Morgunblaðið - 24.11.2021, Síða 23

Morgunblaðið - 24.11.2021, Síða 23
ENGLAND Kristján Jónsson kris@mbl.is Breytt eignarhald hjá enska knatt- spyrnufélaginu Newcastle United vakti mikið umtal á dögunum enda yfirvöld í Sádi-Arabíu hinir nýju eigendur félagsins. Tíminn á eftir að leiða í ljós hversu miklum fjár- munum verður velt inn í rekstur fé- lagsins en eigendur geta verið stór- tækir á leikmannamarkaðnum ef þeir kæra sig um. Margt bendir til þess að til standi að setja mikla fjár- muni í að byggja upp sterkt lið hjá Newcastle sem nú situr í botnsæti úrvalsdeildarinnar. Framundan er fall í næstefstu deild nema spila- mennska liðsins taki miklum breyt- ingum eftir áramót. Sádunum virðist vera tekið opn- um örmum hjá stuðningsmönnum Newcastle ef marka má fréttaflutn- ing. Þar sáust stuðningsmenn fagna fyrir utan leikvanginn en sú fram- setning gæti svo sem verið einföld- un. Ekki eru allir jafn ánægðir og Gary Hoffman, stjórnarformaður ensku úrvalsdeildarinnar, sagði starfi sínu lausu á dögunum eftir að atkvæðagreiðsla innan samtakanna sýndi að meirihluti stjórnarmanna vildi losna við hann. Fulltrúar félag- anna í deildinni eru margir hverjir ósáttir við að Sádarnir séu komnir inn í deildina. Eigendur Newcastle höfðu áður reynt að eignast félagið en þá stóðust þeir ekki þau skilyrði sem sett eru til að eignast lið í ensku úrvalsdeildinni. Eitthvað varðandi umsóknina breyttist í þetta skiptið því nú uppfylltu kaup- endurnir skilyrðin. Félagið PCP Capital Partners kom að kaupunum en fyrirtækið aðstoðaði einnig Sheikh Mansour við kaupin á Man- chester City árið 2008. Fáir enskir eigendur Hér er ekki meiningin að vera með tæmandi umfjöllun um kaupin á Newcastle United heldur að fara aðeins yfir heildarmyndina varðandi eignarhaldið á ensku liðunum sem svo margir Íslendingar fylgjast grannt með. Óhætt er að segja að eigendur liðanna í úrvalsdeildinni komi úr ýmsum áttum. Jafnt og þétt hefur orðið erfiðara að finna Englendinga í tengslum við félögin í ensku úrvalsdeildinni. Þeim hefur farið fækkandi á meðal leikmanna og knattspyrnustjór- anna. Nú er svo komið að hjá fjór- um félögum eru Englendingar meirahlutaeigendur. Þekktasta fé- lagið er Tottenham Hotspur en einnig eru það Brentford og Brig- hton & Hove Albion. Hjá Norwich eiga svo Englendingur og Wales- verji rúman meirihluta. Í meðfylgjandi lista yfir félögin má sjá einfalda útgáfu af helstu eig- endum og þar má sjá þjóðerni þeirra. Bandaríkjamenn eiga þrjú mjög þekkt félög: Arsenal, Man- chester United og Liverpool. Bandaríkjamenn má víðar finna á meðal eigenda enskra félaga þótt þeir séu ekki alltaf aðaleigendurnir. Tvö félög eru í eigu ítalskra kaup- sýslumanna en það hefur ekki endi- lega verið áberandi í umræðunni. Eru það Leeds United og Watford. Asíubúar hafa verið fyrirferðar- miklir. Ekki bara arabarnir heldur einnig frá Kína og Taílandi. Kín- verjar eiga Wolves og Taílendingar eiga Leicester City en það var vita- skuld mjög áberandi vegna harm- leiksins árið 2018. Eigandi félags- ins, Vichai Srivaddhanaprabha, beið þá bana í þyrluslysi á bílastæðinu fyrir utan leikvang Leicester. Auk þess er aðaleigandi Everton Farhad Moshiri frá Íran en er einnig með breskt vegabréf. Hann gerir ekki upp á milli landanna og býr bara í Mónakó. Eigendur úrvalsdeildarliðanna koma frá fjórum heimsálfum því Af- ríka á einnig fulltrúa. Egyptinn Nassef Sawiris er stjórnarformaður Aston Villa og í eigendahópnum. Eftir meiru að slægjast en áður Þróunin á síðustu árum sýnir svo ekki verður um villst að eftirsókn- arverðara þykir en áður að eignast ensk knattspyrnulið. Áður þótti það ekki fýsilegur kostur fyrir þá sem höfðu hagnast í viðskiptalífinu. Í stað þess að hagnast á fjárfesting- unni þurftu eigendurnir þvert á móti að dæla fé inn í reksturinn til að láta dæmið ganga upp. Upphæðirnar sem fást fyrir sjón- varpsréttinn hafa hækkað mjög og væntingar eru um að slíkt muni halda áfram. Auk þess er unnið að því að auka vinsældir deildarinnar í Asíu og Norður-Ameríku. Þeir sem eiga fræg lið í ensku úrvalsdeildinni í dag geta því vonast eftir að eignin verði verðmætari á næstu árum og áratugum. Ýmislegt fleira getur hangið á spýtunni þegar kemur að kaupum erlendra fjárfesta á ensku liðunum. London er jú ein af helstu við- skiptaborgum heimsins. Fólk alls staðar að úr heiminum lifir þar og starfar. Algengt er að stórefnað fólk frá Asíu, Rússlandi og víðar búi í London eða sé þar með aðsetur. Þar af leiðandi er kannski ekki óeðlilegt að það láti til sín taka í úrvalsdeild- inni sem ennþá er kölluð enska úr- valsdeildin. Slíkt getur flýtt fyrir því að stækka tengslanetið í við- skiptum og stjórnmálum á enskri grundu. Eigendur Newcastle bætast í litríkan hóp - Eigendur ensku knattspyrnufélaganna koma frá fjórum heimsálfum AFP Newcastle Stuðningsmenn Newcastle United í leik Newcastle og Tottenham á St James’ Park í Newcastle. ÍÞRÓTTIR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 2021 _ Norska handknattleikskonan Nora Mörk, sem lengi hefur verið í hópi þeirra bestu í heiminum, flytur frá Noregi til Danmerkur næsta sumar. Hún hefur leikið með Vipers Kristian- sand frá sumrinu 2020 en spilaði áður með CSM Búkarest í Rúmeníu, Györ í Ungverjalandi og lengi með Larvik í Noregi en var kornung í röðum Aal- borg DH í Danmörku í stuttan tíma. Mörk, sem er þrítug, hefur nú samið við danska stórliðið Esbjerg sem hefur lengi verið í fremstu röð í Danmörku og í evrópskum handbolta en liðið fékk silfur í EHF-bikarnum bæði 2014 og 2019 og varð danskur meistari 2016, 2019 og 2020, í tvö seinni skiptin með Rut Jónsdóttur sem leikmann. Nú þegar leika sex norskar landsliðskonur með Esbjerg. _ LeBron James hefur verið úrskurð- aður í leikbann í NBA-deildinni í körfu- knattleik eftir að hafa verið rekinn af velli í leik Los Angeles Lakers og Detroit Pistons. James fékk eins leiks bann en hann gaf Isaiah Stewart oln- bogaskot og fékk Stewart skurð fyrir ofan augað. Stewart brást illa við og missti stjórn á skapinu í kjölfarið. Fyrir vikið hefur hann verið úrskurðaður í tveggja leikja bann. _ Magdeburg, toppliðið í þýska hand- boltanum í karlaflokki, getur ekki spil- að þessa dagana eftir að kór- ónuveirusmit komu upp í herbúðum þess. Leik liðsins við N-Lübbecke sem fram átti að fara á sunnudaginn var frestað af þessum sökum og einnig leik gegn Sävehof í Evrópudeildinni sem fram átti að fara í Svíþjóð í gær- kvöldi. Landsliðsmennirnir Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Krist- jánsson leika með Magdeburg. Ekki er ljóst hvenær þessir frestuðu leikir verða spilaðir. _ Mohamed Salah, sóknarmaður enska knattspyrnufélagsins Liverpool, mun að öllum líkindum skrifa undir nýjan langtímasamning við félagið á næstu dögum. Það er TEAMtalk sem greinir frá þessu. Framtíð egypska sóknarmannsins hefur verið mikið í umræðunni undanfarnar vikur en nú- verandi samningur hans við Liverpool rennur út sumarið 2023. Salah, sem er 29 ára gamall, gekk til liðs við Liverpool frá Roma sumarið 2017 og hefur verið einn besti leik- maður liðsins síðan. Hann hefur skor- að ellefu mörk í tólf leikjum í ensku úrvals- deildinni á tímabilinu og er markahæsti leik- maður deildarinnar en alls á hann að baki 219 leiki fyrir Liverpool í öll- um keppnum þar sem hann hefur skorað 141 mark. Eitt ogannað HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: TM-höllin: Stjarnan – ÍBV ....................... 18 KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Subway-deildin: HS Orkuhöll: Grindavík – Breiðablik. 18.15 Dalhús: Fjölnir – Njarðvík .................. 19.15 Origo-höll: Valur – Skallagrímur ........ 20.15 Í KVÖLD! Kristján Örn Kristjánsson skoraði fimm mörk fyrir Aix þegar liðið tók á móti Gorenje í C-riðli Evrópu- deildarinnar í handknattleik í Frakklandi í gær. Leiknum lauk með 26:26-jafntefli en Kristján Örn var markahæsti leikmaður síns liðs ásamt Karl Konan. Aix leiddi með einu marki þegar 30 sekúndur voru til leiksloka en Gorenje tókst að jafna metin á lokasekúndunum. Aix er í neðsta sæti C-riðils með eitt stig eftir fjórar umferðir en á þó enn möguleika á að komast upp úr riðl- inum. Markahæstur í Evrópudeildinni AFP 5 Kristján Örn skoraði fimm mörk gegn Gorenje í Evrópudeildinni. Ekkert verður af tveimur vináttu- landsleikjum U19 ára liða Íslands og Svíþjóðar í knattspyrnu kvenna sem fram áttu að fara í Kórnum og Akraneshöll í lok nóvember. Svíar tilkynntu KSÍ í gær að þeir væru hættir við að koma vegna stöðu kórónuveirufaraldursins hér á landi. Í gær var kynntur 20 manna hópur Íslands fyrir leikina tvo og KSÍ skýrði frá því að liðið myndi engu að síður æfa saman og spila æfingaleik við Breiðablik á laug- ardag. Til stendur að leikirnir við Svía fari fram á næsta ári. Hættu við vegna veirunnar Ljósmynd/Jón Helgi Pálmason Sókn Andrea Rut Bjarnadóttir er í U19-ára landsliðshópnum. Arsenal Stan Kroenke (Bandaríkjunum) Aston Villa Nassef Sawiris (Egyptalandi) og Wesley Edens (Bandaríkjunum) Brentford Matthew Benham (Englandi) Brighton Tony Bloom (Englandi) Burnley ALK Capital (Bandaríkjunum) Chelsea Roman Abramovich (Rússlandi) Crystal Palace Steve Parish (Englandi) Everton Farhald Moshiri (Íran og Bretlandi) Leeds United Andrea Radrizzani (Ítalíu) Leicester City Srivaddhanaprabha-fjölskyldan (Taílandi) Liverpool John W. Henry og Tom Werner (Bandaríkjunum) Manchester City Abu Dhabi United Group (Sameinuðu furstadæmum) Manchester United Glazer-fjölskyldan (Bandaríkjunum) Newcastle United Public Investment Fund (Sádi-Arabíu) Norwich City Delia Smith (Englandi) og Michael Wynn-Jones (Wales) Southampton Gao Jisheng (Kína) Tottenham Hotspur Joe Lewis og Daniel Levy (Englandi) Watford Gino Pozzo (Ítalíu) West Ham United David Sullivan (Wales), Daniel Kretinsky (Tékklandi) og David Gold (Englandi) Wolves Guo Guangchang, Liang Xinjun og Wang Qunbin (Kína) _ Hér eru birt nöfn einstaklinga og hópa sem fara fyrir þeim sem eiga meirihluta í knattspyrnufélögunum í úrvalsdeildinni. Margir fleiri geta verið í eigendahóp- unum með minni eignarhlut. Eigendur úrvalsdeildarfélaga

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.