Morgunblaðið - 22.11.2021, Page 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. NÓVEMBER 2021
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
.Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
.Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
.Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
.Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
.Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Húsviðhald
Húsaviðgerðir
www.husco.is
Sími 555 1947
Gsm 894 0217
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar 4 Smíðastofa með leiðbeinanda kl. 9-14. Opin vinnustofa
kl. 9-12. Botsía með Guðmundi kl. 10. Spænskukennsla kl. 11. Handa-
vinna kl. 12-16. Félagsvist kl. 12.45. Glervinnustofa kl. 13-16. Hádegis-
matur kl. 11.30-12.30. Heitt á könnunni. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Allir
velkomnir. Sími 411-2600.
Boðinn Leikfimi Qi-gong kl. 10.30. Bingó kl. 13. Myndlist kl. 13. Sund-
laugin er opin frá kl. 13.30-16.
Dalbraut 18-20 Brids kl. 13.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Qi-gong kl. 7-8. Kaffisopi og
spjall kl. 8.30-11. Postulínsmálun kl. 9-12. Morgunleikfimi með Hall-
dóru á RUV kl. 9.45-10. Ganga kl. 10. Hádegismatur kl. 11.30-12.30.
Heimaleikfimi á RÚV kl. 13-13.10.Tálgun með Valdóri kl. 13-15.30.
Félagsvist kl. 13. Síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30.
Garðabær Pool-hópur í Jónshúsi kl. 9. Gönguhópur fer frá Jónshúsi
kl. 10. Gönguhópur fer frá Smiðju kl. 13. Bónusrúta fer frá Jónshúsi kl.
12.40. Brids og tvímenningur í Jónshúsi kl. 12.30-15.30. Stólajóga kl.
11 í Kirkjuhvoli. Vatnsleikfimi Sjálandi kl. 15 / 15.40 og 16.20. Zumba
Gold kl. 16.30.
Gjábakki Kl. 8.30-11.30 opin handavinnustofa. Kl. 9 til 10.30 botsía í
hreyfisal. Kl. 9-11.30 postulínsmálun á verkstæði. Kl. 10.50 til ca 12.15
jóga í hreyfisal. Kl. 13-16 opin handavinnustofa og verkstæði. Kl.
13.15 til ca 15 kanasta í aðalsal. Kl. 16.30-18.30 kóræfing hjá Söng-
vinum í aðalsal.
Grafarvogskirkja Á morgun, þriðjudaginn 23. nóvember, verður
opið hús í Grafarvogskirkju fyrir eldri borgara. Opna húsið er kl. 13-
15. Margt er til gamans gert. Boðið er upp á kaffi og meðlæti að opna
húsinu loknu. Umsjón hefur Sigrún Eggertsdóttir. Kyrrðarstund hefst
kl. 12. Að henni lokinni er hádegisverður gegn vægu gjaldi. Allir hjart-
anlega velkomnir!
Gullsmári 13 Handavinna kl. 9. Qi-gong heilsueflandi æfingar kl. 10.
Handavinna kl. 13. Brids kl. 13. Jóga kl. 17. Félagsvist kl. 20.
Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi milli
kl. 9-11. Jóga með Sirrí kl. 10-11. Sögustund kl. 12.10-13.30. Samsöng-
ur kl. 13.30, allir velkomnir, sönghefti á staðnum, veitingar seldar eftir.
Hraunsel Billjard kl. 8-16. Myndlistarklúbbur kl. 9. Stóla-jóga kl. 10.
Félagsvist kl. 13. Gaflarakórinn kl. 11.
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Útvarps-
leikfimi kl. 9.45. Minningahópur kl. 10.30. Jóga með Ragnheið Ýr kl.
12.20. Zumba með Carynu kl. 13.10.Tálgun, opinn hópur kl. 13-16.
Brids kl. 13. Gönguhópur, lengri ganga kl. 14. Botsía kl. 14.15. Hádeg-
ismatur kl. 11.30–12.30, panta þarf fyrir hádegi deginum áður.
Samfélagshúsið Vitatorgi Í dag er kaffispjall í setustofu milli kl.
10.30-11.30. Bókabíllinn Höfðingi heimsækir okkur Skúlagötumegin kl.
13.10-13.30. Eftir hádegi, kl. 13.15-14 spilum við botsía í setustofu 2.
hæðar. Opin vinnustofa verður í handavinnustofu 2. hæðar kl. 13-16.
Verið öll hjartanlega velkomin til okkar á Lindargötu 59, við hlökkum
til að sjá ykkur.
Seltjarnarnes Kaffikrókur alla morgna frá kl. 9. Leir á Skólabraut kl.
9. Billjard Selinu kl. 10. Jóga / leikfimi í salnum á Skólabraut kl. 13.
Handavinna, samvera og kaffi í salnum á Skólabraut kl. 13. Gler neðri
hæð félagsheimilisins kl. 13. Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 18.30.
með
morgun-
!$#"nu
Vantar þig
hjólbarða?
FINNA.is
✝
Coletta Bürl-
ing fæddist
1948 í Düsseldorf í
Þýskalandi. Hún
varð bráðkvödd
31. október 2021 á
Selfossi.
Hún stundaði
nám í norrænum
fræðum við háskól-
ann í Münster. Eft-
ir að hún lauk því
varð hún lektor
við Háskóla Íslands og tók um
leið við stjórn Goethestofnunar.
Hún gegndi því starfi þar til
stofnuninni var lokað árið
1998.
1979 giftist Coletta Kjartani
Gíslasyni. 1981 lauk hún dokt-
orsnámi í Þýskalandi. Árið
2003 hlaut hún orðu ásamt
manni sínum fyr-
ir að efla tengslin
milli Íslands og
Þýskalands. 2012
fékk hún íslensk-
an ríkisborgara-
rétt.
Coletta þýddi
mörg verk ís-
lenskra höfunda á
borð við Þórarin
Eldjárn, Stein-
unni Sigurðar-
dóttur, Kristínu Marju Bald-
ursdóttur, Arnald Indriðason
og Viktor Arnar Ingólfsson.
Sem leiðsögumaður fræddi
hún fjölmarga ferðamenn um
land, þjóð, náttúru og menn-
ingu.
Útför hefur farið fram í
kyrrþey.
Það er hátt til lofts og vítt til
veggja í húsi minninganna um
Colettu. Það er í stíl við stór-
brotnu andans manneskjuna
sem hún var. Ein elsta minn-
ingin sem ég á með henni er frá
Goethe Institut-tímanum þegar
hún bauð kvikmyndaleikstjóran-
um fræga, Werner Herzog, til
landsins. Hann nýkominn úr
suðuramrískum tökum á Fitz-
carraldo. Setið var í herbergi í
Mávahlíðinni og viðstaddir nutu
andaktugir frjórrar orðræðu og
nærveru meistarans.
Coletta sinnti starfi sínu sem
forstöðukona Goethe Institut
með mestu reisn, gerði frábær-
lega vel við gesti sína, og við
eyjarskeggjar nutum góðs af
evrópskum menningarstraumn-
um sem hún sendi okkur. Einn
af mætum gestum var eðal-
skáldið Sarah Kirsch sem heill-
aðist svo af landinu og undra-
blóminu klettafrú, að Coletta og
ég höfðum þann heiður að verða
að klettafrúm upp á þýsku í
texta eftir skáldið.
Og það eru mörg herbergi í
minningahúsinu úr gestaboðum
Colettu og Kjartans, gamla
þýskukennarans míns, hvort
sem var á Vatnsenda eða Sel-
fossi. Gestrisni, hlýja og fjör í
fyrirrúmi.
Gott er líka að minnast þess
hvað þau Coletta og Kjartan
voru miklir vinir náttúrunnar,
gróðurs og fugla. Ekki síst voru
þau mannvinir, sem þau sýndu í
verki með því að taka fleiri en
eina unga manneskju undir sinn
verndarvæng.
Innifalið í tryggri og traustri
vináttu Colettu gegnum langa
tíð voru þýðingar hennar á
skáldsögunum mínum, sjö tals-
ins. Hún var afburða hæfileika-
ríkur þýðandi, með einstakt
næmi fyrir orðum, merkingu og
hljómfalli. Hér á ég henni ómet-
anlega þökk upp að unna.
Nú allra síðustu ár, jafnvel
þegar Coletta var farin að búa
við mjög slæma heilsu, fataðist
henni ekki flugið þegar ég lagði
fyrir hana fyrirspurnir um bók-
menntaleg spursmál eða merk-
ingu þessa og hins orðsins upp
á þýsku. Á því sviði átti hún
ekki sinn líka hvað snerpu og
greiningarhæfileika varðaði. Ég
hef líka orð mikillar bókmennta-
manneskju fyrir því að betri
bókmenntakennara en Colettu
hafi hún aldrei haft.
Það er með miklum söknuði
sem ég kveð aldavinkonu mína.
Steinunn Sigurðardóttir.
Frá fyrstu tíð höfum við
systkinin þekkt Colettu og
Kjartan þar sem þau voru góðir
vinir foreldra okkar. Heimili
þeirra, Byrgi við Vatnsenda, var
ákveðinn ævintýrastaður í huga
okkar – svo til steinsnar frá
borginni en samt á svo margan
hátt einangrað frá ys og þys
bak við holtið og hæðirnar, um-
lukið gróðri og trjám. Húsið
þeirra var einstakt bæði að utan
og innan; skammt frá húshorn-
inu var sérútbúinn andapollur
þar sem endur áttu griðastað og
nokkuð stundvíslega fengu þær
ásamt öllum hinum fuglunum,
sem þekktu orðið til, sitt lítið af
hverju til að borða.
Enn þann dag í dag teljum
við að þau hafi þekkt fuglana
með nöfnum og ekki fyrir svo
löngu síðan sagði Coletta sögu
um tjaldapar sem hafði þá hátt-
semi að taka brauðið og dýfa
því í vatn til að gera það mýkra
fyrir ungana sína – sem samt
voru orðnir óþarflega fullorðnir
fyrir þetta dekur að mati Col-
ettu.
Þau báru mikla umhyggju
fyrir náttúrunni, sáu fegurð í
hverri þúfu og sandauðn, ferð-
uðust mikið um landið og
þekktu það vel. Þegar við vor-
um í heimsókn var gjarnan spil-
að spil þar sem keppst var um
að rifja upp og muna örnefni –
Kjartan sat í horninu, hinum
megin við borðið, og við á móti
– þar sem Coletta sat dags-
daglega. Í þessum leik höfðum
við ákveðið forskot því á borði
Colettu var stórt Íslandskort
sem hjálpaði okkur grísunum
aðeins. Það má líka vera að Col-
etta hafi stundum bent með
vísifingri á ákveðna staði á
kortinu okkur til gagns. Hjá
þeim var stutt í kímnigáfu og
við eigum, ásamt foreldrum
okkar, margar minningar um
alveg einstaklega húmorískar
stundir.
Hvert okkar á sérstakar
minningar hvort sem það voru
ferðalög um hálendið þar sem
rússneskir fjallajeppar fengu að
glíma við ókunna slóða og fall-
vötn, þegar við fengum að
dvelja heima hjá þeim um
skemmri eða lengri tíma eða að
fá að ferðast með þeim til
heimalands Colettu og upplifa
þar framandi og spennandi hluti
eins og stórborgir, gott brauð,
skrítna osta og fall Berlínar-
múrsins.
Coletta hugsaði um okkur
líkt og við værum börnin henn-
ar; kleip burtu hor, gaf okkur
gómsætan mat, sagði okkur
sögur, huggaði – en skammaði
bara þegar við notuðum sófann
sem trampólín.
Þegar kemur að leiðarlokum
hugsum við til baka af þakklæti
fyrir þann tíma og umhyggju
sem Coletta og Kjartan veittu
okkur – minnumst þeirra af ein-
skærum hlýhug. Og við þennan
þröskuld er vel hægt að ímynda
sér að nú sitji þau loks saman
og hugi að fuglunum í himnasöl-
unum.
Vilborg, Katrín og Andri
Eystri-Hellum.
Colettu hitti ég fyrst fyrir
tæpum 30 árum er ég hóf nám í
þýsku við Háskóla Íslands. Þá
var ég tíður gestur við Goethe-
stofnunina við Tryggvagötu sem
Coletta veitti forstöðu, sællar
minningar. Andrúmsloftið á
bókasafninu var einstakt og
Coletta og annað starfsfólk vin-
gjarnlegt. Mér leið alltaf vel á
þessum stað sem átti nokkurn
þátt í því að ég hélt síðar til
Þýskalands í framhaldsnám.
Ákvörðun þýskra stjórnvalda
um að loka stofnuninni undir
lok 20. aldar var mikil synd,
ekki síst fyrir Colettu. Þegar
leið á námið kynntist ég henni
betur í gegnum Kjartan Gísla-
son, minn frábæra kennara í
þýskunni. Við nemendurnir vor-
um boðin heim á yndislegt
menningarheimili þeirra hjóna á
Rjúpnahæð við Vatnsenda.
Gestrisnin, veitingarnar og
samræðurnar þar verða lengi í
minnum hafðar. Eftir að námi
lauk hélst vinskapurinn og ég
naut alúðar þeirra á Rjúpnahæð
og síðar á Selfossi eftir að þeim
var gert að yfirgefa sitt góða
hús við jaðar Reykjavíkur. Ég
hélt áfram að hitta Colettu eftir
að Kjartan lést fyrir tæpum tíu
árum. Mér þótti vænt um hana
og hún var mér á vissan hátt
fyrirmynd og mikill viskubrunn-
ur um málefni sem mér stóðu
nærri. Coletta var afbragðs leið-
sögumaður og enn minnist ég
þess er ég hitti hana á Djúpa-
lónssandi á sólskinsdegi í hópi
sælla ferðamanna og það gust-
aði af henni, þarna var hún
sannarlega í essinu sínu. Col-
etta var atorkusöm, greind og
skörp. Hún var afar ötull þýð-
andi íslenskra bókmennta á
þýsku og nægir í því sambandi
að nefna verk þeirra Steinunnar
Sigurðardóttur og Arnalds
Indriðasonar. Ég hugsa til Col-
ettu með hlýju og er mjög
þakklátur fyrir að hafa getað
heimsótt hana í sumar ásamt
vini sem naut góðvildar Colettu
og Kjartans langt á undan mér.
Það var okkur dýrmæt stund.
Ég votta fjölskyldu Colettu
samúð mína.
Jón Bjarni Atlason.
Coletta Bürling
Það er komið að
kveðjustund, elsku
amma. Mikið held
ég að Baldur afi og
mamma hafi tekið vel á móti þér.
Það yljar mér um hjartarætur að
hugsa um ykkur þrjú saman,
örugglega að ræða gömlu tímana
sem þér þótti allra skemmtileg-
ast.
Þú varst einstök kona, með
einstakt hjartalag. Ég man hvað
mér leið alltaf vel heima hjá ykk-
ur afa. Þið voruð mér einstak-
lega kær. Heimilið ykkar stóð
alltaf öllum opið og hef ég eytt
ófáum stundunum hjá ykkur.
Það var mikið gæfuspor að stór-
an hluta af minni æsku var ör-
stutt á milli okkar, ég var mjög
lítil farin að trítla yfir til ykkar á
Brekkugötuna, þar var alltaf
tekið á móti manni opnum örm-
um.
Ein af mínum uppáhaldsminn-
Engilráð Birna
Ólafsdóttir
✝
Engilráð Birna
Ólafsdóttir
fæddist 9. desem-
ber 1927. Hún lést
3. nóvember 2021.
Útför hennar fór
fram 11. nóvember
2021.
ingum eru allir bíl-
túrarnir sem þið afi
fóruð með mig í,
það voru miklar
gæðastundir og
ræddum við um allt
milli himins og jarð-
ar.
Mér fannst líka
einstaklega gaman
að koma til þín og
spila við þig, mér er
einna minnisstæð-
ast þegar þú kenndir mér kas-
ínu, ég man enn í dag hvað mér
fannst það skemmtilegt og spil-
aði það látlaust í mörg ár. Mér
þótti síðan ótrúlega vænt um það
síðustu árin þín að horfa á þig
spila við mín börn og segja þeim
frá gömlu tímunum eins og þú
gerðir með mér.
Þið afi hafið átt svo stóran
þátt í mínu lífi, veitt mér ómælda
gleði og hamingju. Það voru for-
réttindi að eiga ykkur sem afa og
ömmu því það er enginn eins og
þið. Nú eruð þið loks sameinuð á
ný.
Ég kveð þig með miklum
söknuði og þakklæti fyrir allt,
elsku amma.
Berglind Jóhannsdóttir og
fjölskylda.
Fallinn er nú frá
Páll Pálmason, fé-
lagi okkar í Kiwan-
isklúbbnum Helga-
felli í Vestmannaeyjum og einn
af bestu leikmönnum Íþrótta-
bandalags Vestmannaeyja frá
upphafi og sá leikjahæsti, en
Palli eins og við öll þekkjum
hann var einn af albestu mark-
vörðum landsins um árabil og
lék með okkar landsliði á sínum
tíma. Palli fæddist á Hólagötu í
Vestmannaeyjum 11. ágúst 1945
og eins og margir Eyjapeyjar
stefndi hugurinn á sjóinn og
gekk Palli í Stýrimannaskólann í
Vestmannaeyjum og hóf störf á
Halkion og síðan með föður sín-
um á Björgu VE. Þegar í land
var komið starfaði Palli í fisk-
mjölsverksmiðju FIVE frá 1970
allt til starfsloka og þá lengst
sem verkstjóri.
Leiðir okkar Palla lágu saman
af meiri alvöru þegar ég og Ásta
keyptum okkur hús á Dverg-
hamri 8 í júní 1983 og áttum við
Páll Pálmason
✝
Páll Pálmason
fæddist 11.
ágúst 1945. Hann
lést 6. nóvember
2021.
Útför Páls fór
fram 19. nóvember
2021.
16 yndisleg ár þar
með góðum ná-
grönnum sem voru
með eindæmum
hjálplegir og yndis-
legir í alla staði. Við
Palli gengum í Kiw-
anisklúbbinn
Helgafell um svipað
leyti, ég 1991 en
Palli 1992, og varð
Palli strax öflugur
félagi með frábæra
mætingu og vinnusemi sem allir
geta verið stoltir af. Palli var
mikill íþróttamaður og hóf að
leika snóker á Mjólkurbarnum í
gamla daga hjá Páli Helgasyni
og eins og í öllu náði hann góð-
um árangri, ekki síst eftir að
hann gekk til liðs við Kiwanis-
klúbbinn Helgafell, þá tók hann
upp þráðinn í snókernum og átti
frábæran feril í klúbbasnóker
Eyjamanna.
En nú ertu farinn í sumar-
landið kæri vinur og hefur fengið
hvíld frá erfiðum sjúkdómi. Við
félagar í Helgafelli sendum
Gunnu og fjölskyldu okkar inni-
legustu samúðarkveðjur. Það
verður mikill söknuður að Palla í
klúbbstarfinu en minningin um
góðan vin og kiwanisfélaga lifir.
F.h. Kiwanisklúbbsins Helga-
fells,
Tómas Sveinsson.