Morgunblaðið - 25.11.2021, Page 4
4 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2021
SVARTUR
FÖSTUDAGUR
30%
AFSLÁTTUR AF ÖLLUM
VÖRUM ALLA HELGINA
KÓÐI Í VEFVERSLUN:
SVARTUR
LINDESIGN.IS
Karítas Ríkharðsdóttir
Oddur Þórðarson
Inga Þóra Pálsdóttir
Jón Þór Ólafsson, fyrverandi þing-
maður Pírata og fyrrverandi for-
maður stjórnskipunar- og eftirlits-
nefndar Alþingis, hefur kært
talningu atkvæða í Norðvesturkjör-
dæmi í alþingiskosningunum til lög-
reglu. Í kærunni segir meðal annars
að mögulega hafi málsatvik í gerð-
arbók Norðvesturkjördæmis verið
fölsuð. Jón Þór var umboðsmaður
Pírata í kosningunum í september.
Þá segir í kærunni að talning at-
kvæða hafi ekki farið fram í sam-
ræmi við kosningalög.
Í kærunni byggir Jón Þór meðal
annars á málsatvikalýsingu undir-
búningskjörbréfanefndar, sem lauk
störfum á mánudag. Þannig segir
hann að misræmi sé í þeirri lýsingu,
sem byggð er á gögnum frá fólki
sem að talningunni kom, og þeim
lýsingum og skýringum sem Ingi
Tryggvason, formaður yfirkjör-
stjórnar Norðvesturkjördæmis, hef-
ur gefið.
Hann segir meðal annars að Ingi
hafi verið einn með óinnsigluðum at-
kvæðum í rúman hálftíma og að ein
mínúta dugi til þess að rangfæra at-
kvæðaseðla með strokleðri og
blýanti.
Kæra einnig í Kraganum
Þá hefur Geir Guðmundsson, sem
sæti átti í kjörstjórn í Kópavogi, lagt
fram kæru til lögreglu vegna gruns
um kosningasvik í alþingiskosning-
unum. Segir í kæru hans að við taln-
ingu atkvæða í íþróttahúsinu í
Kaplakrika telji umboðsmaður
framboðslista sósíalista sig hafa séð
misstóra bunka af atkvæðum. Þó
hafi formaður kjörstjórnar fullyrt að
öll atkvæði hafi verið flokkuð á sama
hátt í jafn stóra bunka.
Komið að úrslitastundu
Hvað sem því líður er komið að því
að kjörbréfanefnd leggi fram tillög-
ur um staðfestingu eða ógildingu út-
gefinna kjörbréfa. Kjörbréfanefnd
mun funda og fara yfir endanlegar
tillögur. Þingsetningarfundi verður
síðan fram haldið klukkan 13 og mun
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
stýra honum. Willum Þór Þórsson,
sem hefur gegnt hlutverki starfandi
forseta Alþingis, segir í samtali við
Morgunblaðið að líklegt sé að að um-
ræðum loknum verði fyrst borin upp
sú tillaga sem lengst gengur, þ.e. að
ógilda öll kjörbréf og boða til nýrra
kosninga. Verði það fellt verði tillaga
þess efnis að kjörbréf annarra þing-
manna en uppbótarþingmanna og
þingmanna í Norðvesturkjördæmi
verði staðfest en önnur ógild og boð-
að til uppkosningar í Norðvestur-
kjördæmi. Verði það fellt er aðeins
einn möguleiki uppi og er það að
staðfesta öll útgefin kjörbréf.
Örlög kjör-
bréfanna
ráðast í dag
- Tvær kærur þar sem grunur leikur
á um kosningasvindl hafa komið fram
Morgunblaðið/Eggert
Alþingi Frá þingsetningu.
Næstu dagar í þinginu
» Þingsetningarfundi verður
fram haldið á morgun.
» Mælt verður fyrir tillögum,
þær ræddar og síðan bornar
upp til atkvæða. Ekki eru tíma-
mörk á umræðunum.
» Stefnt er að því að þriðji
hluti þingsetningarfundar fari
fram snemma í næstu viku, lík-
lega á þriðjudaginn. Þá verða
fjárlög lögð fram. Líklegt er að
í millitíðinni verði ný ríkisstjórn
kynnt.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Talsvert hefur verið um músagang á
höfuðborgarsvæðinu að undanförnu,
rétt eins og raunin hefur verið í upp-
sveitum Árnessýslu eins og sagði frá í
Morgunblaðinu í gær. „Um leið og
kólnar og frost verður viðvarandi
koma svona skot,“ segir Ólafur Sig-
urðsson hjá Meindýraeyðingu
Reykjavíkur. Hann er sjálfstætt
starfandi og hefur síðustu daga fengið
fjölda útkalla frá fólki sem veit tæpast
sitt rjúkandi ráð þegar mýsnar eru
komnar inn á heimili þess.
Saddar og sælar
„Ferlið í þessu er oftast svipað; fólk
skilur bílskúrs- eða þvottahúsdyr eftir
opnar og þá eru smádýrin fljót til,
hlaupa inn í hús og í eldhúsið. Fara þá
í rusladallana undir vaskinum og
komast í matarafganga. Slíkt er veisla
hjá þeim. Mýsnar eiga sér svo hreiður
í sökklunum undir eldhúsinnrétting-
unni og það er staðurinn sem við
meindýraeyðar reynum sérstaklega
að komast að til að uppræta vand-
ann,“ segir Ólafur. Hann hvetur fólk
til þess að loka útidyrum og þétta í
geilar og göt sem nagdýrin geta skrið-
ið í. Slík séu einföld húsráð.
„Þegar mýs eru komnar inn í hús
finnast oft ummerki þeirra við brauð-
ristar, til dæmis skítur frá þeim. Satt
að segja eru mýs alveg sólgnar í
sviðna mylsnuna sem þar er. Eftir
slíkar veislur sjást líka stundum
merki þess að mýsnar hafi yfir nótt-
ina hreinlega dansað á eldhúsborð-
unum, saddar og sælar.“
Úthverfin kjörlendi músa
Hjá umhverfissviði Reykjavíkur-
borgar kannast menn við músaf-
araldurinn sem nú gengur yfir.
„Þetta hefur verið áberandi að und-
anförnu og verður alltaf svo þegar
kólnar skarpt í veðri. Annars má
segja að síðastliðin fjögur ár hafi ver-
ið mikil músatíð í borginni, hvað sem
veldur,“ segir Ólafur Ingi Heiðarsson
meindýraeyðir. Hann sinnir einkum
meindýravörnum í vesturhluta borg-
arinnar, þar sem rottur hafa á stund-
um verið skæðar. Mýsnar hafa hins
vegar í meira mæli en áður látið á sér
kræla í Vesturbæ og miðborginni.
Segja má þó að Árbær, Grafarholt og
Grafarvogur séu kjörlendi músa,
enda eru byggðir þar í jaðri haglendis
og skóga.
Vissi á veðurhvell nyrðra
Staðföst trú margra er að sé músa-
gangur að hausti mikill verði vet-
urinn harður. Um þetta eru til marg-
ar frásagnir, gamlar og nýjar. Þannig
má nefna að í lok september síðastlið-
ins kom hríðarskot á Norðurlandi.
Sauðfé sem þá var komið af afrétti
fennti í kaf, þótt flestu af því tækist
raunar að bjarga. Hríðarskot þetta
var ekki samkvæmt veðurspám, en
kom Jóni Kristófer Sigmarssyni,
bónda á Hæli í Húnavatnshreppi,
ekki á óvart eins og hann lýsti í sam-
tali við Morgunblaðið þá. Fyrir veð-
urhvell þennan höfðu Jón og Bergrún
Ingólfsdóttir kona hans tekið eftir
miklum músafjölda heima við bæ og
voru þá sammála um að allra veðra
væri von, eins og kom á daginn.
Morgunblaðið/Eggert
Meindýraeyðir Ólafur Sigurðsson á vettvangi í gær, tilbúinn með tæki sín og tól í músaveiðarnar.
Sækja í brauðmylsnu
og dansa á nóttunni
- Músafaraldurinn er kominn í borgina - Fylgir kuldanum
Morgunblaðið/Golli
Mús Þessi er feit og pattaraleg.
Landsbankinn
tilkynnti í gær
vaxtabreyt-
ingar á lánum
sínum og ríður
þannig á vaðið
fyrstur við-
skiptabanka
með vaxta-
hækkanir eftir
síðustu stýri-
vaxtahækkun
17. nóvember en þá hækkaði
Seðlabankinn vexti um 0,50
prósentustig.
Breytilegir vextir á óverð-
tryggðum íbúðalánum hækka um
0,35 prósentustig. Fastir vextir á
óverðtryggðum íbúðalánum til 36
mánaða hækka um 0,30 prósentu-
stig og um 0,25 prósentustig á
óverðtryggðum íbúðalánum til 60
mánaða. Vextir á verðtryggðum
íbúðalánum, bæði breytilegir og
fastir, verða óbreyttir.
Landsbankinn
hækkar vexti