Morgunblaðið - 24.11.2021, Side 21
DÆGRADVÖL 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 2021
„NEI – ÞAÐ ERT ÞÚ SEM ERT
HERMIKRÁKA.“
„ÉG GET EKKI HLUSTAÐ Á HANN OG ÞIG Á
SAMA TÍMA.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... þegar hann hringir
til að segja þér að hann
elski þig.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
ÉG ER
KOMINN
MEÐ NÝJA
KÆRUSTU
HÉR ER MYND
AF HENNI
UH… SÆT HVAÐ GET ÉG SAGT?
ÉG ER LEGGJA-MAÐUR
NJÓSNARINNOKKAR SEGIR AÐ NÚ SÉ EKKI
LANGT ÞAR TIL VIÐ NÁUM ÞEIM!
NÁUM
HVERJUM?
FINNUR HANN LYKT AF HESTUMÓVINANNA?
NEI! AF PÍTSUNUM
Á PÍTSUSTAÐNUM
HÉR Í AUSTRI!
ARD og Deutschlandradio til að
kynna mér starfsemi þeirra.“
Elfa á afar samheldinn og
skemmtilegan vinkvennahóp frá
Verzlunarskólaárunum. Þær ákváðu í
tilefni þess að þær eiga allar stór-
afmæli á þessu ári að í stað gjafa
kæmu þær hver annarri á óvart með
einhverri uppákomu á afmælisdag-
inn.
Elfa hefur iðkað hugleiðslu og jóga
um langt skeið og fór í jógakennara-
nám fyrir nokkrum árum. Hún hefur
einnig haldið fyrirlestra um þessi
fræði. Elfa hefur síðan bætt við sig
frekari þekkingu í austrænni heim-
speki auk þess að kenna hugleiðslu
og jóga í frítíma sínum. „Ég veit að
streita getur fylgt daglegu amstri.
Það er afar gefandi að kenna og sjá
hvernig fólk nær að slaka á, breyta
hugarfari sínu og temja sér meira
æðruleysi í lífinu. Það er svo margt í
verkfærakistu austrænu fræðanna
sem við getum nýtt okkur til þess að
njóta lífsins betur.“
Fjölskylda
Eiginmaður Elfu er Eyvindur G.
Gunnarsson, prófessor við lagadeild
HÍ, f. 31.8. 1970. Börn Elfu og Ey-
vindar eru 1) Elísa Aðalheiður, nemi í
HÍ, f. 25.8. 2002, og 2) Elías Muni,
nemi í Verzlunarskóla Íslands, f. 23.3.
2005.
Systkini Elfu eru 1) Hinrik Gylfa-
son, tölvunarfræðingur í Garðabæ, f.
24.8. 1986; 2) Alexía Rós Gylfadóttir,
búningahönnuður í Reykjavík, f. 6.9.
1991; 3) Hugi Hrafn Ásgeirsson, nemi
í líftækniverkfræði í Stokkhólmi, f.
12.11. 1988 og 4) Arnaldur Muni Ás-
geirsson, kokkur í Stokkhólmi, f. 26.3.
1991.
Foreldrar Elfu eru Gylfi Aðal-
steinsson, hagfræðingur í Reykjavík,
f. 5.3. 1950, og Sigrún Margrét
Proppé, sálmeðferðarfræðingur í
Stokkhólmi, f. 4.2. 1951. Stjúpmóðir
Elfu er Nanna Kristín Christiansen,
menntunarfræðingur í Reykjavík, f.
26.5. 1950.
Elfa Ýr Gylfadóttir
Hrefna Jóhannesdóttir
húsfreyja á Patreksfirði
Árni Böðvar Pétur Helgason
héraðslæknir á Patreksfirði
Áslaug Elísabet Árnadóttir
tannsmiður í Reykjavík/Kópavogi
Gunnar Knútur Proppé
verslunarmaður í Reykjavík/Kópavogi
Sigrún Margrét Proppé
sálmeðferðarfræðingur í
Stokkhólmi
Jóhanna
Jósafatsdóttir Proppé
húsfreyja í Reykjavík
Carl F. Proppé
kaupmaður í Reykjavík
Guðbjörg Guðmundsdóttir
húsfreyja á Flateyri við Önundarfjörð
Friðrik Guðmundsson
tré- og járnsmiður á
Flateyri við Önundarfjörð
Ólöf Aðalheiður Friðriksdóttir
hjúkrunarfr. á Akureyri
Aðalsteinn Ólafur Einarsson
aðalgjaldkeri KEA á Akureyri
Margrét Eiríksdóttir
húsfreyja á
Eyrarlandi í Eyjafirði
Einar Árnason
þingmaður og ráðherra á Eyrarlandi í Eyjafirði
Ætt Elfu Ýrar Gylfadóttur
Gylfi Aðalsteinsson
hagfræðingur í Reykjavík
Mér þykir gott að fletta ljóða-
bókum. Sitja fyrir framan
skápinn og grípa eina og síðan þá
næstu. Tilviljun ræður hver verður
fyrir valinu. Núna staldra ég við
Næturþanka úr „Dagbók við veg-
inn“ eftir Indriða G. Þorsteinsson:
Þótt fari það allt fjandans til
í flestra hugum sem ég vann
skal enginn kunna á því skil
að mér þyki miður.
Um það saka ég engan mann.
Ég er mitt skáld og smiður.
„Hlymrek“ eftir Jóhann S. Hann-
esson kom út í fáum eintökum árið
1979. Að beiðni forlagsins bætti
Kristján Karlsson eftirfarandi at-
hugasemd við formála Jóhanns:
„„Í skiptum fyrir aðra eins.“ Nú
man ég ekki lengur hvaða limru frá
mér Jóhann gæti átt, hugsanlega
þessa:
Af ástæðum ótilgreindum
ef til vill flóknum, leyndum
hann gat ekki pissað
það gjörði oss svo hissað
vér gátum ei heldur sem reyndum.
„Leynd“ á víst að merkja comp-
lex. – Eitt er víst: Jóhann átti upp-
tökin að þessari limrugrautargerð
okkar, sem stóð með hléum í ára-
tugi. Til sannindamerkis um það er
limra, sem hann skrifaði til mín
framan á eintak af Hlymrek á sex-
tugu:
Ef þú heyrir í huga þín sjálfs
eins og hvíslað: „mín samviska er frjáls
og saklaus um glæpinn“
ertu svolítið hæpinn:
Þú sveikst um að varna mér máls.
Þannig er Jóhann vafalaust upp-
hafsmaður réttrar limru á íslensku,
sem vitað er um.“
Mér þykir vænt um „Ferskeytlur
og farmannsljóð“ eftir Jón S. Berg-
mann. Faðir minn gaf mér hana
sem veganesti þegar ég á ferming-
araldri fór í sveitina í Litlu-Sandvík
í Flóa og hef ég kunnað hrafl í
henni síðan:
Klónni slaka ég aldrei á
undan blaki af hrinu,
þótt mig hrakið hafi frá
hæsta takmarkinu.
Andann lægt og manndóm myrt
mauranægtir geta:
Allt er rægt og einskis virt
sem ekki er hægt að éta.
Guðrún P. Helgadóttir gaf út rit-
ið „Skáldkonur fyrri alda“ árið
1961. Þessi staka eftir Ljósavatns-
systur varð fleyg:
Fjalla kauða foringinn,
fantur nauða grófur,
er nú dauður afi minn
Oddur sauðaþjófur.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Ég er mitt skáld og smiður