Morgunblaðið - 24.11.2021, Side 12
SVIÐSLJÓS
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
V
ísindamenn við Lífeðlis-
fræðistofnun Háskóla Ís-
lands og á Landspítalan-
um eru um þessar mundir
að kanna hvort tækni, sem þróuð
hefur verið innan skólans, nýtist við
mælingar á breytingum í sjón-
himnu fólks með alzheimersjúk-
dóminn. Fjallað er um málið á vef
háskólans. Alzheimer er sá tauga-
hrörnunarsjúkdómur sem oftast
veldur heilabilun. Engin lækning er
til við sjúkdómnum enn sem komið
er en áætlað er að heilabilun hrjái
allt að 50 milljónir manna í heim-
inum.
Undanfarin ár hafa vísinda-
menn beint athygli að því hvort
breytingar á sjónhimnu augans geti
gefið vísbendingar til að greina
sjúkdóminn snemma og bregðast
við honum. Nú nálgast menn þessa
spurningu með því að notast við
tækni sem tveir prófessorar, Einar
Stefánsson og Jón Atli Benedikts-
son háskólarektor, hafa þróað og
varð grundvöllur sprotafyrirtæk-
isins Oxymap. Um er að ræða tæki
sem nýtist til súrefnismælinga í
auganu.
Mæla súrefnismettun í auga
„Í verkefninu eru gerðar mæl-
ingar á súrefnismettun í æðum
sjónhimnu fólks með væga vitræna
skerðingu eða alzheimersjúkdóm og
þær mælingar bornar saman við
niðurstöður úr heilbrigðum saman-
burðarhópi. Mælingarnar byggjast
á sérstakri myndatöku af sjónhimn-
unni sem gerir kleift að nota lit
blóðs í sjónhimnuæðum til að meta
súrefnismettun. Að auki eru gerðar
hefðbundnar mælingar á þykkt
sjónhimnu með svokölluðu OCT-
sneiðmyndatæki,“ segir Sveinn Há-
kon Harðarson dósent í umfjöllun
um málið á vef háskólans.
„Sjónhimna augans er náskyld
heilanum og vitað er að ákveðnar
breytingar verða í sjónhimnunni í
alzheimersjúkdómi. Kosturinn við
sjónhimnuna umfram sjálfan heil-
ann er að hægt er að skoða sjón-
himnuna á frekar einfaldan hátt
með sýnilegu ljósi í gegnum ljósop
augans,“ segir Ólöf Birna Ólafs-
dóttir lektor sem einnig starfar að
verkefninu á Lífeðlisfræðistofnun.
Ólöf segir að tilgátan sé sú að
hrörnun í heila komi að einhverju
leyti fram í hrörnun í sjónhimnunni
og að hægt sé að nota breytta súr-
efnisnotkun og/eða breytta þykkt
sjónhimnu sem óbeinan mælikvarða
á framgang heilasjúkdómsins.
„Betri greining og mat á sjúkdómn-
um gæti hjálpað til við meðhöndlun
hans og þróun meðferðar,“ segir
hún.
Framhald fyrri rannsókna
Verkefnið sem hópurinn vinnur
að núna er framhald á fyrri rann-
sóknum. Þær leiddu í ljós breyt-
ingar á súrefnismettun í sjónhimnu
fólks með væga vitræna skerðingu
og í sjónhimnu fólks með alzheim-
er.
„Framhaldsrannsóknin er að
hefjast og vonast er til að hún gefi
nákvæmari mynd af breytingum í
sjónhimnunni og svari því hvort
augnmælingarnar nýtist til að meta
sjúkdóminn,“ er haft eftir Sveini
Hákoni.
Fram kemur að verkefnið er
angi af stærra rannsóknarverkefni
um væga vitræna skerðingu og alz-
heimersjúkdóminn, sem unnið er
undir stjórn Jóns Snædal, öldr-
unarlæknis á Landakoti. Augnmæl-
ingarnar eru einn hluti heildarverk-
efnisins en aðrir rannsakendur í
hópnum vinna m.a. taugasálfræði-
legt mat á þátttakendum, skoða líf-
vísa í heila- og mænuvökva og seg-
ulómun af heila og heilarafrit.
Sjónmælingar til að
greina alzheimer
AFP
Heilabilun Alzheimer og skyldir sjúkdómar eru algengir og alvarlegir.
Unnið er að því að greina þá snemma og finna lyf sem hægt geta á þeim.
12
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Víðsvegar á
meginlandi
Evrópu er
enn ein bylgja kór-
ónuveirufaraldurs-
ins risin og smit-
tíðni hækkar ört í
mörgum löndum. Ekki þó jafn-
ört og ótti stjórnvalda við far-
aldurinn, sem hafa í sumum
löndum gripið til harðari að-
gerða en nokkru sinni fyrr, sér-
staklega gagnvart óbólusett-
um, svo harkalegum að sjálf-
sögð lýðréttindi hafa nær
umhugsunarlaust verið upphaf-
in í nafni sóttvarna.
Í Austurríki er verið að gera
það saknæmt að vera óbólu-
settur og Þjóðverjar, Tékkar
og Slóvakar virðast vera á
sömu leið. Á Ítalíu er þeim
meinað að sækja vinnu og víða
um álfu eru ámóta aðgerðir í bí-
gerð. Þessum ráðagerðum hef-
ur víða verið mótmælt, en sum-
staðar hefur mótmælendum
verið haldið í skefjum með lög-
regluvaldi, en í hinu frjálslynda
og friðsama Hollandi skaut lög-
regla á mótmælendur, þannig
að nokkrir særðust hættulega.
Þar hlýtur að vera komið til-
efni til þess að spyrja hvað sé
um að vera í þessum grónu lýð-
ræðisríkjum, þar sem virðing
fyrir mannréttindum og réttar-
ríki hefur verið í hávegum höfð.
Evrópusambandið hefur ekki
hikað við að grípa til afar
harðra viðbragða við ákvörðun-
um og fyrirætlunum stjórn-
valda í bæði Póllandi og Ung-
verjalandi, sem því þótti ganga
gegn „gildum, frumreglum og
lögum“ Evrópusambandsins.
Í liðinni viku hefur hins veg-
ar hvorki heyrst hósti né stuna
frá Brussel, Strassborg né
Lúxemborg, þrátt fyrir að við
blasi mun víðtækari brot á lýð-
réttindum almennra borgara í
Evrópusambandsríkjum með
þessum nýjustu sóttvarna-
aðgerðum. Hvernig stendur á
því að Evrópusambandið
stendur þögult hjá þegar stór
hluti þessara lýðræðisþjóða í
Mið-Evrópu – allt að þriðj-
ungur landsmanna – á að sæta
stofufangelsi?
Það er vart hægt að hugsa
sér harkalegri aðför að frelsi
og mannréttindum en að ríkis-
valdið setji tilteknum hópi stól-
inn fyrir útidyrnar, hópi sem
markast af heilbrigðisaðstæð-
um. Og ekki um stuttan, af-
markaðan tíma, heldur allar
götur þar til annað verður
ákveðið. Hvernig getur Evr-
ópusambandið staðið þegjandi
hjá og það með velþóknunar-
svip?
Það kann að vera erfitt fyrir
Íslendinga að skilja hvað um er
að vera þar ytra. Sóttvarna-
aðgerðir hér hafa ekki alltaf
vakið hrifningu, en þær hafa
samt verið með hinum vægustu
í álfunni. Í Evrópu, líkt og
raunar víðar í heiminum, hefur
hins vegar gilt út-
göngubann mán-
uðum saman, þar
sem aðeins hefur
mátt sinna nauð-
synlegustu erind-
um og það við
strangar varúðarráðstafanir.
Árangurinn hefur hins vegar
verið ærið misjafn, eins og best
sést á því að enn einu sinni rísa
nýjar bylgjur og það einnig í
löndum, þar sem bólusetning
hefur tekist bærilega. Eina bót
í máli er að mun færri veikjast
alvarlega en áður og ástandið
er viðráðanlegra en það var
fyrir ári, en smit rísa og hníga
sem fyrr.
Samt sem áður grípa stjórn-
málamenn enn og aftur til
sömu ráða og ekki hafa dugað
betur til þessa, því að auðvitað
eru þeir logandi hræddir líka.
Þeir óttast ekki aðeins farald-
urinn, heldur kannski ekki síð-
ur hitt, að stjórnvöld séu um
margt vanmáttug gegn veir-
unni.
Vandinn er sá að það er ekki
unnt að fást við faraldurinn líkt
og hvert annað tæknilegt verk-
efni, þar sem menn treysti bara
vísindunum og láti faraldurs-
fræðingana öllu ráða. Vísinda-
menn hafa unnið glæsta sigra í
baráttunni við kórónuveiruna,
en það er ekki svo að þeim sé
enn allt um hana og faraldurinn
kunnugt. Baráttan hefur nefni-
lega einnig félagslegar, efna-
hagslegar og pólitískar hliðar,
sem ekki má vanrækja, og hún
vekur siðferðislegar spurn-
ingar, sem við verðum að svara
af hreinskilni og heiðarleika.
Almannaheill hefur á sér fleiri
en eina hlið og þar má ekki láta
eitt ganga fyrir öllu öðru. Sótt-
varnir geta ekki trompað öll
lýðréttindi um óákveðinn tíma,
hvað þá alla framtíð.
Það kann að vera óskynsam-
legt ef ekki heimskulegt að
vilja af einhverjum ástæðum
ekki láta bólusetjast, og það
kann að bera vott um tillits-
leysi og sjálfselsku, jafnvel
vænisýki. En hafi fólk ekki
lengur frelsi til þess að ákvarða
sjálft hvaða læknismeðferð það
þiggur eða hvaða lyf eða efni
eru sett í líkama þess, þá er
ekki mikið eftir af frelsi þess
eða mannréttindum.
Með því er ekki gert lítið úr
skynsamlegum sóttvarna-
aðgerðum og það er full ástæða
til þess að hvetja fólk til bólu-
setninga, líkt og þorri Íslend-
inga hefur ákveðið fyrir sjálfan
sig, hver fyrir sig. En ef beita á
nauðung í nafni sóttvarna er
voðinn vís. Þá hafa stjórnvöld
tekið sér meira vald en þau
eiga og afleiðingarnar geta
reynst verri en vágesturinn.
Það er lærdómurinn af megin-
landinu þessa dagana, hve
fljótt hin frjálslyndustu lýð-
ræðisríki geta umhverfst þegar
óttinn fær að ráða.
Sóttvarnir geta
ekki trompað öll
lýðréttindi um
óákveðinn tíma}
Evrópa á valdi óttans
Þ
ingmenn í undirbúningskjörbréfa-
nefnd Alþingis fengu risastórt
verkefni í hendurnar eftir alþing-
iskosningarnar 25. september; að
meta áhrif ámælisverðra vinnu-
bragða yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjör-
dæmi á gildi kjörbréfa fjölda þingmanna víða
um landið. Á morgun er Alþingi ætlað að
skera úr um niðurstöðuna.
Við upphaf vinnunnar lá fyrir sú bókun
landskjörstjórnar að ekki hefði „borist stað-
festing frá yfirkjörstjórn Norðvesturkjör-
dæmis á að meðferð og varðveisla kjörgagna
á talningarstað í kjördæminu hafi verið full-
nægjandi“. Þannig vakti landskjörstjórn at-
hygli Alþingis á því að vafi kynni að vera á því
að kjörgögn hefðu verið varin með þeim hætti
að treysta mætti að þau endurspegluðu vilja
kjósenda.
Nefndin hefur lagt á sig mikla vinnu og af ástæðu. List-
inn yfir það sem miður fór við talningu og meðferð kjör-
gagna í Norðvesturkjördæmi er langur og upptalningin
óþægileg svo ekki sé meira sagt. Alvarlegasti annmarkinn
er auðvitað sá sem lýtur að vörslu kjörgagnanna á meðan
yfirkjörstjórn gerði hlé á fundi sínum. Eins má nefna að
meðferð vafaatkvæða var ekki í samræmi við lög og ekki
hafa komið fram skýringar á þeim tilfærslum sem urðu á
atkvæðatölum sem höfðu svo áhrif á úthlutun þingsæta í
kjördæminu og úthlutun jöfnunarþingsæta.
Hagsmunir hverra?
Mun Alþingi staðfesta endurtalninguna í
Norðvesturkjördæmi eða kalla eftir uppkosningu
þar? Það er auðvitað réttmætt sjónarmið að telja
uppkosningu í einu kjördæmi ósanngjarna í ljósi
þess að kjósendur þess kjördæmis viti kosninga-
úrslit í öðrum kjördæmum þegar þeir kjósa að
nýju. Það er hins vegar ekki verkefni Alþingis að
svara þeirri sanngirnisspurningu heldur að meta
meðferð og varðveislu kjörgagna í NV-kjör-
dæmi. Var hún fullnægjandi svo hægt sé að meta
kjörbréf þingmanna kjördæmisins gild? Gátu
þeir fjölmörgu og um margt illskiljanlegu ann-
markar sem voru á framkvæmd kosninga í
Norðvesturkjördæmi haft áhrif á úrslit kosning-
anna eða ekki? Lög kveða svo einfaldlega á um að
ef kosning í einu kjördæmi er metin ógild þá skal
fara fram uppkosning í því kjördæmi eingöngu.
Í umræðunni um hagsmuni þingmanna eða
þingflokka og hæfi þeirra til að tjá sig hefur aðalatriði
málsins stundum gleymst. Við eigum öll hagsmuna að
gæta, þeir hagsmunir eru hagsmunir kjósenda og traust á
kosningum. Ef ekki hefur tekist að staðfesta að atkvæða-
seðlar kjósenda í Norðvesturkjördæmi hafi verið tryggðir
þarf vilji þeirra kjósenda að koma fram með öðrum hætti.
Það verður við þessar aðstæður gert með uppkosningu
með öllum þeim göllum sem hún vissulega felur í sér. Að
leiða fram skýran vilja kjósenda trompar einfaldlega þá
galla. hannakatrin@althingi.is
Hanna Katrín
Friðriksson
Pistill
Skýr vilji kjósenda?
Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
Með hækkandi meðalaldri í
heiminum eykst tíðni heilabil-
unar líkt og alzheimer. Vís-
indamenn hafa bæði lagt
kapp á að finna lyf við sjúk-
dómnum og að finna leiðir til
að greina hann snemma. Eng-
in ný lyf hafa komið fram við
alzheimer í meira en tvo ára-
tugi. Nú er hins vegar verið
að þróa líftæknilyf sem von-
ast er til að geti hamlað
framgangi sjúkdómsins. Helst
er talið að þau hjálpi áður en
sjúkdómurinn fer að þróast
að ráði. Rannsóknir til að
finna sjúkdóminn á byrjunar-
stigi, eins og unnið er að hér
á landi, eru því afar mikil-
vægar.
Íslenskir vísindamenn hafa
unnið að rannsóknum á heila-
glöpum í um þrjá áratugi.
Undanfarin ár hafa minnis-
móttakan á Landakoti og nor-
rænar systurstofnanir hennar
átt náið samstarf við íslenska
og erlenda vísindamenn sem
rannsaka alzheimer.
Mikilvægt að
greina fljótt
HEILABILUN