Morgunblaðið - 22.11.2021, Blaðsíða 27
_ Barcelona hafði betur gegn Espan-
yol í grannaslag í spænsku 1. deildinni í
fótbolta á laugardagskvöld, 1:0. Hol-
lendingurinn Memphis Depay skoraði
sigurmarkið úr víti á 48. mínútu. Leik-
urinn var sá fyrsti hjá Barcelona síðan
að Xavi, goðsögn félagsins, tók við af
Ronald Koeman sem knattspyrnu-
stjóri. Fyrir leikinn hafði Barcelona leik-
ið fjóra leiki í röð í deildinni án þess að
fagna sigri og því kærkomin þrjú stig í
hús hjá Börsungum.
_ Knattspyrnukonan Andrea Mist
Pálsdóttir hefur rift samningi sínum
við sænska félagið Växjö eftir að félagið
féll úr úrvalsdeild á leiktíðinni sem var
að líða. Andrea staðfesti tíðindin í sam-
tali við Akureyri.net en hún er uppalin á
Akureyri og lék með Þór/KA frá 2014
til 2019, alls 108
leiki í efstu deild.
Andrea, sem er 23
ára, hefur einnig
leikið með FH hér á
landi og Orobica á
Ítalíu. Þá á hún
þrjá A-landsleiki að
baki.
_ Real Madrid er í toppsæti spænsku
1. deildarinnar í fótbolta með 30 stig
eftir 4:1-útisigur á Granada í gær.
Marco Asensio, Nacho Fernández,
Vinícius Júnior og Ferland Mendy
gerðu mörk Real í afar sannfærandi
sigri.
_ Evrópska handknattleikssambandið
hefur gefið út hvar Evrópumót bæði
karla og kvenna árin 2026 og 2028
munu fara fram. Árið 2026 munu Dan-
mörk, Svíþjóð og Noregur sameigin-
lega halda Evrópumótið karlamegin en
kvennamegin fer mótið fram í Rúss-
landi. Danmörk, Svíþjóð og Noregur
munu svo einnig halda Evrópumótið
kvennamegin 2028 en sama ár fer mót-
ið karlamegin fram á Spáni, í Portúgal
og í Sviss.
Evrópumótin eru haldin á tveggja ára
fresti og verða því mót á næsta ári.
Karlamótið fer fram í Slóvakíu og Ung-
verjalandi en kvennamótið í Slóveníu,
Norður-Makedóníu og Svartfjallalandi.
_ Jonathan Glenn hefur tekið við
þjálfun kvennaliðs ÍBV í fótbolta. Glenn
þekkir vel til Vestmannaeyja því hann
spilaði með liðinu sumrin 2014 og 2015
og svo aftur 2019
og 2020. Glenn
hefur einnig leikið
með Breiðabliki
og Fylki hér á
landi og skorað
32 mörk í 82
leikjum í efstu
deild. ÍBV hafnaði
í 7. sæti Íslands-
mótsins á síðustu
leiktíð.
_ Dagný Brynjarsdóttir skoraði sig-
urmark West Ham er liðið hafði betur
gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni
í fótbolta í gær, 1:0. Dagný lék allan
leikinn með West Ham og skoraði sig-
urmarkið á 75. mínútu. Dagný hefur nú
skorað tvö mörk á leiktíðinni.
ENGLAND
Gunnar Egill Daníelsson
gunnaregill@mbl.is
Norðmanninum Ole Gunnar Sol-
skjær var vikið frá störfum sem
knattspyrnustjóra enska félagsins
Manchester United í gær eftir að
hafa stýrt liðinu í tæp þrjú ár. Á
laugardaginn steinlá United, 1:4, á
útivelli gegn nýliðum Watford. Úr-
slitin þýddu að fimm af síðustu sjö
leikjum liðsins í ensku úrvalsdeild-
inni undir stjórn Solskjærs töpuðust
og sá hann því sæng sína upp reidda.
Skömmu eftir tapið bárust fregnir af
því að stjórn United hefði boðað til
neyðarfundar þar sem rætt yrði um
hvort ætti að láta Solskjær taka pok-
ann sinn. Síðar um laugardags-
kvöldið var það ákveðið og ákvörð-
unin var svo formlega tilkynnt í
gærmorgun. Michael Carrick mun
taka við af Solskjær sem bráða-
birgðastjóri.
Joshua King, Ismaila Sarr, Emm-
anuel Dennis og Joao Pedro skoruðu
mörk Watford í leiknum og Donny
van de Beek mark United. Sarr
klúðraði auk þess vítaspyrnu í stöð-
unni 0:0 þegar David de Gea varði
hana, raunar í tvígang þar sem dóm-
ari leiksins fyrirskipaði endurtekn-
ingu á henni.
Liverpool kjöldró Arsenal
Liverpool tókst að bregðast við
fyrsta tapi sínu í úrvalsdeildinni á
tímabilinu fyrir tveimur vikum gegn
West Ham United með glæsibrag. Á
laugardaginn kom Arsenal, sem
hafði verið á frábæru róli fyrir leik-
inn, í heimsókn á Anfield og lauk
leiknum með gífurlega sannfærandi
4:0-sigri Liverpool.
Leikurinn var í járnum fyrsta hálf-
tímann en um það leyti lenti Jürgen
Klopp og Mikel Arteta, knatt-
spyrnustjórum liðanna, saman á hlið-
arlínunni. Það virtist virka sem víta-
mínsprauta fyrir Liverpool því
skömmu síðar kom Sadio Mané
heimamönnum yfir. Í síðari hálfleik
bætti Liverpool enn frekar í þar sem
Diogo Jota, Mohamed Salah og vara-
maðurinn Takumi Minamino skor-
uðu allir og tryggðu öruggan sigur.
Chelsea sannfærandi
Ekkert lát er á góðu gengi Chelsea
sem heimsótti Leicester City á laug-
ardag og átti ekki í nokkrum einustu
vandræðum með heimamenn. Anton-
io Rüdiger kom gestunum á bragðið
áður en N’Golo Kanté skoraði laglegt
mark gegn sínum gömlu félögum.
Varamaðurinn Christan Pulisic inn-
siglaði svo 3:0-sigur í síðari hálfleik.
Chelsea er áfram á toppi deild-
arinnar, þremur stigum á undan
Manchester City í öðru sæti og fjór-
um stigum á undan Liverpool í því
þriðja, og virðist liðinu fá takmörk
sett. Það fær vart á sig mark og er
ávallt hættulegt fram á við, og þá
gildir það einu þótt Romelu Lukaku
og Timo Werner, þeirra aðal-
framherjar, séu frá vegna meiðsla.
Auðvelt hjá City
Everton reyndist Englandsmeist-
urum Man City engin fyrirstaða. Í
gær vann City afskaplega þægilegan
3:0-sigur. Raheem Sterling kom
heimamönnum í forystu með laglegri
afgreiðslu eftir ótrúlega utanfótar-
sendingu Joaos Cancelos. Rodri
bætti við marki með glæsilegu bylm-
ingsskoti snemma í síðari hálfleik og
Bernardo Silva innsiglaði sigurinn
seint í leiknum.
Ævintýri Oles Gunnars úti
- Rekinn eftir stórtap gegn Watford
- Carrick ráðinn bráðabirgðastjóri
AFP
Niðurlútur Solskjær þakkar stuðningsmönnum Manchester United fyrir
eftir 1:4-tapið gegn Watford á laugardag. Daginn eftir var hann rekinn.
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. NÓVEMBER 2021
Valur vann afar sannfærandi 33:16-
sigur á Aftureldingu í Olísdeild
kvenna í handbolta á laugardag.
Með sigrinum endurheimtu Vals-
konur toppsætið af Fram, en Fram-
konur náðu toppsætinu um stund-
arsakir eftir sigur á Stjörnunni á
föstudaginn var.
Valur komst í 7:1 og var Aftur-
elding ekki líkleg til að jafna eftir
það, þrátt fyrir að ná að minnka
muninn í 8:5. Valskonur tóku þá aft-
ur við sér og var staðan í hálfleik
18:10. Seinni hálfleikurinn reyndist
formsatriði fyrir Hlíðarendaliðið.
Auður Ester Gestsdóttir skoraði
sex mörk fyrir Val og þær Thea Im-
ani Sturludóttir, Mariam Eradze og
Hildigunnur Einarsdóttir gerðu all-
ar fimm. Katrín Helga Davíðsdóttir
skoraði fimm fyrir Aftureldingu og
Ólöf Marín Hlynsdóttir fjögur.
Valskonur hafa unnið sjö leiki og
aðeins tapað einum í fyrstu átta um-
ferðunum. Nýliðar Aftureldingar
eru hins vegar án stiga á botninum.
Morgunblaðið/Óttar Geirsson
Skot Valskonan Mariam Eradze lætur vaða að marki Aftureldingar í leik
liðanna á Hlíðarenda á laugardag. Valskonur eru komnar á toppinn.
Auðvelt hjá Valskon-
um gegn nýliðunum
Heil umferð fór fram í úrvalsdeild
kvenna í körfuknattleik, Subway-
deildinni, í gær. Haukar unnu
sterkan útisigur á toppliði Njarð-
víkur, sem eru nýliðar í deildinni og
halda toppsætinu þrátt fyrir tapið.
Haukar voru með yfirhöndina lengi
vel en leikurinn var þó æsispenn-
andi. Njarðvík náði að minnka mun-
inn í tvö stig, 53:51, þegar tæpar
þrjár mínútur voru eftir af leikn-
um. Gestirnir úr Hafnarfirði reynd-
ust þó hlutskarpari undir lokin og
unnu 63:56-sigur. Haukar hafa unn-
ið fjóra af fyrstu fimm leikjum sín-
um í deildinni en eiga 1-3 leiki til
góða á hin liðin.
Þrír stórsigrar
Í hinum þremur leikjum gær-
dagsins litu þrír stórsigrar dagsins
ljós. Ríkjandi Íslandsmeistarar Vals
voru ekki í nokkrum vandræðum
með nýliða Grindavíkur á heima-
velli sínum og unnu 95:61-sigur.
Ameryst Alston náði tvöfaldri
tvennu fyrir Val er hún skoraði 28
stig og gaf 11 stoðsendingar. Ásta
Júlía Grímsdóttir náði einnig tvö-
faldri tvennu fyrir Val með 18 stig-
um og 13 fráköstum.
Fjölnir gjörsigraði svo Breiða-
blik, 99:60, í Smáranum. Aliyah
Mazyck var með tvöfalda tvennu
fyrir Fjölni, 27 stig og 12 fráköst.
Keflavík komst þá upp að hlið
Njarðvíkur með því að vinna
Skallagrím örugglega, 94:63, í
Borgarnesi. Daniela Wallen náði
tvöfaldri tvennu fyrir Keflavík þeg-
ar hún skoraði 22 stig, tók 16 frá-
köst og gaf níu stoðsendingar að
auki. Leonie Edringer náði einnig
tvöfaldri tvennu fyrir Skallagrím
með 17 stigum og 12 fráköstum.
Æsipennandi topp-
barátta í úrvalsdeild
Morgunblaðið/Óttar Geirsson
Öflug Aliyah Mazyck fór á kostum í
stórsigri Fjölnis í gærkvöldi.
Olísdeild karla
HK – Stjarnan ...................................... 23:25
ÍBV – Selfoss ........................................ 32:25
KA – Haukar......................................... 29:32
FH – Fram............................................ 30:27
Víkingur – Grótta ................................. 22:26
Staðan:
Haukar 10 7 2 1 301:264 16
FH 9 6 1 2 253:227 13
Valur 8 5 2 1 234:203 12
Stjarnan 8 6 0 2 240:230 12
ÍBV 8 6 0 2 243:229 12
Afturelding 8 4 2 2 238:224 10
Fram 8 4 0 4 222:224 8
Selfoss 8 3 0 5 201:207 6
KA 9 3 0 6 248:269 6
Grótta 7 2 1 4 181:187 5
HK 8 0 0 8 198:229 0
Víkingur 9 0 0 9 192:258 0
Olísdeild kvenna
Valur – Afturelding .............................. 33:16
Staðan:
Valur 8 7 0 1 236:176 14
Fram 8 6 1 1 217:198 13
KA/Þór 7 5 1 1 198:181 11
Haukar 8 4 1 3 220:215 9
HK 8 3 1 4 190:199 7
Stjarnan 8 2 0 6 191:215 4
ÍBV 7 2 0 5 180:183 4
Afturelding 8 0 0 8 165:230 0
Grill 66 deild kvenna
Fram U – Valur U ................................ 32:26
Þýskaland
Hamburg – Lemgo .............................. 30:30
- Bjarki Már Elísson skoraði 8 mörk fyrir
Lemgo.
Leipzig – Melsungen ........................... 22:25
- Elvar Örn Jónsson skoraði 2 mörk fyrir
Melsungen en Arnar Freyr Arnarsson og
Alexander Petersson komust ekki á blað.
Stuttgart – Füchse Berlín .................. 32:32
- Viggó Kristjánsson skoraði 7 mörk fyrir
Stuttgart og Andri Már Rúnarsson eitt.
B-deild:
Gummersbach – Aue........................... 37:23
- Elliði Snær Viðarsson og Hákon Daði
Styrmisson skoruðu 4 mörk hvor fyrir
Gummersbach. Guðjón Valur Sigurðsson
þjálfar liðið.
- Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði eitt
mark fyrir Aue. Sveinbjörn Pétursson
varði eitt skot í marki liðsins.
Danmörk
GOG – Lemvig...................................... 41:23
- Viktor Gísli Hallgrímsson varði 4 skot í
marki GOG.
Ribe-Esbjerg – Aalborg...................... 36:33
- Aron Pálmarsson skoraði 3 mörk fyrir
Aalborg. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari
liðsins.
Noregur
Nærbo – Elverum ................................ 26:35
- Orri Freyr Þorkelsson skoraði 7 mörk
fyrir Elverum.
E(;R&:=/D
Subway-deild kvenna
Valur – Grindavík ................................. 95:61
Njarðvík – Haukar ............................... 56:63
Skallagrímur – Keflavík ...................... 63:94
Breiðablik – Fjölnir.............................. 60:99
Staðan:
Njarðvík 8 6 2 557:466 12
Keflavík 8 6 2 665:561 12
Fjölnir 7 5 2 572:507 10
Valur 7 5 2 555:498 10
Haukar 5 4 1 368:264 8
Grindavík 8 2 6 578:664 4
Breiðablik 7 1 6 470:533 2
Skallagrímur 8 0 8 427:699 0
1. deild kvenna
Snæfell – Ármann................................. 76:79
Hamar/Þór – Þór Ak............................ 76:54
ÍR – Fjölnir b ...................................... 100:49
KR – Aþena/UMFK............................. 72:79
Stjarnan – Vestri .................................. 77:59
1. deild karla
Hrunamenn – Höttur ......................... 97:111
Spánn
Valencia – Bilbao............................... 100:84
- Martin Hermannsson skoraði sjö stig,
gaf fjórar stoðsendingar og tók tvö fráköst
á 18 mínútum hjá Valencia.
Obradorio – Zaragoza ........................ 87:82
- Tryggvi Snær Hlinason skoraði sex stig
og tók þrjú fráköst á 11 mínútum hjá Zara-
goza.
B-deild
Gipuzkoa – Girona .............................. 85:81
- Ægir Þór Steinarsson skoraði 11 stig og
tók átta fráköst á 28 mínútum með Gipuz-
koa.
Belgía
Antwerp Giants – Spirou Charleroi.. 90:81
- Elvar Már Friðriksson skoraði 25 stig,
gaf 10 stoðsendingar og tók þrjú fráköst á
32 mínútum hjá Antwerp.
>73G,&:=/D
HANDKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Olísdeildin:
Origo-höll: Valur – Afturelding................ 19
Í KVÖLD!