Morgunblaðið - 25.11.2021, Síða 24

Morgunblaðið - 25.11.2021, Síða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2021 ✝ Axel Krist- jánsson fædd- ist 20. nóvember 1928 í Reykjavík. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Eir 12. nóvember 2021. Foreldrar hans voru hjónin Vil- helmína Kristín Örum Vilhelms- dóttur húsmóðir frá Siglufirði, f. 1904, d. 1976 og Kristján Karlsson forstjóri frá Akureyri, f. 1893, d. 1981. Axel átti tvö systkini, Ástu f. 1926, d. 2019 og Karl f. 1927, d. 2016. Axel giftist Þórunni Guðna- dóttur húsmóður 10. apríl 1954. Þórunn var fædd 3. nóv- ember 1928 og lést 2. júní 2018, dóttir hjónanna Sigríðar Sigfúsdóttur Thorarensen ljós- móður, f. 1894, d. 1982 og Guðna Árnasonar verslunar- stjóra, f. 1890, d. 1958. Þórunn átti eina systur, Stefaníu, f. 1924, d. 1997. Börn Axels og Þórunnar eru: I. Guðni, jarðeðlisfræð- ingur og forstöðumaður, f. 20. júní 1955, kvæntur Svanfríði Franklínsdóttur, skjalastjóra og kennara. Börn þeirra eru: Moreau og 2) Stefanía Ásta, f. 1999. IV. Sigríður tannlæknir, f. 30. júlí 1964, gift Ragnari Thorarensen, viðskipta- og landfræðingi. Dætur þeirra eru: 1) Ólöf, f. 1997, 2) Þór- unn, f. 2000 og 3) Kristín, f. 2004. Axel ólst upp í Reykjavík en dvaldist öll sumur æsku- og unglingsára hjá föðurbróður sínum Jakobi, konu hans Kristínu og dætrum á stórbýl- inu Lundi við Akureyri og bast föðurfólki sínu þar nán- um, ævilöngum böndum. Hann varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1948 og cand. juris frá lagadeild Há- skóla Íslands 1954. Hann starf- aði hjá Útvegsbanka Íslands 1954 til 1987 sem lögfræð- ingur, síðar yfirlögfræðingur og síðast aðstoðarbankastjóri. Eftir það starfaði hann sjálf- stætt sem lögmaður, nánast til æviloka, en var jafnframt í starfi hjá Lánasýslu ríkisins um nokkurra ára skeið. Axel hafði ævilanga ástríðu fyrir ferðalögum um óbyggðir Ís- lands og veiðimennsku af ýms- um toga og naut þess að geta sinnt þessum áhugamálum sín- um fram undir það síðasta. Þau Þórunn bjuggu á Lokastíg 13 í 10 ár og Skeggjagötu 4 í 52 ár eða þar til Þórunn flutt- ist á hjúkrunarheimilið Mörk árið 2016, en þá flutti Axel í Austurbrún 4. Útför Axels fór fram 23. nóvember 2021. 1) Egill Árni, f. 1985. Hann er kvæntur Hólmfríði Björk Sigurðar- dóttur og eru þeirra börn Axel Árni og Edda Katrín; 2) Þórunn Eva, f. 1988. Hún býr með Ólafi Pálssyni og eru þeirra dætur Sól- ey Harpa og Rakel Dögg og 3) Gyða Katrín, f. 1994. Hún býr með Agli Pét- urssyni. II. Kristín sérkennari, f. 27. júlí 1957, gift Sigurði Haukssyni, tölvunarfræðingi og flugumferðarstjóra. Synir þeirra eru: 1) Daði, f. 1983. Hann er kvæntur Ingunni Tan- gen og eru þeirra börn Gunn- ar, Herdís og Björg; 2) Helgi, f. 1985. Hann er kvæntur Unu Eydísi Finnsdóttur og er þeirra sonur Sigurður Logi og 3) Axel, f. 1987. Hann býr með Guðrúnu Helgu Sigurðar- dóttur og eru þeirra dætur Nína og Kristín. III. Karl hæstaréttardómari, f. 1962, kvæntur Margréti Reynis- dóttur, stjórnunar-, markaðs- og matvælafræðingi. Dætur þeirra eru: 1) Sigríður, f. 1996. Hún býr með Aymeric „Viltu viskí?“ – var það fyrsta sem tengdafaðir minn Axel Kristjánsson sagði þegar við hittumst fyrst á gamlársdags- kvöldi 1991. Ég hafði kviðið óskaplega fyrir að hitta hann og hafði verið í felum hjá Siggu dóttur hans í kjallaranum á Skeggjagötu 4 í nokkra mánuði. Sennilega var tengdafaðir minn jafn kvíðinn og ég. Alltént vor- um við báðir fljótir með fyrsta glasið og eftir það kjaftaði á okkur hver tuska. Það var ótrú- lega margt sem sameinaði okk- ur fyrir utan það að þykja viskí gott. Báðir með ferða- og jeppa- dellu. Báðir frá Siglufirði og báðir áttum við ættir okkar að rekja til Akureyrar. Vilhelmína mamma hans og Svanlaug amma mín höfðu verið góðar vinkonur og hafði Axel meira að segja búið með foreldrum sínum og systkinum í eitt ár í húsi afa míns á Laugavegi 34a þar sem ég bjó þegar við Sigga kynnt- umst. Örlögin spinna oft falleg- an vef. Ég leit strax upp til Axels. Hár, glæsilegur á velli, afburða vel gefinn, vel menntað- ur, skemmtilegur og vel gerður í flest alla staði. Axel var samt ekki fullkominn frekar en nokk- ur annar. Hann hafði sína galla eins og við öll höfum. Hann sagði stundum við mig að það væri svo gott að vera með mér af því að við værum báðir má- tuglega vitlausir. Þetta þótti mér ákaflega vænt um að heyra og auðvitað var þetta hárrétt hjá honum. Betri tengdaföður og betri afa fyrir börnin mín hefði ég aldrei getað fengið. Gjafmildari en sjálfur jóla- sveinninn hvort heldur við mig eða börnin mín. Hann var örlát- ur á alla sína hluti og ég mátti fá allt lánað sem ég þurfti frá fyrsta degi. Hvort heldur sem það voru bækur, útilegugræjur eða jeppinn. Og rispur á jepp- ann. Iss, jeppar eru til þess að nota þá sagði hann. Axel opnaði perlur Íslands fyrir mér. Sum- arið 1992 fór ég í fyrstu há- lendisferðina með honum á patrolnum hans. Við fórum Gæsavatnaleið og þvílík upplif- un fyrir mig sem aldrei hafði farið neitt um hálendið. Næstu þrjátíu árin fórum við í margar ferðirnar hvort heldur lengri eða styttri. Á hverju vori í fjölda ára fórum við í bústað á Snæ- fellsnesinu til þess að komast á vélsleða á jökulinn. Það eru dásamlegar minningar sem við öll, sem eftir stöndum, eigum um samvistir við Axel og Tótu. Því að baki góðum manni stend- ur oftast góð kona. Að baki Ax- els stóð Tóta eða Þórunn Guðnadóttir tengdamóðir mín sem lést fyrir rúmum þremur árum. Þau höfðu þá verið saman í 64 ár. Hún var stóra ástin í lífi Axels. Það var gaman að sjá hversu gott og ástríkt þeirra hjónaband var. Axel var forfall- inn skotveiðiáhugamaður og sennilega á hann lengsta feril allra í hreindýraveiðum hér á landi frá 1963 til 2020 eða 57 ár. Fyrst fór hann með vinum sín- um, síðar meir bættist Karl son- ur hans með í ferðirnar og enn síðar afastrákarnir, Egill Árni, Daði, Helgi og Axel. Í haust varð hann að sleppa í fyrsta skiptið að fara á hreindýr því þrekið var búið. Það var vel við hæfi að þá kom fyrsta langafa- barnið með í staðinn, Gunnar Daðason. Þannig tekur hver kynslóðin við af annarri. Síðustu vikurnar var Axel orðinn langþreyttur á eigin líkamlegu getuleysi. Hugs- unin og minnið var jafn skýrt sem áður en líkaminn var alveg farinn. Fyrir útivistarmann sem hafði yndi af ferðalögum var það eins og að vera dæmdur í ein- angrun að geta ekki lengur farið neitt. Þess vegna sagði hann að það væri komið nóg. Hann vildi fara. Hann var búinn að sjá nóg og upplifa nóg. Nú vildi hann fara og hitta Tótu sína aftur. Og þegar hann veiktist fyrir tæpum mánuði síðan þá afþakkaði hann öll sýklalyf. Hann tók þá hetju- legu ákvörðun að vilja deyja. Ég kveð tengdaföður minn og afa barnanna minna með söknuði en jafnframt gleði að hann skuli nú vera kominn til Tótu sinnar. Maðurinn deyr en minningin um hann lifir í hjörtum okkar sem hann snart á sinni lífsleið. Ragnar Thorarensen. Tengdafaðir minn Axel Krist- jánsson vitnaði oft í upphafsorð snilldarverks Halldórs Laxness, Fegurð himinsins: „Þar sem jökulinn ber við loft hættir land- ið að vera jarðneskt, en jörðin fær hlutdeild í himninum, þar búa ekki framar neinar sorgir og þess vegna er gleðin ekki nauðsynleg, þar ríkir fegurðin ein, ofar hverri kröfu.“ Þessi orð sýnast eiga svo vel við núna að honum gengnum því í þeim sameinast tvennt sem var svo ríkt í skaphöfn hans: Aðdáunin á texta skáldsins og ástríðan fyrir náttúru Íslands. Þegar ég hugsa um heimili tengdaforeldra minna á ég auð- velt með að ímynda mér að ég sé sest í stofuna og horfi í kringum mig. Þar var ekki íburður en umhverfið einkennd- ist allt af menningu í bestu merkingu þess orðs. Fagurbók- menntum, myndlist, óperutón- list og svo mörgu fleiru. Axel tengdafaðir minn þekkti heims- bókmenntirnar eins og lófann á sér og var sama hvort rætt var við hann um Hemingway, Hamsun, Steinbeck eða aðra. Af íslenskum bókmenntum unni hann þó líklega mest ljóðum Jónasar Hallgrímssonar og bók- um Halldórs Laxness. Þegar hann var síðast hjá okkur um jól hafði ég til gamans sett sam- an spurningakeppni sem fólst í því að ég las upp ýmsar tilvitn- anir úr íslenskum bókmenntum. Hann kunni svör við þeim öllum og gjarnan fylgdi ítarlegur fróð- leikur. Axel var líka mikill tungumálamaður og lét stund- um tilvitnanir á latnesku flakka. Hann sagði svo gjarnan sögur af því að þegar hann sem ung- lingur las um hetjudáðir heim- skautafarans Roalds Amund- sens sem komst fyrstur manna á Suðurpólinn. Axel hafði svo gaman að segja frá keppni Amundsen og Robert Scott að við mæðgurnar vorum alveg heillaðar. Ef til vill hafa þessar frásagnir með öðru mótað sjálfsmynd hans á unga aldri því líf hans og yndi var að ferðast um ótroðnar slóðir óbyggða Ís- lands. Þau hjónin voru líklega með þeim fyrstu sem ferðuðust fótgangandi með kort og hyggjuvitið að leiðarljósi þá leið sem nú er merkt í bak og fyrir og kölluð Laugavegurinn. Fjöl- skylda hans naut líka góðs af þessum útivistaráhuga því Axel var fyrst og síðast fjölskyldu- maður. Þegar ég og maðurinn minn fórum að rugla saman reytum okkar þá hafði móður- systir mín Gígja, sem þekkti til tengdaforeldra minna, á orði við mömmu að málum væri vel skipað því að þegar annað fólk hefði farið til útlanda og komið börnunum fyrir hefðu Tóta og Axel troðið börnum og farangri í bílinn og lagt upp í langferðir um hálendi Íslands. Það er erf- itt að skilja það í dag hvernig hægt var að ferðast með allan hópinn dögum saman og þurfa að hafa kostinn með sér því að þá var ekki hægt að stoppa á veitingastöðum eða vegasjopp- um til þess að seðja hungrið. Eftir því sem árin færðust yf- ir og um hægðist hjá Axel naut ég þess í ríkum mæli að eiga með honum gæðastundir þar sem við spjölluðum um heima og geima. Hann þreyttist ekki á því að hrósa manni og var svo einlæglega þakklátur fyrir allt sem gert var fyrir hann. En nú er komið að leiðarlok- um og við samfögnum sjálfstæð- um og ferðaglöðum manni að vera laus úr viðjum farlama lík- ama. Ég mun sannarlega sakna hans en gleðst við tilhugsunina um að þau Tóta, stóra ástin hans, séu saman á ný. Margrét Reynisdóttir. Síminn hringir einu sinni, tvisvar, og svo svarar glaðvær rödd: „Sæll Egill minn, Árni minn, Guðnason minn, vinur minn!“ Þetta var hann afi minn og vinur, Axel Kristjánsson, glæsimenni sem eftir var tekið, allt fram á síðasta dag. Nú er hann lagður af stað í sitt hinsta ferðalag eftir langa og farsæla ævi. Þegar að því er komið að minnast afa nokkrum orðum, kemur mér fyrst í hug vísa Hannesar Péturssonar sem afi hélt svo mikið upp á, um fölnuð störin á flánni, þessi vegamót lífs og dauða sem við komum öll að fyrr eða síðar. Afi hefur víst vitað um hríð, að hann var kominn að vaðinu á ánni. Þó var líkast því, að hann myndi aka jafn örugglega á sinni fjallabifreið yfir þessa á, eins og aðrar ár, sem hann hef- ur fengist við. En svo kom, að ekki varð undan vikist. Afi var kristalskýr í höfðinu fram á síð- ustu stundu, frábær sögumaður og mundi allt. Líkaminn var hins vegar farinn að gefa sig og ákvað hann sjálfur, að nú væri komið gott. Ég sé hann ljóslif- andi fyrir mér í huganum aka varlega út á vaðið á mórauðri jökulánni, og yfir þangað, sem enginn sér til. Afi kynntist hálendi og óbyggðum Íslands ungur að ár- um, þá sem sumarstarfsmaður í landmælingum. Hann smitaðist strax af þeirri fjalla- og æv- intýraþrá, sem ekki er auðvelt að losna við. Fljótlega átti veiði- skapur hug hans allan, og ber þar hæst hreindýraveiðarnar sem hann stundaði frá árinu 1963, allt til ársins 2020. Úr fengnum eldaði amma mín svo undantekningarlaust veislumat. Alla ævi var afi þeirrar gæfu að- njótandi að geta fullnægt bæði fjalla- og veiðiþrá sinni og ferðast um landið, jafnt sumar sem vetur, ýmist í félagsskap fjölskyldu og afkomenda, eða góðra vina. Þegar við frændur mínir vor- um komnir til vits og ára, bauð afi okkur með í veiðiferðirnar. Afi hafði næmt skyn á hina fögru veröld náttúrunnar, sem veiðiskapur getur opnað mönn- um, og hafði þannig varanleg áhrif á viðhorf okkar til veiði og ánægjunnar af henni. Hann kenndi okkur öll skrýtnu ör- nefnin: Gestreiðarstaðakvíslin, Klettstían og Blámannshattur- inn, og sagði okkur sögurnar, sem við sem eftir lifum höldum á lofti. Þetta voru góðar ferðir í félagsskap góðra vina, sem ég met svo mikils og þakka að leið- arlokum. Elsku afi. Það er margs að minnast. Ég þarf sem betur fer ekki annað, en að minnast vin- áttu þinnar, til þess að gleðjast. Allt hefur þó sinn tíma, og ekki má gleyma því, sem þú hefur alltaf sagt: „Gerðu það, sem þú getur og hefur gaman af. Láttu hitt vera.“ Eftir þessum spak- mælum lifðir þú, og ég mun gera þau að mínum. Nú lifir þú í öllum þeim góðu minningum sem við, afkomend- ur þínir, um þig eigum og ekki verða frá okkur teknar. Ég trúi því að nú hafir þú fundið ömmu aftur, að þið séuð saman inni á Kýlingum, amma að tína fífur og þú að taka ljósmyndir, eða að skíða niður Jökulhálsinn á fal- legu vorkvöldi. Við hittumst svo aftur á hinum eilífu veiðilendum, á Vesturöræfum, í þoku á Jökul- dalsheiði, eða í vetrarstillum á Eyvindarstaðaheiði. Og veiði- gleðin mun ríkja ein. Góða ferð, afi minn, vinur minn. Megir þú hvíla í friði. Egill Árni Guðnason. Frá því um mitt ár 1964 bjuggu þau í Norðurmýrinni á Skeggjagötu 4, samanber kvið- linginn: Skarphéðinn hét karl sem gekk á Vífilsfell á mánu- dagsmorgni með skeggið í flóka, og Hrefna átti Kjartan og Guð- rún átti Bolla. Þetta voru Þórunn Guðnadóttir (1928-2018) húsmóð- ir og Axel Kristjánsson (1928- 2021) lögfræðingur, börn þeirra fjögur og Sigríður Sigfúsdóttir (1894-1982), ljósmóðir og móðir þeirra systra Þórunnar og Stef- aníu (1924-1997), móður minnar, öðru nafni Tóta og Bebba. Tóta og Axel, vaxandi barnahópur og Sigríður amma mín höfðu áður búið á Lokastíg 13. Það er erfitt að gera sér í hugarlund, nú þegar Axel er horfinn á braut, hvaða gjör- breytingar hafa orðið á íslensku þjóðfélagi frá því á sjöunda ára- tug 20. aldar. Sveitamenningin var ekki liðin undir lok og í heild sinni var landið enn ekki bílfært, samanber illvíg straum- vötn á Suðausturlandi. Þessi veröld var lofsungin í heimild- arkvikmynd Ósvalds Knudsen, Sveitin milli sanda (1964). Axel og fjölskylda voru feikidugleg að ferðast um Ísland. Jeppa- slóðar voru þræddir og vöð á ám notuð með varúð. Þetta var áður en stórvirkjanir og há- spennulínur umbyltu ásýnd há- lendisins. Það er villandi að einskorða túlkun á ævi Axels og ástríðum hans við veiðiskap, fjölskyldulíf og ferðamennsku. Hann var nautnamaður, hvort sem var á mat eða drykk. Hann drakk í sig tónlist af áfergju, og hafði unun af því að fara í bíó. Þar voru hæg heimatökin þegar Austurbæjarbíó átti í hlut. Við frændsystkinin fórum oft í bíó. Ein þeirra kvikmynda sem við sáum snemma á sjöunda ára- tugnum var Hatari! (1962) með John Wayne og Hardy Kruger í aðalhlutverkum um villidýra- veiðar í Afríku: þarna birtist heimsmynd Axels ljóslifandi: bílar, dýr, hægrisinnuð pólitík. Þau Tóta voru dugleg að sækja tónleika, hvort sem var í Aust- urbæjarbíói eða í Háskólabíói. Axel var fagurkeri og smekk- maður. Það birtist skírt í hljóm- plötunni sem var leikin á Skeggjagötu á aðfangadags- kvöldi áður en glíman hófst við rjúpur, brúnaðar kartöflur, rjómasósu, rauðkál, rísrönd, og stafla af jólagjöfum. Þetta var Decca-hljómplata frá árinu 1961 þar sem Leontyne Price söng jólalög og Wiener Philharmon- iker önnuðust undirleik undir stjórn Herberts von Karajan. Matarmenning auðkenndi heimili Axels og Tótu. Matgleði sveif yfir vötnunum. Maður hlakkaði til þess að borða. Tóta olli manni sjaldan vonbrigðum og Axel ekki heldur á hráefn- issviðinu, hvort sem um var að ræða kjöt af rjúpu, gæs eða hreindýri. Tengdafaðir hans, Guðni Árnason (1890-1958), var löngum í forsvari fyrir matar- deild Sláturfélags Suðurlands. Því þótti góður og hollur matur sjálfsagður hlutur þar á bæ. Samfélagið var mótað af þessari grundvallarskoðun og trú á drenglyndi, heiðarleika, dugnað og lífsgleði. Axel var holdtekja þessara lífsgilda og sönnun þess að þau gætu ræst. Hann var einn af máttarstólpum sam- félags sem ég hefði lýst sem yndislegum ævintýraheimi sem barn og unglingur. Megi aðrir fylgja fögru fordæmi hans. Skúli Sigurðsson. Svo lengi sem ég man eftir mér hef ég þekkt Axel Krist- jánsson. Hann og faðir minn störfuðu saman lungann af starfsævinni í lögfræðideild Út- vegsbanka Íslands. Áður höfðu þeir verið samskóla í lagadeild Háskólans og þar áður í sama árgangi í Menntaskólanum í Reykjavík. Í þeim árgangi var einnig Þórunn Guðnadóttir sem síðar varð eiginkona Axels. Nokkuð snemma á minni lífs- leið fór ég að venja komur mín- ar í Útvegsbankann í sömu er- indagjörðum og viðskiptavinir hans. Hér var þó sá munur á að ég sótti ekki fjármuni í sjóði bankans heldur vasa föður míns. Þá hitti ég fyrir Axel og í mín- um huga var viðmót hans ávallt það sama. Hann var hávaxinn og grannur, alltaf fínn í tauinu, snaggaralegur og með kímniblik í augum. Eftir þessu glæsi- menni, og ég vil segja dálitlum töffara, var tekið og það gustaði af honum hvar sem hann fór. Hans aðalsmerki voru skemmti- legheit og afar góð nærvera. Ég kynntist Axel betur síðar á lífsleiðinni, þegar ég og Karl sonur hans hófum saman nám við lagadeildina haustið 1985, en allt frá þeim tíma höfum við Karl verið bæði vinir og sam- starfsmenn. Á námsárunum og síðar kom ég oft á Skeggjagöt- una til Þórunnar og Axels og naut gestrisni þeirra hjóna og framúrskarandi matseldar Þór- unnar. Eftir því sem árin liðu urðu samskipti mín og Axels meiri og gjarnan símleiðis þar sem við gátum gengið í smiðju hvor hjá öðrum. Þá sagði Axel mér oft sögur af bæði pabba mínum og afa í föðurætt sem Axel þekkti vel. Ég mun sakna þessa því lifandi frásögn hans af skemmtilegum uppákomum hjá þeim löngu látnu feðgum var nánast fyrir mig eins og að fá að hitta þá fyrir aftur í skamma stund. Með þessu varð til þráð- ur milli okkar Axels sem aldrei slitnaði og nú horfi ég á eftir góðum vini sem ég þakklátur kveð eftir löng kynni. Axel hafði mikið yndi af ferðalögum um óbyggðir Íslands og hann var einn af þeim sem átti frumkvæði að sportveiðum á hreindýrum hér á landi fyrir rétt tæpum 60 árum. Fyrir ára- tug síðan fékk ég veiðileyfi á hreindýr án þess að hafa mikla burði til slíkra veiða. Ég leitaði til Axels og hann lét mér í té eitt af sínum bestu vopnum. Jafnframt fylgdi hann mér í próf til að fá að halda til veið- anna og væntanlega var eina skýringin á því að ég stóðst þá prófraun með naumindum að riffillinn af gömlum vana, vegna eiganda síns, gat ekki hitt langt frá markinu. Ekki var hægt að fá betri mentor en Axel til að hjálpa viðvaningnum. Þegar Axel hafði látið af störfum fór hann að láta þjóð- félagsmál til sín taka og þá með því móti að rita stuttar og hnit- miðaðar greinar í þetta blað. Þar var hann óhræddur við að setja fram skoðanir sínar og fylgja þeim eftir af rökfestu. Hann var fundvís á þau málefni sem miklu skiptu á hverjum tíma og eftir skrifum hans var víða tekið og þau höfðu áhrif. Þar vil ég nefna að til þeirra var meðal annars vitnað í leiðurum þessa blaðs. Ég og Úlla eiginkona mín vottum fjölskyldu Axels okkar dýpstu samúð við fráfall hans. Minning Axels mun lifa. Benedikt Bogason. Axel Kristjánsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.