré. Seinna áttaði ég
mig á því að það var alltaf einhver
pabbinn úti í horni með vatnsfötu
og blautt handklæði ef ljósadýrð-
in færi úr böndunum. Petra
stjórnaði hringdansinum og sá til
þess að allir væru með. Hún var
jú frænka okkar allra og hennar
er sárt saknað.
Jens Þórisson.
Að alast upp við Suðurgötuna á
Siglufirði voru forréttindi. Móðir
mín og öll systkini hennar fædd-
ust í húsi ömmu og afa við Suð-
urgötu 37. Mamma og pabbi
stofnuðu heimili í húsinu nr. 47 og
á móðir mín þar lögheimili ennþá.
Þar ólumst við systkinin upp og í
minningunni frá uppvaxtarárum
okkar er Petra systir mömmu í
stóru hlutverki. Hún var næst-
yngst af átta systkinum og var
ávallt hjá Helgu ömmu og Jóni
afa og annaðist þau af alúð, en afi
var mikið fatlaður eftir heilablóð-
fall. Oft á leið minni heim úr skól-
anum eftir Suðurgötunni í sigl-
firskum snjóbyl og nálgaðist
húsið þeirra var bankað í eldhús-
gluggann og gardínunni lyft.
Skilaboðin voru að koma strax inn
í ylinn. Á eldhúsbekknum stóð
skrautmálað brauðboxið með
smurðu og nýbökuðu sætabrauði,
heitt vatn sótt á kolaeldavélina og
blandað kakó. Þetta voru mót-
tökur ömmu og Petru. Góðar veit-
ingar og, umfram allt, umhyggja
og ást. Þarna sat maður á stólnum
við kolaeldavélina og fékk ylinn í
kroppinn. Heyrði snarkið þegar
eldurinn logaði í spýtukubbum
sem afi með ótrúlegum viljastyrk
var búinn að saga niður fyrir elda-
vélina og voru þeir allir nákvæm-
lega jafn stórir.
Þær voru miklar vinkonur
systurnar mamma og Petra en
hún kom í heimsókn í kaffisopa á
hverjum degi og þær ræddu mál-
in. Ein af minningum mínum er
sláturtíðin. Systurnar mamma,
Petra og Anna Día „sem var hús-
mæðraskólagengin“ tóku á
hverju ári saman slátur og þá var
nú mikið um að vera í eldhúsinu
heima. Þá var eins gott að vera
ekki nálægt þeim systrum þegar
verið var að verka vambir, sauma,
brytja mör, hræra blóð og hakka
lifur. Eldhúsið var allt undirlagt.
Þá voru þær sko í essinu sínu
þarna systurnar; blóðugar svunt-
ur, svitadropar á enni. Um kvöld-
ið ummm … nýsoðin lifrarpylsa
og blóðmör með sykri. Svakalega
var þetta góður matur! Þetta var
æðislegur tími og samheldni
þeirra systra var mikil.
Eftir að amma og afi féllu frá
fór Petra suður. Hún vildi freista
gæfunnar og var ákveðin í að
njóta lífsins. Fyrst vann hún í
héraðsskólanum á Skógum undir
Eyjafjöllum hjá Snorra bróður
sínum og Olgu en þaðan fór hún í
höfuðborgina, þar sem hún
kynntist Ragnari sínum. Þau
stofnuðu heimili á Akranesi, voru
ávallt ástfangin upp fyrir haus,
allt til enda. Petra átti í góðu sam-
bandi við móður Ragnars og
börnin hans sex, hún starfaði við
umönnun á hjúkrunarheimilinu
Höfða, það starf var henni eðlis-
lægt og eignaðist hún þar marga
góða vini úr hópi starfsmanna og
skjólstæðinga.
Hjónin voru dugleg að ferðast,
innanlands og utan, Petra fór
meira að segja margar ferðir um
hálendið með hópi hestamanna,
nokkuð sem mér hefði aldrei dott-
ið í hug að hún ætti eftir að gera.
Hún ljómaði þegar hún var að
segja magnaðar hestamannasög-
ur með Ragnari sínum og líka frá
ferðalögunum til Noregs þar sem
þau heimsóttu son Ragnars.
Það var alltaf gaman að heim-
sækja Petru og Ragnar á Akra-
nesi; Ragnar sá um hressilegt
spjall og Petra um kaffið, veiting-
arnar og hlýjuna. Þau voru virki-
lega lánsöm hvort með annað.
Ég þakka Petru frænku sam-
fylgdina.
Birgir Ingimarsson,
sonur Lillu.
Petra Jónsdóttir HINSTA KVEÐJA
Til Petru frænku.
Blómin falla, fölskva slær
á flestan ljóma. –
Aldrei hverfur
angan sumra blóma.
Þannig varstu vinur, mér
sem vorið bjarta.
Það sem gafstu
geymist mér í hjarta.
Ilma sprotar, anga lauf,
sem aldrei falla.
Drottinn launi
elskuna þína alla.
(Sigurbjörn Einarsson)
Þorbjörg Þórisdóttir
(Tobba).