Morgunblaðið - 22.11.2021, Page 26
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Harka Varnarmenn KA taka vel á Atla Má Bárusyni, leikmanni Hauka, í leik liðanna á Akureyri í gær.
HANDBOLTINN
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Grótta sleit sig frá neðstu liðum Ol-
ísdeildar karla í handbolta í gær-
kvöldi með því að vinna 26:22-
útisigur á Víkingi. Úrslitin þýða að
Grótta er með fimm stig, fimm
stigum meira en HK og Víkingur
sem eru að heltast úr lestinni. HK
og Víkingur fóru saman upp úr 1.
deildinni á síðustu leiktíð en hafa
átt í erfiðleikum í deild þeirra
bestu og enn ekki náð í eitt einasta
stig.
Ágúst Emil Grétarsson var í
stuði fyrir Gróttu og skoraði átta
mörk, en liðið hefur unnið tvo leiki
í röð eftir hæga byrjun. Hamza Ka-
blouti skoraði sjö í sínum fyrsta
leik fyrir Víking.
Hafnarfjarðarliðin efst
Á hinum enda deildarinnar eru
Haukar með 16 stig og áfram með
þriggja stiga forskot á granna sína
í FH eftir sigur á KA á útivelli,
32:29. Haukar hafa leikið sex leiki í
röð án taps og líta vel út.
FH vann 30:27-sigur á Fram.
Eftir góða byrjun á tímabilinu hef-
ur Fram tapað þremur leikjum í
röð. FH hefur, eins og grannarnir í
Haukum, leikið sex í röð án taps og
unnið fimm af þeim. Ásbjörn Frið-
riksson fór á kostum og skoraði ell-
efu mörk fyrir FH. Valur fer með
sigri á Aftureldingu á morgun upp í
14 stig og aftur upp í annað sætið.
Valur á tvo leiki til góða á Hauka.
Gróttumenn skildu HK og
Víking eftir á botninum
- Nýliðarnir enn stigalausir - Hafnarfjarðarliðin á skriði - Valur stendur vel
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. NÓVEMBER 2021
England
Burnley – Crystal Palace........................ 3:3
- Jóhann Berg Guðmundsson lék allan
leikinn með Burnley.
Leicester – Chelsea.................................. 0:3
Aston Villa – Brighton ............................. 2:0
Newcastle – Brentford ............................ 3:3
Norwich – Southampton.......................... 2:1
Watford – Manchester United................ 4:1
Wolves – West Ham................................. 1:0
Liverpool – Arsenal.................................. 4:0
Manchester City – Everton..................... 3:0
Tottenham – Leeds .................................. 2:1
Staðan:
Chelsea 12 9 2 1 30:4 29
Manch. City 12 8 2 2 25:6 26
Liverpool 12 7 4 1 35:11 25
West Ham 12 7 2 3 23:14 23
Arsenal 12 6 2 4 13:17 20
Wolves 12 6 1 5 12:12 19
Tottenham 12 6 1 5 11:17 19
Manch. Utd 12 5 2 5 20:21 17
Brighton 12 4 5 3 12:14 17
Crystal Palace 12 3 7 2 18:17 16
Everton 12 4 3 5 16:19 15
Leicester 12 4 3 5 16:21 15
Southampton 12 3 5 4 11:14 14
Brentford 12 3 4 5 16:17 13
Aston Villa 12 4 1 7 16:20 13
Watford 12 4 1 7 16:20 13
Leeds 12 2 5 5 12:20 11
Burnley 12 1 6 5 14:20 9
Norwich City 12 2 2 8 7:27 8
Newcastle 12 0 6 6 15:27 6
C-deild:
Fleetwood – Morecambe ........................ 1:2
- Jökull Andrésson lék allan leikinn með
Morecambe.
Þýskaland
Bayern München – Jena ......................... 3:0
- Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leik-
inn með Bayern. Karólína Lea Vilhjálms-
dóttir var utan hóps.
B-deild:
Werder Bremen – Schalke ..................... 1:1
- Guðlaugur Victor Pálsson lék fyrri hálf-
leikinn með Schalke.
Ítalía
Bikarkeppnin, 32-liða úrslit
Cittadella – AC Milan.............................. 0:2
- Guðný Árnadóttir lék allan leikinn með
AC Milan
B-deild:
Pisa – Benevento ..................................... 1:0
- Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn
með Pisa.
Holland
AZ Alkmaar – Nijmegen ........................ 1:1
- Albert Guðmundsson lék fyrstu 64 mín-
úturnar með AZ Alkmaar.
Belgía
B-deild:
Deinze – Lommel ..................................... 3:3
- Kolbeinn Þórðarson lék fyrstu 69 mín-
úturnar með Lommel og skoraði.
Tyrkland
Altay – Adana Demirspor ...................... 1:3
- Birkir Bjarnason kom inn á hjá Adana
Demirspor á 68. mínútu.
Kýpur
Apollon Limassol – Lympion ............... 18:0
- Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir lék fyrri hálf-
leikinn með Apollon og skoraði.
Skotland
Celtic – Aberdeen .................................... 3:1
- María Ólafsdóttir Gros lék fyrstu 71
mínútuna fyrir Celtic.
Danmörk
Nordsjælland – Silkeborg ...................... 1:1
- Stefán Teitur Þórðarson lék fyrstu 79
mínúturnar með Silkeborg.
Fortuna Hjörring – Bröndby ................. 4:1
- Barbára Sól Gísladóttir lék allan leikinn
með Bröndby.
Svíþjóð
B-deild:
Brage – Värnamo .................................... 3:1
- Bjarni Mark Antonsson lék fyrstu 75
mínúturnar með Brage.
Örgryte – Helsingborg ........................... 1:1
- Böðvar Böðvarsson lék allan leikinn með
Helsingborg.
Sundsvall – Öster..................................... 1:1
- Alex Þór Hauksson lék allan leikinn með
Öster og lagði upp mark.
Noregur
Bodö/Glimt – Lilleström ........................ 2:0
- Alfons Sampsted lék allan leikinn með
Bodö/Glimt.
Sandefjord – Brann................................. 2:2
- Viðar Ari Jónsson lék allan leikinn með
Sandefjord og skoraði.
Strömsgodset – Mjöndalen..................... 1:2
- Ari Leifsson lék allan leikinn með
Strömsgodset en Valdimar Þór Ingimund-
arson var allan tímann á bekknum.
Vålerenga – Tromsö ............................... 1:1
- Viðar Örn Kjartansson lék ekki með
Vålerenga vegna meiðsla.
- Adam Örn Arnarson lék seinni hálfleik-
inn með Tromsö og skoraði.
Viking – Haugesund................................ 1:1
- Patrik Sigurður Gunnarsson markvörð-
ur og Samúel Kári Friðjónsson léku allan
leikinn með Viking.
50$99(/:+0$
Aldís Kara Bergsdóttir, skautakona
úr SA, bætti þrjú Íslandsmet í full-
orðinsflokki á Íslandsmótinu í list-
hlaupi á skautum í Skautahöllinni í
Laugardal um helgina. Fyrsta met-
ið bætti hún í stuttu prógrammi á
laugardag, sem er oft kallað
skylduæfingar.
Hún fékk afar góðar fram-
kvæmdareinkunnir og alls 47,31
stig. Þá fékk hún 27,63 tæknistig,
sem er tveggja stiga bæting á henn-
ar mánaðar gamla Íslandsmeti.
Aldís var aftur á ferðinni í gær og
bætti þá við tveimur Íslandsmetum.
Hún fékk 88,83 stig fyrir frjálsar
æfingar, sem er nýtt Íslandsmet, og
fékk því alls 136,40, sem er einnig
nýtt Íslandsmet. Hún átti öll þrjú
metin sjálf.
Aldís Kara er á fullu í undirbún-
ingi fyrir Evrópumeistaramótið
sem fer fram í janúar næstkomandi.
Í beinu framhaldi af því móti er
Norðurlandamótið (Nordics Open)
og Reykjavík International Games.
Ljósmynd/Skautasamband Íslands
Íslandsmet Aldís Kara Bergsdóttir bætti eigið Íslandsmet í Skautahöll
Reykjavíkur á laugardaginn. Hún er fremsta skautakona landsins.
Þrjú Íslandsmet í
Laugardalnum
ÍBV tryggði sér um helgina sæti í
16-liða úrslitum Evrópubikars EHF
í handbolta í kvennaflokki. Eyja-
konur unnu þá gríska liðið Pano-
rama samanlagt 55:44 í tveimur
leikjum, en báðir leikirnir voru spil-
aðir í Vestmannaeyjum.
ÍBV vann fyrri leikinn á laugar-
dag 26:20. Harpa Valey Gylfadóttir
skoraði átta mörk fyrir ÍBV og
Sara Dröfn Richardsdóttir gerði
sex mörk.
Eyjakonur voru því í góðri stöðu
fyrir seinni leikinn í gær og eftir
29:24-sigur var ljóst að ÍBV færi
áfram með sannfærandi hætti.
Marija Jovanovic skoraði átta mörk
fyrir ÍBV í seinni leiknum og þær
Lina Cardell og Harpa Valey gerðu
sex mörk hvor. Harpa var marka-
hæst í einvíginu með 14 mörk. ÍBV
líður vel gegn grískum andstæð-
ingum því liðið vann A.C. PAOK í
umferðinni á undan.
Meistararnir úr leik
Íslandsmeistarar KA/Þórs eru úr
leik í keppninni eftir samanlagt
40:43-tap gegn spænska liðinu
Elche. Báðir leikirnir voru spilaðir
ytra. Elche fagnaði 22:18-sigri í
fyrri leiknum á laugardag og dugði
KA/Þór því ekki 22:21-sigur í
seinni leiknum í gær. Unnur Óm-
arsdóttir og Rakel Sara Elvars-
dóttir voru markahæstar í liði KA/
Þórs í fyrri leiknum með fjögur
mörk hvor.
Unnur lék aftur vel í seinni leikn-
um og skoraði þá átta mörk. Ásdís
Guðmundsdóttir og Rakel Sara Elv-
arsdóttir skoruðu fjögur hvor. Í síð-
ustu umferð sló KA/Þór út meist-
arana frá Kosóvó, KHF Istogu, en
er nú úr leik.
Fagnað í Eyjum en
Akureyringar úr leik
Ljósmynd/Sigfús Gunnar
Drjúg Harpa Valey Gylfadóttir lék
vel um helgina fyrir Eyjakonur.
_ Aalesund tryggði sér á laugardag
sæti í úrvalsdeild Noregs í fótbolta með
4:2-heimasigri á Ull/Kisa. Aalesund er í
öðru sæti B-deildarinnar með 58 stig,
fjórum stigum á undan Jerv í þriðja
sætinu þegar ein umferð er eftir. Efstu
tvö liðin fara beint upp um deild. Davíð
Kristján Ólafsson gulltryggði 4:2-sigur
Aalesund með lokamarki leiksins á
fjórðu mínútu uppbótartímans með
sínu öðru deildarmarki á tímabilinu.
Davíð lék allan leikinn.
_ Nimes vann á laugardag 2:1-
heimasigur á Quevilly Rouen í frönsku
B-deildinni í fót-
bolta. Liðið hefur
nú unnið tvo leiki í
röð í deildinni eftir
níu leiki í röð án
sigurs. Elías Már
Ómarsson skoraði
jöfnunarmark Nim-
es á 27. mínútu
eftir að gestirnir
höfðu komist yfir á 16. mínútu. Elías var
tekinn af velli á 82. mínútu. Hann hefur
nú skorað tvö deildarmörk á leiktíðinni
en markið var það fyrsta í deildinni hjá
framherjanum síðan 7. ágúst.
_ Knattspyrnudeild Þróttar hefur sam-
ið við Kötlu Tryggvadóttur um að leika
með liðinu næstu tvö tímabil hið
minnsta. Katla kemur til liðsins frá Val.
Katla, sem
fæddist árið
2005, á leiki í
efstu deild og
Evrópukeppni
þrátt fyrir ungan
aldur. Einnig hef-
ur hún verið
fastamaður í
yngri landsliðum
Íslands.
_ Cluj vann 2:0-útisigur á U Craiova í
efstu deild rúmenska fótboltans á laug-
ardagskvöld. Rúnar Már Sigurjónsson
lék sinn fyrsta deildarleik í mánuð en
hann hefur verið frá vegna meiðsla.
Skagfirðingurinn hélt upp á endurkom-
una með því að skora á 65. mínútu en
hann kom inn á sem varamaður í upp-
hafi seinni hálfleiks. Rúnar hefur
skorað tvö mörk í deildinni á leiktíð-
inni en Cluj er með ellefu stiga for-
skot á toppnum eftir 16 leiki.
_ Knattspyrnudeild ÍBV og miðju-
maðurinn Alex Freyr Hilmarsson
hafa gert samkomulag um þriggja ára
samning. Alex kemur til Eyjamanna
frá KR, en hann var að láni hjá Kór-
drengjum í 1. deild á síðustu leiktíð.
Hann er 28 ára og skoraði tvö mörk í
níu leikjum Kórdrengja og lék níu leiki
með KR. Alex er uppalinn hjá Sindra á
Hornafirði og hefur einnig leikið með
Grindavík og Víkingi Reykjavík. Í 104
leikjum í efstu deild hefur Alex skor-
að 16 mörk. ÍBV endaði í öðru sæti í 1.
deild á síðustu leiktíð og tryggði sér
sæti í deild þeirra bestu.
Eitt
ogannað