Morgunblaðið - 24.11.2021, Side 16

Morgunblaðið - 24.11.2021, Side 16
16 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 2021 Félagið Fókusing á Íslandi þakkar Valgerði Ólafsdóttur fyrir brautryðjenda- starf hennar við að kynna fókus- ing hér á landi. Valgerður hafði kynnst fræðum og aðferðum fók- using við Háskólann í Chicago þar sem hún lærði m.a. hjá upphafs- manni fræðanna, heimspekingn- um og sálfræðingnum Eugene Gendlin er hún var í mastersnámi í sálfræði. Eftir að hún flutti heim frá Bandaríkjunum hóf hún að halda námskeið um aðferðir fók- using sem felst í að læra að hlusta inn á við eða eins og hún lýsti þessu sjálf á heimasíðu sinni www.fokusing.is: „Með fókusingu beinum við athyglinni að líkaman- um, að líkamsvitundinni (felt sense) og vinnum að því að hlusta á, skilja, eiga samtal við hana. Með því að hvíla í líkamsvitundinni (sem að mörgu leyti minnir á „mindfulness“) og verða meðvituð um hvað hún geymir förum við oft að skynja eitthvað nýtt um okkur sjálf og líf okkar. Við lærum að vera með okkur sjálfum í upplif- unum okkar og að heyra það sem er innra með okkur á nýjan hátt.“ Hennar eigið framlag til fræð- anna var fókusing með börnum en Valgerður kynnti það sem hún kallaði tilfinningaleikni í nám- skeiðum og starfi með leikskóla- kennurum. Hún gaf út bækur um efnið, „Tilfinningaleikni“, sem lýs- ir þróunarverkefni á leikskólanum Garðaborg frá árinu 2000-2004, og Valgerður Ólafsdóttir ✝ Valgerður Ólafsdóttir fæddist 4. október 1951. Hún lést 11. nóvember 2021. Valgerður var jarðsungin 18. nóv- ember 2021. svo „Sögu um tilfinn- ingar“ sem er barna- saga með leiðbein- ingum um hvernig við getum rætt við börn um líðan þeirra. Hún var ein- staklega framsýn að kynna fókusing á Ís- land þar sem það var óþekkt og náði að sá fræjum sem hafa blómstrað síðan. Fókusing er ekki einungis stund- að í þerapískum tilgangi heldur nýtist sem leið til að tengja við dýpri lög hugsunar í líkamanum og styrkir fólk í að hugsa sjálf- stætt og skapandi, tjá sig, hlusta og skilja hvert annað. Valgerðar er saknað af félögum í fókusing sem minnast fallegrar, skemmti- legrar og djúpviturrar konu í þakklæti fyrir hvatningu hennar, innblástur, framsýni og stuðning. Fyrir hönd Fókusing á Íslandi, Halldóra Pétursdóttir, Sigríður Þorgeirsdóttir. Mig setti hljóðan við andláts- fregn Valgerðar. Ég hafði nýverið talað við hana í síma í tilefni af 70 ára afmæli hennar. Það var bjart yfir henni, hress að vanda og hún sagði mér í óspurðum fréttum að hún væri búin að yngja upp í vina- hópnum til að halda sér ungri í anda. Einnig barst í tal að þau hjónin hygðust heimsækja heima- borg mína Boston. Það var til- hlökkun að eiga í vændum að hitta þau bæði. Andlát Valgerðar er svo sannarlega sorgarfrétt og sárt að sjá á eftir þessari glæsilegu konu og góðu vinkonu. Minningarnar eru margar og kærar. Ég kynntist Valgerði fyrir um aldarfjórðungi þegar ég var ungur maður og hafði nýverið hafið störf með Kára Stefánssyni hjá Íslenskri erfða- greiningu (ÍE). Ég man það svo vel hvað hún var hlý, umhyggju- söm og mátti aldrei neitt aumt sjá. Á þeim tíma héldu þau hjón tvö heimili í Boston og í Reykjavík. Valgerður tók ekki annað í mál en að ég gisti heima hjá þeim þegar við ferðuðumst til Boston. Það var ómetanlegt að fá að dvelja á þeirra heimili í Brookline. Valgerði þótti vænt um þann griðastað við hlið Longwood Medical Area þar sem er miðstöð læknavísinda í Boston á vegum Harvard- háskóla. Heimili þeirra Kára var fallegt og það var notalegt að geta átt þar afdrep í þessum óteljandi ferðum á upp- hafsárum ÍE. Samvera við Val- gerði á hennar heimili skapaði traust og bjartar vonir. Hún var í senn greind, umhyggjusöm og með áberandi sterka samkennd gagnvart öðru fólki. Árum seinna, eftir að umsvif ÍE höfðu vaxið um- talsvert, var hún lykilmanneskja í að stofna Velferðarsjóð barna sem hún veitti forstöðu um árabil. Það lýsir manngæsku hennar og metn- aði að standa fyrir svona mikil- vægu verkefni af myndarskap. Sjóðurinn hefur komið að fjöl- mörgum mikilvægum málefnum barna þar sem vel hefur tekist til. Það kemur þeim ekki á óvart sem þekktu Valgerði. Hún var vitur og ráðagóð. Það var ósjaldan að við áttum samtöl þar sem hún gat bent á skynsamar leiðir að tiltekn- um markmiðum og alltaf voru mannúðarsjónarmiðin í fyrirrúmi. Ég er óendanlega þakklátur fyrir þennan dýrmæta vinskap og gaml- ar og nýjar samverustundir sem við Brynja, eiginkona mín, áttum með þeim hjónum, Valgerði og Kára, undanfarin ár. Á þessum tímapunkti er hugur minn hjá mínum kæra vini og samferða- manni, Kára Stefánssyni, og börn- um þeirra hjóna, Ara, Svanhildi, Sólveigu og fjölskyldunni allri. Missirinn er mikill en Valgerðar verður minnst af virðingu og hlýju. Við hjónin sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Hannes Smárason. ✝ Ingvar G. Guðmundsson aðstoðarskóla- stjóri fæddist á Kirkjuvegi 28 í Keflavík 16. maí 1928. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 13. nóvember 2021. Foreldrar hans voru Guðmundur Júlíus Magnússon vélstjóri, f. 5. júlí 1897, d. 11. mars 1975, og Sigurðína Ingi- björg Jóramsdóttir, f. 25. nóv- ember 1903, d. 24. júlí 1975. Systkin Ingvars eru Sigurð Breiðfjörð, f. 24.7. 1922, d. 27.1. 1996, Ingveldur Hafdís, f. 23.12. 1923, Svanhildur, f. 17.12. 1933, Jórunn Alda, f. 9.12. 1941, og Guðrún, f. 17.9. 1945. Ingvar giftist árið 1950 Mörtu Kolbrúnu Þorvalds- dóttur, f. 16.6 1930, d. 30.11. 2010. Þau skildu. Sonur þeirra er Hafsteinn Svanberg, f. 27.6. 1950. Maki: Catarina Ingvars- son, f. 4.6. 1950. Þau eiga son- miklum uppgöngutímum. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Héraðsskólanum á Laug- arvatni og síðan kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1951. Hann sótti sumarnám- skeið á Englandi 1964 og 1965 og stundaði framhaldsnám við Háskólann í Minnesota BNA 1971. Ingvar kenndi við Barna- skóla Keflavíkur 1951 til 1962 og síðan Gagnfræðaskólann í Keflavík 1962 til 1996. Hann var aðstoðarskólastjóri Holta- skóla 1978 til 1996. Lét þá af störfum vegna aldurs en ann- aðist stundakennslu til ársins 1998. Hann var virkur í ýms- um félagsmálum, var einn stofnenda Karlakórs Keflavík- ur 1951. Stofnfélagi Lions- klúbbs Keflavíkur 1956 og Melvin Jones-félagi 1989. Stofnfélagi Golfklúbbs Suð- urnesja 1964. Hann var rit- stjóri Reykjaness 1955, útgef- andi og ritstjóri Keflavíkur- tíðinda 1957-1960. Þau Hera hófu búskap sinn á Vatnsnesvegi 31 í Keflavík og bjuggu þar í rúm 60 ár er þau fluttu á Stekkjargötu 1 í Reykjanesbæ árið 2016. Áttu þau því hamingjuríkt og far- sælt hjónaband í 66 ár. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. inn Rodhí, f. 6.11. 1987. Sambýlis- kona hans er El- isabeth Beckstr- öm, f. 10.4. 1982. Ingvar kvæntist árið 1955 eftirlif- andi eiginkonu sinni, Heru A. Ólafsson, f. á Pat- reksfirði 5.1. 1933. Börn þeirra eru: 1) Pétur Að- alsteinn, f. 3.11. 1957. Maki: Kristín Kristmundsdóttir, f. 10.3. 1955. 2) Heba, f. 1.8. 1959. Maki: John Haynes, f. 26.9. 1963. Þau skildu. Dóttir þeirra er Sara, f. 23.8. 1987. Maki: Gylfi Már Sigurðsson, f. 19.5. 1987. Synir þeirra eru Ingvar Orri, f. 6.5. 2016, og Brynjar Atli, f. 21.7. 2019. 3) Ruth, f. 16.9. 1961. Maki: Gra- ziano Bagni, f. 23.4. 1958. Syn- ir þeirra eru Stefán, f. 13.9. 1986, sambýliskona hans er Carlotta Guastapaglia, f. 29.8. 1992, og Daníel, f. 16.7. 1991. Ingvar ólst upp í Keflavík á millistríðsárum síðustu aldar á Nú kveð ég þig elsku pabbi minn og þín er strax sárt saknað. Mér finnst erfitt að missa þig úr lífi mínu og skrítið að hafa þig ekki lengur hjá okkur og ég veit að ég þarf lengri tíma til að átta mig á því að þú sért farinn yfir móðuna miklu. En ég hugga mig við það að vita að þú ert á góðum stað núna, umvafinn fólkinu þínu. Ég veit að amma og afi og bróðir þinn tóku vel á móti þér. Þú lifir ávallt áfram í hjarta mínu og ég er svo lánsöm að eiga endalaust margar minningar sem gott er að ylja sér við þegar söknuður mun gera vart við sig. Þú varst mér alltaf svo góður pabbi og varst alltaf tilbúinn að aðstoða mig ef þess þurfti. Ég gat alltaf stólað á þig og þú gerðir allt betra að því virtist, án nokkurrar fyrirhafnar og ávallt af mikilli kostgæfni og yfirvegun. Ég var líka sérlega heppin þegar ég eignaðist hana Söru mína og hún var og mun alltaf vera prinsess- an þín og ég veit að hún saknar þín mjög. Þú kenndir henni svo margt eins og að lesa og hún gat ekki fengið betri og ljúfari afa. Þegar Sara svo eignaðist dreng- ina sína tvo var unun að sjá þig leika við litlu langafastrákana þína. Ég er svo afar þakklát fyrir að hafa setið við hlið þér þína síð- ustu nótt á spítalanum, haldið í hönd þína, talað við þig og þakk- að þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og dóttur mína. Ég veit að þú heyrðir rödd mína þegar ég horfði í augu þín í síðasta skipti. Að sjálfsögðu mun ég halda áfram að hugsa vel um mömmu sem var þér kærari en allt. Þegar liðið var að hádegi næsta dag kvaddir þú þennan heim. Ég kveð þig elsku pabbi með miklum söknuði, góður maður er genginn. Englar Guðs þér yfir vaki og verndi pabbi minn vegir okkar skiljast núna, við sjáumst ekki um sinn. En minning þín hún lifir í hjörtum okkar hér því hamingjuna áttum við með þér. Þökkum kærleika og elsku, þökkum virðingu og trú þökkum allt sem af þér gafstu, okkar ástir áttir þú. Því viðmót þitt svo glaðlegt var og góðleg var þín lund og gaman var að koma á þinn fund. Með englum Guðs nú leikur þú og lítur okkar til nú laus úr viðjum þjáninga, að fara það ég skil. Og þegar geislar sólar um gluggann skína inn þá gleður okkur minning þín, elsku pabbi minn. Vertu góðum Guði falinn er hverfur þú á braut gleði og gæfa okkur fylgdi með þig sem förunaut. Og ferðirnar sem fórum við um landið út og inn er fjársjóðurinn okkar pabbi minn. (Guðrún Sigurbjörnsdóttir) Hvíl í friði. Þín Heba. Elsku afi minn. Nú er komið að kveðjustund og er hún mun erfiðari en ég átti von á. Ég þekki ekkert annað en að eiga þig að og mér finnst skrýtið að hugsa um lífið án þín. Þú varst og verður alltaf stór og mikilvæg persóna í lífi okkar allra í fjölskyldunni. Þakklæti er mér efst í huga þegar ég hugsa til baka til allra tímanna sem við áttum saman. Minningarnar eru svo ótalmarg- ar og allar svo ljúfar og góðar. Heimili ykkar ömmu á Vatnsnes- veginum var mitt annað heimili og þar var alltaf gott að vera, þar ríkti mikil ró. Mér þótti svo gam- an að hjálpa ykkur ömmu að vinna í garðinum, rölta út á pútt- völlinn með þér eða fara á rúnt- inn á græna Citroën-bílnum. Okkur þótti alltaf jafn fyndið þegar ég, þú eða amma stakk upp á að rúnta til Montecatini, staðinn sem við heimsóttum einu sinni saman á Ítalíu. Mér þykir einna vænst um allar lestrar- stundirnar sem við áttum saman. Það kom sér vel að eiga kennara fyrir afa, sem kenndi mér að lesa fimm ára gamalli. Næstu árin sátum við saman á sófanum og ég las fyrir þig ótal margar bæk- ur, skemmtilegastar þóttu okkur bækurnar eftir Guðrúnu Helga- dóttur. Stundum hringdirðu bjöllu eins og kennsla væri hafin, það þótti okkur skondið. Við vor- um svo miklir vinir. Ég man hvað ég sagði fólki alltaf stolt frá því að afi minn væri Ingvar kennari, enda fékk ég alltaf svo góð viðbrögð. Allir töluðu svo fallega um þennan kennara sem þótti svo vænt um nemendur sína. Afi var vitur maður og átti alltaf sögur að segja, sama hvert viðfangsefnið var. Hann las bækur öllum stundum, leysti krossgátur og púslaði. Það var alltaf gott að vera í kringum afa, sama hvað hann var að gera, nærvera hans var svo notaleg. Fyrir mér var hann svo miklu meira en bara afi, en hann var mikil föðurímynd fyrir mig þar sem pabbi minn bjó erlendis. Þegar ég svo eignaðist mitt fyrsta barn, strák, kom ekki annað til greina en að skíra hann í höfuðið á afa. Ég er þakklát fyr- ir þann tíma sem drengirnir mín- ir tveir fengu með langafa sínum og munu sögurnar um afa Ingvar fá góðan hljómgrunn. Minningin um þennan einstaka mann lifir áfram í hjörtum okkar. Það var ómetanlegt að fá tækifæri til að kveðja afa á síðustu dögum ævi hans, fyrir það er ég afar þakk- lát. Hvíldu í friði, elsku afi. Takk fyrir allt. Þín Sara. Elsku Ingvar. Ég kynntist þér fljótlega eftir að við Sara urðum kærustupar. Ég fékk strax að vita hvaða þýðingu þú hafðir fyr- ir Söru og sá ég um leið af hverju. Ég hafði ekki áður kynnst öðru eins sambandi við barnabarn eins og þú og Hera eigið með Söru. Þið Hera tókuð mér opnum örmum og frá fyrstu heimsókn minni á Stekkjargöt- una var ég velkominn. Vikulegar heimsóknir urðu að rútínu og þótti mér skrítið ef leið of langt á milli heimsókna til ykkar. Það má með sanni segja að ég hafi eignast nýja afa og ömmu í þér og Heru. Þú hafðir einstaklega þægi- lega nærveru og mikil ró sem þér fylgdi. Eitt af þínum einkennum var að sýna áhuga á því sem aðr- ir voru að gera. Þegar ég byrjaði í sagnfræðinni bentir þú mér á hinar og þessar bækur og varst mjög áhugasamur um það sem ég var að gera. Ef ég var að fara erlendis áttir þú oftast einhverja skemmtilega staðreynd um land- ið sem ég var að fara til. Ég á góðar minningar af því að horfa á snóker með þér, hlusta á þig tala um þær bækur sem varst að lesa og spjalla um daginn og veginn. Það var einfaldasta ákvörðun lífs míns að skíra frumburð minn í höfuðið þér, það var ákveðið um leið og við Sara vissum að við ættum von á strák. Það er mér svo ótrúlega kært að Ingvar Orri og Brynjar Atli fengu að kynnast þér og þú þeim. Þeir munu alltaf vita af afa Ingvari. Kveðjustundin var erfið en góð. Við kveðjum þig með sökn- uð í hjarta en yljum okkur við hlýjar minningar um merkan mann. Gylfi Már. Ingvar G. Guðmundsson✝ Jón Björn fæddist á Ísa- firði 16. jan 1948. Hann lést 13. sept. 2021 á Landspít- alanum eftir stutt og snörp veikindi. Foreldrar Jóns Björns voru Finn- borg S. Jónsdóttir, Sissa, f. 1924, d. 1983, og Friðrik T. Bjarnason mál- arameistari, f. 1922, d. 1997. Hann var alltaf kallaður Diddi á Horninu eða Diddi málari. Systk- ini hans eru Helga Mæja, f. 1951, d. 1961, Bjarndís, f 1954, Guð- mundur Atli, f. 1956, d. 1986, Steinþór (Dúi), f. 1961, og Helgi Mar, f. 1966. Dóttir Jóns Björns er Nína Margrét, f. 1980, móðir hennar er Margrét Molitor. Nína er gift Ágústi Riveria og á synina Elmar Rökkva og Fannar José. Jón Björn bjó í Ástralíu í nokkur ár, stundaði sjó- mennsku með föð- urbræðrum sínum, Pétri og Jóa á Horn- inu. Jón Björn var málarameistari og lærði hann fagið hjá föður sínum og tóku hann og Bjarndís sveinsprófið jafnt. Jón Björn vann með föður sínum og fjöl- skyldunni á Ísafirði og um alla Vestfirði, Reykjavík og víðar og er hann flutti til Reykjavíkur vann hann sjálfstætt alla tíð. Jón Björn vann mikið fyrir Ísfirðinga og Vestfirðinga fyrir sunnan og sá um að mála stúdentagarðana í fjölda ára. Hann var jarðsettur frá Ísafjarðarkirkju í kyrrþey að eigin ósk 23. sept. 2021. Við fráfall elskulegs bróður okkar rifjast upp margar minn- ingar en Jón Björn lést 13. sept sl. og var kvaddur í kyrrþey að eigin ósk. Hann var elsta barn foreldra okkar Sissu og Didda málara í sex systkina hópi. Það var líf og fjör og létt yfir heimilinu og hjá okkur bjó líka Jói afi, föðurbróðir mömmu, en svo hljóðnaði um stund eftir andlát Helgu Mæju. Foreldrar okkar voru sérlega frænd- og vinarækin og það voru heilu fótboltaliðin í mat og gist- ingu. Pabbi með dyggum stuðn- ingi mömmu í forsvari fyrir fót- boltann og málararnir sem unnu hjá pabba heimilisgestir alla tíð. Jón Björn átti hefðbundna skóla- göngu og æsku. Hann var góður skíðamaður og höfðu vinir hans á orði að hann hefði verið eins og fimur dansari. Hann var á yngri árum í fótbolta en áhuginn kannski ekki mikill en hann kom heim einn daginn eftir keppni og mamma spurði hvernig hefði gengið. Hann svaraði: Það gekk vel, leikurinn fór 16-2 og bætti við hróðugur „við töpuðum, það er sjálfsagt enn vallarmet“. Jón Björn vann með pabba í málning- arvinnu unglingsárin sín. Hann fór í Lýðskóla til Svíþjóðar og til Englands í enskuskóla og þá lá leið hans og Geirs Guðmundar æskuvinar hans til Ástralíu og unnu þeir þar í þrjú ár. Er hann kom heim fór hann ásamt undir- ritaðri á málarasamning hjá pabba og tókum við systkinin sveinsprófið jafnt. Jón Björn vann við fagið með fjölskyldunni á Ísa- firði en flutti síðan til Reykjavíkur og vann við það alla tíð og lengst- an hluta sjálfstæður. Hann sá um stúdentaíbúðirnar í mörg ár og tókum við systkinin tarnir með honum og eins kom hann vestur og vann með okkur. Jón Björn var sérlega vandaður fagmaður og eftirsóttur. Hann vann mikið fyrir Ísfirðinga og Vestfirðinga. Í mörg ár vann hann við að mála gömul hús og sérstaklega þar sem gluggar voru stíflakkaðir og glansandi. Þar var fagið hans að- alsmerki. Jón Björn var bók- hneigður og víðlesinn, hann kall- aði sig og bræður mína í gamni Karamasov-bræðurna eftir bók- inni. Hann eignaðist dótturina Nínu Margréti með Margréti Molitor og er hún okkur fjölskyld- unni hjartans kær. Í mörg ár hitt- ust málararnir í kaffi í Skeifunni og þar átti hann góða vini og einn- ig á bensínstöðinni á Austur- strönd. Jón Björn veiktist fyrir tveimur árum og náði ekki heilsu eftir það. Hann kom reglulega heim á Ísafjörð og naut sín með okkur. Hann átti góða vini og ná- granna sem reyndust honum sér- lega fallega og er þeim þakkað það kærlega. Hann var stóri bróð- ir okkar og gaf okkur kærleik og miðlaði til okkar visku og mörgu sem við varðveitum. Við vorum ekki alltaf sammála en alltaf vinir og samheldin og dýrmætt að eiga hann. Nú fækkar í systkinahópn- um og það fylgir sorg. Fráfalli hans og systkina okkar, Helgu Mæju sem lést af slysförum og Gumma Atla sem lést úr krabba- meini, sem verður alltaf saknað. En við erum hjartans þakklát fyr- ir að hafa átt þau. Ég vil trúa því að foreldrar okkar og þau öll séu saman í sumarlandinu. Við systk- inin og fjölskyldur þökkum sam- fylgdina og hafðu þökk fyrir allt og allt elsku bróðir. Bjarndís. Jón Björn Friðriksson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.