Morgunblaðið - 25.11.2021, Page 34

Morgunblaðið - 25.11.2021, Page 34
MEISTARADEILDIN Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Gabriel Jesus reyndist hetja Man- chester City þegar liðið tók á móti París SG í A-riðli Meistaradeild- arinnar í knattspyrnu á Etihad- vellinum í Manchester í gær. Leiknum lauk með 2:1-sigri Man- chester City en Jesus skoraði sig- urmark leiksins á 77. mínútu eftir að hafa komið inn á sem varamað- ur. Kylian Mbappé kom París SG yfir á 50. mínútu en Raheem Sterl- ing jafnaði metin fyrir City á 63. mínútu. City er öruggt með efsta sæti rið- ilsins og sæti í sextán liða úrslit- unum fyrir lokaumferðina en liðið er með 12 stig. Þá er París SG sömuleiðis komið áfram í sextán liða úrslitin en liðið er með átta stig í öðru sætinu. _ Þetta er fimmta tímabilið í röð sem Manchester City endar í efsta sæti síns riðils í riðlakeppni Meist- aradeildarinnar. _ Raheem Sterling hefur skorað 23 mörk í Meistaradeildinni á ferl- inum, jafn mörg mörk og Frank Lampard gerði á sínum ferli. Að- eins Paul Scholes (24 mörk) og Wayne Rooney (30 mörk) hafa skorað fleiri af þeim Englendingum sem hafa spilað í keppninni. Salah jafnaði met Firminos Liverpool, sem var öruggt með efsta sæti B-riðils og sæti í sextán liða úrslitunum fyrir leik gærdags- ins, vann 2:0-sigur gegn Porto á Anfield í Liverpool þar sem þeir Thiago Alcantara og Mohamed Salah skoruðu mörk enska liðsins í síðari hálfleik. Á sama tíma vann AC Milan nokkuð óvæntan 1:0-sigur gegn Atlético Madrid á Metropolitano- vellinum í Madríd þar sem Junior Messias skorað sigurmark leiksins á 87. mínútu eftir að hafa komið inn á sem varamaður í síðari hálfleik. Úrslitin í B-riðlinum ráðast því í lokaumferðinni þegar AC Milan tekur á móti Liverpool og Porto fær Atlético Madrid í heimsókn. _ Mohamed Salah skoraði sitt sjötta mark í Meistaradeildinni á tímabilinu og jafnaði þar með met Robertos Firminos frá tímabilinu 2017-18 en enginn leikmaður í sögu félagsins hefur skorað fleiri mörk en þeir tveir í riðlakeppni Meist- aradeildarinnar. Stórliðin áfram Þá tryggðu Real Madrid, Inter Mílanó, Ajax og Sporting sér öll sæti í sextán liða úrslitum keppn- innar í gær en Bayern München, Chelsea, Juventus og Manchester United höfðu öll tryggt sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeild- arinnar á þriðjudaginn. Lokaumferð riðlakeppninnar fer fram dagana 7.-8. desember og þá kemur í ljós hvaða fimm lið fylgja þeim í sextán liða úrslitin. Dregið verður í sextán liða úrslit 13. des- ember í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss. Ellefu félög komin áfram - City kom til baka gegn París SG AFP Sigurmark Gabriel Jesus fagnar sigurmarki sínu gegn París SG í Manchest- er í gær en sigurinn tryggði Manchester City efsta sæti A-riðils keppninnar. 34 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2021 Meistaradeild Evrópu A-RIÐILL: Club Brugge – RB Leipzig...................... 0:5 Manchester City – París SG.................... 2:1 Staðan: Manchester City 5 4 0 1 17:8 12 Paris SG 5 2 2 1 9:7 8 RB Leipzig 5 1 1 3 13:13 4 Club Brugge 5 1 1 3 5:16 4 B-RIÐILL: Atlético Madrid – AC Milan .................... 0:1 Liverpool – Porto ..................................... 2:0 Staðan: Liverpool 5 5 0 0 15:5 15 Porto 5 1 2 2 3:8 5 AC Milan 5 1 1 3 5:7 4 Atlético Madrid 5 1 1 3 4:7 4 C-RIÐILL: Besiktas – Ajax......................................... 1:2 Sporting Lissabon – Dortmund .............. 3:1 Staðan: Ajax 5 5 0 0 16:3 15 Sporting Lissabon 5 3 0 2 12:8 9 B. Dortmund 5 2 0 3 5:11 6 Besiktas 5 0 0 5 3:14 0 D-RIÐILL: Inter Mílanó – Shakhtar Donetsk .......... 2:0 Sheriff – Real Madrid .............................. 0:3 Staðan: Real Madrid 5 4 0 1 12:3 12 Inter Mílanó 5 3 1 1 8:3 10 Sheriff 5 2 0 3 6:10 6 Shakhtar Donetsk 5 0 1 4 1:11 1 Evrópudeild karla C-RIÐLL: Spartak Moskva – Napoli ........................ 2:1 Staðan: Spartak Moskva 5 2 1 2 9:9 7 Napoli 5 2 1 2 12:8 7 Legia Varsjá 4 2 0 2 3:7 6 Leicester 4 1 2 1 7:7 5 England B-deild: Millwall – Bournemouth......................... 1:1 - Jón Daði Böðvarsson var ekki í leik- mannahóp Millwall. Barnsley – Swansea ................................. 0:2 Blackburn – Peterborough...................... 4:0 Bristol City – Stoke.................................. 1:0 Cardiff – Hull............................................ 0:1 Fulham – Derby ....................................... 0:0 QPR – Huddersfield................................. 1:0 Staðan: Fulham 19 13 3 3 48:15 42 Bournemouth 19 12 5 2 34:14 41 WBA 19 9 6 4 27:16 33 QPR 19 9 5 5 31:24 32 Coventry 19 9 5 5 25:21 32 Stoke City 19 9 4 6 24:20 31 Blackburn 19 8 6 5 33:27 30 Huddersfield 19 8 4 7 22:21 28 Swansea 19 7 6 6 23:23 27 Millwall 19 6 9 4 19:19 27 Blackpool 19 7 6 6 20:21 27 Luton 19 6 7 6 26:24 25 Nottingham F. 19 6 6 7 24:23 24 Preston 19 6 6 7 21:25 24 Middlesbrough 19 6 5 8 21:22 23 Sheffield Utd 19 6 5 8 23:26 23 Birmingham 19 6 5 8 18:21 23 Reading 19 7 2 10 23:30 23 Bristol City 19 6 5 8 21:28 23 Derby 19 4 10 5 16:18 22 Hull City 19 5 3 11 14:22 18 Cardiff 19 5 3 11 19:33 18 Peterborough 19 4 3 12 17:38 15 Barnsley 19 2 5 12 13:31 11 _ 21 stig var dregið af Derby og 6 af Read- ing vegna fjármálaóreiðu. 4.$--3795.$ Olísdeild karla Stjarnan – ÍBV ..................................... 28:32 Staðan: Haukar 10 7 2 1 301:264 16 Valur 9 6 2 1 261:228 14 ÍBV 9 7 0 2 275:257 14 FH 9 6 1 2 253:227 13 Stjarnan 9 6 0 3 268:262 12 Afturelding 9 4 2 3 263:251 10 Fram 8 4 0 4 222:224 8 Selfoss 8 3 0 5 201:207 6 KA 9 3 0 6 248:269 6 Grótta 7 2 1 4 181:187 5 HK 8 0 0 8 198:229 0 Víkingur 9 0 0 9 192:258 0 Meistaradeild karla A-RIÐILL: Aalborg – Kiel...................................... 35:33 - Aron Pálmarsson lék ekki með Aalborg vegna meiðsla. Arnór Atlason er aðstoð- arþjálfari liðsins. Montpellier – Elverum........................ 39:32 - Ólafur Guðmundsson skoraði tvö mörk fyrir Montpellier. - Orri Freyr Þorkelsson skoraði ekki fyrir Elverum. _ Montpellier 13, Kiel 11, Aalborg 10, Pick Szeged 10, Aalborg 10, Elverum 8, Vardar skopje 5, Zagreb 4, Meshkov Brest 1. B-RIÐILL: Kielce – Barcelona .............................. 29:27 - Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði tvö mörk fyrir Kielce. Haukur Þrastarson komst ekki á blað. _ Kielce 14, Barcelona 9, Veszprém 8, Par- ís SG 7, Zaporozhye 6, Flensburg 5, Porto 5, Dinamo Búkarest 4. %$.62)0-# Ólafur Andrés Guðmundsson skor- aði tvö mörk fyrir Montpellier þeg- ar liðið vann 39:32-sigur gegn El- verum í A-riðli Meistaradeildar- innar í handknattleik í Frakklandi í gær en með sigrinum tyllti Mont- pellier sér á toppinn í riðlinum með 13 stig. Þá skoraði Sigvaldi Björn Guð- jónsson tvö mörk fyrir Kielce þegar liðið vann 29:27-sigur gegn Barce- lona í B-riðli keppninnar í Póllandi en Haukur Þrastarson komst ekki á blað hjá Kielce. Kielce er í efsta sæti B-riðils með 14 stig. Íslendingalið á toppnum AFP 2 Sigvaldi og félagar hafa tapað einum leik í keppninni í ár. Íslenska kvennalandsliðið í knatt- spyrnu mætir í kvöld einu af bestu liðum heims þegar það leikur vin- áttulandsleik gegn Japan í Almere í Hollandi klukkan 18.40. Japan, sem varð heimsmeistari árið 2011 og komst í 8-liða úrslit á Ólympíu- leikunum í sumar, er í 13. sæti heimslistans, þremur sætum ofar en Ísland. Gunnhildur Yrsa Jóns- dóttir fyrirliði sagði á fréttamanna- fundi í gær að það væri góður undirbúningur fyrir EM næsta sumar að mæta svona öflugum mót- herjum. Mæta Japönum í Almere í kvöld Morgunblaðið/Eggert Fyrirliði Gunnhildur Yrsa Jóns- dóttir leikur sinn 83. landsleik. Rúnar Kárason átti frábæran leik fyrir ÍBV þegar liðið vann fjög- urra marka sigur gegn Stjörnunni í úrvalsdeild karla í handknatt- leik, Olísdeildinni, í TM-höllinni í Garðabæ í frestuðum leik úr ann- arri umferð deildarinnar í gær. Leiknum lauk með 32:28-sigri ÍBV en Stjarnan leiddi með einu marki í hálfleik, 16:15. Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Eyjamenn náðu yfirhöndinni þegar fimmtán mín- útur voru til leiksloka og leiddu með þriggja marka mun, 24:21. Stjörnunni tókst að minnka forskot ÍBV í tvö mörk, 28:30, þegar rúm mínúta var til leiks- loka en lengra komust Garðbæ- ingar ekki. Dánjal Ragnarsson og Sveinn Jose Rivera skoruðu fjögur mörk hvor fyrir Eyjamenn en Hafþór Vignisson var markahæstur í liði Stjörnunnar með sjö mörk og Sverrir Eyjólfsson skoraði sex. ÍBV fer með sigrinum upp í þriðja sæti deildarinnar í 14 stig, líkt og Valur, en Stjarnan er í fimmta sætinu með 12 stig. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon 7 Rúnar Kárason var illviðráðanlegur í TM-höllinni í Garðabænum í gær. ÍBV lagði Stjörnuna Aliyah Collier skoraði 28 stig fyrir Njarðvík þegar liðið vann sjö stiga sigur gegn Fjölni í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik, Subway- deildinni, í Dalhúsum í Grafarvogi í áttundu umferð deildarinnar í gær. Leiknum lauk með 71:64-sigri Njarðvíkur en ásamt því að skora 28 stig tók Collier fjórtán fráköst. Lavína Gomes skoraði 18 stig og tók 19 fráköst í liði Njarðvíkur en Aliyah Mazyck var stigahæst í liði Fjölnis með 28 stig. Njarðvík er með 14 stig í efsta sæti deildarinnar en Fjölnir er í þriðja sætinu með 10 stig. _ Ameryst Alston var stigahæst Valskvenna þegar liðið tók á móti Skallagrími í Origo-höllinni á Hlíð- arenda. Leiknum lauk með 92:47-stórsigri Vals en Alston skorað 22 stig, tók sjö fráköst og gaf 11 stoðsendingar. Dagbjört Dögg Karlsdóttir skor- aði 14 stig fyrir Val en Nikola Nedo- roscíková var stigahæst í liði Skallagríms með 18 stig. Valur er með 12 stig í þriðja sæti deildarinnar en Skallagrímur er án stiga í botnsætinu. _ Robbi Ryan fór á kostum í liði Grindavíkur þegar liðið tók á móti Breiðabliki í HS Orku-höllinni í Grindavík. Ryan gerði sér lítið fyrir og skor- aði 38 stig, ásamt því að taka ellefu fráköst og gefa fimm stoðsend- ingar, en leiknum lauk með 90:75- sigri Grindavíkur. Hulda Björk Ólafsdóttir skoraði 11 stig fyrir Grindavík en Anna Soffía Lárusdóttir var stigahæst í liði Breiðabliks með 27 stig. Grindavík er með sex stig í sjötta sæti deildarinnar en Breiðablik er í sjöunda sætinu með tvö stig. Njarðvíkingar tylltu sér á toppinn Morgunblaðið/Kristinn Magnússon 28 Aliyah Collier var stigahæst í liði Njarðvíkur í Grafarvoginum í gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.