Morgunblaðið - 25.11.2021, Page 18

Morgunblaðið - 25.11.2021, Page 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2021 Aðalstræti 2 | s. 558 0000 Kíktu til okkar í góðan mat og notalegt andrúmsloft Opnunartími Mán.–Fös. 11:30–14:30 Öll kvöld 17:00–23:00 Borðapantanir á matarkjallarinn.is Forréttir MALT & APPELSÍN GRAFLAX piparrótar sorbet, kryddbrauð, reykt skyr HREINDÝRA CARPACCIO trönuber, pekan hnetur, gruyére ostur, klettasalat TÍGRISRÆKJUR ponzu, wasabi Verð 5.990 kr. á mann (5.490 kr. án eftirrétts) – aðeins í boði fyrir allt borðið Aðalréttur ANDALÆRI mandarína, rauðkál, volgt kartöflusalat Eftirréttur SÚKKULAÐI LION BAR hindber, karamella (h) JÓLAHÁDEGI MATARKJALLARANS Eldvarnir á heim- ilum eru einföld og ódýr öryggisráðstöfun. Það getur reynst dýr- keypt að vanrækja þær. Hér á landi farast að meðaltali um tvær manneskjur í elds- voðum á ári hverju. Miklu fleiri verða fyrir líkamlegu og andlegu heilsutjóni af völdum eldsvoða ár hvert. Svo ekki sé minnst á eignatjónið. Hér glatast að með- altali á hverju ári um tveir milljarðar króna í eldsvoðum. Það er því ekki að ástæðulausu sem Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna stendur fyrir eldvarnaátakinu á hverju ári, jafnan í lok nóvember og í aðdraganda hátíð- anna. Átakið er kröftug viðbót við forvarnastarf sem unnið er á vegum Eldvarnabandalagsins, slökkvilið- anna, slysavarnadeilda og fleiri árið um kring. Eldvarnaátakið beinist að börnum í þriðja bekk grunnskólanna og fjölskyldum þeirra. Slökkviliðs- menn um allt land heimsækja börnin í skólana og fræða þau um eldvarnir. Reykskynjarar bjarga mannslífum Þegar eldur kemur upp á heimili hefur heimilisfólk oft mjög skamman tíma til að forða sér út. Stundum líða bara nokkrar mínútur uns íbúð fyllist af reyk og verður jafnvel alelda. Skammt getur verið milli feigs og ófeigs í þessu sambandi. Því er al- gjört lykilatriði að á heimilum séu nægjanlega margir virkir reykskynj- arar til að vara fólk við hættunni, vekja það af svefni og gefa svigrúm til að bjarga lífi og limum. Best er að hafa reykskynjara í öll- um rýmum. Gott er að hafa reyk- skynjara samtengda, að minnsta kosti á stærri heimilum. Prófa á reykskynjara að minnsta kosti árlega og skipta þarf árlega um rafhlöðu í reykskynjurum með 9 v rafhlöðu. Endurnýja skal reykskynjara á tíu ára fresti. Tvær flóttaleiðir eða fleiri Því miður eru dæmi um að mis- brestur sé á að fólk hafi tvær eða fleiri flóttaleiðir úr brennandi íbúð. Skortur á flóttaleiðum getur orðið fólki að fjörtjóni eins og nýleg dæmi sýna. Í sumum tilvikum er unnt að fjölga flóttaleiðum með því að koma fyrir neyðarstiga (fellistiga) af efri hæðum. Við hvetjum fjölskyldur til að gera einfalda flóttaáætlun og ákveða stað til að hittast á utandyra ef rýma þarf heimilið. Ef eldur er í stigagangi fjöl- býlishúss á fólk að halda sig inni í íbúðinni og láta vita af sér við glugga eða á svölum. Eldvarnateppi og slökkvitæki Margir hafa komið í veg fyrir stór- tjón með notkun slökkvibúnaðar, ekki síst þar sem eldur hefur komið upp við eldamennsku. Eldvarnateppi á að vera sýnilegt á vegg í eldhúsi en þó ekki of nærri eldavél. Reynið ekki að slökkva eld í olíu með vatni. Það gerir illt verra. Notið eldvarnateppið. Slökkvitæki á að vera sýnilegt við helstu flóttaleið og hafa á slökkvitæki við alla útganga í fjölbýli. Fylgja þarf leiðbeiningum framleiðanda um við- hald tækjanna. Hringja ber tafar- laust í 112 ef eldur kemur upp og mikilvægt er að leggja sjálfan sig eða aðra aldrei í hættu við slökkvistarf. Með aðgát í daglegri umgengni og viðeigandi eldvarnabúnaði getum við dregið verulega úr líkum á að eldur komi upp og valdi tjóni á lífi og eign- um. Við hvetjum fólk því eindregið til að huga að eldvörnum heimilisins. Það er ekki síst mikilvægt nú í að- draganda hátíðanna. Eldvarnir – líf og eignir eru í húfi Eftir Hermann Sig- urðsson og Garðar Heimi Guðjónsson Hermann Sigurðsson » Þegar eldur kemur upp á heimili hefur heimilisfólk oft mjög skamman tíma til að forða sér út. Hermann er framkvæmdastjóri Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Garðar er framkvæmdastjóri Eldvarna- bandalagsins og verkefnastjóri eldvarnaátaksins. gaji@mmedia.is Garðar Heimir Guðjónsson Ég hef verið hugsi yfir refaveiðum og ástæðum þess að þær eru kostað- ar af ríkinu. Mér er sérstaklega um- hugað um grenjaveiðar. Sjálfur stundaði ég refaveiðar af miklu kappi þar til ég ákvað að skipta um vopn og notast við myndavél. Ég þekki refa- veiðimenn, bæði ráðna sem óráðna, og ber mikla virðingu fyrir þeim svo því sé haldið til haga. Núverandi fyrirkomulagi í flestum sveitarfélögum er þannig háttað að ráðnir menn geta selt skott og sinnt grenjavinnslu og fyrir ekki svo löngu gátu aðrir skilað inn skottum og fengið greiddan um helming af því sem ráðinn veiðimaður fékk. Það fyrirkomulag hefur verið aflagt í flestum sveitarfélögum. Greiðslum þessum er ætlað að minnka fjár- hagslegt tjón af ref! Hefur einn milljarður farið í refaveiðar með þessu fyrirkomulagi síðustu tíu ár. Hvert er tjónið í dag: Aðaltjónið sem refur veldur er sennilega í varpi mófugla og bjarg- fugla, einnig á hann það til að sækja í æðarvarp og af og til bítur hann fé. Það er óum- deilt að refur veiðir sér til matar og einhver deyr, oftast ungar og fuglar, og er rjúpan mikilvæg fyrir ref að vetri. Æðarvörp eru varin af æðarbænd- um ef refur gerir sig líklegan til að fara í varpið. Svo eru það fjárbændur og okkar ástkæra sauðkind. Skaðinn sem refur veldur í fé virðist ekki mikill ef mark má taka á tilkynningum frá bændum. En sannarlega gerist það að refur bíti fé og éti sjálfdautt fé, eðlilega, þar sem refurinn er rándýr. Grund- völlurinn fyrir þessu kerfi er ekki réttlætanlegur að mínu mati og þarf að endurskoða. Skrímslavæðing refsins elstu rök þeirra sem vilja tryggja að refurinn verði áfram ofsóttur á greni eru ljótar myndir af særðum kindum og stundum eru myndir birt- ar af dauðum ref með fullan kjaft af ungum og með fylgja ævintýralegar lýsingar á illsku rebba og mætti oft halda að þarna væri sjálfur djöfullinn á ferð, í líki dýrs sem er á stærð við heimiliskött. Staðreyndin er hins vegar sú að náttúran er grimm og vægðarlaus jafnt á við hvað hún er stórbrotin og falleg. Sannarlega drepur refurinn sér til matar, leggst á hræ og étur það sem hann kemst í, allt frá berjum, flugum, lirfum, möðk- um, eggjum og fuglum, um það verð- ur ekki deilt, enda rándýr og hrææta. Gefur það okkur rétt til að ofsækja hann þegar hann er veikastur fyrir að ala afkvæmi sín og færa björg í bú? Af því að hann étur fuglana sem við viljum skjóta og ræðst af og til á veikburða fé sem við ölum til slátr- unar og rekum út á heiðar á beit með til- heyrandi gróðureyð- ingu? Hatur á refnum má rekja aftur í aldir og höfum við beitt ýmsum brögðum til að útrýma honum úr íslenskri náttúru, þar á meðal að eitra fyrir honum, og má færa rök fyrir því að þá hafi refir byrjað að bíta fé. Ekki tókst að eyða refnum en arna- stofninn þurrkaðist næstum út. Refurinn er fyrsta spen- dýrið og landneminn á Íslandi og hluti af fábrotinni fánu villtra dýra á Íslandi. Grenjavinnsla/sportveiði Ég er sannfærður um að vetrar- veiði getur skilað miklum árangri ef að henni er rétt staðið. Til dæmis með útburði á æti, en hafa skal það í huga að því verður að sinna og sá sem að þeim veiðum stendur geti tekið þau dýr sem í ætið leita. Annars er bara verið að gefa villtum dýrum að éta og koma í veg fyrir afföll af nátt- úrulegum völdum og grunar mig að það sé stór ástæða fyrir velgengni refastofnsins síðustu misseri. Ég er persónulega algjörlega á móti grenjavinnslu og mín skoðun er að hún sé ekki réttlætanleg út frá mannúðarsjónarmiðum og oft hreint dýraníð sem þolir illa dagsljósið. Sjálfur stundaði ég refaveiðar á leyfðum tíma fyrir áhugamenn með býsna góðum árangri að mínu mati og tel ég mig hafa ágætis innsæi í þær veiðar. Ég geri mér grein fyrir hversu mikil vinna er að veiða ref og ekki voru þetta arðvænlegar veiðar þrátt fyrir að lengi vel hafi verið greitt hálft gjald fyrir skottið. Ref- urinn er töluvert erfið bráð sem þarf að hafa mikið fyrir í flestum tilfellum og leyfi ég mér að efast um að sport- veiðar geti nokkurn tímann haldið stofninum í skefjum og reyndar fæ ég ekki betur séð en að þeir fjár- munir sem fara í refaveiðar haldi refnum ekki heldur í skefjum. Senni- lega hafa refir á Íslandi aldrei haft það jafn gott og einmitt þessi misseri. Refurinn á sér marga fjand- menn í íslensku samfélagi Umhverfisráðherra þarf að endur- skoða þetta kerfi og ef ríki og sveit- arfélög ætla að greiða fyrir refaveið- ar þarf að skilgreina þær upp á nýtt þar sem fyrri forsendur eru löngu brostnar. Leggja verður mat á það hvers virði fuglalíf er okkur og hvort við höfum einhvern rétt á að reyna að stýra náttúrunni með því að ofsækja eina tegund svo aðrar geti dafnað. Skaðinn sem refurinn veldur á fé ætti að geta fengist bættur af ríkinu eins og er gert í ófáum löndum þar sem villt dýr valda skaða á þeim dýrum sem við höldum til matvælafram- leiðslu eða annarra nytja, t.d. dún- tekju. Persónulega finnst mér ref- urinn eiga fullkominn rétt á að vafra um íslenska náttúru og veiða sér til matar, hann var nú hérna á undan okkur. Ég efast um að hann éti síð- ustu rjúpuna eða kríuna og ætti stofnstærð refa að sveiflast líkt og aðrir stofnar með hæðum og lægðum. Mig grunar að innan tíðar verði refaveiðar bannaðar með öllu og ég er ekki viss um að það væri gott. Mér finnst sjálfsagt að við nýtum okkur þá stofna sem þola veiðar, hvort sem það er til sportveiða eða nytja, þótt ég persónulega hafi lagt byssunni. Ekki ætla ég að halda því fram að ég sé með lausn á þessu máli og verða mér lærðari og reyndari menn og konur að finna lausn á þessu. Við eig- um jú ófáan snillinginn í þessu landi og eru margir í vinnu hjá hinu op- inbera og ætti að vera auðvelt að hóa í öfluga nefnd til að hjálpa umhverf- isráðherra að taka góða og upplýsta ákvörðun til lagabreytinga. Okkur og refnum til heilla. Refaveiðar Eftir Ingólf Davíð Sigurðsson »Umhverfisráðherra þarf að endurskoða þetta kerfi og ef ríki og sveitarfélög ætla að greiða fyrir refaveiðar þarf að skilgreina þær upp á nýtt þar sem fyrri forsendur eru löngu brostnar. Ingólfur Davíð Sigurðsson Höfundur er náttúruunnandi og veiðimaður. Refaveiðar „Grenjavinnsla er hreint dýraníð sem þolir illa dagsljósið.“ Atvinna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.