Morgunblaðið - 25.11.2021, Page 17
17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2021
Kappklæddir Vegfarendur um Laugaveg fara ekki allir um göngugötuna miðja, líkt og þessir tveir sem dönsuðu á milli pollanna í hjólförunum.
Eggert
Nokkuð hefur borið á því að und-
anförnu að fræðimenn í lögfræði,
sem vilja láta verk sín á þrykk út
ganga, geri það í félagi við aðra
fræðimenn. Tvö nýleg dæmi eru
„Hrunréttur“ eftir Ásu Ólafsdóttur,
Eyvind G. Gunnarsson og Stefán
Má Stefánsson og „Eignarnám“ eft-
ir Karl Axelsson og Ásgerði Ragn-
arsdóttur. Þessi rit eru sögð ritrýnd
en í því felst ábending um að hin
fræðilega hlið þeirra hafi gengið í
gegnum hreinsunareld, sem geri
viðkomandi rit sérlega trúverðugt.
Ég læt það eftir mér að gagnrýna
þennan hátt á fræðiskrifum. Með
því að skrifa með öðrum draga höf-
undar úr persónulegri ábyrgð sínni
á skrifunum. Ég hef til dæmis orðið
var við misfellur í báðum þessum
bókum. Þegar ég hef haft samband
við einhverja höfundanna til að
benda á þetta hef ég fengið þau svör
að viðmælandi minn hafi ekki tekið
eftir misfellunni, þar sem hún sé frá
samhöfundi komin, og hafi viðmæl-
andinn treyst á vinnubrögð hans án
þess að yfirfara þau sérstaklega.
Þetta er ekki gott. Það er þýðingarmikið að fræðimaður sem
gefur út fræðibók beri beina og óskoraða ábyrgð á efni bók-
arinnar. Fræðimenn eiga að vinna sjálfstætt að rannsóknum
sínum og fræðiskrifum, þó að þeir nýti sér auðvitað útgefin
verk annarra fræðimanna og vitni til þeirra. Hópvinna á ekki
vel við um fræðilegar rannsóknir og skrif.
Svo ég beini því til fræðimanna sem hafa hugsað sér að gefa
fræði sín út í skrifuðu formi, hvort sem er í bókum eða fræðirit-
um, að standa þar einir að verki svo ábyrgð þeirra á því sem
þeir skrifa sé skýr, eins og hún þarf að vera.
Eftir Jón Steinar
Gunnlaugsson
» Það er þýð-
ingarmikið
að fræðimaður
sem gefur út
fræðibók beri
beina og óskor-
aða ábyrgð á
efni bókarinnar.
Jón Steinar
Gunnlaugsson
Höfundur er fyrrverandi prófessor í lögfræði.
Hópvinna í
fræðiskrifum
Innviðafjárfestingar
ríkis og sveitarfélaga
valda straumhvörfum og
nú rís ein glæsilegasta
innviðaframkvæmd á höf-
uðborgarsvæðinu í Úlfars-
árdal. Um er að ræða leik-
og grunnskóla, frístunda-,
menningar- og íþrótta-
miðstöð auk sundlaugar.
Allt er þetta unnið í sam-
ræmi við umhverfisvott-
aða ferla um visthæfi
bygginga. Er þetta dæmi um afar vel
heppnaða innviðafjárfestingu, en gríð-
arlega mikilvægt er að slíkum fram-
kvæmdum fjölgi hér á landi.
Innviðafjárfestingar auka samkeppn-
ishæfni og styðja við hagvöxt með meiri
framleiðni og fjölgun atvinnutækifæra.
Þess utan styðja þær við lífskjör og lífs-
gæði til framtíðar. Margföldunaráhrif
innviðafjárfestinga eru mikil þar sem oft
er um mannaflafrekar framkvæmdir að
ræða sem skapa verðmæt störf um allt
land.
Dæmi um framkvæmd sem upplagt
væri að ráðast í sem allra fyrst er nýr
þóðarleikvangur fyrir knattspyrnuna.
Góðar hugmyndir hafa komið fram í því
samhengi þar á meðal hugmyndin um að
slíkur leikvangur rísi í Kópavogsdal.
Myndi völlurinn, sem hannaður yrði af
fremstu arkitektum landsins, enn fremur
taka mið af sjálfbærni, endurnýjanlegri
orku og heitu vatni. Ekki er ólíklegt að
kostnaður við framkvæmdina verði 12 –
15 ma. kr. Vagga kvennaknattspyrn-
unnar er í Kópavogi, miðju höfuðborg-
arsvæðisins, en kvennalið Breiðabliks
hefur oftast orðið Íslands-
meistari eða 18 sinnum og
spilar nú fyrst íslenskra liða í
riðlakeppni meistaradeildar
Evrópu.
Mikilvægt er að þjóðar-
leikvangurinn uppfylli allar
ströngustu kröfur UEFA um
lýsingu og aðbúnað til að
spila landsleiki, Evrópuleiki
og leiki í Meistaradeild Evr-
ópu. Framkvæmd sem þessi
yrði mikil lyftistöng fyrir alla
aðila, þar á meðal knatt-
spyrnuhreyfinguna í heild
sinni. Auk nýs þjóðarleikvangs fyrir
knattspyrnuhreyfinguna er bráðnauð-
synlegt að hafist verði handa við að reisa
höll fyrir handknattleiks- og körfuknatt-
leiksliðin okkar. Eins og staðan er núna
þurfa framangreind lið að leika heima-
leiki sína erlendis, sem er auðvitað al-
gjörlega ótækt.
Hvað framkvæmdina varðar er eðli-
legast að slík innviðaframkvæmd eigi sér
stað í Laugardalnum. Möguleikarnar eru
miklir og ljóst er að tækifæri eru til að
reisa höll sem er öll hin glæsilegasta og
stenst alþjóðlegar kröfur viðkomandi
sérsambanda. Mjög auðvelt er að fjár-
magna slíkar innviðafjárfestingar með
grænni fjármögnun sem lífeyrissjóðir og
erlendir fjárfestar væru áhugasamir um.
Mikilvægt er að taka stefnumótandi
ákvarðanir um að hefja framkvæmdir á
nýjum þjóðarleikvöngum fyrir knatt-
spyrnu, handknattleik og körfuknattleik
strax á næsta ári. Færeyingar sem eru
um 50 þúsund eru með þjóðarleikvang í
knattspyrnu sem stenst alþjóðlegar kröf-
ur og því ætti ekkert að vera því til fyr-
irstöðu að bretta upp ermar og klára
þessar innviðaframkvæmdir.
Ný gullöld að hefjast í Úlfarsárdal
Straumhvörf verða í Úlfarsárdal vorið
2022 þegar ný Íþróttamiðstöð Fram
verður tekin í notkun. Íþróttamiðstöðin
er austasti hluti bygginga við Úlfars-
árbraut en íþróttamannvirkin munu
þjóna félagsmönnum Knattspyrnufélags-
ins Fram og íbúum í Grafarholtshverf-
inu. Nýr knattspyrnuvöllur verður gervi-
grasvöllur með stúku sem rúmar 1.600
áhorfendur auk þess sem gras-
æfingavellir verða á svæðinu.
Félagið mun flytja starfsemi sína í Úlf-
arsárdal næsta vor og kveður á sama
tíma Safamýrina sem hefur verið heimili
þess frá árinu 1972. Þessi innviða-
framkvæmd er dæmi um grunninnviði
sem gegna mikilvægu hlutverki í öllum
samfélögum. Margar ungar og barn-
margar fjölskyldur hafa verið að flytja í
Úlfarsárdalinn á undanförnum misserum
og munu koma til með að efla starfsemi
Knattspyrnufélagsins Fram til langrar
framtíðar. Framtíðin er björt hjá íbúum
Úlfarsárdals á næstu árum. Látum fram-
kvæmdina í Úlfarsárdal verða innblástur
til góðra verka því grunnur allra sam-
félaga eru íbúar og framúrskarandi inni-
viðir sem leggja grunn að velsæld og
árangri.
Albert Þór Jónsson
» Látum framkvæmdina í
Úlfarsárdal verða inn-
blástur til góðra verka.
Albert Þór Jónsson
Höfundur er viðskiptafræðingur, MCF í
fjármálum fyrirtækja og með 30 ára starfs-
reynslu á fjármálamarkaði.
albertj@simnet.is
Straumhvörf í innviðum
í íþróttastarfsemi