Morgunblaðið - 25.11.2021, Blaðsíða 12
hagsnefndar. Fór þessa þrauta-
göngu og ég fann strax að það var
enginn vilji. Þá fór þessi bolti í
gang. Það verður að skilja að lítil
og meðalstór fyrirtæki og stóru
fyrirtækin.“
Hann heldur því fram að ef
stóru fyrirtækin innan SA, ekki
síst þau sem skráð eru í Kauphöll
Íslands, hefðu misst stærri spón úr
sínum aski vegna aðgerða stjórn-
valda hefði annað hljóð komið í
strokkinn.
„[E]f það hefði verið óþol í þess-
um fyrirtækjum gagnvart Covid
og þeim hefði gengið illa eða
þeirra viðskiptamódel skaddast í
þessum aðgerðum þá er ég sann-
færður um að við hefðum verið
með meiri þrýsting frá SA og
meiri aðgerðir inni í fjármálaráðu-
neytinu.“
Engin endurskoðun aðgerða
Sigmar segir munaðarleysi
minni fyrirtækja birtast með ýms-
um öðrum hætti. Það hafi t.d. kom-
ið í ljós í aðgerðum stjórnvalda til
að bregðast við kórónuveirunni.
Margháttaðar stuðningsaðgerðir
hafi verið kynntar í upphafi farald-
ursins sem hafi átt að fleyta fyrir-
tækjum í gegnum skaflinn. Síðan
þá hafi engin endurskoðun á þess-
um aðgerðum farið fram. Enn sé
t.d. verið að byggja tekjufalls-
styrki á tekjum sem fyrirtæki hafi
haft á árinu 2019. Hins vegar sé
eftir því tekið að eitt tiltekið fyrir-
tæki hafi getað nýtt sér öll úrræð-
in á sínum tíma; Icelandair.
Sigmar telur að endurskoða
þurfi regluverk á Íslandi með
hagsmuni minni fyrirtækja að leið-
arljósi. Það sé t.d. tímaskekkja að
einyrkjar séu látnir greiða trygg-
ingagjald og þá orki meira en tví-
mælis að lítil fyrirtæki greiði sömu
sekt fyrir að skila ársreikningi
seint til skattsins eins og ef stór-
fyrirtæki ætti í hlut. Þá eigi hver
maður að sjá að pylsusali í Laug-
ardal eigi ekki að greiða jafnhátt
útvarpsgjald til RÚV og Iceland-
air. Í stað þess að báðir greiði
16.900 kr. ætti pylsusalinn að
greiða 1.690 krónur en flugfélagið
16 milljónir.
Störfum hlaðnir
Þá segir Sigmar að það hafi tek-
ið lengri tíma en hann hefði óskað
að koma Atvinnufjelaginu á lagg-
irnar. Það skýrist fyrst og fremst
af því að eigendur og stjórnendur
minni fyrirtækja séu störfum
hlaðnir og yfirleitt á gólfinu með
öðru starfsfólki.
„Við getum ekki mætt á kynn-
ingarfundi hjá Samtökum atvinnu-
lífsins í Hörpu klukkan 10 á mið-
vikudagsmorgni. Þess vegna höfum
við verið að halda okkar fundi á
sunnudögum.“ Segir hann þessa
stöðu einnig valda því að stjórn-
endur minni fyrirtækja hafi oft lít-
ið svigrúm til þess að kynna sér
málin og taka afstöðu til stórra
hagsmunamála. Atvinnufjelagið sé
því mikilvægur vettvangur til þess
að taka þann slag fyrir minni og
meðalstór fyrirtæki sérstaklega.
Þau séu auk þess langflest utan
SA, jafnvel þótt þau þurfi að gang-
ast undir þá kjarasamninga sem
samtökin geri á hverjum tíma.
Segir SA í klóm stórfyrirtækja
- Sigmar Vilhjálmsson segir Samtök atvinnulífsins aðeins standa vörð um hagsmuni stórfyrirtækja
- Telur fjarstæðukennt að smáfyrirtæki greiði sömu krónutölu í ákveðin opinber gjöld og hin stærstu
Dagmál Sigmar segir að 70% svarenda í könnun meðal fyrirtækjaeigenda
telji mikla þörf á stofnun hagsmunasamtaka lítilla og meðalstórra fyrirtækja.
Morgunblaðið/Hallur Már
DAGMÁL
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Lítil og meðalstór fyrirtæki á Ís-
landi vantar málsvara. Þetta full-
yrðir Sigmar Vilhjálmsson, at-
hafnamaður sem í félagi við aðra
hefur nú stofnað Atvinnufjelagið.
Hann segir að það sé réttur vett-
vangur fyrir íslensk fyrirtæki með
160 starfsmenn og færri. Í viðtali í
Dagmálum í dag segir hann að
Samtök atvinnulífsins hafi brugðist
og ekki talað máli fyrirtækjanna í
erfiðum aðstæðum undanfarin
misseri. Fyrir því séu skiljanlegar
ástæður en það kalli þó á að fyrir-
tækin leiti á ný mið.
Ekki alltaf sömu hagsmunir
Bendir hann á að þau fyrirtæki
sem ráði mestu á vettvangi Sam-
taka atvinnulífsins í dag séu stór
og öflug fyrirtæki. Þau standi vörð
um sína hagsmuni en þeir fari ein-
faldlega ekki alltaf saman við hags-
muni litlu fyrirtækjanna á mark-
aðnum. Þetta hafi birst augljóslega
á meðan faraldurinn hefur geisað.
„Hvar eru Samtök atvinnulífsins
sem eiga að þrýsta á fjármálaráðu-
neytið að koma með ný vopn inn á
borðið, nýjar lausnir, ný úrræði?
Þau hafa ekki sést, Samtök at-
vinnulífsins hafa ekki sést í þessa
átján mánuði. Þau hafa aðeins beitt
sér í gegnum Samtök ferðaþjónust-
unnar vegna aðgerða á landamær-
unum. Ég fór og hitti Bjarna Bene-
diktsson og Halldór Benjamín
[Þorbergsson], og var að reyna að
ýta á aðila. Ég hitti formann efna-
12 FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2021
valborgfs.is
FASTEIGNASALA
Nóatún 17 | 105 Reykjavík | valborg@valborgfs.is | Sími 419 7900
Elvar Guðjónsson
Viðskiptafræðingur
Lögg. fasteignasali
Sími 895 4000
elvar@valborgfs.is
Gunnar Biering
Agnarsson
Lögg. fasteignasali
Sími 823 3300
gunnar@valborgfs.is
Díana Arnfjörð
Löggiltur
fasteignasali
Sími 895 9989
diana@valborgfs.is
REYKJAVÍK
Skútuvogur 1F
Lagerhúsnæði í Skútuvogi á fyrstu hæð.
Samtals 187 fm. Til afhendingar um áramót.
Tilvalið fyrir minni heildsölur sem hentar
að hafa skrifstofur og lager
í sama rými.
Lyngháls 10
Atvinnuhúsnæði 317,9 fm húsnæði með
ca. 3,25 m háum innkeyrsludyrum. Lofthæð
í rýminu er um 4 m. Traustar leigutekjur.
Tunguháls
Samtals um 3.800 fm á 4 hæðummeð
stórri birgðargeymslu þ.m.t. frystigeymslu
og miklum bílastæðum. Skrifstofuhúsnæði
á efri hæðum. Tilvalið fyrir stórar
matvælaheildsölur eða birgðageymslur
stærri fyrirtækja.
Allar frekari upplýsingar um eignirnar
ásamtmyndum er að finna á
www.valborgfs.is
HAFNARFJÖRÐUR
Strandgata 9
Um er að ræða 236 fm hús (Súfistinn) á
tveimur hæðum og kjallara (friðað) ásamt
644 fm byggingarrétti á núverandi reit.
Dofrahella 2
Vandað stálgrindarhús við Dofrahellu 2, á
Völlunum í Hafnarfirði til sölu eða leigu.
Grunnnflötur á hverju bili er 270 fm auk 150
fm millilofts eða samtals 420 fm. Tilbúið til
afhendingar í nóv/des. Tilvalið fyrir léttan
iðnað eða verkstæði.
Álfhella 13
Atvinnuhúsnæði á tveimur hæðum samtals
234 fm sem skiptist nokkurn veginn í tvo
jafna hluta. VSK kvöð er á eigninni. Góð
aðkoma og næg bílastæði.
Bæjarhraun 14
Skrifstofuhúsnæði samtals 260 fm á tveimur
hæðum á einum besta stað í Hafnarfirði
fyrir slíkt húsnæði. Góð aðkoma við
alfararleið. Laust við kaupsamning.
Atvinnuhúsnæði
til sölu eða leigu
25. nóvember 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 131.1
Sterlingspund 175.33
Kanadadalur 103.04
Dönsk króna 19.848
Norsk króna 14.656
Sænsk króna 14.566
Svissn. franki 140.68
Japanskt jen 1.141
SDR 182.96
Evra 147.6
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 183.9118
Sigmar hefur staðið í ströngu síð-
ustu misseri við að laga rekstur
fyrirtækja sinna að sóttvarna-
aðgerðum stjórnvalda. Hann segir
að heilt yfir hafi þetta gengið vel
en að nauðsynlegt hafi verið að
beita útsjónarsemi við að láta
hlutina ganga upp. Áhersla hafi
verið lögð á að halda fólki í starfi.
Hann gagnrýnir þó sóttvarna-
yfirvöld og segir undarlegt að grip-
ið sé til sams konar aðgerða í landi
þar sem nær allir eru bólusettir og
í landi sem var óbólusett fyrir
tæpum tveimur árum. Vísar hann
þar til breyttrar stöðu hér á landi í
þeim efnum. Telur hann að stjórn-
völd hafi ekki gripið til fullnægj-
andi aðgerða á þeim tíma sem lið-
inn er frá því að faraldurinn hófst.
„Það má líkja þessu við það að
verið sé að opna bílskúrsdyr. Það
þarf að leita að rétta lyklinum til
þess. Sóttvarnalæknir hefur
ákveðið að opna dyrnar með fall-
byssu,“ segir Sigmar.
Með fallbyssu á bílskúrshurð
GAGNRÝNIR AÐFERÐAFRÆÐI YFIRVALDA
« Upplýsingatæknifyrirtækið Origo var
hástökkvari gærdagsins í kauphöllinni
en gengi félagsins hækkaði um 4,58% í
170 mkr. viðskiptum. Gengið í lok dags
var 68,5 krónur á hvern hlut. Gengi fé-
lagsins var um 40 krónur í upphafi árs-
ins og hefur því hækkað um rúmlega
70% á árinu.
Næstmesta hækkun gærdagsins
varð á gengi bréfa í Símanum, eða
1,72% í 396 mkr. viðskiptum. Gengi
Símans er nú 11,8 og hefur félagið
hækkað um 44% á árinu.
Þriðja mesta hækkunin í gær varð á
bréfum Síldarvinnslunnar, eða um
1,49% í 233 mkr. viðskiptum. Félagið
hefur hækkað um rúmlega 56% síðan
það fór á markað fyrr á árinu.
Rauðar tölur voru áberandi á mark-
aðnum í gær og lækkaði úrvalsvísitalan
um 0,53%.
Origo hækkaði um
4,58% í kauphöllinni