Morgunblaðið - 25.11.2021, Síða 14
14 FRÉTTIR
Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2021
Boris Johnson
forsætisráðherra
Breta sagði í
gær að hann
væri harmi sleg-
inn eftir að stað-
fest var að 27
flóttamenn
hefðu farist við
að fara yfir
Ermarsundið. Er
þetta mesti fjöldi flóttamanna sem
hefur drukknað í Ermarsundi hin
síðari ár, en mikil spenna ríkir nú
í samskiptum Breta og Frakka
vegna þess mikla fjölda flótta-
manna sem nú reynir að fara yfir
sundið.
Rúmlega 25.700 manns hafa nú
farið yfir Ermarsund á þessu ári,
þrisvar sinnum fleiri en allt árið í
fyrra. Sagði Johnson að nauðsyn-
legt væri að takast á við glæpa-
gengi smyglara, sem lofuðu flótta-
mönnunum gulli og grænum
skógum í Bretlandi, en settu þess í
stað líf þeirra í hættu.
BRETLAND
27 flóttamenn lét-
ust í Ermarsundi
Boris Johnson
Kínversk stjórn-
völd eru mjög
reið Joe Biden,
forseta Banda-
ríkjanna, fyrir að
hafa boðið Taí-
van að taka þátt í
alþjóðlegum fjar-
fundi um lýðræði
með fulltrúum
frá um eitt
hundrað ríkjum. Fundurinn verður
9. til 10. desember. Hvorki Kína né
Rússland eru á boðslistanum.
Stjórn Taívan er aftur á móti him-
inlifandi yfir boðinu og segist ætla
að nota þennan vettvang til kynna
árangur sinn á sviði lýðræðis. Kína
viðurkennir ekki Taívan sem sjálf-
stætt ríki og lítur á eyríkið sem
hluta af alþýðulýðveldinu. Kínverj-
ar hafa eflt vígbúnað sinn í ná-
grenni eyjanna að undanförnu og
óttast margir á Taívan að þeir
hyggi á innrás og innlimun landsins
í Kína.
TAÍVAN
Kínverjar ævareiðir
yfir boði Bidens
Joe Biden
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Magdalena Andersson, formaður
sænska Sósíaldemókrataflokksins,
baðst í gær lausnar fyrir sig og rík-
isstjórn sína eftir að fjárlagafrum-
varp hennar var fellt á sænska
þinginu, einungis um sjö klukkutím-
um eftir að hún var samþykkt af
þinginu til að gegna embætti for-
sætisráðherra. Andersson varð þar
með fyrsta konan til að gegna því
embætti.
Andersson, sem hefur verið fjár-
málaráðherra Svía síðustu sjö árin,
sagðist í gær vera vongóð um að hún
myndi senn gegna embættinu á ný,
en að þessu sinni sem leiðtogi minni-
hlutastjórnar sem sósíaldemókratar
ættu einir aðild að.
Sagði hún jafnframt að hefð væri
fyrir því að ríkisstjórn bæðist lausn-
ar þegar einn flokkur segði sig frá
henni, en deilur um fjárlagafrum-
varpið urðu til þess að Græningjar
ákváðu að yfirgefa ríkisstjórnina.
„Ég vil ekki leiða ríkisstjórn ef vafi
leikur á lögmæti hennar,“ sagði And-
ersson í gærkvöldi.
Fjárlög hægriflokka samþykkt
Rótin að vandræðum Andersson
lágu í því að hún varð að semja við
Vinstriflokkinn um að hækka lífeyr-
isgreiðslur til þess að fá stuðning
flokksins í kjöri hennar til forsæt-
isráðuneytisins.
Miðflokkurinn var hins vegar
ósáttur við þá eftirgjöf, og dró þá
stuðning sinn við fjárlagafrumvarpið
til baka, sem leiddi til þess að í stað-
inn var samþykkt frumvarp sem bor-
ið var fram af íhaldsflokknum Mod-
eratarna með stuðningi Kristilegra
demókrata og Svíþjóðardemókrata,
sem teljast yst til hægri.
Andersson sagði að hún gæti þrátt
fyrir allt unnið með þau fjárlög, en
þau reyndust hins vegar síðasta
hálmstráið fyrir Græningja. Sagði
Per Bolund, formaður þeirra, að
flokkur hans gæti ekki þolað fjárlög
sem hefðu verið teiknuð upp með
stuðningi öfgahægriflokks. Þar á
meðal voru tillögur um skattalækk-
anir á eldsneyti, sem Græningjar
segja að muni auka útblástur.
Græningjar ætla engu að síður að
styðja Andersson aftur, þegar kosið
verður um forsætisráðherraembætt-
ið á þinginu, án þess að þeir taki sæti
í stjórninni. Næstu skref eru hins
vegar í höndum Andreas Norlens,
forseta þingsins, sem ætlar nú að
ræða við leiðtoga flokkanna til þess
að meta stöðuna, en þingkosningar
verða haldnar í Svíþjóð á næsta ári.
Sænska stjórnin fallin
- Magdalena Andersson tók við forsætisráðuneytinu í sjö klukkutíma
- Græningjar segja sig úr ríkisstjórninni - Andersson vill mynda minnihlutastjórn
AFP
Svíþjóð Þingmenn klappa fyrir
Andersson eftir kjör hennar. Sjö
tímum síðar hafði hún sagt af sér.
Hópur flóttafólks frá Mið-
Austurlöndum dvelur enn við
landamæri Póllands í Hvíta-
Rússlandi í von um að komast til
ríkja Evrópusambandsins. Um tvö
þúsund þeirra, þar á meðal litla
stúlkan á myndinni, hafa verið flutt
í stóra vöruskemmu skammt frá
landamærastöðinni við bæinn
Bruzgi. Þar nýtur fólkið skjóls fyrir
vetrarkuldanum og fær fæði. Ekki
hafa þó allir flóttamennirnir, sem
dreifðir eru eftir löngum landa-
mærum ríkjanna, verið svo heppnir
að komast inn í hlýju og er óttast að
einhverjir þeirra lifi ekki af dvölina
við landamærin. Stjórnvöld í Hvíta-
Rússlandi segjast hafa flutt á annað
hundrað flóttamenn úr landi, en
Pólverjar telja sig enn búa við ógn
við landamærin.
Hvít-Rússar hafa sent hóp flóttamanna frá Mið-Austurlöndum úr landi
Fjöldi bíður
enn við
landamærin
AFP
Atollo Borðlampi
Vico Magistretti 1977
CASA býður upp á vaxtalausar raðgreiðslur (með Visa / Euro) í allt að 6 mánuði.
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
Opið virka daga 10-18, laugardaga 11-15
LÝSTU UPP
skammdegið
Þáttaskil urðu í þýskum stjórn-
málum í gær þegar ný ríkisstjórn
landsins undir forystu jafnaðar-
manna, SPD, kynnti stjórnarsátt-
mála sinn. Verður leiðtogi SPD, Olaf
Scholz, fyrrverandi fjármálaráð-
herra í stjórn Angelu Merkel, kansl-
ari og þar með æðsti ráðamaður
Þýskalands. Hann er 63 ára.
Samstarfsflokkar SPD eru Græn-
ingjar og Frjálsir demókratar, FDP.
Um hálfur annar áratugur er síðan
jafnaðarmenn fóru síðast með
stjórnarforystu í Þýskalandi.
Búist er við því að Christian
Lindner, leiðtogi FDP, taki við
fjármálaráðuneytinu. Því er fagnað
meðal viðskiptajöfra enda hefur
flokkurinn reynst mjög vinveittur at-
vinnulífinu. Þá er talið að Robert
Habeck, annar leiðtoga Græningja,
muni stýra nýju ráðuneyti sem fer
með orku- og umhverfismál. Hinn
leiðtoginn, Annalena Baerbock,
verður utanríkisráðherra, fyrst
kvenna til að gegna því embætti.
Stjórnmálaskýrendur telja að nýja
stjórnin verði afdráttarlausari í af-
stöðu til Kína og Rússlands en sú
fyrri. Þá muni hún leggja áherslu á
aukinn aga í ríkisfjármálum og
hvetja til grænna fjárfestinga.
Merkel, sem verið hefur kanslari í
16 ár, dregur sig nú út úr stjórn-
málum og fer á eftirlaun. Hún hefur
lagt kapp á að stjórnarskiptin gangi
snurðulaust fyrir sig og bauð m.a.
arftaka sínum á fund leiðtoga G20-
ríkjanna í Róm í október. Þá var
Scholz með henni á fundi leiðtoga
þýsku sambandsríkjanna fyrir
nokkrum dögum, en þar var rætt um
viðbrögð við kórónuveirufaraldr-
inum.
AFP
Nýr leiðtogi Olaf Scholz var áður
fjármálaráðherra Þýskalands.
Scholz nýr kansl-
ari Þýskalands
- Löngu valdaskeiði Merkel lokið