Morgunblaðið - 24.11.2021, Side 2

Morgunblaðið - 24.11.2021, Side 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 2021 HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Um 70 manns eru þessa dagana að störfum við nýtt fjölnota íþróttahús í Garðabæ, Vífilshöll, og er unnið samhliða að lokafrágangi á mörgum verkþáttum. ÍAV er aðalverktaki og er stefnt að afhendingu mannvirk- isins 22. desember. Samkvæmt lýsingu á stöðu verks- ins, sem lögð var fyrir bæjarráð Garðabæjar í gær, er undirkerfi fyr- ir gervigras komið og gervigras verður lagt á í vikunni. Frágangur þjónusturýma er langt kominn og er unnið að lokafrágangi allra verk- þátta. Seinkun hefur orðið á nokkr- um þáttum, sem aðallega stafar af seinkun í afhendingu vara að utan svo sem ljósa og innihurða. Verktaki telur að þetta hafi ekki áhrif á af- hendingu þótt vera megi að einstaka búnaður komi seinna svo sem áhorf- endabekkir, segir í skýrslunni. Verksamningur milli Garðabæjar og ÍAV hf. var undirritaður með við- auka 22. október 2019. Samnings- upphæð var rúmlega 4,2 milljarðar og bættust 240 milljónir við þá upp- hæð með viðbótarsamningi og gerð- ardómi vegna ákveðinna verkþátta. aij@mbl.is Um 70 manns vinna við lokafrágang í nýju fjölnota íþróttahúsi Vífilshöll í Garðabæ senn tilbúin Morgunblaði/Arnþór Birkisson Vífilshöll Stjörnur framtíðarinnar munu æfa og keppa í nýja húsinu, sem er í heild 15.770 fermetrar og er íþróttasalurinn þar af 9.600 fermetrar. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Mun fleiri beiðnir um endurgreiðslu á virðisaukaskatti vegna vinnu hafa borist í ár en í fyrra. Sem kunnugt er var eitt af úrræðum ríkisstjórnarinn- ar til að bregðast við efnahagssam- drætti af völdum kórónuveirunnar að hækka endurgreiðsluhlutfall virð- isaukaskatts tímabundið úr 60% í 100%. Jafnframt var úrræðið útvíkk- að og tekur það nú meðal annars til frístundahúsnæðis, mannvirkja í eigu félagasamtaka og bílaviðgerða. Samkvæmt upplýsingum frá Skatt- inum bárust alls 45.330 umsóknir um endurgreiðslur árið 2020. Það sem af er þessu ári hefur Skatturinn hins vegar tekið á móti 56.378 umsókn- um. Búast má við því að umsóknum eigi eftir að fjölga til muna fram til áramóta en þá rennur út þetta tíma- bundna átak sem gjarnan gengur undir nafninu Allir vinna. Í svari við fyrirspurn Morgun- blaðsins kemur fram að flestar beiðnir um endurgreiðslur koma frá einstaklingum vegna íbúðarhúsnæð- is. Það sem af er ári hafa 39.904 slík- ar borist en allt árið í fyrra voru þær 31.683. Nemur aukningin tæpum 26% og enn lifir rúmur mánuður af árinu. Ríflega tvöfalt fleiri endur- greiðslubeiðnir hafa borist frá sveit- arfélögum í ár en í fyrra, 1.527 í ár en voru 736 allt árið í fyrra. Svipaða sögu er að segja af líknarfélögum, 301 umsókn hefur borist vegna fram- kvæmda og endurbóta á þeirra veg- um en 164 í fyrra. Miklar undirtektir voru í fyrra þegar bílaviðgerðir voru færðar und- ir Allir vinna-átakið. Þá bárust 12.747 umsóknir vegna vinnu við bílaviðgerðir. Þeim hefur fjölgað umtalsvert milli ára og það sem af er ári hafa 14.646 umsóknir borist. Nemur aukningin 15%. Umsóknir bíða afgreiðslu Sökum mikillar fjölgunar um- sókna hefur skatturinn ekki enn náð að afgreiða þær allar. Í svari skatts- ins segir að „nokkur fjöldi“ endur- greiðslubeiðna bíði afgreiðslu. Það sem af er ári hafa 4,6 milljarðar verið greiddir út í endurgreiðslur, þar af 4,2 milljarðar vegna íbúðarhúsnæð- is. Allt árið 2020 var 9,1 milljarður greiddur út, þar af 7,5 milljarðar vegna íbúðarhúsnæðis. Rétt er að taka fram að í saman- tektinni eru ekki teknar með endur- greiðslur til byggingaraðila sem byggja íbúðarhúsnæði í atvinnu- skyni og eiga rétt á endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu manna á byggingarstað. Rúmir fjórir milljarðar greiddir út Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Atvinna Mikið hefur verið að gera hjá iðnaðarmönnum við viðhald á árinu. - Fjórðungi fleiri umsóknir um endurgreiðslu á virðisaukaskatti í ár en í fyrra - Flestar umsóknir frá einstaklingum vegna íbúðarhúsnæðis - Umsóknum vegna bílaviðgerða fjölgaði - Átak til áramóta Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Mikill músagangur hefur verið í upp- sveitum Árnessýslu að undanförnu. Á sveitabæjum hafa heimiliskettir ekki undan í veiðum á músum, sem skríða inn um göt, gættir og glugga og inn í hús, jafnvel í svefnherbergi og eldhús. Vegna þessa eru íbúar á svæðinu á varðbergi og eru líka minnugir þeirrar alþýðuspeki, að séu mýs áberandi að hausti viti slíkt á fannfergi á nýju ári. „Þetta hefur verið algjör plága nú síðasta mánuðinn,“ segir Ottó Ey- fjörð Jónsson sem hefur umsjón með orlofshúsabyggð BHM í Brekku- skógi í Bláskógabyggð. „Eitthvað er um að mýs hafi komist inn í bústaði hér á svæðinu og nokkrar sluppu inn í þjónustumiðstöðina. Við höfum kall- að á meindýraeyði sem hér hefur sett upp litla kassa með eitri í. Þar fara mýsnar inn en skríða svo aftur í holur sínar og eru þar með úr sögunni. Ég hef síðustu daga heyrt miklar lýsing- ar á músagangi víða hér í uppsveit- unum. Starfi mínu fylgir einnig að ég lít eftir sumarhúsum BHM við Hreðavatn í Borgarfirði og þar er staðan svipuð.“ Til vandræða Í Hrunamannahreppi er músa- gangurinn sömuleiðis mikill og smá- dýrin skæð. Að undanförnu hefur það þrívegis gerst að mýs hafi komist inn í tengiskápa fjarskiptalagna, nagað þar í sundur víra og með því skemmt búnað. „Ljósleiðaramýsnar eru til vandræða. Við þurfum að halda þess- um greyjum í skefjum,“ sagði Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri á Flúðum, í samtali við Morgunblaðið. Músafaraldur á Suðurlandi - Í svefnherbergjum á sveitabæjum - Heimiliskettir eiga annríkt - Nöguðu í sundur ljósleiðara - Haldið í skefjum Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Hagamús Faraldur sem veit á snjó- þungan vetur, segir þjóðtrúin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.