Morgunblaðið - 25.11.2021, Síða 32

Morgunblaðið - 25.11.2021, Síða 32
32 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2021 50 ÁRA Rúnar Gíslason matreiðslumeistari fæddist í Hafnarfirði og ólst þar upp en flutti svo til Álftaness 11 ára. Rúnar kemur úr fjöl- skyldu þar sem er mikill matreiðsluáhugi og kokkar aftur í ættir og móðir hans var ein- staklega handlagin í eldhúsinu. Eftir hefð- bundna skólagöngu fór Rúnar í FG og þaðan í Hótel- og veitingaskólann. „Ég fékk samning á Hótel Holti og var þar frá 1990 til 1993.“ Rúnar prófaði að vinna erlendis, bæði í Noregi í tvö ár og einnig á skemmtiferðaskipi sem sigldi um Evrópu og þar lærði hann um margvíslegar matarhefðir og hafði mjög gaman af. „Ég kem svo heim vorið 1997 og fór að vinna aftur á Holtinu en fer svo út í minn eigin rekst- ur 1998 og rek núna veisluþjónustuna Kokkana og veitingastaðinn Spíruna.“ Rúnar er mikill skíðaáhugamaður og byrjaði á fjallaskíðum mjög snemma og hefur einnig verið í ísklifri og jöklaferðum. „Svo var ég á kafi í Hjálparsveitinni í Garðabænum þar til ég varð svona 25 ára.“ Í sumar hjólaði Rúnar ásamt tveimur æskuvinum sínum í kringum Vatnajökul á fjallahjólum og tók ferðin 13 daga. „Þetta var ótrúlega gaman og tók bæði líkamlega og andlega á. Maður kemur nýr og betri maður úr svona ferð.“ FJÖLSKYLDA Eiginkona Rúnars er Ásdís Björg Pálmadóttir, f. 2.9. 1976, og þau eiga dæturnar Blævi, f. 1997, Andreu Líf, f. 2003, Alexöndru, f. 2005, og Ísabellu, f. 2010. Rúnar Gíslason Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Láttu þér ekki bregða, þótt eitt- hvað togni úr verkefni sem fyrst virtist ein- falt mál. Hæfileikarnir duga ekki einir til, þú verður að leita til annarra um aðstoð. 20. apríl - 20. maí + Naut Láttu ekki hugfallast þótt allt virðist ganga á afturfótunum þessa dagana. Vel- gengni þín felst í að breyta hugsun þinni. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Nú er ekki rétti tíminn til þess að gera fjárhagsáætlanir eða taka ákvarðanir um skiptingu eigna. Misklíð innan fjölskyld- unnar dregur dilk á eftir sér. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Þú vilt helst ekki samþykkja eitt- hvað bara af því að það er erfitt að breyt- ast. Láttu ekki hugfallast þótt undirtektir sumra verði neikvæðar. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Kraftur þinn og úthald er mikið um þessar mundir og þú ert fær um að vinna mikið og lengi. Hver er sinnar gæfu smiður, og það á við þig eins og alla aðra. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Bilanir og tafir munu að öllum lík- indum setja svip sinn á vinnudaginn hjá þér. Forðastu samræður um alvarleg efni. 23. sept. - 22. okt. k Vog Láttu það sem veitir þér ánægju hafa forgang fram yfir vinnuna. Njóttu góðra stunda með öðrum og þiggðu öll boð sem þér berast. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Forvitni þín leiðir þig á ókunnar slóðir þar sem óvænt verkefni bíða þín. Mundu að útlit þitt sendir ákveðin skilaboð út í umhverfið. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Flest virðist ganga þér í haginn og haldir þú vöku þinni ætti ekki að verða breyting þar á. Leyfðu öllu að hafa sinn gang. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Gefðu þér tíma til að stofna til nýrra kynna sem og að rækta samböndin við gömlu félagana. Taktu þér tíma til að reyna að leysa gömul vandamál. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Það er ekki alltaf mikið vit í hvöt þinni að sækja í sumt fólk og forðast ann- að. Nálgastu því þá sem þig langar til að læra af, jafnvel þótt það kosti peninga. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Nú er tækifærið að ná til þeirra, sem hingað til hafa ekki viljað hlusta á skoðanir þínar. Þú gætir komist yfir upplýs- ingar sem koma sér vel. andi og mikil kvenleg orka á svæð- inu og virkilega skemmtilegur tími.“ Nokkrum árum síðar ákvað Anna María að söðla um, en þá var meira rólegheitatímabil í bransanum og verslunin Fríða frænka og Kogga við hliðina á mér og svo var fata- verslunin Spútnik í kjallaranum og Blómálfurinn beint á móti á Vestur- götunni. Það var mjög skemmtilegur A nna María Sverrisdóttir fæddist 25.11. 1961 á Landspítalanum í Reykjavík. Hún ólst upp í Safamýrinni og gekk í Álftamýrarskóla. „Þegar ég var að ljúka við grunn- skólann fékk ég svo mikinn áhuga á handverki. Ég fór á alls konar nám- skeið í málmsmíði og komst á samn- ing hjá Jóhannesi Leifssyni gullsmið þegar aðrir voru að fara í mennta- skóla.“ Á þessum árum þurfti að komast á samning áður en hægt var að komst í Iðnskólann. Anna María var 15 ára þegar hún byrjaði á verk- stæðinu hjá Jóhannesi og var til skiptis þar og í Iðnskólanum og lauk náminu árið 1981. „Í dag fá nem- endur próf með teikningum eftir aðra sem þau smíða, en á þessum tíma teiknaði maður sjálfur sveins- stykkið og ég teiknaði og smíðaði víravirkisbelti.“ Anna María vann áfram hjá meistaranum sínum en langaði svo að bæta við sig og sótti um skóla í Danmörku, Gullsmíðahá- skólann, en þar var lögð aðaláhersla á hönnun. „Það var miðað við að maður væri búinn með gullsmíðina og maður lærði alls konar greinar í gullsmíðinni, en hönnun var samt stærsti þátturinn.“ Nemendur skól- ans héldu sýningar á hönnun sinni og Anna María minnist þess að þau héldu sýningu í matsal utanríkis- ráðuneytisins. „Þetta voru gömul pakkhús, sem búið var að gera upp og voru mjög skemmtileg. Síðan var lokasýningin okkar í Listiðnaðar- safni Kaupmannahafnar árið 1985. Þá fékk ég verðlaun sem hétu Kunsthåndværkerprisen.“ Þótt Önnu Maríu liði mjög vel í Kaupmannahöfn var hún samt ekki tilbúin að setjast þar að og vildi fara heim. „Ég opnaði fyrsta verkstæðið mitt á Vesturgötu 3 árið 1986 og kallaði það Pyrit, sem er nafn steins sem á íslensku kallast glópagull. Þarna var ég með litla búð og sást inn í verkstæðið svo fólk gat fylgst með þegar maður var að vinna. Þetta var gífurlega skemmtilegur tími og mikill suðupunktur í bænum og margt að gerast á þessum stað, Hlaðvarpanum. Í sama húsi var hún búin að eignast eldri soninn. Hún fór í samstarf við Þorberg Hall- dórsson gullsmið og þau opnuðu verslun og verkstæði á Skólavörðu- stíg 15 sem þau kölluðu Pyrit G15. Síðan þegar ég átti yngri strákinn minn 1997 ákvað ég að vera heima og sinna barnauppeldinu um tíma.“ Þremur árum síðar, árið 2000, ákvað Anna María að fara af stað aftur í gullsmíðinni og stofnaði gallerí á Skólavörðustíg 21A með Kristínu Cardew, sem var að hanna fatnað og var þar í nokkur ár. „Það var líka svona kvennaandi á þessu horni eins og niðri í Hlaðvarpa, því Kristín var þarna með sína fatahönnun og ég með skartgripina, svo var Kolbrún Kjarval leirlistarkona með verk- stæði og verslun beint á móti okkur og við hliðina var lítið gallerí sem hét Nikulásarkot og svo var Fjóla Antík við hliðina á okkur. Þetta var mjög skemmtilegur tími og við byrjuðum oft dagana á að skiptast á að fara í kaffi hver hjá annarri og þetta var mjög gaman.“ Anna María var þarna í þrjú ár, en þegar henni bauðst pláss neðar á Skólavörðustígnum, í húsi númer 3, ákvað hún að færa sig og vera alveg með sitt eigið pláss og verkstæði og verslunina Anna María Design. „Ég var búin að prófa að vinna með öðr- um og vera ein á verkstæði og þarna var eiginlega kominn tími til að ég væri með mitt eigið pláss. Ég er enn þá á Skólavörðustíg 3, enda segi ég oft að þetta sé besti staðurinn í bæn- um.“ Anna María segir að vissulega hafi hönnun hennar þróast mikið í gegnum tíðina. „Þegar ég var í nám- inu var allt svolítið þríhyrnt og mikið af beinum línum og oft hvassir hlut- ir. Núna hafa línurnar mýkst og ég er að vinna meira með lífræn og kvenleg form. Ég er kannski ekki að endurgera náttúruna en vísa mikið til hennar. Svo er ég mikið að vinna með íslenska steina og hef gaman af formum sem eru svolítið öðruvísi. Meirihluti þeirra gripa sem ég smíða eru sérsmíði og því aðeins einn grip- ur af hverri vöru, en ég er líka með nokkra hluti sem ég fjöldaframleiði. Síðan vinn ég bæði með litla og netta Anna María Sveinbjörnsdóttir gullsmiður – 60 ára Fjölskyldan Anna María með sonum sínum Mána og Sveinbirni. Dansar magadans inn í nýjan tug Einstakir gripir Anna María smíðar mest staka gripi og vísar til náttúrunnar. Til hamingju með daginn Akureyri Brynjar Ísak Ómarsson fæddist 25. nóvember 2020 kl. 12.43 og er því eins árs í dag. Hann vó 3.964 g og var 50 cm langur. For- eldrar hans eru Ómar Björn Skarphéðinsson og Lísbet Patrisía Gísladóttir. Nýr borgari Ljósmyndaprentun Frábært fyrir ljósmyndara. Bjóðum upp á prentun í öllum stærðum, t.d. á striga, álplötu eða pappír. Xprentehf. | Sundaborg3 |104Reykjavík |7772700|konni@xprent.is www.xprent.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.