Morgunblaðið - 25.11.2021, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 25.11.2021, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Víða um heim hafa tals- menn heil- brigðisyfirvalda, og í þessu tilviki sóttvarnabarátt- unnar, misst að nokkru trúnað við almenning. Hann var í byrjun næst- um tveggja ára baráttu mikill og jafnvel með ólíkindum. Lík- lega hefur fyrrnefnt samband haldið mjög vel hjá okkur, enda fór það ekki á milli mála hjá al- menningi að þar fór það fólk af öllum tiltækum sem var best að sér í þessum fræðum og lagði sig fram og sparaði hvergi krafta sína, og það langt um- fram það sem gera mátti kröfur um. Því lánaðist að útskýra vandmeðfarin og flókin efni fyrir þeim sem fylgdust af ákefð með, enda mikið í húfi, og færa tyrfið efnið á „mannamál“. Hitt er augljóst, og varð að vera svo, að fólk í brúnni hér reiddi sig á og horfði til ein- staklinga og stofnana og sumar alþjóðlegar með sver nöfn og mikil „batterí“ á bak við sig. En það átti eftir að koma á daginn að í þeim hásölum var misjafn sauður í mörgu fé og fjarri því allir heppilegastir í hlutverk forystusauða. Toppstykki WHO, stofnunar Sþ um al- þjóðlegt heilbrigði, reyndist fjarri réttum stað tilverunnar, og meiri skaðvaldur en hjálp- arhella. Menn vilja stundum gleyma því að þótt flest ríki heims séu með í Sameinuðu þjóðunum er það ekki órækt merki um að þar fari lýðræð- isleg stofnun, og eru sönn- unarmerki þess til í þúsundum dæma. Hér telja menn sig að auki þurfa að lúta valdastofnun ESB, þrátt fyrir að aum úrslit í þáttum þeirra í veirumálum og bólusetningum hafi verið fræg að endemum. En nú gæti verið rétt að gæta betur að sér en áður, því margt bendir til að víða um heim sé komið að þolmörkum hjá almenningi. Þó má enn sennilega fullyrða að „við“ séum enn með teygjanlegri mörk en margir. Við eyjar- skeggjar erum enn þannig inn- réttaðir að sé t.d. kallað eftir endurteknu efni um grímur fyr- ir vit á ný, eins og gerðist um seinustu mánaðamót, þá er það útgjalda- og mótmælalítið. Þó er óneitanlega áberandi í um- ræðum, einnig á milli grímu- klæddra, að það atriði hefur fallið rækilega í áliti sem raun- verulegur bjargvættur. Það sem mestu breytti um traust til sóttvarna er að tals- menn þeirra í ráðandi ríkjum gáfu ótvírætt til kynna að allt myndi breytast þegar bóluefnin kæmu. Þó var viðurkennt að þau myndu alls ekki þá hafa fengið þá skoðun sem almennt væri gengið út frá. Heimsbyggðin (eða þau 30% hennar sem eygðu í raun þessa von) keypti þessa spá brött, og hefur gengið út frá að gagnvart veiru- fárinu væru ekki tök á að vera kræsin. En á daginn hefur komið, að óþarflega margt hef- ur farið illa út úr óskhyggjunni, sem talsmenn vísindanna, sem við vildum fylgja, héldu loftinu í og virtust trúa á, án mikilla fyrirvara, vitandi að allt valt á að nægjanlega margir yrðu með. Svo opnuðust glufur í vænt- ingahjúpinn. Fyrst var að flest bóluefnanna kæmu ekki í einni sprautu. Eftir það skot þyrfti að bíða í nokkra mánuði og fá svo nýtt. Það leið ekki langur tími þar til að tvíbólusettir, sem töldu sig orðna jarðbundna himnaríkismenn, þurftu þriðju sprautu. Þó hafði verið gefið upp að tveggja sprautu menn væru varðir upp í 90% alvörn og jafnvel rúmlega það. Engum datt í hug að tveggja sprautu menn smituðust og það furðu auðveldlega og virtist það koma öllum fróðum á óvart, en ýtti auðvitað undir einn skammt enn! Þetta varð óneitanlega hnekkir á trúnaðartrausti gagnvart vísindamönnunum, þótt enginn (í merkingunni fá- ir) geri því skóna að þeir hafi ekki gert sitt besta og í góðri meiningu. En þessi vonbrigði og væntingahrun hafa því mið- ur breytt stemningunni. Og eins hitt hversu fljótt „vísinda- menn“ gleyptu við hugmyndum um að bólusetja þyrfti börn, sem fullyrt var og er, að smit- uðust vissulega, en ekkert um- fram það sem gerist í venjuleg- um pestum og með svipuðum ætluðum afleiðingum. Þessi viðbrögð og óvænt framganga án nokkurrar raun- verulegrar umræðu, sem hvatt hafði verið til, varð ekki til góðs. Sjónarmið þess hóps, sem efast hafði um flest, fengu óneitanlega meiri byr en áður. Lyfjarisarnir í heiminum hafa ekki unnið sér inn nein þau verðlaun sem tengd eru helstu góðmennum sögunnar, þótt al- heimur geti illa án framleiðslu þeira verið. Með réttu eða röngu eru þeir grunaðir um græsku og óneitanlega er margt sem ýtt hefur óþægilega undir það. Góðrarvonarhöfði er þekkt kennileiti sem segir sig sjálft. Gróðavonarhöfði er bautasteinninn sem fyrrnefndir risar eru gjarnan taldir halla sér að þegar best gengur og dæmin eru of mörg til um að ekki hafi alltaf verið gáð að sér í þeim efnum. Það er krafa að bólu- setningarárangur ólíkra efna verði upplýstur (The Telegraph í leiðara sínum í gær)} Trúnaðartraust dalar J ólabókaflóðið er skollið á, af meiri krafti en margir óttuðust fyrir fáein- um árum þegar bókaútgáfa hafði dregist verulega saman. Sú þróun var óheppileg af mörgum ástæðum enda er bóklestur uppspretta þekkingar og færni. Gamla klisjan um að Íslendingar séu og eigi að vera bókaþjóð er skemmtileg, en dugar ekki ein og sér til að tryggja blómlega bókaútgáfu og lestur. Viðskiptalegar forsendur þurfa líka að vera til staðar. Þess vegna réðust stjórnvöld í að- gerðir til að snúa við neikvæðri útgáfuþróun og stuðla þannig að auknum lestri, sérstaklega með- al ungmenna. Opinber stuðningur við útgáfu bóka á íslensku felst í endurgreiðslu á hluta út- gáfukostnaðar og hefur á fáeinum árum skilað ótrúlegum árangri. Þannig hefur útgefnum bóka- titlum fjölgað um 36% frá árinu 2017 og fyrir vik- ið getur bókaþjóðin státað af mikilfenglegri flóru bókmennta af öllu mögulegu tagi, fyrir aldna sem unga. Það er óumdeilt að bóklestur eykur lesskilning barna, þjálfar greiningarhæfileika þeirra, einbeitingu og örvar ímyndunaraflið. Bóklestur örvar minnisstöðvar hugans, hjálpar okkur að skilja heiminn og tjá okkur. Allt ofangreint – og margt fleira – undirbýr börnin okkar fyrir framtíðina, sem enginn veit hvernig verður. Framtíðarfræðingum ber þó saman um að sköpunargáfa sé eitthvert besta veganestið inn í óvissa framtíðina ásamt læsi af öllu mögulegu tagi; menningarlæsi, talna-, tilfinninga- og fjármálalæsi svo dæmi séu nefnd. Hlutverk samfélagsins, með heimili og skóla í fararbroddi, er að hjálpa skólabörnum nútímans að rækta þessa eiginleika í bland við gagnrýna hugsun, dómgreind, lærdómsviðhorf og þrautseigju. Þar dugar ekki að hugsa til næstu fimm eða tíu ára, því börn sem byrjuðu skólagöngu sína í haust geta vænst þess að setj- ast í helgan stein að loknum starfsferli árið 2085. Þetta stóra samfélagsverkefni verður ekki leyst með útgáfu bóka á íslensku einni saman, en hún er mikilvæg forsenda þess að börn nái að tileinka sér nauðsynlega framtíðarfærni. Þess vegna er svo mikilvægt að börn hafi að- gang að fjölbreyttu úrvali bóka og annars les- efnis á sínu móðurmáli og þeim peningum sem ríkið ver í stuðning við bókaútgefendur er vel varið. Á þessu ári hafa ríflega 360 milljónir króna runnið úr ríkissjóði til útgáfu 703 bóka. Það er umtalsverð fjárhæð, en það er einlæg sannfæring mín að hún muni ávaxta sig vel í höndum, huga og hæfi- leikum þeirra sem lesa. Samfélags- og tæknibreytingar hafa ekki stöðvað jóla- bókaflóðið í ár, frekar en fyrri ár. Þvert á móti er straum- urinn nú þyngri en áður og flóðið hefur skolað á land ómetanlegum fjársjóði. Ég hlakka til að njóta á aðvent- unni og hvet fólk til að setja nýja íslenska bók í jólapakk- ann í ár, bæði til barna og fullorðinna. Gleðilega aðventu! Lilja Dögg Alfreðsdóttir Pistill Straumhvörf Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Andrés Magnússon andres@mbl.is Þ að ræðst að líkindum á Al- þingi í dag hverjar lyktir kjörbréfamálsins verða. Í hnotskurn snýst málið um það hvort ágallar á framkvæmd kosningar í Norðvesturkjördæmi hafi verið svo miklir, að þeir hafi haft áhrif á úrslit kosninga. Verði það niðurstaða þingsins þarf að fara í svokallaða uppkosn- ingu, sem er endurtekning fyrri kosningar, með sömu frambjóð- endum og sömu kjósendum, þannig að kjörskrá yrði ekki uppfærð. Hana þarf að halda innan fjögurra vikna, en sá frestur yrði tæplega allur notaður, því fáir vildu sjálfsagt þurfa að kjósa daginn fyrir Þorláks- messu. Þverpólitísk sundrung Sú verður þó líkast til ekki raunin. Fyrir liggur að þingmenn Sjálfstæðisflokks vilja staðfesta fyrri niðurstöðu og svo mun einnig um framsóknarmenn og þingmenn Flokks fólksins. Svandís Svavars- dóttir mun vilja uppkosningu, en eftir því sem næst verður komist á það engan veginn við um alla þing- menn Vinstri-grænna. Að öðru leyti er stjórnarandstaðan ekki einhuga í afstöðu. Þótt mikið sé um þessi mál rætt meðal þingmanna og hinna skrafandi stétta verður ekki sagt að landslýður sé mjög upprifinn vegna þessa. Hluti ástæðunnar er sjálf- sagt sá að stjórnarmeirihlutinn er öruggur og endurnýjað ríkisstjórn- arsamstarf virðist gulltryggt og það breytist trauðla með uppkosningu. En það er ekki þar með sagt að pólitískir hentugleikar skipti engu máli. Þannig er sjálfsagt ekki helber tilviljun að Framsókn og Flokkur fólksins – sem margir út- nefndu sigurvegara kosninganna – kæri sig ekki um uppkosningu og hugsanlegar breytingar. Út í óvissuna Nú hefur uppkosning aldrei áð- ur farið fram til Alþingis, svo menn hafa ekki á neinu að byggja um kosningahegðan. Þar mun þó örugglega mjög mikið velta á kjör- sókn, sem að líkindum yrði talsvert minni en í almennum kosningum. Hún getur haft veruleg áhrif á út- hlutun uppbótarsæta. Þau eru reiknuð út frá ónýttum atkvæðum flokka í kjördæmunum öllum, svo þar getur kjörsókn skipt sköpum. Svo hafa fyrri úrslit áhrif. Þeg- ar endurnýjað stjórnarsamstarf liggur fyrir er ósennilegt að það verði stuðningsmönnum stjórnar- andstöðunnar sérstök hvatning til þess að ómaka sig á kjörstað. Enn síður ef þeir eru víðs fjarri því að fá þingmann í því kjördæmi. Aðeins af þeirri ástæðu má teljast líklegt að ríkisstjórnarflokkarnir hafi nokkra forgjöf í uppkosningu. Leikur að tölum Hér að ofan gefur að líta talna- leikfimi út frá því. Í miðdálki er staðan ef kjörsókn minnkar í 67% en hlutfallslegt fylgi framboðanna hið sama. Við það breytist ekkert. Í hægri dálkinum má hins veg- ar sjá hvað gerist ef kjörsókn í heildina er 67% en framboðunum helst misvel á fylgi. Þar er miðað við að ríkisstjórnarflokkunum hald- ist almennt betur á því en hinum, nema hvað Viðreisn er ætlað að sækja ögn í sig veðrið, enda á hún möguleika á þingmanni í kjör- dæmið. Raunar er afar mjótt á munum milli Miðflokks og Viðreisnar um uppbótarmanninn, svo þar getur farið á hvorn veg sem er. Ef Við- reisn nær inn missir hún hins vegar uppbótarmann í Suðurkjördæmi, en Miðflokkur næði manni í Suðvestri. Eins getur Flokkur fólksins misst kjördæmakjörinn mann sinn til Sjálfstæðisflokks, en fengi þá upp- bótarmann í Reykjavík. Sjálfstæðis- flokkurinn á ekki aðeins möguleika á þriðja manninum í Norðvestri, því ekki þarf mikið að gerast til þess að hann nái uppbótarmanni af Pírötum í Suðvestri frekar en Miðflokk- urinn. Vinstri-græn geta misst upp- bótarmann í Reykjavík syðri, en náð öðrum í Suðurkjördæmi. Það kynni því að vera eilítil kaldhæðni örlaganna ef uppkosning kostaði Pírata mann yfir á hægri vænginn, jafnvel í stjórnarliðið. Óvissa í uppkosningu Mögulegar niðurstöður uppkosningar í Norðvesturkjördæmi Samanburður á niðurstöðu kosninga í september og hugsanlegum úrslitum og áhrifum uppkosningar NV 8 ÞINGMENN 17.668 atkvæði UPPBÓTARMENN Í ÖÐRUM KJÖRDÆMUM RN RN RS RS SV SV NA S NV 8 ÞINGMENN 14.100 atkvæði UPPBÓTARMENN Í ÖÐRUM KJÖRDÆMUM RN RN RS RS SV SV NA S NV 8 ÞINGMENN 14.100 atkvæði UPPBÓTARMENN Í ÖÐRUM KJÖRDÆMUM RN RN RS RS SV SV NA S ÚRSLIT KOSNINGA Í SEPTEMBER 82% kjörsókn Miðað við síðari talningu og útgefin en óstaðfest kjörbréf. UPPKOSNING 67% kjörsókn, óbreytt fylgi Gert er ráð fyrir að fylgi flokka sé hið sama og í kosningum. UPPKOSNING 67% kjörsókn, mismikið fylgi flokka Miðað við að flokkum gangi misvel að fá kjósendur á kjörstað. B Framsókn CViðreisnD Sjálfstæðisflokkur F Flokkur fólksins J Sósíalistar MMiðflokkur P Píratar S Samfylking VVinstri græn 0% 5% 10% 15% 20% 25% 30% JPVSFCMBD 0% 5% 10% 15% 20% 25% 30% JPVSFCMBD 0% 5% 10% 15% 20% 25% 30% JPVSFCMBD J J J

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.