Morgunblaðið - 24.11.2021, Qupperneq 10
10 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 2021
Unnur Freyja Víðisdóttir
unnurfreyja@mbl.is
„Þrátt fyrir að hafa talið eftirlitið
gott þurfum við að horfast í augu við
það að þarna hafi eitthvað klikkað,“
segir Arnþór Gunnlaugsson, fram-
kvæmdastjóri Ísteka, inntur eftir
viðbrögðum við myndbandi frá sviss-
neskum dýraverndarsamtökum,
sem sýnir óviðunandi vinnubrögð við
blóðtöku úr fylfullum hryssum.
„Núna er maður bara í auga felli-
bylsins og að reyna að finna leiðir til
þess að bæta eftirlitið,“ segir Arnþór
í samtali við mbl.is.
Í yfirlýsingu sem Ísteka birti
vegna myndbandsins segir að
stjórnendum og starfsfólki fyrir-
tækisins mislíki verulega þau vinnu-
brögð sem sjást sumstaðar í mynd-
bandinu, þ.m.t. notkun járnstanga,
harkaleg notkun timburbattinga og
glefs hunda. Þar segir einnig að
fyrirtækið hafi þegar hafið innri
rannsókn á birgjum og atvikum.
Matvælastofnun rannsakar málið
og segist líta það alvarlegum augum
en verklag sem sjáist í myndbandinu
virðist stríða gegn starfsskilyrðum
starfseminnar sem eigi að tryggja
velferð hryssanna. Forsvarsmenn
Félags hrossabænda segjast í yfir-
lýsingu harma og fordæma vinnu-
brögðin sem viðhöfð voru og sjáist í
myndbandinu. Þá hefur stjórn Fé-
lags tamningamanna skorað á Mat-
vælastofnun að bæta eftirlit og
reglugerð í kringum blóðtökur á fyl-
fullum hryssum á Íslandi.
Dýralæknar taka blóð
Spurður segir Arnþór starfsmenn
frá Ísteka vanalega ekki viðstadda
blóðtöku úr fylfullum hryssum.
„Það fer dýralæknir á staðinn,
sem má líta svo á að sé á okkar veg-
um því hann er verktaki hjá okkur,
og það er hann sem sér um blóðtök-
una. Bændurnir sjá um hryssurnar.“
Arnþór segir þau vinnubrögð sem
sjást í myndbandinu frá svissnesku
dýraverndarsamtökunum alls ekki
vera í takt við stefnu Ísteka, sem er
að vinna að „hagsæld og vellíðan
dýra“, samkvæmt vefsíðu fyrir-
tækisins.
„Nei, það er alveg klárlega pottur
brotinn þarna.“
Þótt nokkur atriði í myndbandinu
hafi vissulega vakið óhug hafi aðrir
hlutar myndbandsins viljandi verið
„óþarflega illa settir upp“, að sögn
Arnþórs. „Þetta er áróðursmynd-
band sem hefur þann tilgang að
koma okkur og sambærilegum fyrir-
tækjum í gröfina. Þetta er unnið af
öfgagrænkerum sem trúa því ekki
að starfsemi af þessu tagi eigi að
geta þrifist, alveg sama hvernig hún
er framkvæmd.“
Anrþór segist ekki hafa reynt að
stöðva myndatökur eða birtingu
myndbandsins. Hins vegar sé ekki
hefð fyrir því að teknar séu myndir
af starfsemi sem þessari eða inni í
sláturhúsum.
„Eftirliti var þó greinilega ábóta-
vant í þessu tilfelli og gagnrýnin
réttmæt sem sett hefur verið fram á
sum vinnubrögðin,“ segir Arnþór.
Veltan hefur tvöfaldast
Ísteka er líftæknifyrirtæki sem
framleiðir lyfjaefni úr blóði. Velta
fyrirtækisins hefur rúmlega tvöfald-
ast á síðustu fjórum árum, var á síð-
asta ári 1,73 milljarðar króna en var
839 milljónir árið 2017. Hagnaður fé-
lagsins hefur á þessu tímabili verið
um 1,6 milljarðar, eða 400 milljónir
að meðaltali á ári. Hefur hann aukist
ár frá ári, eða úr 234 milljónum árið
2017 upp í 592 milljónir í fyrra. Eigið
fé félagsins um síðustu áramót var
1,65 milljarðar en félagið greiddi eig-
endum sínum það árið 300 milljónir í
arð.
Aðaleigandi Ísteka er Hörður
Kristjánsson, en sjálfur á hann
44,5% í félaginu og til viðbótar 32,3%
í gegnum félagið Klara ehf. Hólm-
fríður H. Einarsdóttir fer með 19,2%
í Ísteka.
Sjá nánar á mbl.is.
„Klárlega pottur
brotinn þarna“
- Framkvæmdastjóri Ísteka segir að eftirlit verði bætt
AFP
Blóðtaka Mynd úr myndskeiði svissnesku dýraverndarsamtakanna AWF/
TSB sem er sagt sýna blóðtöku úr fylfullri hryssu á bæ sunnan Hvolsvallar.
Íbúar á Suðurnesjum eru almennt
ánægðir með að búa á svæðinu en
um 70% segjast vera frekar eða
mjög ánægð með að búa á Suður-
nesjum. Þeim mun virkari sem íbú-
arnir eru félagslega þeim mun betur
líður þeim. Hins vegar sækir stór
hluti íbúanna á Suðurnesjum heil-
brigðisþjónustu utan Suðurnesja og
er óánægja með heilbrigðisþjónustu
á svæðinu áberandi.
Þetta er meðal þess sem lesa má
úr rannsókn Félagsvísindastofnunar
Háskóla Íslands sem unnin var fyrir
sveitarfélög á Suðurnesjum á lífs-
gæðum, líðan og virkni íbúa á Suður-
nesjum. Skýrsla um niðurstöðurnar
hefur verið birt á vef Reykjanes-
bæjar.
Um er að ræða bæði svör úr úr-
takskönnun meðal íbúa og frekari
niðurstöður úr umræðum í rýnihóp-
um. Niðurstöðurnar voru einnig
bornar saman við svör fólks á land-
inu öllu í alþjóðlegu viðhorfskönnun-
inni ISSP frá árinu 2020 og kom m.a.
í ljós að íbúar á Suðurnesjum sóttu
sjaldnar söfn, listasýningar, leiksýn-
ingar og leikhús en svarendur af
landinu í heild. Fram kom að ein-
ungis 15% þátttakenda af Suður-
nesjum höfðu einhvern tíma sótt
klassíska tónleika á tólf mánaða
tímabili áður en kórónuveirufarald-
urinn hófst. Hlutfallið var mun
hærra meðal þátttakenda af landinu
í heild.
„Önnur þjónusta og verslun var af
mörgum þátttakendum rýnihópa tal-
in fábrotin og einhliða. Þannig var
nefnt sem dæmi að Reykjanesbær
ætti líklegast „heimsmet í skyndi-
bitastöðum“ og „klippistofum“, á
meðan aðra þjónustu og vörur, s.s.
læknaþjónustu, tannlæknaþjónustu,
byggingavörur, fatnað o.fl., þyrfti að
nálgast til Reykjavíkur.
Þjónusta við eldri borgara er að
sögn þátttakenda í rýnihópunum góð
og úrval afþreyingar nokkuð fjöl-
breytt, en bent var á að jafna þyrfti
aðgengi í sveitarfélögunum og aug-
lýsa starfsemina enn frekar, sérstak-
lega fyrir aðflutta eldri borgara,“
segir m.a. í niðurstöðukafla.
Þegar spurt var hvað við búsetu
þeirra í sveitarfélögunum á Suður-
nesjum íbúarnir eru ánægðastir með
nefndu flestir nálægð við atvinnu og
þjónustu, umhverfi og kyrrð og fá-
menni eða hæfilegan fjöldi íbúa.
Langflestir nefndu hins vegar skort
á heilbrigðisþjónustu þegar þeir
voru spurðir hvað þeir væru
óánægðastir með en einnig nefndu
margir skort á verslun og þjónustu.
Auka þarf samtal á milli inn-
fæddra og innflytjenda
Margt fólk af erlendu bergi brotið
býr á Suðurnesjum, þar sem 28 af
hundraði íbúa teljast til innflytjenda.
Könnuð voru viðhorf til innflytjenda
og fjölmenningarsamfélagsins og
kom m.a. í ljós að íbúar á Suðurnesj-
um voru líklegri en íbúar á landinu í
heild til að telja of marga innflytj-
endur hafa komið til landsins á
undangengnum árum.
Frekari greining leiddi aftur á
móti í ljós að fólk hafði jákvæðari
viðhorf til innflytjenda ef það þekkti
innflytjendur af fyrstu eða annarri
kynslóð. Þá bentu pólskir viðmæl-
endur á það í rýnihópunum að það
skorti samtal milli innflytjenda og
innfæddra.
Ríflega helmingur svarenda í
könnuninni var sammála því að inn-
flytjendur hefðu haft góð áhrif á
nærsamfélagið og tæplega helming-
ur að menningarlíf á svæðinu hefði
styrkst með auknum fjölda þeirra.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Hátíð Margir sækja hátíðir á Suð-
urnesjum. 73% fara á Ljósanótt.
Sáttir við búset-
una og umhverfið
- Óánægja með heilbrigðisþjónustuna
JólaRetró og Síminn hafa tekið
höndum saman og bjóða lands-
mönnum upp á huggulega jóla-
stemningu alla daga fram að jólum
í sjónvarpsþjónustu Símans. Þegar
sett er á rás 0 í myndlyklum Símans
birtist snarkandi arineldur og jóla-
lögin frá JólaRetró hljóma undir.
„Við höfum gert þetta sl. ár við
góðar undirtekir og ákváðum að
endurtaka leikinn í ár. Þetta er æð-
islegt, að hafa snarkandi eldinn og
bara bestu jólalögin hljómandi und-
ir. Ég stend mig að því að hafa
þetta í gangi heilu kvöldin á meðan
ég dunda mér í stað þess að horfa á
sjónvarpið,“ segir Sigurður Þorri
Gunnarsson, dagskrár- og tónlist-
arstjóri útvarpsstöðva Árvakurs
sem á og rekur JólaRetró.
„Við vonum að sem flestir geti
nýtt sér þetta og að við getum fært
landsmönnum huggulega stemn-
ingu á aðventunni,“ bætir Sigurður
við.
Arineldur og jólalög heim í stofu
Huggulegheit Jóla Retró með arineldi á
Sjónvarpi Símans til jóla, á rás 0.
Varðberg – sam-
tök um vestræna
samvinnu og al-
þjóðamál og Al-
þjóðamálastofn-
un Háskóla
Íslands boða til
fundar í Lög-
bergi 101 í Há-
skóla Íslands í
dag kl. 17. Efni
fundarins eru
varnir og öryggi á norðurslóðum:
Varnir Norður-Ameríku og loft-
varnarkerfið NORAD.
Dr. James Fergusson, aðstoð-
arforstjóri Öndvegisseturs um
varnar- og öryggisrannsóknir við
Manitoba-háskóla, heldur erindi
um varnir Norður-Ameríku, loft-
varnarkerfið NORAD og norð-
urslóðir. Hann mun jafnframt fjalla
um mikilvægi þess að Ísland end-
urmeti varnir sínar sem taki þá mið
af breyttu öryggisumhverfi. „Veru-
legar tækniframfarir rússneskra
langdrægra sem og hljóðfrárra far-
artækja hafa dregið fram mikil-
vægi GIUK-hliðsins (Grænland-
Ísland-Bretland) að nýju og fæling-
armátt þess,“ segir m.a. í til-
kynningu Varðbergs um fundinn.
Varnir á norðurslóðum á fundi Varðbergs
James
Fergusson